Morgunblaðið - 13.05.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.05.2007, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2007 25 Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Minnistöflur Landakotsskóli er traustur og framsækinn grunnskóli fyrir nemendur í 1.-10. bekk, auk 5 ára deildar. Boðið er uppá góða kennslu í litlum bekkjum og notalegu umhverfi. Stofnsettur 1896 Landakotsskóli Upplýsingar veittar í síma 510 8200 eða á heimasíðuwww.landakot.is Getum bætt við nemendum í nokkra árganga. Get um bæ tt v ið n em end um í no kkr a á rga nga BORG Í DEIGLU Hanna Birna Kristjánsdóttir nefnir gamla Fiskifélags- húsið, Ingólfstræti 1, þar sem nú rís hótel, sem dæmi þess þegar sátt næst með viðhorfum verndar og upp- byggingaraðilum. „Húsið er annað tveggja sér- staklega steindra húsa í Reykjavík, hitt er Þjóðleik- húsið, og því sem slíkt afar verðmætt í byggingarsögu borgarinnar. Þegar uppbygging hússins hófst kom í ljós að hún var ekki ætluð í takt við fyrri hönnun húss- ins. Skipulagsyfirvöld töldu mikilvægt að halda í upp- runalegt útlit hússins og eftir viðræður við uppbygg- ingaraðila var ljóst að þeir vildu með nákvæmlega sama hætti og borgin tryggja metnaðarfulla uppbygg- ingu á þessum stað. Því var eftirleikurinn auðveldur og farsæll, þar sem tryggt er að endurbætur og við- bygging þessa merka húss verður í fullu samræmi við þau gæði sem upphafleg hönnun gerði ráð fyrir. Þetta verkefni var til dæmis unnið í góðu samstarfi við Torfusamtökin sem komu með mikilvægar ábend- ingar um þau tækifæri, sem fólust í verkefninu. Ár- angur náðist því með öflugri samvinnu ólíkra aðila, en þau samskipti eru alls ekki eins erfið og margir vilja vera láta, enda geta einkaaðilar og félagasamtök verið allt eins metnaðarfull fyrir hönd borgarinnar og yf- irvöld.“ Morgunblaðið/RAX Í sátt og samlyndi Uppbygging Fiskifélagshússins, Ingólfsstræti 1, í hótel fer nú fram í fullri sátt. Fyrirmyndarsamvinna um Fiskifélagshúsið „Við höfum gengið alltof vasklega fram í því að fleygja minjum gamla tímans og ég tel að ástandið sé orð- ið mjög slæmt fyrir Reykjavík, sem hefur misst svo margt úr bæjar- myndinni,“ segir Guðrún Jóns- dóttir. „Því er ákaflega mikilvægt fyrir okkur öll að hér sé borgar- stjóri sem vill hlúa að elztu byggð- inni í Reykjavík áður en hún er tætt meira í sundur, en þegar er orðið, og látin víkja fyrir nýbyggingum, sem með leyfi yfirvalda ryðjast til- litslaust yfir allt sem fyrir er og lúta ekki öðrum lögmálum en græðgi og gróðahyggju. Við horfum því miður upp á ný- leg dæmi um slíkt. Í stað sögu, sjarma og fjölbreytni rísa inni í grónum hverfum byggingar í öðr- um takti, sem sumar hverjar teygja sig hátt til himins umluktar bíla- stæðum, oft fátæklegar í efnisvali og útfærslum. Hús sem eru skugga- valdar og sum hver valda vind- sveipum eins og veðurstofustjóri hefur vakið athygli á. Nokkur dæmi vil ég nefna þar sem illa hefur tekist til að mínu mati. Fyrst nefni ég háhýsin við Skúlagötu, sem komu í stað mjög fjölbreytilegrar og merkrar byggð- ar við þá götu og á svæðinu þar fyr- ir ofan. Þá er það Borgartúnið þar sem umhverfi bygginganna er langt fyrir neðan allt sem ásætt- anlegt er. Og Höfðatúnsbyggðin, sem er að rísa þessa dagana, er yf- irþyrmandi byggð sem ekki tekur tillit til nágrennisins. Þótt sumar byggingar á fyrr- nefndum svæðum uppfylli það að vera fagurfræðilega ásættanlegar sem slíkar er ekkert sem tengir þær við umhverfið sem þær standa í.“ Saga, sjarmi og fjöl- breytni látin víkja Morgunblaðið/Júlíus Rós í hnappagatið Uppbyggingin í Aðalstræti þykir hafa tekizt vel. „Mér finnst skipta máli, hver eru sérkenni Reykjavíkur og þá á ég við gamla bæinn,“ segir Pétur H. Ármannsson. „Hann er samsettur af tveimur meginbrotum; annars vegar frá þeim tíma, þegar Reykjavík var lítill þúsund manna bær með lágreistum timburhúsum og hins vegar steyptum húsum sem leystu timburhúsin af hólmi á fyrri hluta tuttugustu aldar. Eftir 1970 breyttust viðhorfin og nú er búið að friða mjög mikið af þessum gömlu húsum. En fyrir vik- ið er myndin brotakennd og sund- urlaus. Sumir eru óánægðir með það, en ég sé það ekki sem vanda- mál. Þetta á sér sínar sögulegu skýringar og við eigum að einbeita okkur að því að fella þessar and- stæður saman í skemmtilega heild. Húsin eiga að vera smágerð. Hún er stórhættuleg þessi tilhneiging sem nú veður uppi, að kaupa heilu húsareitina, rífa þar allt og byggja upp á nýtt. Við eigum þennan gamla miðbæ með sína sögulegu vídd og við eig- um að varðveita það sem eftir er og halda þessu fínlega yfirbragði. Miklum massa og hærri húsum á að finna stað utan gamla bæjarins. Gamli miðbærinn verður alltaf hjarta Reykjavíkur, en hann hefur ekki burði til þess að vera mið- borg. En hann er umhverfisgæði sem við eigum að kappkosta að halda í.“ Umhverfisgæði sem halda á í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.