Morgunblaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is NÚ ER unnið að því að koma bönd- um á veiðar á grálúðu við Grænland. Veiðarnar hafa að hluta til verið nán- ast stjórnlausar og ofveiði viðvar- andi. Grænlenzk stjórnvöld hafa not- ið aðstoðar danska fyrirtækisins OS Consulting við uppbyggingu fisk- veiðistjórnunar. Hafa þau nú sett há- mark á heildarafla innan skerja í fyrsta sinn í sögunni og er það í sam- ræmi við ráðleggingar OS Consult- ing. Stór hluti veiðanna innan skerja er stundaður á hunda- og vélsleðum og grálúðan veidd í gegnum ísinn. Veiðar grálúðuflotans utanskerja á Grænlandi byggjast á kvótakerfi í líkingu við hið íslenzka. Kvótinn er þó ekki seljanlegur. Íslendingurinn Hilmar Ögmunds- son er annar aðaleigenda OS Con- sulting. Ríflega 2.000 farartæki með leyfi til grálúðuveiða Grálúðuflotinn innan skerja á Grænlandi í núverandi mynd sam- stendur af mörgum smáum far- artækjum. Þannig eru 2.093 far- artæki sem deilist á 104 trillur, 1.072 jullur, 788 hundasleða og 129 snjó- sleða sem stunda grálúðuveiðar inn- an skerja á Grænlandi. Langstærsti hluti grálúðunnar er veiddur við norðvestur Grænland eða í kringum Uummannaq, Upernavik og Disko- flóann. Mikil ónýtt veiði- og vinnslugeta Síðustu 5 árin hefur heildarafli grálúðu innan skerja verið að með- altali 20.000 tonn, mælt í óslægðum fiski. Fiskveiðigeta þessa hóps er um það bil 85.000 tonn. Það þýðir að að- eins um 24 % af fiskiveiðigetunni eru nýtt. Það þarf ekki glöggt auga til að sjá að slíkur rekstur er mjög óhag- kvæmur, sérstaklega fyrir minnstu útgerðirnar og samfélagið sem heild. Ennfremur hafa grálúðuverksmiðj- urnar framleiðslugetu upp á tæp 66.000 tonn samtals sem þýðir aðeins um 30% nýtingu. Skilyrði fyrir að fá að fiska grálúðu innan skerja fram til þessa voru að eigandi farartækisins hefði fengið út- hlutað fiskileyfi. Leyfishafar gátu fiskað ótakmarkað með farartækjum sínum upp að vissri stærð með línu og í vissum tilfellum nót. Engin til- kynningaskylda var á lönduðum afla. Þetta hefur gert fiskifræðingum erf- itt fyrir að spá um stærð stofnsins og þróun hans. Því er haldið fram að stunduð hafi verið ofveiði á grálúðu með þessum veiðum um árabil. Þetta er rökstutt með því að síðustu 3 ár hefur verið erfiðara að finna grálúðuna og auk- inn hluti af aflanum er smár fiskur. Þannig var í kringum 85 % af land- aðri grálúðu undir 3,5 kílóum árið 2006. Til að sporna við þessari þróun tók gildi 1. september 2006 reglu- gerð sem skyldar farartæki undir 30 fetum að lengd að veita upplýsingar um meðal annars heildarafla, hvar veiðarnar eru stundaðar og hversu langur fiskitúrinn var í klukkutím- um. Reglugerðin snýst um að fá meiri upplýsingar um stærð stofns- ins sem gætu nýtzt til að spá fyrir um þróun grálúðustofnsins og er hún grundvöllur ráðlegginga um heildar- afla til framtíðar. Grænlenzka grálúðulíkanið „Á grundvelli þessara aðstæðna ákvað sjávarútvegsráðuneytið á Grænlandi að gera samning við fyr- irtækið mitt, OS Consulting, um að þróa líkan sem gæti aðstoðað ráðu- neytið við að móta tillögur um nýja stefnu og nýtt fiskstjórnunarkerfi í grálúðuveiðum innan skerja. Líkanið nefnist GHL-líkanið, The Green- landic Halibut model, og hefur verið í þróun síðan í september 2006. Það