Morgunblaðið - 13.05.2007, Blaðsíða 34
kvikmyndir
34 SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
M
argar kvikmyndir
sem ólíklegar eru til
að bítast um efstu
sæti vinsældalista
sumarsins geta
engu að síður verið áhugaverðar,
skemmtilegar og forvitnilegar. Fyrir
tveimur vikum var fjallað um mynd-
ir sem mestri velgengni er spáð en
að þessu sinni verður farið yfir
helstu verkin sem láta sér nægja að
fljúga aðeins neðar á kvikmynda-
hvolfinu. Í þeim hópi er m.a. verð-
launamyndin Líf annarra – Das Le-
ben der Anderen sem hóf göngu sína
um síðustu helgi og er örugglega ein
merkasta mynd ársins og eftir-
minnilegasta mynd sumarsins. Þar
koma engin þekkt nöfn við sögu sem
minnir okkur á að „litlar“ myndir
eru ekki síður áhugaverðar en stóru
og fokdýru brelluverkin. Margt og
merkilegt getur leynst í upptalning-
unni að neðan, það kemur í ljós á
næstu mánuðum.
Einnig er rennt yfir sviðið hjá ís-
lenskum kvikmyndagerðarmönnum
og spurt hvað sé á seyði hjá kvik-
myndaklúbbunum og hvað sé í
hátíðafarveginum auk þess sem
kynnt er til sögunnar Astrópía, eina
leikna íslenska sumarmyndin.
MAÍ
11. The Reaping
Leikstjóri: Stephen Hopkins. Með
Hilary Swank og Dave Morrissey.
Niðri í „biblíubeltinu“ í smábæn-
um Haven í Louisiana deyr lítil
stúlka á voveiflegan hátt. Þorpsbúar
telja að reiði Guðs hafi verið að verki
og kalla til sérfræðing í dulrænum
efnum (Swank) til að rannsaka hvað
er í gangi. Hopkins gerði fínar
myndir við upphaf ferilsins á 10. ára-
tugnum og til alls líklegur.
11. The Condemned
Leikstjóri: Scott Wiper. Með
Steve Austin og Vinnie Jones.
Raunveruleikasjónvarp er auðsær
innblástur myndar um grjótharða
brotamenn sem er forðað úr gálga
illræmdrar í dýflissu í Mið-Ameríku.
Ástæðan sú að auðkýfingur hefur
„keypt“ þá til að taka þátt í leik upp
á líf og dauða – þar sem aðeins einn
kemst af.
18. Zodiac
Leikstjóri: David Fincher. Með
Jake Gyllenhaal og Mark Ruffalo.
Margir bíða þessarar nýju rað-
morðingjamyndar frá Fincher (Se-
ven) enda fengið góða dóma en sýn-
ingar hafa dregist þar sem hún
verður Evrópufrumsýnd á kvik-
myndahátíðinni í Cannes. Zodiac
dregur nafn sitt af og fjallar um
raunverulegan manndrápara sem
lék lausum hala í San Francisco
mestallan áttunda áratuginn og naut
þess að gefa lögreglunni vísbend-
ingar um hvar og hver hann væri.
Fylgst er með rannsókn málsins
sem var með eindæmum erfið því
glæpamaðurinn var háll og við-
sjárverður. Reynt að fylgja sann-
leikanum út í ystu æsar.
18. Fracture
Leikstjóri: Gregory Hoblit. Með
Anthony Hopkins og Ryan Gosling.
Réttarhaldsdrömu hafa ekki verið
áberandi upp á síðkastið, hér kemur
eitt með með Gosling sem leikur
ungan lögmann, sækjanda í máli
gegn auðmanninum Crawford
(Hopkins) sem myrti konu sína í
afbrýðikasti. Málið virðist auðunnið
og liggja ljóst fyrir. Crawford kýs að
verja sig sjálfur en hann er klókur
og fundvís á veikar hliðar verjand-
ans. Gosling kom á óvart með firna-
góðum leik í Half Nelson, hér fær
hann tækifæri til að spreyta sig
gagnvart einum þeim besta.
