Morgunblaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Gylfi Felixsonfæddist í
Reykjavík 22. sept-
ember 1939. Hann
lést á líknardeild
LSH í Kópavogi, 2
maí síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru hjónin Felix
Jónsson, yfir-
tollvörður í Reykja-
vík, f. 26. apríl
1895, d. 29. mars
1978, og Guðmunda
Jóhannsdóttir hús-
móðir, f. 28. mars
1898, d. 6. maí 1990. Systur Gylfa
eru Hanna og Svava og uppeld-
isbróðir Grétar, maki Guðlaug
Þórs Ingvadóttir.
Gylfi kvæntist hinn 26. ágúst
1961 Jóhönnu Oddgeirsdóttur, f.
29. september 1940. Börn þeirra
eru: 1) Oddgeir tannlæknir í
Reykjavík, f. 1960, kvæntur Stef-
aníu Arnardóttur hjúkrunar-
fræðingi. Börn þeirra eru Hanna
Lilja, Davíð Arnar og Brynjar
Orri. 2) Kjartan tannlæknir í
Reykjavík, f. 1964, kvæntur Önnu
Guðbjartsdóttur kennara. Börn
þeirra eru Hilmir Þór, Pétur
Kári og Rannveig
Sif. 3) Unnur upp-
eldisfræðingur í
Reykjavík, f. 1969,
gift Tryggva Þor-
valdssyni. Börn
þeirra eru Gylfi,
Þorvaldur, Elín
Arna og óskírð
stúlka. 4) Felix
markaðsfræðingur
í Reykjavík, í sam-
búð með Klöru Ósk
Hallgrímsdóttur.
Eiga þau stúlkuna
Ísold Klöru.
Gylfi útskrifaðist stúdent frá
Verslunarskóla Íslands 1960, og
lauk cand. odont prófi frá tann-
læknadeild Háskóla Íslands
1966. Hann rak eigin tann-
læknastofu í Reykjavík til ársins
2006. Gylfi gegndi ýmsum trún-
aðarstörfum, m.a. hjá Tann-
læknafélagi Íslands, Íþrótta-
félaginu Fylki og Rótarý-
klúbbnum í Árbæ. Einnig söng
hann með Karlakórnum Stefni
um árabil.
Gylfi verður jarðsunginn frá
Árbæjarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Enn og aftur sannast hversu
stutt getur verið milli sorgar og
gleði. Aðeins fjórum dögum eftir
fæðingu litla sólargeislans okkar
Unnar kveður Gylfi Felixson, minn
kæri tengdafaðir lífið. Eftir að vitað
var hvert sjúkdómur Gylfa stefndi
var vonast eftir að hann fengi að sjá
ellefta barnabarnið sitt. Það tókst
og verður okkur sem eftir stöndum
ákaflega dýrmæt minning.
Í tæpa tvo áratugi lágu leiðir
okkar Gylfa saman eða frá því að ég
nítján ára gamall kynntist Unni og
fór að venja komur mínar inn á
heimili þeirra hjóna. Strax fann ég
fyrir miklum hlýhug og vingjarn-
leika og var mér tekið sem einum af
fjölskyldunni frá fyrsta degi.
Aldrei bar skugga á samband
okkar Gylfa og reyndist hann mér
ákaflega vel alla okkar samleið.
Hann var mjög traustur og var
ávallt tilbúinn að rétta hjálparhönd
ef á þurfti að halda. Gylfi hafði
mjög góða nærveru og fylgdist vel
með málefnum líðandi stundar og
var alltaf gaman að ræða við hann
og skiptast á skoðunum, en íþrótta-
fréttir voru oft ofarlega á baugi.
