Morgunblaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT STÚLKA í búningi álfameyjar uppi á fagurlega máluðum „Frið- arskriðdreka“ við Brandenborg- arhliðið í Berlín í gær. Það voru þýsku listamennirnir Ulrike Rosen- bach og Michael Fischer sem skreyttu drekann í tilefni af því að í gær voru liðin 62 ár frá uppgjöf nasista í seinni heimsstyrjöld. Reuters Minnast uppgjafar nasista Belfast. AFP. | Tímamót urðu í sögu Norður-Írlands í gær þegar sam- stjórn kaþólikka og mótmælenda tók við völdunum. Ian Paisley, forsætis- ráðherra heimastjórnarinnar og leið- togi stærsta flokks mótmælenda, DUP, sagði að nú gæfist „raunveru- legt tækifæri til að tryggja varanleg- an frið“ á Norður-Írlandi. Martin McGuinness, einn af for- ystumönnum stærsta flokks kaþól- ikka, Sinn Féin, og fyrrverandi for- ingi úr Írska lýðveldishernum (IRA) verður aðstoðarforsætisráðherra. „Norður-Írland er nú komið inn í tímabil friðar, tímabil þegar hatrið ríkir ekki lengur,“ sagði Paisley. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði að með samstjórn- inni hefðu Norður-Írar og Bretar losað sig við „hlekki sögunnar“. „Lít- um til baka og við sjáum aldir sem mótuðust af átökum, þrengingum, jafnvel hatri meðal þjóðanna á þess- um eyjum. Lítum núna fram veginn og við sjáum loksins tækifæri til að losna við þessa þungu hlekki sögunn- ar.“ Martin McGuinness kvaðst vera viss um að þeir Paisley gætu unnið saman. „Við verðum að sigrast á erf- iðleikunum sem við stöndum frammi fyrir til að ná markmiðum okkar og grípa tækifærið sem nú gefst.“ Söguleg kúvending Samstarf Paisleys og McGuinness hefði verið talið óhugsandi fyrir nokkrum árum. Paisley, sem er 81 árs, hefur verið þekktur fyrir stífni og þvergirðingshátt í deilunum við kaþólikka og var andvígur friðar- samkomulaginu sem náðist árið 1998, einn stjórnmálaleiðtoga Norð- ur-Íra. Það sætti því miklum tíðindum þegar Paisley kúventi fyrir sex vik- um og féllst á að mynda heimastjórn með Martin McGuinness, sem viður- kenndi í maí 2001 að hann hefði verið í Írska lýðveldishernum á áttunda áratug aldarinnar sem leið. Guinness hefur meðal annars verið sakaður um að hafa fyrirskipað morð á kaþólsk- um Norður-Írum og hann var dæmd- ur í sex mánaða fangelsi á Írlandi ár- ið 1973 eftir að 113 kg af sprengiefni og skotfæri fundust í bíl hans. Flokkur Paisleys, DUP, er með fjögur ráðherraembætti í heima- stjórninni, Sinn Féin þrjú, Sam- bandsflokkur Ulster (UUP) tvö og hófsamur flokkur kaþólikka (SDLP) eitt. Talið er að framtíð heimastjórnar- innar geti ráðist af því hvort henni tekst að bæta efnahagsástandið á Norður-Írlandi. Gordon Brown, fjár- málaráðherra Bretlands og líklegur eftirmaður Tony Blairs í forsætis- ráðuneytinu, hefur lofað heima- stjórninni 51 milljarði punda, sem svarar 6.400 milljörðum króna, á næstu tíu árum. Sögulegri samstjórn fagnað á N-Írlandi Ian Paisley, forsætisráðherra heimastjórnarinnar, segir tímabil varanlegs friðar gengið í garð í héraðinu Reuters Fornir fjendur Tony Blair kveður Martin McGuinness aðstoðarforsæt- isráðherra (t.v.) og Ian Paisley eftir fund í þinghúsinu í Belfast í gær. Jersúsalem. AFP, AP. | Ísraelski