18. Painted Veil
(Græna ljósið) Leikstjóri: John
Curran. Með Naomi Watts og Edw-
ard Norton.
Kínversk/bandarísk mynd byggð
á sögu W. Somersets Maughams,
fjallar um breska konu (Watts) sem
býr í óhamingjusömu hjónabandi í
Sjanghaí á 3. áratug síðustu aldar.
Þegar hún leitar lífsgleðinnar á öðr-
um miðum bregst læknirinn bóndi
hennar (Norton) illa við og tekur að
sér starf úti á landsbyggðinni sem
hefur óvæntar breytingar í för með
sér.
25. The Hoax
Leikstjóri: Lasse Hallström. Með
Richard Gere og Alfred Molina.
Fyrsta mynd Hallströms síðan
hann lauk við Chocolat. Fjallar um
frægt svikamál frá áttunda áratugn-
um þegar rithöfundurinn Clifford
Irving (Gere) gaf út upplogna „ævi-
sögu“ milljarðamæringsins dul-
arfulla Howards Hughes. Efnið er
forvitnilegt og leikstjórinn hefur að
venju fengið úrvalsleikara í lið með
sér.
JÚNÍ
8. Grindhouse – Death Proof
Leikstjóri: Quentin Tarantino.
Með Kurt Russell og Tim Murphy.
Íslenskir bíógestir sjá Death
Proof og Planet Terror, nýjar mynd-
ir költ-leikstjóranna Tarantinos og
Roberts Rodriguez, hvora í sínu lagi
en þær voru sýndar saman í Vestur-
heimi. Álitlegur kostur því báðar eru
í fullri lengd. Death Proof er blóð-
hrollur um geðsjúkan manndrápara
sem eltir fórnarlömbin uppi á bíl
sem jafnframt er morðvopnið.
15. La Vie en Rose
(Græna ljósið) Leikstjóri: Oliver
Dahan. Með Marion Cotillard og
Glæpir Demi Moore leikur vaska rannsóknarlögreglukonu, sem er á hæl-
unum á raðmorðingja í Mr. Brooks.
Almáttugur Steve Carell og Morgan Freeman ræða saman um ýmsar til-
vistarlegar spurningar í í Evan Almighty.
Söngfugl La Via en Rose fjallar um
stormasamt líf Edith Piaf.
Morðóðir uppvakningar
og handbendi himnaríkis
BÍÓSUMARIÐ er byrjað með látum, Kónguló-
armaðurinn III hélt innreið sína með óteljandi
aðsóknarmetum hér á landi sem annars staðar.
Sæbjörn Valdimarsson heldur áfram umfjöllun
sinni um sumarmyndirnar – en núna að
frádregnum framhaldsmyndunum.
Fjölskyldumál Í Georgia rule er Linley Lohan óstýrleg stelpuskjáta, sem
mamman, Felicity Huffmann, og amman, Jane Fonda, eiga í basli með.
AÐEINS ein íslensk leikin bíómynd
verður frumsýnd í sumar, sem er
gamanmyndin Astrópía. Hún fjallar
um samkvæmisstúlkuna Hildi sem
fer af illri nauðsyn að vinna í búð
sem sérhæfir sig í hlutverkaleikjum
og hasarblöðum. Áður en varir
heillast hún af ævintýraheimi hlut-
verkaleikja og skilin milli hans og
raunveruleikans verða óskýrari og
ofurhetjan vaknar.
Með helstu hlutverk fara Ragn-
hildur Steinunn Jónsdóttir, Snorri
Engilberts, Halldór Magnússon, Pét-
ur Jóhann Sigfússon, Sveppi o.fl.
Handritið skrifuðu Ottó Geir Borg
og Jóhann Ævar Grímsson, leik-
stjóri er Gunnar B. Guðmundsson,
framleiðendur eru Júlíus Kemp og
Ingvar Þórðarson hjá Kvikmynda-
félagi Íslands.
