Morgunblaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ NEXT kl. 6 - 8 - 10 B.i. 14 ára BLADES OF GLORY kl. 6 - 8:10 - 10:20 B.i. 12 ára THE MESSENGERS kl. 8 B.i. 12 ára ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ DIGITAL 3D 300 kl. 10 B.i. 16 ára DIGITAL / KRINGLUNNI SPIDER MAN 3 kl. 3:30 - 6 - 9 - 10:30 B.i.10.ára SPIDER MAN 3 VIP kl. 6 - 9 BLADES OF GLORY kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i.12.ára SHOOTER kl. 8 B.i.16.ára BREACH kl. 8:10 - 10:30 B.i.12.ára THE GOOD SHEPERD kl. 10:10 B.i.12.ára MR. BEAN'S HOLIDAY kl. 4 - 6 LEYFÐ ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 4 LEYFÐ WILD HOGS kl. 8 B.i.7.ára BECAUSE I SAID SO kl. 6 LEYFÐ / ÁLFABAKKA WWW.SAMBIO.IS BECAUSE I SAID SO BESTA MAMMA Í HEIMI GETUR LÍKA VERIÐ ERFIÐASTA MAMMA Í HEIMI Diane Keaton Mandy MooreSTRANGLEGA BÖNNUÐ BÖRNUM eee L.I.B, Topp5.is eee FGG - FBL eee T.V. - kvikmyndir.is 15.000 MANNS Á AÐEINS 3 DÖGUM! eee V.J.V. TOPP5.IS BÆKUR» METSÖLULISTAR» 1. Simple Genius - David Baldacci 2. The Children of Húrin - R. R. Tolkien 3. The Woods - Harlan Coben 4. The Good Husband of Zebra Drive - Alexander McCall Smith 5. I heard That Song Before - Mary Higgins Clark. 6. Body Surfing - Anita Shreve 7. Nineteen Minutes - Jodi Picoult 8. Back on Blossom Street - Deb- bie Macomber 9. Fresh Disasters - Stuart Woods 10. The River Knows - Amanda Quick New York Times 1. Harry Potter and the Deathly Hallows ( Barnaútg.) - J.K. Rowling 2. Harry Potter and the Deathly Hallows (Fullorðinsútg.) - J.K. Rowling 3. The Children of Hurin - J.R.R. Tolkien, et al. 4. On Chesil Beach - Ian McEwan 5. The Interpretation of Murder - Jed Rubenfeld 6. The Quest - Wilbur Smith 7. The Secret - Rhonda Byrne 8. Sovereign - C.J. Sansom 9. Suite Francaise - Irene Nem- irovsky, et al. 10. The Tenderness of Wolves - Stef Penney Waterstone’s 1. The Naming of the Dead - Ian Rankin 2. Echo Park - Michael Connelly 3. The Thirteenth Tale - Diane Setterfield 4. 5’th Horseman - James Patter- son 5. At Risk - Patricia Cornwell 6. Judge & Jury - James Patterson 7. Dearly Devoted Dexter - Jeff Lindsay 8. Polar Shift - Clive Cussler 9. Darkly Dreaming Dexter - Jeff Lindsay 10. Insight Concise World Atlas Eymundsson SUMAR spennusögur eru miklu meira en spenna; þegar best lætur eru þær persónulýsingar og þroska- sögur, saga þar sem spennan skiptir ekki höf- uðmáli og glæp- urinn ekki held- ur. Þannig er því farið með Citizen Vince – öðrum þræði er hún að segja frá blóð- ugum átökum undirheima New York, en þó miklu frekar frá því hvernig bísi ákveður að verða að manni. Vince Camden lifir heldur til- breytingarsnauðu lífi í Spokane í Washington-fylki, fátt við að vera nema vinnan, en hann rekur kleinu- hringjabúð. Snemma kemur þó í ljós að hann er ekki allur sem hann er séður, hér er enginn smábæjarlúði á ferð heldur er hann bófi frá New York, afbrotamaður frá unglings- aldri sem hefur brotið flest af sér sem hægt er, en þó aldrei beitt of- beldi, ef það er einhverjum huggun. Hann er í Spokane sem vitni í felum, Alríkislögreglan valdi honum þenn- an stað og þetta starf, og svei mér þá, hann er bara farinn að kunna til- breytingarleysinu vel, líkar bara bærilega að allir dagar séu eins og er meira að segja búinn að skrá sig á kjörskrá fyrir forsetakosningarnar sem eru í vændum, Reagan gegn Carter. Heldur en ekki verða umskipti á lífinu þegar draugur úr fortíðinni, leigumorðingi, birtist í bænum – að hverjum er hann að leita? Það eina sem blasir við í stöðunni er að halda á gamlar slóðir til að gera upp gaml- ar syndir og það gerir Vince Cam- den með ófyrirsjáanlegum afleið- ingum. Hann langar nefnilega að kjósa, verða fyrstur í fjölskyldunni til að kjósa. Lágstemmdur húmor gegnsýrir bókina, sem er afskaplega vel skrif- uð. Lesandinn fær samúð með smá- krimmanum Vince Camden en finnst hann þó fá makleg málagjöld í lokin, lífið er ekki rómantískt æv- intýri, þar kostar klof að ríða röft- um. Miklu meira en spennu- saga Árni Matthíasson Citizen Vince eftir Jess Walter. Regan Books gefur út 2006. LEE Child er Englendingur í húð og hár, fæddur í Coventry en alinn upp í Birmingham. Hann nam lög, en fór síðan að vinna við sjónvarps- þáttagerð