Morgunblaðið - 13.05.2007, Blaðsíða 27
daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2007 27
„Hann sagði okkur að Thompson
vildi hefja einhvers konar samvinnu,
sem þýðir væntanlega að hún klæð-
ist fötum frá okkur og lætur það
berast út í sínum hópi,“ segja þær.
„Líklega,“ er svarið þegar spurt er
hvort leikkonan fái fötin gefins,
„… það borgar sig, fræga fólkið hef-
ur ótrúlega mikil áhrif á tískuna og
er í rauninni besta auglýsingin,“
bætir Lísbet við.
Þær tala af nokkurri reynslu því
ekki skemmdi fyrir þeim á banda-
ríkjamarkaði um árið þegar spjall-
þáttadrottningin Op-
rah Winfrey kom
nokkrum sinnum fram
í ELM-kjólum. „Hún
hafði engin orð um
það í þættinum, en
okkur er sagt að hún
sé mjög dugleg að
auglýsa á bak við
tjöldin,“ segir Erna
Steina.
Glæsileiki fyrir
gáfukonur
Auk þess að hanna
sjálfar fatnaðinn,
kynningarefni og alla
ytri umgjörð ELM-
merkisins eru þær á
ferð og flugi á tísku-
sýningar vor og haust
í París, London, Míl-
anó, München, New
York og Los Angeles.
Þær þekkja því vel til
í tískuheiminum og
hafa fengið töluverða
umfjöllun í erlendum
tímaritum, t.d. í ítalska tímaritinu
Collezioni, sem fór mörgum orðum
um fágaðan glæsileika vetrarlín-
unnar 2007/8 og sagði fötin vera
hönnuð af konum, sem vissu hvern-
ig konur hugsuðu. Fatnaður fyrir
gáfaðar konur, segir í sumum tíma-
ritanna. Lýsingarorðin eru marg-
vísleg, en sjálfar segja þær hönnun
sína sígilda og vandaða og fyrir
konur með áþekk lífsviðhorf, þótt
þær séu með mismunandi vaxt-
arlag og stíl.
Samstarf eigendanna þriggja,
listmálararans, textílhönnuðarins
og Matthildar, sem er dramaþerap-
isti að mennt, gengur prýðilega,
þótt ólíkar séu. Þær hanna hver í
sínu lagi og bera síðan saman bæk-
ur sínar og senda tillögur fram og
til baka á Netinu til Matthildar.
„Við erum fyrst og fremst fag-
urkerar og nálgumst verkefnin
öðruvísi en þeir sem alltaf hafa lif-
að og hrærst í tískubransanum,“
segja þær. „Svolítið á ská.“
»Markmiðið er að
hægt sé að blanda
saman fatalínunum,
frá ári til árs, þ.e. flík
úr vorlínu fer vel með
flík úr vetrarlínu og
öfugt.
Hver fatalína sam-
anstendur af 300
sniðum og oft er
hvert snið til í mis-
munandi efnum.
Innblástur Fatnaðurinn er innblásinn af spænsku sumri, Picasso og hvítkölkuðum húsum.
www.blattafram.is
Forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi
Tvö námskeið verða haldin 15 maí frá 8.30 - 12.00 og 22. maí frá
kl 18 – 21.00. Suðurlandsbraut 24, 3 hæð - 108 Reykjavík.
Námskeiðið Verndarar barna boðar byltingu í fræðslu, forvörn-
um og viðbrögðum við kynferðislegri misnotkun á börnum.
Markmiðið er að veita fullorðnu fólki öfluga fræðslu og markvissa
þjálfun í að fyrirbyggja, þekkja og bregðast við kynferðislegri
misnotkun barna af hugrekki og ábyrgð.
Verð Kr. 9.000
Nánari upplýsingar og skráning:
svava@blattafram.is eða í síma 893-2929
Svava Björnsdóttir
! " #
$%&'(( )*)+,--
. #