Morgunblaðið - 13.05.2007, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.05.2007, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ 22. febrúar 1946 og er því 61 árs að aldri. Foreldrar hans voru Guð- laugur Maggi Einarsson lögfræð- ingur og Þorgerður Nanna Elías- dóttir húsmóðir. Einar er ættaður af Vestfjörðum og úr Dölunum en fæddur og uppalinn í Reykjavík ef undan eru skilin fjögur ár þegar fað- ir hans var bæjarstjóri á Akranesi. „Ég var mjög ungur meðan við bjuggum á Skaganum en man eigi að síður eftir mér hlaupandi á Langasandi. Svo kom Danakon- ungur í heimsókn eitt sumarið og þá var ég dubbaður upp í matrósaföt í tilefni dagsins. Mér er sagt að ég hafi tekið í höndina á kónginum,“ segir Einar og hlær að þessari upp- hefð úr bernsku sinni. Einar er næstelstur fimm systk- ina, eldri er Guðrún blaðamaður og yngri Kristján blaðamaður, Svana athafnakona á Eskifirði og Sunna læknir. Tvær þær síðastnefndu eru hálfsystur hans, samfeðra. Foreldrar Einars skildu þegar hann var átta ára og fluttu systkinin þá til ömmu sinnar og afa, Guðrúnar Guðlaugsdóttur og Einars B. Krist- jánssonar. Þar bjó Einar til tólf ára aldurs. „Skilnaðurinn var vitaskuld erfiður en við áttum góða að báðum megin þannig að þetta kom ekki illa niður á okkur systkinunum.“ Guðlaugur kvæntist að nýju Svan- laugu Þorgeirsdóttur og eyddi Ein- ar unglingsárunum á heimili þeirra á Laugarnesveginum. „Svanlaug var vönduð kona sem reyndist okkur systkinunum afar vel. Sambandið við mömmu dofnaði aðeins fyrstu árin eftir skilnaðinn en svo efldist það aftur á unglingsárunum.“ Hálfgerður Skorrdælingur Eins og tíðkaðist á þessum tíma var Einar sendur í sveit á sumrin. „Ég var ekki nema tveggja ára þeg- ar ég fór fyrst í sveit ásamt Guð- rúnu systur minni og móðurömmu okkar, Sigríði Jensdóttur. Við fórum að Mófellsstöðum í Skorradal og þar var ég á hverju sumri hjá öndveg- ishjónunum Vilmundi Jónssyni og Guðfinnu Sigurðardóttur þangað til ég var fjórtán ára. Þau áttu drjúgan þátt í að móta líf mitt, eins börn þeirra Margrét, Bjarni og Vilmund- ur, en ég hef alla tíð verið í góðu sambandi við þau. Fólkið á Mófells- stöðum er mín önnur fjölskylda og ég lít fyrir vikið á mig sem hálf- gerðan Skorrdæling.“ Einar segir það hafa verið sína gæfu í æsku að vera alinn upp af góðu fólki. „Það var heiðarlegt fólk allsstaðar í kringum mig enda get ég ekki séð að ég hafi skemmst mik- ið.“ Ævintýraþrá einkenndi Einar strax í æsku og fjórtán ára gamall fékk hann draum sinn uppfylltan þegar hann var ráðinn í starf annars kokks á flutningaskipinu Langjökli. „Ég var kominn í sveitina þegar pláss losnaði og pabbi kom að sækja mig. Við fórum í loftköstum í bæinn. Ég var ekki menntaður til starfans en lærði fljótt af kokkinum. Það var líka eins gott því hann var frekar blautur blessaður og það kom því oftar en ekki í minn hlut að halda áhöfninni á lífi. En ég hafði góðan bryta, Guðjón Guðnason að nafni,“ rifjar Einar upp brosandi. Langjökull sigldi með frosnar af- urðir milli hafna í Evrópu og Einar kom m.a. til Egersund, Gautaborg- ar, Kaupmannahafnar, Helsinki, Gdansk, Leníngrad og Hamborgar. „Þetta var mikið ævintýri fyrir ung- an dreng og mér er minnisstætt að ég þurfti aldrei að sýna nokkurn skapaðan hlut til að komast í land – átti ekki einu sinni vegabréf. Það dygði líklega skammt í dag.