Þeir eru ófáir Fylkisleikirnir sem
við höfum sótt saman, svo ég tali nú
ekki um reglulegar heimsóknir
okkar feðga til Hönnu og Gylfa til
að sjá leiki í sjónvarpinu, með til-
heyrandi innlifun oft á tíðum. Þegar
við Unnur fórum í heimsóknir í
sumarbústaðinn á Flúðum með
börnunum okkar reyndum við oft-
ast að spila golf saman. Spila-
mennskan var reyndar á alla vegu
og var það ósjaldan sem eitthvert
golfsettið var til sölu eftir þá hringi.
Gylfi var mikill húmoristi og hann
gat líka verið mjög stríðinn en aldr-
ei á meiðandi hátt.
Margt hefur verið brallað um tíð-
ina en það sem stendur upp úr er
ógleymanleg skíðaferð til Lech í
Austurríki um síðustu jól. Stórfjöl-
skyldan, tuttugu að tölu, saman-
komin í skíðaparadís Hönnu og
Gylfa. Í mínum huga var Gylfi al-
gjör hetja í þessari ferð, að sjá
hvernig hann skíðaði niður brekk-
urnar með börnum og barnabörn-
um þrátt fyrir að sjúkdómurinn
væri að hrjá hann, en ekki kvartaði
hann. Ég er gríðarlega þakklátur
fyrir að þessi ferð var farin og veit
að hún var okkur öllum óskaplega
dýrmæt. Það var á fjölskyldustund-
um sem þessum sem glöggt kom í
ljós hvað fjölskyldan var Gylfa mik-
ilvæg og var hann afar stoltur af
þessum fríða hópi sínum.
Í gegnum árin hefur maður ekki
farið varhluta af þeirri miklu ást og
gleði sem einkenndi hjónaband
Hönnu og Gylfa. Þau voru ákaflega
samrýmd og var útivist og hreyfing
stór þáttur í þeirra lífi. Mikill skíða-
áhugi barna, tengdabarna og
barnabarna er mikið til kominn frá
þeim hjónum og er ekki svo langt
síðan að sonur minn hlaut leiðsagn-
ar afa og ömmu í sinni fyrstu ferð
niður brekkurnar í Bláfjöllum. Gylfi
hvatti börn sín og barnabörn
snemma til að standa á eigin fótum
og búa þau vel að því í dag.
Mikill er missir Hönnu, elsku-
legrar tengdamóður minnar, sem
stóð eins og klettur við hlið Gylfa í
veikindastríði hans. Henni sendi ég
mínar innilegustu hugsanir sem
mættu verða huggun í harmi henn-
ar. Það er með miklum söknuði en
jafnframt mikilli virðingu sem ég
kveð kæran tengdaföður. Minning-
in um góðan og heiðvirðan mann lif-
ir.
Tryggvi Þorvaldsson.
Um síðustu jól rættist áratuga
gamall draumur afa míns þegar við
fórum stórfjölskyldan saman á skíði
til Lech í Austurríki. Tuttugu
manna hópur, já hann afi var sko
ríkur maður. Þessi síðustu jól okkar
saman í Lech voru okkur öllum
ómetanleg. Núna þegar hann hefur
kvatt þennan heim og sorgin kemur
yfir mann, er þetta ein af mörgum
minningum sem ylja um hjartaræt-
ur. Minningar um fallegan og góðan
mann, gefandi, skemmtilegan og
duglegan. Afi var mikill skíðamaður
og fóru þau amma margoft í skíða-
ferðir með skíðahópnum sínum,
Húbbunum. Í eitt skipið þegar þau
voru stödd í Lech keyptu þau ein-
mitt skíði handa mér, mín fyrstu
skíði. Ég var bara tveggja ára göm-
ul. Það er því óhætt að segja að
skíðaáhugi minn sé frá þeim kom-
inn, rétt farin að ganga þegar ég
var farin að bruna niður brekkurn-
ar á alltof stórum skíðum.
Þau voru líka dugleg að koma og
heimsækja okkur, hvort sem við
bjuggum á Akureyri, Vopnafirði
eða úti í Noregi, og oftar en ekki
fórum við saman á skíði. Ég er elsta
barnabarn afa og ömmu, af ellefu.
