Morgunblaðið - 13.05.2007, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 13.05.2007, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2007 51 , Glæsilegt einbýlishús á einni hæð, 165,8 fm, auk bílskúrs 36,2 fm, samt. 202 fm. Húsið er mjög vel staðsett í enda botnlanga, ca 1000 fm glæsilega ræktuð lóð með háum trjágróðri. Hús- ið er í mjög góðu standi að utan sem innan, m.a. er þak nýlega endurnýjað, nýr garðskáli. Glæsileg ræktuð lóð, ca 85 fm timburpallur, allt fyrsta flokks. Verð 54 millj. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is SKÓGARLUNDUR - GBÆ. EINBÝLI Hraunhamar fasteignasala hefur í sölu glæsi- lega hannað einbýli teiknað af Albínu Thordar- son arkitekti. Eignin er 229,4 fm á tveimur hæð- um, þar af er innbyggður tvöfaldur 43,1 fm bíl- skúr með aukinni lofthæð. Einnig fylgir eigninni ca. 30 fermetra herbergi með snyrtingu á neðri hæð. Eignin er mjög vel staðsett á frábærum út- sýnisstað innst í botnlanga í Ásahverfi í Garða- bæ. Eignin skiptist í forstofu, hol, gestasnyrt- ingu, herbergi, þvottahús, og bílskúr. Á efri hæð er stofa, borðstofa, eldhús, gangur, þrjú herbergi, baðherbergi, hjónaherbergi með baðherbergi og fataherbergi inn af. Innréttingar eru allar glæsilegar, sérsmíðaðar, úr Hlyni og gólfefni eru flísar. Gólfhiti er í stærstum hluta hússins. Lýsing er hönnuð af Lúmex. Fallegur garður. Glæsileg og vönduð eign í sérflokki. Eignin getur verið laus fljótlega. Verð 90 millj. Upplýsingar veitir Þorbjörn Helgi, gsm. 896 0058. HRAUNÁS - GBÆ. EINBÝLI Hraunhamar fasteignasala hefur fengið í einka- sölu mjög gott 236 fermetra einbýli á einni hæð, þar af er 52 fermetra bílskúr. Einnig er milliloft upp á ca 85 fermetra sem ekki er inn í skráðum fermetrum hjá FMR. Húsið er vel stað- sett í neðri Lundum þar sem er stutt í skóla, leikskóla og alla þjónustu. Fallegur gróinn garð- ur. Frábær staðsetning. Verð 55 millj. Uppl. veitir Þorbjörn Helgi s. 896 0058. HÖRGSLUNDUR - GBÆ. EINBÝLI Hraunhamar fasteignasala hefur fengið í einka- sölu 97,7 fm íbúð á efstu hæð í góðu, vel stað- settu, fjölbýli í Sjálandshverfi í Garðabæ. Eignin skiptist í forstofu, hol, stofu, borðstofu, eldhús, 2 herb., baðh., þvottahús og geymslu. Fallegar innréttingar. V. 31,5 millj. Uppl. veitir Þorbjörn Helgi s. 896 0058. STRANDVEGUR - GBÆ. Hraunhamar fasteignasala hefur fengið í einka- sölu glæsilegt, mikið endurnýjað, 176 fm einbýli á einni hæð ásamt bílskúr. Mjög vel staðsett í Fitjahverfi í Gbæ. Eignin skiptist í forstofu, skála, eldhús, búr, 4 herb., baðh., stofu, sjón- varpsh., þvottahús, geymslu og bílskúr. Fallegar innréttingar og gólfefni. Fallegur garður. Verð 48,3 millj. Uppl. veitir Þorbjörn Helgi, 896-0058. LANGAFIT - GBÆ. EINBÝLI Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Ægir Breiðfjörð, löggiltur fasteignasali SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG Höfum til sölu raðhús á einni hæð 59,7 fm þar sem allt er sér og með góðri suðurverönd og garði. Mjög fallegt útsýni. Húsið skipt- ist í forstofu, þvottahús og geymslu, stór stofa með útgengi út á verönd og garð, eldhús og flísalagt baðherbergi með sturtu. Sér- bílastæði á lóð. Húsið er mjög vel umgengið. Verð kr. 21,0 millj. Til afhendingar við kaupsamning. BOÐAHLEIN 12 VIÐ HRAFNISTU HAFNARFIRÐI Hlýleg 3ja herbergja íbúð við Arnarsmára, með fallegu útsýni Vel skipulögð 3ja herbergja, 83 fm, íbúð við Arnarsmára í Kópavogi. Fallegt útsýni er til norðurs, yfir Snæfellsnes og Esjuna. Tvö rúmgóð svefnherbergi, stofa með útgengi út á svalir, eldhús með borðkrók, baðherbergi og sérþvottaherbergi í íbúð. Íbúðin er miðsvæðis á Höfuðborgar- svæðinu og stutt í