forn- leifafræðingurinn Ehud Netzer skýrði frá því á blaðamannafundi í gær að gröf Heródesar, konungs gyðinga, hefði fundist innan her- numda svæðisins á Vesturbakk- anum. Netzer, sem er prófessor við hebreska háskólann í Jerúsalem, sagði steinkistu með jarðneskum leifum konungsins hafa fundist á greftrunarstaðnum fyrir þremur vikum, en hann hefur unnið þar að rannsóknum allt frá árinu 1972. Óhætt er að fullyrða að fundurinn sæti miklum tíðindum í sögu forn- leifafræðinnar, en kista konungsins fannst við efsta hluta stapans Her- odium sem er yfir 750 metra yfir sjávarmáli og 12 km suður af Jerú- salem, á Vesturbakkanum. Löngum hafði verið talið að Heródes, sem lét slétta topp stapans og reisa þar höll, væri grafinn á staðnum en fornleifa- fræðingum ekki tekist að finna kistuna fyrr en nú. Kistan var brotin í smámola og talið að hún hafi verið eyðilögð á árunum 66 og 72 e. Krist. Heródesar er getið í Nýja testa- mentinu í Matteusarguðspjalli, þar sem sagt er frá þeirri skipun hans að láta myrða öll sveinbörn í Betlehem undir tveggja ára aldri. Jósef, faðir Jesú, vissi af hættunni og flúði með konu sína og barn til Egyptalands. Fundu grafhýsi Heródesar konungs á Vesturbakkanum Reuters Leit Við greftrunarstaðinn. LEIÐTOGI þjóðernisöfgamanna, Tomislav Nikolic, var í gær kjörinn forseti þings Serbíu með stuðningi Vojislavs Kostunica, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnar lands- ins, eftir fimmtán klukkustunda umræðu á þinginu. Nikolic er leiðtogi Róttæka flokksins sem varð stærsti flokkur Serbíu í þingkosningum í janúar án þess að fá meirihluta á þinginu. Hófsömum flokkum hefur ekki tekist að mynda samsteypustjórn vegna ýmissa deilu- mála. Dragan Sutanovac, þingmaður flokks Boris Tadic, forseta Serbíu, sem vill að landið gangi í Evrópusam- bandið, varaði við því að kjör Nikolic yrði til þess að rót- tækir þjóðernissinnar kæmust aftur til valda í Serbíu. Evrópusambandið sleit viðræðum við stjórn Serbíu fyrir ári, einkum vegna þess að Ratko Mladic, fyrrverandi yfirmaður hers Bosníu-Serba, hefur ekki enn verið handtekinn og framseldur til alþjóðlega stríðs- glæpadómstólsins fyrir fyrrverandi lýðveldi Júgóslavíu. Talið er að Mladic sé í felum í Serbíu. Talsmaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sagði að kjör Nikolic í embætti þingforseta sýndi að Serbía væri á „krossgötum“. Hann sagði að Serbar þyrftu að velja á milli þess að hverfa aftur til þjóðern- isofstækis eins og valdatíma Slobodans Milosevic eða leita eftir samstarfi við Evrópusambandið. Leiðtogi þjóðernissinna kjörinn forseti þings Serbíu Tomislav Nikolic VOR Í ÍSLENSKRI VERKEFNASTJÓRNUN Opin ráðstefna MPM námsins Hótel Loftleiðum, Þingsal 1-4, 11. maí, frá kl. 13.00-17.30 Útskriftarnemendur í MPM náminu kynna fjölbreytt og hnitmiðuð lokaverkefni tengd verkefnastjórnun Dæmi um viðfangsefni eru: • Þjálfun og þekkingaruppbygging • Verkefnastofur og skipuheildir • Greiningartæki • Siðfræðileg álitaefni • Gæðastjórnun Ráðstefnan fer fram í þremur straumum og á hverjum tíma verða þrjú verkefni til kynningar. Sjá dagskrá á mpm.is. Allir velkomnir www.mpm.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.