“ Fimmtán ára á föstu Siglingin hefur vafalaust verið Einari innblástur, a.m.k. gekk hann Amori skömmu síðar á hönd. „Ég var fimmtán ára þegar ég kynntist konunni minni og hún hefur umbor- ið mig allar götur síðan,“ segir hann sposkur. Hin umburðarlynda kona er Auður Egilsdóttir og er árinu yngri en bóndi hennar, verður sex- tug í haust. „Við kynntumst upp- haflega á heimili mínu en Auður kom þangað til að passa yngri syst- ur mínar. Þetta var ekkert alvarlegt til að byrja með en ég fylgdi henni þó heim fyrsta kvöldið.“ Unga parið eignaðist sitt fyrsta barn haustið 1964, Guðlaug Magga. Í kjölfarið komu fjórar dætur, El- ísabet Iðunn, Ingunn Hrund, Auður Björk og Erna Bryndís. „Barna- börnin eru að verða tólf,“ segir Ein- ar en eitt er rétt ókomið í heiminn. Einar gekk að eiga Auði á nítján ára afmæli sínu, 22. febrúar 1965. „Við vorum svo ung að við þurftum að fá leyfi hjá Ásgeiri Ásgeirssyni forseta,“ segir Einar en Guðlaugur Maggi var skírður við sama tæki- færi. Athöfnin fór fram á heimili sr. Jóns Þorvarðarsonar og þangað komu hjónaefnin í „ruslabíl“, að því er Einar upplýsir. Hann er vita- skuld beðinn um að útskýra það bet- ur. „Þetta var ekki ruslabíll í eig- inlegri merkingu þess orðs heldur lítill sendiferðabíll sem ég átti á þessum tíma. Ég kalla hann ruslabíl þar sem draslið í honum var svo mikið. Maður hafði takmörkuð fjár- ráð á þessum tíma og því létum við sendiferðabílinn duga. Auður og tengdafaðir minn voru aftur í en tengdamamma fram í hjá mér. At- gangurinn og eftirvæntingin voru svo mikil að ég gleymdi skjölunum frá forsetanum og þurfti því að fara aftur heim að sækja þau. Athöfnin gekk vel fyrir sig og eins veislan, sem haldin var heima hjá tengdafor- eldrunum, en við komuna heim um kvöldið leið yfir mig. Ég var gjör- samlega búinn. Þetta var miklu erf- iðara en Bíafraflugið,“ segir Einar og hlær dátt. Einar lýkur sérstöku lofsorði á tengdaforeldra sína, Egil Ágúst Kristbjörnsson og Ingigerði Jóns- dóttur, þau hafi alla tíð reynst sér ákaflega vel. Vanur gröfumaður Téðan sendiferðabíl hafði Einar keypt sextán ára gamall og leigt út þar sem hann hafði ekki aldur til að keyra. „Ég var með mörg járn í eld- inum á þessum tíma. Vann alltaf með skóla og eftir gagnfræðapróf fór ég beint að vinna, m.a. við vita- byggingu á Skjálfanda. Þá vann ég við hellulagningu um tíma, tók m.a. þátt í að helluleggja Skólavörðuholt- ið.“ Einar vann líka á gröfu um skeið. „Ég réð mig til starfa á þeim for- sendum að ég væri vanur gröfu- maður en kunni auðvitað ekki neitt. Það varð mér til happs að ég var til að byrja með sendur til Hafnar- fjarðar að sækja gröfu. Ég gat því æft mig í hrauninu á bakaleiðinni og var öllum hnútum kunnugur þegar ég kom aftur til Reykjavíkur.