Morgunblaðið - 13.05.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.05.2007, Blaðsíða 34
kvikmyndir 34 SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ M argar kvikmyndir sem ólíklegar eru til að bítast um efstu sæti vinsældalista sumarsins geta engu að síður verið áhugaverðar, skemmtilegar og forvitnilegar. Fyrir tveimur vikum var fjallað um mynd- ir sem mestri velgengni er spáð en að þessu sinni verður farið yfir helstu verkin sem láta sér nægja að fljúga aðeins neðar á kvikmynda- hvolfinu. Í þeim hópi er m.a. verð- launamyndin Líf annarra – Das Le- ben der Anderen sem hóf göngu sína um síðustu helgi og er örugglega ein merkasta mynd ársins og eftir- minnilegasta mynd sumarsins. Þar koma engin þekkt nöfn við sögu sem minnir okkur á að „litlar“ myndir eru ekki síður áhugaverðar en stóru og fokdýru brelluverkin. Margt og merkilegt getur leynst í upptalning- unni að neðan, það kemur í ljós á næstu mánuðum. Einnig er rennt yfir sviðið hjá ís- lenskum kvikmyndagerðarmönnum og spurt hvað sé á seyði hjá kvik- myndaklúbbunum og hvað sé í hátíðafarveginum auk þess sem kynnt er til sögunnar Astrópía, eina leikna íslenska sumarmyndin. MAÍ 11. The Reaping Leikstjóri: Stephen Hopkins. Með Hilary Swank og Dave Morrissey. Niðri í „biblíubeltinu“ í smábæn- um Haven í Louisiana deyr lítil stúlka á voveiflegan hátt. Þorpsbúar telja að reiði Guðs hafi verið að verki og kalla til sérfræðing í dulrænum efnum (Swank) til að rannsaka hvað er í gangi. Hopkins gerði fínar myndir við upphaf ferilsins á 10. ára- tugnum og til alls líklegur. 11. The Condemned Leikstjóri: Scott Wiper. Með Steve Austin og Vinnie Jones. Raunveruleikasjónvarp er auðsær innblástur myndar um grjótharða brotamenn sem er forðað úr gálga illræmdrar í dýflissu í Mið-Ameríku. Ástæðan sú að auðkýfingur hefur „keypt“ þá til að taka þátt í leik upp á líf og dauða – þar sem aðeins einn kemst af. 18. Zodiac Leikstjóri: David Fincher. Með Jake Gyllenhaal og Mark Ruffalo. Margir bíða þessarar nýju rað- morðingjamyndar frá Fincher (Se- ven) enda fengið góða dóma en sýn- ingar hafa dregist þar sem hún verður Evrópufrumsýnd á kvik- myndahátíðinni í Cannes. Zodiac dregur nafn sitt af og fjallar um raunverulegan manndrápara sem lék lausum hala í San Francisco mestallan áttunda áratuginn og naut þess að gefa lögreglunni vísbend- ingar um hvar og hver hann væri. Fylgst er með rannsókn málsins sem var með eindæmum erfið því glæpamaðurinn var háll og við- sjárverður. Reynt að fylgja sann- leikanum út í ystu æsar. 18. Fracture Leikstjóri: Gregory Hoblit. Með Anthony Hopkins og Ryan Gosling. Réttarhaldsdrömu hafa ekki verið áberandi upp á síðkastið, hér kemur eitt með með Gosling sem leikur ungan lögmann, sækjanda í máli gegn auðmanninum Crawford (Hopkins) sem myrti konu sína í afbrýðikasti. Málið virðist auðunnið og liggja ljóst fyrir. Crawford kýs að verja sig sjálfur en hann er klókur og fundvís á veikar hliðar verjand- ans. Gosling kom á óvart með firna- góðum leik í Half Nelson, hér fær hann tækifæri til að spreyta sig gagnvart einum þeim besta. 18. Painted Veil (Græna ljósið) Leikstjóri: John Curran. Með Naomi Watts og Edw- ard Norton. Kínversk/bandarísk mynd byggð á sögu W. Somersets Maughams, fjallar um breska konu (Watts) sem býr í óhamingjusömu hjónabandi í Sjanghaí á 3. áratug síðustu aldar. Þegar hún leitar lífsgleðinnar á öðr- um miðum bregst læknirinn bóndi hennar (Norton) illa við og tekur að sér starf úti á landsbyggðinni sem hefur óvæntar breytingar í för með sér. 25. The Hoax Leikstjóri: Lasse Hallström. Með Richard Gere og Alfred Molina. Fyrsta mynd Hallströms síðan hann lauk við Chocolat. Fjallar um frægt svikamál frá áttunda áratugn- um þegar rithöfundurinn Clifford Irving (Gere) gaf út upplogna „ævi- sögu“ milljarðamæringsins dul- arfulla Howards Hughes. Efnið er forvitnilegt og leikstjórinn hefur að venju fengið úrvalsleikara í lið með sér. JÚNÍ 8. Grindhouse – Death Proof Leikstjóri: Quentin Tarantino. Með Kurt Russell og Tim Murphy. Íslenskir bíógestir sjá Death Proof og Planet Terror, nýjar mynd- ir költ-leikstjóranna Tarantinos og Roberts Rodriguez, hvora í sínu lagi en þær voru sýndar saman í Vestur- heimi. Álitlegur kostur því báðar eru í fullri lengd. Death Proof er blóð- hrollur um geðsjúkan manndrápara sem eltir fórnarlömbin uppi á bíl sem jafnframt er morðvopnið. 