Astrópía verður frumsýnd 22.
ágúst nk.
Heimildamyndin Sigur Rós heima
eftir Steingrím Karlsson hjá True
North er komin langt á veg og verð-
ur e.t.v. frumsýnd fyrir ágústlok.
Eins og nafnið bendir til fjallar
hún um rómað tónleikaferðalag
þessarar heimsþekktu hljómsveitar
um föðurlandið á síðasta sumri. Fé-
lagarnir komu fram á líklegustu og
ólíklegustu stöðum og buðu öllum til
veislunnar. Landvættirnar þökkuðu
fyrir sig með því að bjóða upp á ís-
lenskt sumarveður eins og það best
getur orðið.
Reykjavík Shorts & Docs
og Stuttmyndadagar
Stuttmyndadagar hafa verið end-
urvaktir, fer hátíðin fram í Tjarn-
arbíói 23. og 24. maí 2007. Reykja-
víkurborg, Kvikmyndamiðstöðin,
menntamálaráðuneytið og Sjón-
varpið eru helstu bakhjarlar hátíð-
arinnar. Stuttmyndadagar voru
haldnir í rúman áratug, frá 1991–
2002, og nutu mikilla vinsælda og þá
sérstaklega á meðal ungs fólks og
þeirra sem voru að stíga sín fyrstu
skref í kvikmyndagerð.
Hátíðin er keppni um bestu stutt-
myndina og verða veitt þrenn verð-
laun fyrir bestu myndirnar. Að auki
verða veitt áhorfendaverðlaun.
Einnig mun Sjónvarpið sýna sér-
stakan þátt með vinningshöfum
ásamt því að sýna verðlaunamynd-
irnar. Heimilda- og stuttmyndahátíð
í Reykjavík, Reykjavík Shorts &
Docs, verður haldin í Tjarnarbíói
strax að loknum Stuttmyndadögum
eða dagana 25.–29. maí og verða
sýndar 10 heimildamyndir og jafn-
margar stuttmyndir.
RS&D, sem haldin er í 5. skiptið,
verða gerð betri skil síðar, en mörg
forvitnileg verk verða á hátíðinni,
sem verður opnuð með dönsku heim-
ildamyndinni Fórnarlömbum pól-
faranna, The Prize of the Pole, eftir
Steffan Julén. Hún fjallar um heim-
skautafarann Robert E. Peary, en
barnabarn hans verður gestur sýn-
ingarinnar.
Útgerðarsaga
Sjanghæjað til sjós nefnist heim-
ildamynd eftir Margréti Jónasdóttur
og Magnús Viðar Sigurðsson og lýsir
þeim kafla í íslenskri útgerðarsögu
þegar sjómenn voru ráðnir nauðugir
viljugir í skiprúm. Slíkt var algengt
á tímum saltfisktúra síðutogaranna
á 6. og 7. áratug síðustu aldar.
Lífsbarátta fatlaðs bónda
Annað líf Ástþórs er önnur heim-
ildamynd sem verður frumsýnd á há-
tíðinni. Hún segir af lífsbaráttu fatl-
aðs bónda sem lætur ekki
líkamsástandið slíta bönd sín við
sveitina, dýrin og náttúruna.
Að lokum má geta þess að Fjala-
kötturinn hefur göngu sýna á nýjan
leik eftir kvikmyndahátíð RIFF, sem
verður dagana 27. september til 7.
október.
Græna ljósið heldur áfram að sýna
gæðamyndir í Háskólabíói og e.t.v.
víðar í sumar og er þeirra sem hafa
verið ákveðnar getið sérstaklega í
upptalningunni að ofan.
Dagsetning kvikmyndahátíðar
G.l., IIFF hefur ekki verið endanlega
ákveðin en verður hugsanlega í
ágúst.
Astrópía, heimildamyndir og hátíðir
Gaman Astrópía fjallar um sam-
kvæmisstúlkuna Hildi.