Morgunblaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2007 35 Tristan litli er dáinn. Sólargeislinn sem kom í heiminn fyrir örfáum mán- uðum og færði gleði og fyllingu í líf svo margra. Allt í einu er honum kippt burt, og heimurinn er ekki sam- ur á eftir. Tómarúmið er mikið og sárin djúp. Þau verða aldrei að fullu grædd, þótt tíminn sé mikill læknir. Við syrgjum og spyrjum, en fáum ekki svör. Enginn getur sett sig í spor móðurinnar ungu, sem í einu vetfangi er svipt því sem henni var kærast. Gimsteininum sínum sem hún hafði lifað fyrir, þráð og elskað. Framtíð- ardraumar breytast á svipstundu. Hennar gæfa er að vera sterk og lífs- glöð að eðlisfari og að njóta um- hyggju ættingja og sérlega góðs vina- hóps. Tristan litli var augasteinninn okk- ar. Stundirnar sem hann dvaldi hjá okkur voru yndislegar, og í minning- unni verða þær ómetanlegur fjársjóð- ur. Jónína hefur alltaf haldið mjög góðum tengslum við mömmu sína, og við höfum notið þess að hafa hana hjá okkur um lengri og skemmri tíma. Hjá okkur dvaldi hún fyrir fæðingu Tristans og þar átti hann sitt fyrsta heimili, meðan íbúðin í bænum var að klárast. Gleðin var mikil, þegar þessi sólargeisli kom í heiminn. Með ólík- indum var hvað þessi litli karl gat borið mikla hamingju í bæinn. Glað- værð og mannblendni voru eiginleik- ar sem fljótt bar á. Síðar, þegar hann fór að flakka um sína takmörkuðu veröld á fullri ferð í göngugrindinni, kom mikilfengleg persóna í ljós. Áhugi á dýrum og öllu lífi var augljós, enda stutt að sækja hann til móður- innar. Týra saknar nú góðs vinar sem rétti henni kleinubita, gaf henni önd og lék við hana. Tónlist var líka í miklu uppáhaldi. Alltaf var andakt við sjónvarpið ef í því var dýralífs- mynd eða góð tónlist. Tristan var sér- lega athugull og næmur. Nýja hluti þurfti hann að skoða frá öllum hliðum og prófa oft hvernig þeir virkuðu. Ný efni þurfti hann að strjúka varlega með sérlega næmum fingrum, og var þá íbygginn á svip. Síðan þaut hann af stað á göngugrindinni og sveigði hjá hindrunum af mikilli nákvæmni. Hin skamma ævi Tristans var ekki án erfiðleika. Veikindi gerðu honum oft erfitt fyrir, þótt enginn hefði get- að búist við því sem varð. Þeim tók hann þó af ótrúlegri geðprýði og seiglu. Hann var þróttmikill að eðl- isfari og handsterkur. Það kom til dæmis í ljós síðustu helgina sem hann lifði, en þá var hann við góða heilsu. Þá fékk hann að fara í húsdýragarð- inn til að sjá kiðlinga. Náði litli karl- inn þar í horn á geit og hélt fast. Hef- ur kannski viljað hafa bústofninn með heim. Nú er hljóðlátara í bænum. Við er- um samt innilega þakklát fyrir þann yndislega tíma sem okkur var gefinn með Tristan Alexander. Hver örstutt stund geymist og yljar. Tristan átti ástríka mömmu, og hún átti yndisleg- asta son sem nokkur getur óskað sér. Elsku Jónína; hjá þér er okkar hugur og samúð. Líttu sterk fram á veginn með góða vini þér við hlið og dýrmætan sjóð minninga. Takk bæði fyrir yndislegar stundir. Amma og afi í sveitinni. Elskulegur lítill engill leit dagsins ljós hinn 5. júní síðastliðinn. Elskaður og dáður af öllum sem til hans þekktu og umgengust. Hann hlaut nafnið Tristan Alexander og má með sanni Tristan Alexander Jónínuson ✝ Tristan Alex-ander Jónínuson fæddist í Reykjavík 5. júní 2006. Hann lést 30. apríl síðast- liðinn. Móðir hans er Jónína Eyvinds- dóttir og faðir Jor- dan Stepp. Tristan Alexand- er verður jarðsung- inn frá Garðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. segja að það hafi lýst af Jónínu móður hans vegna þess stolts sem hún fann fyrir gagn- vart öllu sem tengdist honum. Það var gaman að fylgjast með henni, þó ekki væri nema við þá einföldu iðju þegar hún var að brjóta saman fötin hans og ganga frá þeim. Hún lagði metn- að sinn í að allt sem hún gerði í sambandi við hann væri vel gert og það tókst henni svo sannarlega. Við hjónin töluðum gjarnan um Tristan sem litla engilinn, af því hann var alltaf svo góður og indæll. Hann var dæmi um algert draumabarn, sem svaf vært alla nóttina og oft langt fram eftir morgni. Hann stækkaði og braggaðist, var duglegur að borða og tók eðlilegum framförum. Farið var að tala um fyrsta afmælisdaginn og hve skemmtilegt yrði að fara með hann út í sumarið. En það dró ský fyrir sólu þegar Tristan litli sofnaði og vaknaði ekki aftur aðfaranótt 30. apríl. Vöggu- dauði. Það er erfitt að skilja hver er tilgangur Guðs með því að taka svona lítið barn til sín, sem er rétt að byrja að taka fyrstu skrefin í þessu lífi. En við trúum að með því sé einhver alveg ákveðinn tilgangur, sem við eigum ef til vill eftir að átta okkur á einhvern tímann í framtíðinni hver er. Elsku hjartans Jónína, svo ótrú- lega sem það hljómar á þessu erfiða skeiði lífs þíns, þá mun tíminn lækna öll þessi miklu hjartasár sem þú kennir svo mikið til í nú. Guð veri með þér um alla framtíð og með þeim sem nú veita þér stuðning og huggun. Kristín og Einar. Elsku litli engillinn hennar Jónínu er dáinn. Litli strákurinn sem gat alltaf fengið mann til að hlæja og gaf frá sér svo mikla ást. Það er ósann- gjarnt að Guð skyldi ákveða að taka hann frá okkur, þennan litla gleði- gjafa, en hann hlýtur að hafa háleit markmið fyrir hann uppi á himnum með hinum englunum. Ég verð að eilífu þakklát fyrir að hafa verið svona stór partur af lífi Tristans, að fylgjast með honum vaxa og dafna, frá fyrsta degi til þess síð- asta. Sá tími er mér ómetanlegur og á ég vægast sagt margar minningar um hann. Síðasti dagurinn sem hann var hjá okkur var alveg einstakur þar sem Tristan var í svo æðislegu skapi. Hann hlóp um allt í leikgrindinni sinni, sóðaði allt út í cheeriosi og fannst það svo fyndið. Við fórum með hann í fyrsta sinn út í garð og héldum að hann myndi hafa gaman af. En við- brögð hans voru sko ekki góð, þar sem honum fannst það alls ekki gam- an. Ég og Jónína ræddum þá um hvað við hlökkuðum til þess að hann myndi eignast sína fyrstu kærustu, þá gætum við sýnt henni myndir af þessum degi og hlegið. Við ræddum einnig um hvernig unglingur Tristan yrði og vorum við vissar um að hann yrði alveg jafn yndislegur þá eins og hann var barn. Tristan var í svo góðu skapi þennan dag, hló og var rosalega stríðinn við okkur þar sem hann lang- aði ekki að sofna, þannig að við létum það eftir honum og lékum við hann meira. Við skemmtum okkur svo vel. Þessum stundum mun ég aldrei gleyma, enda voru þær okkar síðustu stundir með honum. Eitt af því síðasta sem Tristan gerði áður en hann kvaddi þetta líf var að kveikja ljósið fyrir ofan rúmið sitt í fyrsta sinn. Kanski var það merki, kannski var hann að gefa mömmu sinni ljós til að geyma í hjart- anu fyrir stundina sem var um það bil að renna upp. Nokkrum klukkutím- um seinna slokknaði ljósið hans. Ég hef alltaf sagt það um Tristan að hann var algjört draumabarn. Hann var alltaf svo góður við alla í kringum sig. Hvert sem Jónína fór með hann fékk hann fólk til þess