Sú yngsta ekki nema 12 daga göm-
ul, rétt náði að hitta afa sinn, áður
en hann kvaddi. Var hann að bíða
eftir henni? Ég efast ekki um það.
Hann var alltaf svo góður við okk-
ur, mikill barnakarl. Mér finnst það
mikil forréttindi sem elsta barna-
barn að hafa haft möguleika á að
fylgjast með honum með yngri
frændsystkini mín, það hefur
ósjaldan rifjað upp skemmtilegar
minningar frá því ég sjálf var lítil,
og vildi ólm að hann tæki mig í
kleinu eða flugvél, aftur og aftur.
Hann var alltaf tilbúin að leika við
okkur. Svo á unglingsárunum fjar-
lægist maður aðeins, en svo nálgast
maður aftur, og kynnist upp á nýtt,
á allt annan hátt. Mér fannst ég ný-
farin að kynnast honum aftur þegar
hann veikist aftur af krabbamein-
inu. Síðan þá höfum við fjölskyldan
átt góðar stundir. Maraþon-ferðin
síðasta vor, þegar þau komu öll til
Kaupmannahafnar þar sem ég bý,
að hvetja pabba, Kjartan og Níels
áfram í maraþoninu. G-8 hópurinn í
Húsafelli síðasta sumar, og Lech
núna um jólin. Þessar stundir eru
mér mikils virði. Það var sama
hvert tilefnið var, hvort sem það
var afmæli, jól eða eitthvað annað,
alltaf þegar ég fékk kort fra ömmu
og afa fylgdi lítil ferskeytla eftir
afa, ferskeytla sem sýndi væntum-
þykju hans og stolt. Ég á þau nú
ekki öll, en einhver á ég ennþá, og
mér þótti alltaf svo vænt um að fá
þau. Mér finnst því vel við hæfi að
enda þessi minningarorð um hann
afa Gylfa á ljóði.
Þetta litla ljós
sem logar innst,
getur slokknað
þegar varir minnst.
Því ég gleymi allt of oft.
Þetta bjarta bros
sem bætir allt,
mildar lífið
þegar lánið valt –
hefur gleymt að heilsa á mig.
Þótt himnarnir hrynji
hál sé braut,
við endi heims umturnist
jarðarskaut –
verum vinir – alla tíð.
(Egill Ólafsson)
Hanna Lilja Oddgeirsdóttir.
Við urðum mjög sorgmædd dag-
inn sem pabbi náði í okkur snemma
í skólann til þess að segja okkur að
elsku afi okkar væri dáinn. Við vild-
um ekki trúa því og finnst okkur
enn mjög skrítið að eiga ekki aftur
eftir að koma við hjá afa á leið heim
úr skólanum til að fá brauðsneið og
lesa íþróttasíður blaðanna. Afi var
okkur mjög kær og gerði hann
margt með okkur. Í sumarbústaðn-
um á Flúðum gerði afi stóran fót-
boltavöll fyrir okkur krakkana. Þar
spiluðum við oft fótbolta milli þess
sem við fórum í golf og í heita pott-
inn. Afi hafði mikinn áhuga á íþrótt-
um eins og við og var endalaust
hægt að ræða við hann um íþrótta-
úrslit og var hann fljótur að stríða
okkur ef okkar lið í enska boltanum
töpuðu leik. Við gátum reyndar
strítt afa mikið oftar vegna þess að
hann hélt með Arsenal.
Um síðustu jól fórum við öll fjöl-
skyldan í ofsalega skemmtilega
skíðaferð til Austurríkis. Þar var afi
kátur og hress og renndi sér niður
brekkurnar með okkur.
Við söknum afa mikið og munum
segja litlu systur okkar frá honum
þegar hún verður eldri. Að lokum
kveðjum við elskulegan afa okkar
eins og hann var vanur að kveðja
okkur: „Bæjó spæjó“
Gylfi, Þorvaldur, Elín Arna
og litli sólargeislinn
Ég man þegar ég var yngri og
kom í heimsókn til ykkar ömmu og
afa í Glæsibæinn, það var alltaf svo
notalegt.