“ Upp frá þessu lá leið Einars í raf- virkjun en hann hætti því námi eftir ár. Stefnan var sett hærra, í bók- staflegri merkingu. „Örlög mín réð- ust fyrir hreina tilviljun. Ég var í rælni á Reykjavíkurflugvelli með Auði þegar Sverrir Jónsson, eigandi Flugskólans Flugsýnar, bauð mér í flugtúr. Ætli ég hafi ekki verið átján ára. Ég var logandi hræddur í fyrstu og leist ekkert á þetta. Eftir flugið kom í ljós að Sverrir var gam- all skólabróðir pabba og vildi endi- lega bjóða mér í annað flug. Ég ákvað að láta mig hafa það. Í öðru fluginu leið mér miklu betur og ákvað að því loknu að hella mér út í flugnám.“ Einar segir Sverri hafa verið góð- an kennara en hann fórst nokkrum árum síðar í flugslysi við Norðfjörð þegar hann var að sækja sjúkling. Sendiherra í Iðunnarapóteki Með flugnáminu vann Einar m.a. fyrir sér sem sendill í Iðunnarapó- teki. „Apótekarinn kallaði mig aldrei annað en „sendiherrann“ af því ég var alltaf svo flott klæddur. Það var í gegnum Iðunnarapótek sem ég kynntist Þorsteini E. Jónssyni flug- stjóra fyrst en ein afgreiðslukonan var gift honum. Við áttum eftir að verða góðir vinir.“ Einar var ekki orðinn tvítugur þegar hann keypti sína fyrstu flug- vél, fjögurra sæta vél af gerðinni Stenson. Þegar hann er spurður hvernig hann hafi farið að því stend- ur ekki á svari. „Ég fór bara í frakk- ann hans pabba, fékk lánaðan hatt- inn og skrifaði upp á nokkra víxla. Þannig keyptu menn sér flugvél í þá daga. Þetta reyndust prýðileg við- skipti því nokkrum árum síðar seldi ég helminginn í vélinni á sama verði og ég keypti hana. Hugtakið verð- bólga var ekki til á þessum tíma.“ Einar lauk atvinnuflugmannsprófi 22 ára og prófi í loftsiglingafræði ári síðar. Hann fór þá á því sem hann kallar „farfuglapassa“ til Evrópu í leit að atvinnu. Fékk hann vilyrði víða en það hljóp á snærið hjá hon- um í Lúxemborg, þar sem hann rakst á Arngrím Jóhannsson flug- mann á flugvellinum. „Hann var með skeyti upp á vasann þess efnis að ég hefði fengið vinnu við hjálp- arflugið til hins stríðshrjáða Afríku- ríkis Bíafra. Ég var á heimleið en hætti við til að kanna þetta betur. Ég var búinn að tékka mig inn á flugvellinum og þurfti að sækja töskurnar mínar og stökkva yfir hlið á leiðinni út með öryggisverði á hæl- unum. Þetta var á skjön við allar reglur en slapp þó allt saman fyrir horn enda var maður léttari á sér þá,“ segir Einar hlæjandi og strýkur á sér kviðinn. Á stuttbuxum til Afríku Hjálparflugið var á vegum hol- lenska flugfélagsins Transavia. Ein- ar og félagar hans fengu vinnuna en þurftu að bíða um sinn þar sem hlé hafði verið gert á fluginu eftir að sænsk vél var skotin niður. Kallið kom svo í júní 1969. „Þá var okkur sagt að halda til portúgölsku ný- lendunnar São Tomé, sem er eyja úti fyrir ströndum Nígeríu. Þaðan var flugið inn til Bíafra gert út. Við þóttumst hafa himin höndum tekið og fórum rakleitt í skátabúðina og fengum okkur stuttbuxur.