inniheldur alla fiskveiðilöggjöf sem snýr að innanskerjaveiðunum og get- ur spáð fyrir um áhrif lagabreytinga. Einnig reiknar líkanið afkomuna í grálúðuveiðunum innan og utan skerja og áhrif á landframleiðslu. Á grunni þeirra niðurstaðna reiknar líkanið áhrif á skatttekjur einstakra bæjarfélaga, útflutningsverðmæti og heildaráhrif á grænlenzka efnahag- inn,“ segir Hilmar, en fyrirtæki hans hefur unnið töluvert fyrir grænlenzk stjórnvöld síðustu árin. Löndunarskylda óhagkvæm „Við höfum gert fjölda greininga í líkaninu á síðastliðnum mánuðum. Heimastjórnin hafði til dæmis hug- myndir um að setja löndunarskyldu á grálúðuveiðarnar utan skerja. Við settum upp kerfi þar sem 25% lönd- unarskylda yrði sett á og verk- smiðjur skyldaðar að flaka fiskinn. Niðurstaðan í hnotskurn sýndi að tekjur útgerða myndu minnka og þar með laun sjómanna sem eru hlutfall af tekjum útgerðarinnar. Væntanleg niðurstaða væri að atvinna myndi aukast í landi fyrir vikið svo og tekjur landframleiðslunnar. Hins vegar varð niðurstaðan sú að flökun er fólksfrek og erfiðleikar við að fá fólk til starfa yrði flöskuhálsinn. Þannig myndi verksmiðjan neyðast til að flytja landaðan fisk út heil- frystan og óunninn. Á endanum myndi slík reglugerð minnka verð- mætasköpun í grálúðuveiðum og vinnslu. Hætt hefur verið við þessi áform, að minnsta kosti tímabundið.“ „Önnur mikilvæg greining var í kringum uppbyggingu kvótakerfis. Eins og ég nefndi fyrr hafa farartæki í grálúðuveiðunum innan skerja get- að veitt án takmarkana. Við greind- um afleiðingar mismunandi kvóta- kerfa og settum upp þrjá kosti. Sá fyrsti. Settur yrði leyfilegur heildarafli með allt Grænland sem eitt kvótasvæði. Fiskstjórnunarkerfi þar sem kvóta hvers árs eða kvóta- hlutdeild er úthlutað til einstakra farartækja eða útgerða. Annar kostur. Settur yrði leyfileg- ur heildarafli með allt Grænland sem eitt kvótasvæði. Veiðum yrði stjórn- að þannig að hver leyfishafi gæti fiskað ótakmarkað innan ramma leyfilegs heildarafla. Þriðji kostur. Grænlandi yrði skipt í 4 kvótasvæði, Upernavik, Uum- mannaq, Disko-flóa og önnur veiði- svæði við Grænland. Veiðum yrði stjórnað þannig að leyfilegur heild- arafli yrði settur fyrir hvert kvóta- svæði og leyfishafar gætu fiskað ótakmarkað unz leyfilegum heildar- afla væri náð. Niðurstaðan var að fyrsti mögu- leikinn væri óraunhæfur. Bæði væri mjög erfitt að hrinda slíku kerfi í framkvæmd vegna útreikninga á hversu mikinn kvóta hver leyfishafi ætti að fá. Og svo væri kostnaðurinn við að halda utan um slíkt kerfi gríð- arlegur. Möguleiki þrjú var tekinn fram yfir möguleika tvö vegna þess að betra væri að stýra slíku kerfi. Með möguleika þrjú sem grundvöll, var 1. marz 2007, ákveðinn leyfilegur heildarafli af grálúðu innan skerja á svæðunum við Diskó-flóa, Uum- mannaq og Upernavik í fyrsta skipti á Grænlandi. Annars staðar eru veið- arnar ótakmarkaðar innan skerja.