Morgunblaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SLÆM meðferð á hagtölum, van- þekking á gangverki efnahagslífsins og þversagnir í málflutningi hefur lengi loðað við tals- menn Samfylking- arinnar. Sláandi dæmi um eina slíka þversögn birtist nýlega í opnu Morgunblaðsins þeg- ar formaður flokksins kynnti til sögunnar greinargerð sem bar það virðulega heiti „Ábyrg efna- hagsstefna“ og boðaði aðhald í rík- isfjármálum næstu misserin. Svo óheppilega vildi reyndar til að á sömu síðu þennan sama dag var birt grein eftir varaformann Samfylkingarinnar þar sem hann útlistaði ýmis mál sem fólu í sér margra milljarða króna auk- in útgjöld hjá ríkissjóði. Dæmigert? Nýlegar yfirlýsingar formanns Samfylkingarinnar í Kastljósinu í vik- unni um að hagvöxturinn einn og sér muni sjá um að borga fyrir lof- orðalista hennar upp á 30 milljarða króna vöktu nokkra athygli. „Þetta gerist bara með hagvextinum …“ sagði hún aðspurð hvar hún ætlaði að fá fjármunina í góðu málin. Reyndar nefndi hún betri framkvæmd fjárlaga einnig sem sérstakan tekjupóst, en látum það liggja á milli hluta. Formanninum til fróðleiks þá dett- ur hagvöxtur ekki af himnum ofan, hagvöxtur er ekki náttúrulögmál sem hægt er að gera ráð fyrir. Hagvöxtur undanfarinna ára er þannig afrakstur markvissrar stjórnarstefnu sem stjórnarandstöðuflokkarnir hafa jafn- markvisst barist gegn. Yfirlýsing formannsins gengur einnig þvert á áður boðað aðhald í rík- isfjármálum í fyrrnefndu skýrslunni um ábyrgu efnahagsstjórnunina. Jafnframt gengur það auðvitað ekki upp að hagvöxturinn eigi að greiða þennan loforðapakka á sama tíma og Samfylkingin boðar frestun ýmissa framkvæmda og nauðsyn þess að hér sé hægt á allri efnahagsstarfsemi. Þetta er einfaldlega enn eitt dæmið um skilningsleysi Samfylkingarinnar á gangverki efnahagslífsins. Nýjasta og kannski grófasta dæm- ið hingað til um það hvað tals- mönnum Samfylkingarinnar lætur illa að fara rétt með tölur eru þó sí- endurteknar yfirlýsingar ýmissa frambjóðenda hennar um að kosn- ingaloforð Sjálfstæðisflokksins kosti litla 400 milljarða króna! Reyndar eru þeir ekki alveg samstiga í þess- um málflutningi þar sem varafor- maðurinn talar einatt um stjórn- arflokkana báða í þessu samhengi en frambjóðandi flokksins í SV- kjördæmi vænir Sjálfstæðisflokkinn einan um þetta. Oft hefur maður hrokkið við þegar Samfylking- armenn tjá sig um efnahagsmál en þarna tók steininn úr! Hvaðan í ósköpunum kemur þessi tala? Það væri fróðlegt að sjá þá útreikninga. Við sjálfstæðismenn höfum ætíð lagt á það áherslu að verðmæta- sköpun sé undirstaða velferðar og framfara. Peningar vaxa ekki á trjánum og þeir „gerast ekki bara með hagvextinum“. Fyrir síðustu kosningar lögðum við upp með að nýta það svigrúm sem kröftugt at- vinnulíf og uppsveiflan í efnahagslíf- inu skapaði til ýmissa framfaramála, m.a. lækkunar skatta, úrbóta í mál- efnum aldraðra og öryrkja, stórauk- inna útgjalda til menntamála o.fl. Við stóðum við öll þessi loforð og gott betur. Við bjóðum fram krafta okkar til að halda áfram