“ Eftirvæntingin var mikil. „Við vissum ekki mikið um ástandið þarna niður frá. Við vissum að það geisaði stríð og það var búið að skjóta niður eina flugvél þegar þarna var komið sögu. Okkur var því ljóst að þetta væri hættulegt flug en fyrir 23 ára gamlan mann, sem er sannfærður um að hann sé ódauðlegur, var ekki mikið mál að drífa sig á vettvang. Spennan var mikil og ég var alltaf svekktur ef ég var af einhverjum ástæðum ekki í hópi þeirra flugmanna sem flugu hverju sinni. Það var tilhlökkunar- efni að fljúga og svo vorum við flest- ir öðrum þræði að safna flugtímum. Maður myndi örugglega hugsa með öðrum hætti í dag en þetta var svakaleg eldskírn fyrir nýbakaðan flugmann.“ Einar segir Auði ekki hafa gert athugasemd við störf hans við þessi hættulegu skilyrði í Afríku en hún dvaldist með honum mest allan tím- ann á São Tomé, auk þess sem börn- in, sem voru orðin tvö, voru þar hluta af tímanum. „Auður hefur staðið við bakið á mér í öllu sem ég hef gert gegnum tíðina. Fyrir það er Í Afríku Auður með elstu börnunum tveimur, Guðlaugi Magga og Elísabetu Iðunni, á São Tomé haustið 1969. Þau voru þar öll um tíma með Einari. ÆVINTÝRI Í HÁLOFTUNUM DAPURLEGASTA lífsreynsla Ein- ars Guðlaugssonar í starfi var á Srí Lanka þá örlagaríku nótt 16. nóv- ember 1978. Þá fórust 183, þar af átta Íslendingar, þegar Leifur Ei- ríksson, DC-8 þota Flugleiða, hrap- aði til jarðar rétt fyrir lendingu og gereyðilagðist. 79 manns komust lífs af, þar af fimm Íslendingar. Þotan var á leið frá Sádí-Arabíu til Indónesíu með indónesíska músl- íma sem höfðu verið í pílagrímsferð til Mekka. Vélin átti að millilenda á Katunjake-flugvelli við Kólombó á Srí Lanka þar sem skipta átti um áhöfn. Einar var í áhöfninni sem taka átti við vélinni. „Við vorum komin út á flugvöll, átta manna áhöfn, og ég fór upp í turn að sækja flugplanið og veð- urupplýsingarnar. Þá fékk ég þær fréttir að vélin hefði verið að hrapa rétt við flugbrautina,“ rifjar Einar upp. Hræðileg aðkoma á slysstað Hann gekk þegar í stað í það verk að hafa samband við Ísland og koma þessum voveiflegu tíðindum til skila. „Síðan lögðum við mikla áherslu á að komast sem fyrst á slysstaðinn og það gekk tiltölulega greiðlega. Aðkoman þar var hræðileg og eiginlega ekki hægt að lýsa henni með orðum. Búið var að flytja alla hina slösuðu á sjúkra- hús þegar við komum á staðinn. Ég fann lík sumra Íslendinganna í og við flakið og það er vitaskuld lífsreynsla sem maður gleymir aldrei. Ég þekkti flest af þessu fólki ágætlega.“ Einar fór síðan sem erindreki Flugleiða á sjúkrahúsið og segir að ástandið þar hafi verið skelfi- legt. Það kom í hlut þeirra Skúla Theódórs flugvélstjóra að bera kennsl á líkin. Dagfinnur Stefánsson var flug- stjórinn í áhöfninni á Srí Lanka og Einar segir alla áhöfnina hafa staðið sig með stakri prýði við þessar ömurlegu aðstæður. Það var í mörg horn að líta og skyldum Einars lauk ekki fyrr en flogið hafði verið heim með líkin. „Þá fyrst kom sjokkið, þegar maður hafði loksins tíma til að hugsa um það sem gerst hafði. Það var engin áfallahjálp á þess- um tíma og mörg okkar áttu lengi vel erfitt uppdráttar. Sjálfur ósk- aði ég eftir leyfi frá störfum um tíma.“ Bar kennsl á líkin á Srí Lanka Harmleikur Einar og Skúli Theódórs á vettvangi slyssins hræðilega á Srí Lanka þar sem Flugleiðavélin hrapaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.