“ „Við unnum líka greiningu í sam- bandi við ráðstefnu um framtíð nú- verandi kerfis í grálúðuflotanum inn- an skerja. Greiningin, sem nær yfir 7 ára tímabil frá 2007 til 2014, byggðist á nýja kvótakerfinu með núverandi flotauppbyggingu og landfram- leiðslu. Einnig ályktum við að flotinn minnki jafnt og þétt eða um 28.066 tonn, mælt í veiðigetu. Ennfremur að verksmiðjum fækki þannig að fram- leiðslugeta í landi minnki um 6.894 tonn. Helztu niðurstöðurnar yfir þetta 7 ára tímabil gera ráð fyrir að stærri og stærri hluti aflans verði fiskur undir 3,5 kílóum. Fram kemur að fyrir utan trillurnar eru landanir litlu farartækjanna mjög litlar. Miðað við stöðuna árið 2007 og með 87 krónur á kíló upp úr sjó að meðaltali, hafa þeir sem eingöngu veiða grálúðu eftirfar- andi meðaltekjur á ári: hundasleði 20.000 krónur danskar, 240.000 krón- ur íslenzkar, snjósleði 27.000, 324.000 og jullur 50.000, 600.000. Yfir umrætt 7 ára tímabil gerum við ráð fyrir að meðaltali um 6 króna sam- drætti í hagnaði á hvert kíló af fiski. Þótt 6 krónur sé ekki mikil lækkun gæti það haft mikil áhrif á afkomu margra útgerðarmanna. Það þýðir að hagræðing flotans vegur ekki nógu þungt á móti fallandi stærð- arhlutfalli aflans. Ennfremur kemur fram að með minnkun flotans gerum við ráð fyrir að 586 heilsársstörf hverfi. Efnahagurinn hjá land- framleiðslunni lítur hins vegar betur út. Við væntum þess að með hagræð- ingu í framleiðslugetu og við lokun á verksmiðjum muni hagnaður á hvert kíló framleiðslu aukast um u.þ.b. 36 krónur. Hins vegar munu aðeins 20 heilsársstörf hverfa. Ein af ástæð- unum fyrir auknum hagnaði land- framleiðslu má skýra með því að margar verksmiðjur borga ekki fyrir allra minnsta fiskinn þótt hann sé unninn til útflutnings.“ Nýsköpun og búferlaflutningar „Heildarniðurstaðan er að grálúð- an er ofveidd og aldrei hefur verið aflinn verið eins lítill og nú og sérlega mikið hefur verið af smárri grálúðu í kringum Ilulissat i byrjun þessa árs. Útlit er fyrir gjaldþrot hjá mörgum smærri útgerðarmönnum. Þetta hef- ur einnig áhrif á skatttekjur bæj- arfélaganna. Því er nauðsynlegt að hefjast handa í hagræðingu flotans sem stundar grálúðuveiðar innan skerja, þar sem litlu farartækjunum verður skipt út fyrir stærri skip ef það á að vera hagkvæmt að stunda þessar veiðar. Það er klárt að breyt- ingarnar krefjast nýsköpunar í at- vinnulífinu. Einnig væntum við þess að margir verði að flytja búferlum til stærri bæja,“ segir Hilmar Ög- mundsson. Löndun Grálúðu landað. Hún er veidd af smáum bátum og í gegnum ísinn. Setja hámarksafla á grá- lúðuveiðar innan skerja Íslendingurinn Hilmar Ögmunds- son aðstoðar Grænlendinga við stjórn grálúðuveiða Ráðgjöf Hilmar Ögmundsson og félagi hans Morten Sommar eiga og reka ráðgjafarfyrirtækið OS Con- sulting. Þeir vinna mikið að fisk- veiðistjórnun fyrir grænlenzku heimastjórnina. Í HNOTSKURN »Með möguleika þrjú semgrundvöll, var 1. marz 2007, ákveðinn leyfilegur heildarafli af grálúðu innan skerja í fyrsta skipti á Græn- landi »Helztu niðurstöður yfirþetta 7 ára tímabil gera ráð fyrir að stærri og stærri hluti aflans verði fiskur undir 3,5 kílóum »Það er klárt að breyting-arnar krefjast nýsköp- unnar í atvinnulífnu. Einnig væntum við þess að margir verði að flytja búferlum til stærri bæja )   * + *,  -     . /  ! 0 #1$ $1 $1 2         .     . /  ! 3 /     -  .  / 0  0 1 0 . 00     2-   3 / 0  4   0  4 25    3 6   0 27  83 26 3 19  :  2  ;   < 3 !   0 =  Vökvadælur Vökvamótorar Stjórnbúnaður Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.isDanfoss hf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.