eftir að námi lauk. 1977 var hann ráðinn í stjórnunarstöðu hjá Granada Television og tók meðal annars þátt í gerð þátta eins og Bri- deshead Revisited, Jewel in the Crown, Prime Suspect og Cracker, svo dæmi séu tekin, en hann starfaði við skrif handrita að þáttum, samdi auglýsingar, skrif- aði fréttatilkynningar og svo má telja. Jack Reacher verður til Þgar Lee Child var rétt orðinn fertugur, 1995, var rekstur Granada endurskipulagður og fjölda manns sagt upp, þar á meðal honum. Honum fannst það kjör- ið tækifæri til að spreyta sig sem rithöfundur, keypti sér blöð og blýanta fyrir 300 kall og settist niður til að skrifa bók þar sem söguhetjan var fyrrverandi banda- rískur hermaður, Jack Reacher. Bókin, Killing Floor, seldist gríðarlega vel, svo vel að Lee ákvað að flytjast til Bandaríkjanna og hefja þar annað líf sem milljónungur. Bækurnar um Jack Reac- her eru orðnar ellefu; Killing Floor, Die Trying, Tripwire, Running Blind, Echo Burning, Without Fail, Persuader, The Enemy, One Shot, The Hard Way og Bad Luck And Trouble, sem kom út fyrir stuttu. Ofurmenni og flækingur Jack Reacher, söguhetja bókanna fimm, er upp- gjafahermaður, var í herlögreglunni hjá bandaríska landhernum og hlaut fjölmargar viðurkenningar fyrir afrek sín. Hann hætti í hernum 1997 og hefur lifað sem flækingur upp frá því, lætur kylfu ráða kasti og er aldrei með meiri peninga með sér en duga fyrir mat og húsaskjóli. Farangur hans er einn tannbursti, ekkert annað. Reacher er vörpulegur maður, tæpir tveir metrar á hæð og ríflega 100 kíló að þyngd, vöðvastæltur og skorinn. Hann er myndarlegur maður, svo mikið er víst enda finnur hann sér nýja kærustu í hverri bók. Eins og segir á kápu einnar bókarinnar: „Jack Reac- her: Karlar vilja vera hann, konur vilja vera með hon- um.“ Eins og vill vera með bókaröð um eina söguhetju verða bækurnar keimlíkar með tímanum; Reacher flækist inn í mál sem verður æ óttalegra sem líður á bókina, yfirleitt til að bjarga konu og/eða barni (einu sinni var það eiginlega til að heiðra minningu gít- arsnillingsins Blind Blake) og svo kemur þar að hann verður að taka málin í eigin hendur sem felst alla jafna í því að drepa alla ljótu kallana. Einn. Forvitnilegar bækur: Lee Child, skapari Jack Reacher Einn á móti öllum Spennumeistari Child er Englendingur í húð og hár. » Fátt er eins amerískt og hörkutól-ið Jack Reacher, heljarmenni sem óttast ekkert og má ekkert aumt sjá. Bækur um hann seljast milljónasölu og gildir einu þó höfundurinn sé ósköp venjulegur Englendingur. MARGIR kannast eflaust við sög- urnar af Elvis Cole eftir Robert Crais, enda eru þær orðnar nokkr- ar og hafa notið vinsælda. Elvis Cole er um margt skemmtileg sögupersóna, afslappaður og hæfi- lega kærulaus, en þó seigur og klár. Eins og leynilöggu er siður á hann sér aðstoðarmann, Joe Pike, sem er svo mikill töffari að það hálfa væri nóg. Reyndar er Pike svo mikið ofurmenni að hann verð- ur að skrípamynd og á það til að spilla sögunni fyrir minn smekk þegar hann birtist þungvopnaður þegar mest gengur á, einskonar deus ex machina sem notaður er til að fylla upp í göt í söguþræð- inum. Þrátt fyrir það mátti gera ráð fyrir að bók með Pike sem aðal töffara gæti orðið skemmtileg, enda Crais prýðlegur penni. The Watchman, sem er fyrsta Pike-bókin, byrjar einmitt með stæl; eft- ir smá inn- gang til að koma fléttunni af stað byrjar bókin með skothríð og tilheyrandi og eins og hendi sé veifað eru fjórir menn komnir yfir móðuna miklu – Pike í stuði! Eftir það hægist um, persón- urnar koma betur í ljós, stúlkan auðuga sem Pike passar og mun falla fyrir (og hún fyrir honum) og erfitt samband hennar við föður sinn, innihaldsleysi allsnægtanna, o.s.frv., o.s.frv. Allt kemur fyrir ekki – þegar búið er að búa til svo mikinn töff- ara sem Joe Pike er, heljarmenni með yfirnáttúrlega sjálfstjórn, verður það bara hallærislegt þeg- ar hann á að fara að sýna tilfinnn- ingar, verða ástfanginn, svo rétt eins og þegar Stallone brestur í grát í First Blood. Fóru ekki allir að hlæja þá? Ég hló í það minnsta. Töffarinn tárast The Watchman eftir Robert Crais. Orion gefur út 2007. Árni Matthíasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.