15. La Vie en Rose (Græna ljósið) Leikstjóri: Oliver Dahan. Með Marion Cotillard og Glæpir Demi Moore leikur vaska rannsóknarlögreglukonu, sem er á hæl- unum á raðmorðingja í Mr. Brooks. Almáttugur Steve Carell og Morgan Freeman ræða saman um ýmsar til- vistarlegar spurningar í í Evan Almighty. Söngfugl La Via en Rose fjallar um stormasamt líf Edith Piaf. Morðóðir uppvakningar og handbendi himnaríkis BÍÓSUMARIÐ er byrjað með látum, Kónguló- armaðurinn III hélt innreið sína með óteljandi aðsóknarmetum hér á landi sem annars staðar. Sæbjörn Valdimarsson heldur áfram umfjöllun sinni um sumarmyndirnar – en núna að frádregnum framhaldsmyndunum. Fjölskyldumál Í Georgia rule er Linley Lohan óstýrleg stelpuskjáta, sem mamman, Felicity Huffmann, og amman, Jane Fonda, eiga í basli með. AÐEINS ein íslensk leikin bíómynd verður frumsýnd í sumar, sem er gamanmyndin Astrópía. Hún fjallar um samkvæmisstúlkuna Hildi sem fer af illri nauðsyn að vinna í búð sem sérhæfir sig í hlutverkaleikjum og hasarblöðum. Áður en varir heillast hún af ævintýraheimi hlut- verkaleikja og skilin milli hans og raunveruleikans verða óskýrari og ofurhetjan vaknar. Með helstu hlutverk fara Ragn- hildur Steinunn Jónsdóttir, Snorri Engilberts, Halldór Magnússon, Pét- ur Jóhann Sigfússon, Sveppi o.fl. Handritið skrifuðu Ottó Geir Borg og Jóhann Ævar Grímsson, leik- stjóri er Gunnar B. Guðmundsson, framleiðendur eru Júlíus Kemp og Ingvar Þórðarson hjá Kvikmynda- félagi Íslands. Astrópía verður frumsýnd 22. ágúst nk. Heimildamyndin Sigur Rós heima eftir Steingrím Karlsson hjá True North er komin langt á veg og verð- ur e.t.v. frumsýnd fyrir ágústlok. Eins og nafnið bendir til fjallar hún um rómað tónleikaferðalag þessarar heimsþekktu hljómsveitar um föðurlandið á síðasta sumri. Fé- lagarnir komu fram á líklegustu og ólíklegustu stöðum og buðu öllum til veislunnar. Landvættirnar þökkuðu fyrir sig með því að bjóða upp á ís- lenskt sumarveður eins og það best getur orðið. Reykjavík Shorts & Docs og Stuttmyndadagar Stuttmyndadagar hafa verið end- urvaktir, fer hátíðin fram í Tjarn- arbíói 23. og 24. maí 2007. Reykja- víkurborg, Kvikmyndamiðstöðin, menntamálaráðuneytið og Sjón- varpið eru helstu bakhjarlar hátíð- arinnar. Stuttmyndadagar voru haldnir í rúman áratug, frá 1991– 2002, og nutu mikilla vinsælda og þá sérstaklega á meðal ungs fólks og þeirra sem voru að stíga sín fyrstu skref í kvikmyndagerð. Hátíðin er keppni um bestu stutt- myndina og verða veitt þrenn verð- laun fyrir bestu myndirnar. Að auki verða veitt áhorfendaverðlaun. Einnig mun Sjónvarpið sýna sér- stakan þátt með vinningshöfum ásamt því að sýna verðlaunamynd- irnar. Heimilda- og stuttmyndahátíð í Reykjavík, Reykjavík Shorts & Docs, verður haldin í Tjarnarbíói strax að loknum Stuttmyndadögum eða dagana 25.–29. maí og verða sýndar 10 heimildamyndir og jafn- margar stuttmyndir. RS&D, sem haldin er í 5. skiptið, verða gerð betri skil síðar, en mörg forvitnileg verk verða á hátíðinni, sem verður opnuð með dönsku heim- ildamyndinni Fórnarlömbum pól- faranna, The Prize of the Pole, eftir Steffan Julén. Hún fjallar um heim- skautafarann Robert E. Peary, en barnabarn hans verður gestur sýn- ingarinnar. Útgerðarsaga Sjanghæjað til sjós nefnist heim- ildamynd eftir Margréti Jónasdóttur og Magnús Viðar Sigurðsson og lýsir þeim kafla í íslenskri útgerðarsögu þegar sjómenn voru ráðnir nauðugir viljugir í skiprúm. Slíkt var algengt á tímum saltfisktúra síðutogaranna á 6. og 7. áratug síðustu aldar. Lífsbarátta fatlaðs bónda Annað líf Ástþórs er önnur heim- ildamynd sem verður frumsýnd á há- tíðinni. Hún segir af lífsbaráttu fatl- aðs bónda sem lætur ekki líkamsástandið slíta bönd sín við sveitina, dýrin og náttúruna. Að lokum má geta þess að Fjala- kötturinn hefur göngu sýna á nýjan leik eftir kvikmyndahátíð RIFF, sem verður dagana 27. september til 7. október. Græna ljósið heldur áfram að sýna gæðamyndir í Háskólabíói og e.t.v. víðar í sumar og er þeirra sem hafa verið ákveðnar getið sérstaklega í upptalningunni að ofan. Dagsetning kvikmyndahátíðar G.l., IIFF hefur ekki verið endanlega ákveðin en verður hugsanlega í ágúst. Astrópía, heimildamyndir og hátíðir Gaman Astrópía fjallar um sam- kvæmisstúlkuna Hildi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.