á þessari braut á komandi kjörtímabili og tryggja áfram ný tækifæri á traustum grunni. Þetta gerist bara með hagvextinum … Eftir Ragnheiði Elínu Árnadóttur Höfundur er aðstoðarmaður forsætisráðherra og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í SV-kjördæmi. Í GREIN sem birtist í Morg- unblaðinu föstudaginn 4. maí eftir Kristínu Guðmundsdóttur, for- mann Sjúkraliðafélags Íslands, og Elsu B. Friðfinnsdóttur, formann Félags íslenskra hjúkrunarfræð- inga, er spurt hvernig stjórn- málaflokkarnir vilji mæta núverandi skorti á fagmennt- uðu starfsfólki inn- an hjúkrunar og aukinni þörf fyr- ir slíkt fagfólk í framtíðinni. Jafnframt er spurt um launamál þessara stétta. Góð menntun Menntun hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða hér á landi er á heims- mælikvarða. Hvergi í heiminum er jafnhátt hlutfall hjúkr- unarfræðinga með háskóla- menntun í faginu og lengd og gæði menntunar sjúkraliða er með því besta sem gerist. Það kemur m.a. fram í gæðum þeirrar þjónustu sem þessar stéttir veita utan sem innan heilbrigðisstofn- ana hér á landi. Á síðustu árum hafa stjórnvöld tekið ákvarðanir sem skipta miklu um mönnum sjúkraliða og hjúkr- unarfræðinga til framtíðar. Fjölgun nemenda í hjúkrun Þannig hefur nemendum í hjúkrunarfræði fjölgað verulega á síðustu árum. Á yfirstandandi skólaári 2006-2007 var nemendum í hjúkrunarfræði fjölgað um 35, þar af 25 við Háskóla Íslands og 10 við Háskólann á Akureyri. Frá árinu 2002 hefur nemendaplássum á 1. ári í hjúkrunarfræði við þessa skóla fjölgað úr 97 í 158, eða um 63 nemendur, sem er um 65% . Á síðustu árum hefur hjúkr- unarfræðingum fjölgað verulega. Þegar bornar eru saman skýrslur NOMESKO, norrænu heilbrigð- istölfræðinefndarinnar frá árinu 1996 og 2004 kemur fram að starfandi hjúkrunarfræðingum á Íslandi hefur fjölgað verulega milli áranna 1996 og 2004 eða far- ið úr 516 hjúkrunarfræðingum á hverja 100 þúsund íbúa í 863 á hverja 100 þús. íbúa. Þetta er töluverð fjölgun á ekki lengri tíma og samsvarar rúmlega 1000 nýj- um hjúkrunarfræðingum. Með þessari fjölgun er fjöldi hjúkrunarfræðinga á hverja 100 þúsund íbúa mun nær því sem gerist á hinum Norðurlöndunum en áður var, þar sem fjöldinn er nú á bilinu 896-1495 hjúkr- unarfræðingar/100 þús. íbúa. Í skýrslu Hagfræðistofnunar „Spá um þörf fyrir vinnuafl í heil- brigðiskerfinu“, sem gefin var út í desember 2006, segir að útskrifa þurfi milli 130 og 140 hjúkr- unarfræðinga á ári til að mæta vinnuaflsþörf. Fjöldi nemenda í hjúkrunarnámi nú virðist geta mætt þessari vinnuaflsþörf og vel það, ef marka má spá Hag- fræðistofnunar. Á næstu 10 árum mun hjúkrunarfræðingum fjölga um 1400, með fyrirvörum um brottfall, en þess ber jafnframt að geta að eftir 5-15 ár munu stórir árgangar hjúkrunarfræðinga fara á lífeyri. Fleiri sjúkraliða Skortur er á sjúkraliðum til starfa. Nú hefur verið farið í átak til að gefa þeim sem hafa reynslu af störfum sem ófaglærðir starfs- menn í umönnunarstörfum á heil- brigðisstofnunum tækifæri til að afla sér réttinda til starfa sem sjúkraliðar, með