að brosa, aðallega út af fallega brosinu, en einnig var hann mjög duglegur að gefa stelpunum auga. Maður gat ekki annað en elskað hann. Ég sakna hans svo mikið og ég mun elska hann það sem eftir er. Tristan gjörsamlega breytti lífi mínu. Hve gerði hann þó lífið ljúft og nýtt hve ljós var og yndisleg bráin hvað hjalið hans veika var huggandi blítt hve hýrt var augað og brosið þýtt og nú er hann – nú er hann dáinn Það góða, sem hjá mér visnað var af vindinum feykt út í bláinn það hugði ég, gæti ég gróðursett þar svo geymdist það – kanske til eilífðar og nú er hann – nú er hann dáinn Já, svona fór það; hér sit eg og kveð um sorg mína og horfi út í bláinn en sé ekki neitt, er mitt særða geð og söknuð eg fái læknað með því nú er hann – nú er hann dáinn (Einar H. Kvaran) Elsku Jónína mín. Það eru erfiðir tímar framundan og ég bið Guð að veita þér styrk til þess að halda áfram. Ég veit að Tristan mun vaka yfir þér. Minning hans mun lifa með okkur að eilífu. Thelma Kristín Kvaran. Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson ✝ Elskulegur eiginmaðurinn minn, LARS ÖRBÆK LARSEN, er látinn. Útförin fer fram í Danmörku föstudaginn 11. maí. Hildur Benjamínsdóttir Larsen. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ODDNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR húsfreyja, Ferjunesi, Flóahreppi, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands laugardaginn 5. maí. Eiríkur Ásmundsson, Kristján Ásmundsson, Aðalheiður K. Alfonsdóttir, Ingjaldur Ásmundsson, Kristín Þ. Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HÖRÐUR SÆVALDSSON tannlæknir, Sefgörðum 10, Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 15. maí kl. 13.00. Ragnheiður Marteinsdóttir, Helga Harðardóttir, Sturla Jónsson, Hildur Harðardóttir, Óskar Einarsson, Friðrika Þóra Harðardóttir, Friðbjörn Sigurðsson, Hjördís Edda Harðardóttir, Arnór Halldórsson, Ragnheiður Harðar Harðardóttir, Lýður Þorgeirsson, Sævaldur Hörður Harðarson, Dagný Lind Jakobsdóttir, Hörður Harðarson, Sigríður Marta Harðardóttir, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS JÓNASSON skipasmíðameistari, hjúkrunarheimilinu Eir, áður Hlíðargerði 5, andaðist sunnudaginn 6. maí. Óskar Magnússon, Kristín Eggertsdóttir, Jónas Magnússon, Nanna Ólafsdóttir, Guðrún Magnúsdóttir, Sigtryggur Jónsson, Edda Magnúsdóttir, Guðmundur Björnsson, afabörn og langafabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, GUNNLEIFUR KJARTANSSON fv. lögreglufulltrúi, Glitbergi 7, Hafnarfirði, lést laugardaginn 5. maí. Útförin verður auglýst síðar. Þórunn Christiansen, Sævar Geir Gunnleifsson, Lárentsínus Gunnleifsson, Gunnleifur Vignir Gunnleifsson, Kristín Thoroddsen, Atli Thoroddsen, Hrafn Thoroddsen, Halla Thoroddsen, Helga Thoroddsen, tengdabörn og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, VALDIMAR LÁRUSSON fv. aðstoðarvarðstjóri, Kópavogsbraut 1b, sem lést að morgni þriðjudagsins 1. maí á Heil- brigðisstofnuninni á Hvammstanga, verður jarð- sunginn frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 10. maí kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á SPES barnahjálpina, bankareikningur 1151-26-2200, kt. 471100-2930. Kristrún Jónsdóttir, Sigrún Valdimarsdóttir, Víglundur Gunnþórsson, Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir, Haraldur B. Þorkelsson, Vilmar Þór Víglundsson, Anna Nordberg, Kristinn Rúnar Víglundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.