alla þjónustu, skóla og verslanir. Allar frekari upplýsingar veitir Albert Björn Lúðvígsson sölumaður Húsakaupa í síma 840 4048. Guðrún Árnadóttir lögg. fasteignasali Albert Björn Lúðvígsson sölumaður, s. 840 4048 Á MÖRGUM netfréttamiðlum landsins er nú að finna myndband, sem sýnir mann beita hest hrotta- skap með barsmíðum og spörkum, að því er best verður séð. Og veitið því athygli að undirrit- aður notar ekki orðið tamningamaður, vegna þess að það sem fyrir augu ber á ekkert skylt við þær tamn- ingaaðferðir á hestum sem flestir góðir tamn- ingamenn hafa brúkað fyrr og nú. Félag tamninga- manna var stofnað árið 1970 og markmið fé- lagsins hefur ætíð ver- ið að stuðla að bættri tamningu og meðferð íslenska hestsins. Eins og allir vita er öllum frjálst að eiga hest og fólki er ekki skylt að afla sér neinnar lág- marks þekkingar í því sambandi. Vankunnátta og þekkingarleysi er hins vegar oft orsök sorglegra at- burða, eins og mér finnst þetta myndband sýna. Fréttaþátturinn Kompás hefur nú gert sjónvarpsþátt út frá þessu myndbandi. Umsjónarmenn þátt- arins höfðu þann háttinn á að þeir sýndu viðmælendum sínum, þar á meðal undirrituðum, stutt mynd- brot. Síðan var fólk beðið um að tjá sig um það sem það sá. Þegar und- irritaður sá myndbrotið á netmiðl- unum veitti ég því athygli að það var ekki sama myndbrotið og mér var sýnt. Sýnir myndbrotið á Net- inu mun verri meðferð á hestinum en það myndbrot sem mér var sýnt og ég tjáði mig um. Það út af fyrir sig finnst mér ekki góð vinnubrögð og óttast ég að það geti gefið skakka mynd af því sem um er fjallað ef umsagnir viðmælenda eru klipptar saman við önnur mynd- skeið en þeim voru sýnd. En sjáum hvað setur. Atvik eins og þetta, sem sýnir mann sem er ekki í andlegu jafnvægi eða hefur ekki þekkingu til að fást við það sem hann hefur færst í fang, er vissulega mjög slæm auglýsing fyrir hestamennskuna. Það særir þá sem hafa unn- ið af heilum hug við hestatamningar og framgang íslenska hestsins í ár og ára- tugi. Nú er spurningin: Hvernig getum við komið í veg fyrir að svona atvik endurtaki sig? Svarið er ósköp einfalt: Við getum ekki komið í veg fyrir það, því miður! En með síendurtekinni fræðslu og menntun er hægt að minnka líkurnar á því til muna. Og það er einmitt það sem Félag tamningamanna stendur fyrir: Að stuðla að bættri meðferð og tamn- ingu íslenska hestsins. Vil ég af því tilefni benda á kennslusýningarnar sem félagið hélt í vetur, fyrst á Ing- ólfshvoli og Hólum, þar sem farið var í for- og frumtamningu hrossa, bóklega og verklega, og síðan í Glaðheimum þar sem tekin var fyrir framhaldsþjálfun hesta, einnig bók- lega og verklega. Þetta voru vel auglýstar kennslusýningar sem fólki var boðið upp á endurgjalds- laust og kennararnir voru nokkrir af okkar færasta fagfólki. Undanfarin ár hefur Hólaskóli verið með vel útfærða og markvissa kennslusýningu í hestatamningum á Stórsýningu Fáks í Víðidal, en því miður verður hún ekki í þetta skipt- ið. Þetta er kennslusýning sem eng- inn hestaáhugamaður ætti að láta fram hjá sér fara og vonandi mun Hólaskóli endurtaka hana fyrr en seinna. Þar er farið vandlega í gegn- um það tamningaferli sem Félag tamningamanna og Hólaskóli vilja leggja nafn sitt við. Tel ég þá sýn- ingu kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja stilla kompásinn rétt. Að stilla Kompásinn Bergur Jónsson skrifar um tamningar og umfjöllun um þær » Á mörgum netfrétta-miðlum landsins er nú myndband, sem sýn- ir mann beita hest hrottaskap með bar- smíðum og spörkum … Bergur Jónsson Höfundur er formaður Félags tamningamanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.