Ég var svona frekar vel virkur
sem barn, en þegar ég kom einn til
ykkar ömmu þá fékk ég bara að
vera einn í rólegheitunum hjá ykk-
ur, þar sem enginn hávaði né læti
voru. Við spiluðum oft saman, ég,
þú og amma og það var bara alls
ekki séns að vinna þig í ólsen ólsen,
þú gafst manni engan séns, hehe,
þannig varst þú afi minn. Kannski
ekki beint þessi „venjulegi“, afi
heldur svona töff afi sem lét mann
ekki komast upp með einhverja
kerlingastæla. Samt alltaf svo ljúf-
ur og góður, þú varst alltaf til í að
lesa nokkrar sögur, og man ég helst
eftir sögunum um Sæmund fróða
og púkann í Púkablístrunni. End-
aðir svo hverja sögu á að segja :
„Kallinn pö“. Þær voru góðar
stundirnar sem við áttum saman afi
minn. Ég hefði svo gjarnan viljað
að þær hefðu verið fleiri, en þessar
stundir munu lifa í minningunni að
eilífu.
Ég kveð þig núna með trega,
elsku afi, en ég veit að þú ert kom-
inn á góðan stað þar sem þú munt
fylgjast með okkur öllum og vera
með okkur í anda, og eflaust
hrekkja okkur eitthvað, en það var
Gylfi Felixson
✝
Þökkum samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar
GUÐBJARGAR VALDADÓTTUR
frá Siglufirði,
Heiðarbraut 3,
Garði.
Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks og starfsfólks á
hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Garði.
Guð blessi ykkur.
Fjölskyldan.
✝
Ástkær sonur okkar og bróðir,
MAGNÚS ÓLI GUÐBJARGARSON,
Hólmasundi 6,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn
11. maí kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Félag ein-
stakra barna og Barnaspítalasjóð Hringsins, sími
543 3724.
Guðbjörg Magnúsdóttir, Kristján Már Hauksson,
Birta Ósk Kristjánsdóttir,
Sigrún Lilja Kristjánsdóttir,
Haukur Jarl Kristjánsson.
✝
Útför móður okkar,
GUÐRÚNAR JÓNASDÓTTUR
frá Öxney,
(Guðrúnar í Galtarey),
verður gerð frá Stykkishólmskirkju föstudaginn
11. maí kl. 15.00
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en
þeim sem vilja minnast hennar er bent á
Þroskahjálp.
Hreinn Jóhannsson,
Sigríður Jóhannsdóttir,
Brynja Jóhannsdóttir
og fjölskyldur okkar.
✝
Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð við andlát og
útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
ÁSDÍSAR ÞORGILSDÓTTUR,
Sóltúni 7,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 14 E og
gjörgæslu Landspítalans við Hringbraut.
Guðjón Valdimarsson og fjölskylda.
✝
Elsku frændi okkar,
HALLBJÖRN GUNNAR GÍSLASON,
Tröðum,
Hraunhreppi,
verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju föstudaginn
11. maí kl. 14:00.
Sigrún Helgadóttir,
Kristín Helgadóttir,
Sigurbjörg Helgadóttir, Óskar Þór Óskarsson,
Heiða Helgadóttir, Júlíus Konráðsson
og aðrir aðstandendur.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
KRISTJANA BJARNADÓTTIR,
Breiðanesi,
Gnúpverjahreppi,
sem lést sunnudaginn 6. maí verður jarðsungin frá
Stóra-Núpskirkju laugardaginn 12. maí kl. 14.00.
Sesselja Loftsdóttir,
Gunnhildur Loftsdóttir, Björn Árnason,
Helga Guðrún Loftsdóttir,
Hrafnhildur Loftsdóttir, Ingvar Bjarnason,
Loftur S. Loftsson, Kristrún Björg Loftsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.