Morgunblaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.05.2007, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2007 19 Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is STJÖRNUFRÆÐINGAR hafa fylgst með stjörnu, sem var 150 sinnum stærri en sólin, springa og deyja í um 240 milljóna ljósára fjarlægð frá jörðu. Sprengingin var fimm sinnum bjartari og öfl- ugri en sú öflugasta sem stjörnu- fræðingar höfðu áður orðið vitni að. Hugsanlegt þykir að álíka sprenging verði í firnastórri stjörnu sem er miklu nær jörðinni. Stærð og orka sprengingarinnar hefur orðið til þess að stjörnu- fræðingar eru þegar farnir að end- urskoða hugmyndir sínar um hvernig massamiklar stjörnur springa og deyja. Sprengistjarnan, sem nefnist SN 2006gy, fannst í september á liðnu ári. Sprengingin var í há- marki í um 70 daga. „Þetta var svo sannarlega feiknamikil sprenging, hundrað sinnum öflugri en dæmigerð sprengistjarna,“ sagði Nathan Smith, stjörnufræð- ingur við Kaliforníuháskóla í Berkeley. „Hún var svo öflug að við þurfum nýja skýringu á því hvernig massamiklar stjörnur springa.“ Mjög massamiklar stjörnur hrynja yfirleitt saman þegar vetn- issamruna í kjarna þeirra lýkur og þær enda þá sem svarthol eða nifteindastjörnur. Stjörnufræð- ingar höfðu talið það hugsanlegt að stjörnur með álíka massa og SN 2006gy gætu sprungið og feykt gríðarmiklu af efni út í geiminn í stað þess að hrynja sam- an og mynda svarthol, en þeir hafa aldrei séð það gerast fyrr en nú. Hættuleg geislun eða besta stjörnusýning sögunnar? Talið er að sams konar spreng- ing geti orðið í Eta Carinae, firna- stórri stjörnu í Vetrarbrautinni, stjörnuþokunni sem sólkerfi okkar tilheyrir. Stjarnan er í 7.500 ljós- ára fjarlægð frá jörðinni. Jörðinni gæti hugsanlega stafað hætta af slíkri sprengingu því sprengistjörnur senda yfirleitt frá sér gammageislabunur sem eru meðal öflugustu og skaðlegustu krafta alheimsins. Ef Eta Carinae springur er hugsanlegt að geisl- arnir stefni í áttina að sólkerfi okkar en líkurnar á því eru ekki miklar vegna þess að bunurnar eru yfirleitt tiltölulega mjóar, líkt og geislar frá vita. Líklegra er því að geislarnir stefni ekki að jörð- inni. Miklu meiri líkur eru taldar á því að sprenging Eta Carinae yrði „besta stjörnusýning“ sögunnar, að sögn stjörnufræðingsins Marios Livios. Sú sýning myndi þó aðeins sjást á suðurhveli jarðar. Eta Carinae yrði þá bjartasta stjarnan á himninum, sæist á dag- inn og yrði nógu björt til að fólk gæti lesið við hana á næturnar. Langbjartasta sprengi- stjarna sem sést hefur Stjarna sem var 150 sinnum stærri en sólin sprakk og talið er að álíka sprenging geti orðið í risastjörnu nær jörðinni Reuters Ógnarkraftur Teikning af sprengingu risastjörnunnar. Talið er að sprengistjarnan hafi verið 50 milljörðum sinn- um bjartari en sólin. Fjarlægðin er 240 milljón ljósár en mælieiningin merkir tímann sem ljósið ferðast á einu ári. Washington. AFP. | Nefnd sem hefur rannsakað meinta spillingu Pauls Wolfowitz, forstjóra Alþjóðabank- ans, hefur komist að þeirri niður- stöðu að hann hafi gerst sekur um brot á reglum bankans með af- skiptum sínum af starfsframa og launamálum ást- konu sinnar sem starfar hjá bank- anum. Niðurstöð- ur nefndarinnar hafa verið kynntar fyrir Wolfowitz en ekki enn verið gerðar opinberar. Heimildarmaður fréttastofunnar AFP segir niðurstöðu nefndarinnar þá að starfsreglur hafi „augljós- lega“ verið brotnar en tilgreinir ekki nánar með hvaða hætti. Wolfo- witz hafi fengið niðurstöður nefnd- arinnar á sunnudagskvöld og frest- ur hans til að svara þeim runnið út í gær. Niðurstöðurnar verða síðan sendar bankaráðinu en ekki er ljóst hvenær það kemur saman til að ræða málið. Talsmaður George W. Bush Bandaríkjaforseta áréttaði að Wolfowitz nyti enn stuðnings bandarísku stjórnarinnar en hún tæki ekki þátt í viðræðum um fram- tíð hans innan bankans. Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands, staðfesti að fast væri lagt að Wolfowitz að láta af störfum vegna málsins en að það væri bankastjórnarinnar að ákveða hvort honum yrði vikið úr starfi. Wolfowitz sagður hafa brotið reglur Paul Wolfowitz H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 8 1 3 1 BREYTTU GLITNIS PUNKTUM Í PENINGA London. AFP. | Kínverjar og Rússar vísuðu í gær á bug fullyrðingum mannréttindasamtakanna Amnesty International að þeir hafi með ólög- legum hætti útvegað yfirvöldum í Súdan vopn sem síðan séu notuð í Darfur-héraði. Meint viðskipti brjóta í bága við bann Sameinuðu þjóðanna við sölu á vopnum til landsins. Amnesty segir vopnin enda í höndum Janjaweed-vígamanna sem njóta stuðnings ríkisstjórnar Súd- ans og hafa árum saman misþyrmt óbreyttum borgurum og myrt fjöl- marga. Þá segjast samtökin hafa undir höndunum ljósmyndir sem sanni að súdönsk stjórnvöld hafi beitt her- flugvélum, máluðum hvítum felulit, í Darfur en vélar á vegum Samein- uðu þjóðanna eru að jafnaði mál- aðar hvítar. Ólögleg vopnasala?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.