sérstakri náms- braut. Þessi leið var farin í sam- ráði við Sjúkraliðafélag Íslands. Jafnframt styður Sjálfstæð- isflokkurinn hugmyndir Sjúkra- liðafélags Íslands um styrkingu stéttarinnar með framhalds- menntun, endurskoðun á starfs- sviði og sérstöku kynningarátaki á námi sjúkraliða. Launamál kvennastétta í heil- brigðisþjónustu hafa mikið verið til umræðu. Merkja má launamun milli hefðbundinna karlastétta og hefðbundinna kvennastétta með sambærilega lengd náms að baki. Það er ein tegund kynbundins launamunar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ályktað í þá veru að kynbundinn launamunur eigi ekki að líðast í nútíma samfélagi og að gera skuli stórátak í að jafna óútskýrðan launamun karla og kvenna. Í kjölfar þess að samið var um nýtt launakerfi opinberra starfs- manna á árinu 1997, hækkuðu laun hjúkrunarfræðinga og ann- arra háskólamenntaðra stétta, t.d. á heilbrigðisstofnunum. Í kjölfarið hækkuðu jafnframt laun annarra kvennastétta, t.d. í mennta- kerfinu. Í dag fylgja t.d. grunn- laun hjúkrunarfræðinga meðaltali launa innan BHM, en því var ekki að skipta fyrir 1997 og langt því frá. Það er árangur í sjálfu sér. Þetta gerðist í tíð sjálfstæð- ismanna í ríkisstjórn og í fjár- málaráðuneytinu og munum við vinna áfram að þessu viðfangs- efni. Sjálfstæðisflokkurinn mun leggja sig allan fram til að skapa hjúkrunarfræðingum og sjúkralið- um eftirsóknarverð starfsskilyrði á heilbrigðisstofnunum til fram- tíðar. Úrræði sem duga Eftir Ástu Möller Höfundur er alþingismaður og skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður. NÝTT - NÝTT Á FASTEIGNAMARKAÐI Á ÍSLANDI! Valhöll fasteignasala, sími 588 4477, kynnir í einkasölu stórglæsilegar íbúðir í lyftuhúsum við Vindakór 2-8, Kópavogi. Húsið er flísalagt að utan með vönduðum flísum frá Vídd. Allir gluggar og svalahurðir álklæddir að utan. Stærðir íbúðanna eru frá 116-160 fm. Kamína/arinn í öllum íbúðum. Sérinngangur af svalagangi í allar íbúðir og alveg sérinngangur í íbúðir á jarðhæð. Öllum íb. á jarðhæð fylgja extra stórar þ.e. allt að 70 fm sérlóðir. Íbúðirnar afhendast fullfrágengnar með öllu. Vandaðar innréttingar sérhannaðar af innanhúsarkitektum, glæsil. flísal. baðherb. með hita í gólfi, nuddbaðkari, sturtu og vönduðum tækjum. Fullbúið glæsilegt eldhús með öllum rafmagnstækjum þ.m.t. uppþvottvél og ísskápur og eru öll tæki þýsk frá GORENJA. Gólfefni verða á öllum íbúðum og um er að ræða vandað parket og flísar eftir því sem við á. Stæði í fullbúnu upphituðu bílahúsi (innangengt í sameign) fylgir öllum íbúðum og að auki er hægt að kaupa fullbúna mjög rúmgóða bílskúra frá 31 og uppí 48 fm. Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast á www.stafnas.is eða á skrifstofu Valhallar. Fullbúnar (frá A-Ö) stórglæsilegar íbúðir í nýju einstaklega vönduðu viðhaldsfríu lyftuhúsi á góðum útsýnisstað við Vindakór í Kópavogi. Íbúð 0205-0405 115,5 fm + bílskýli Dæmi um stærðir og gerðir íbúða Íbúð 212-412 168 fm ásamt bílskúr/bílskýli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.