Morgunblaðið - 13.05.2007, Blaðsíða 52
52 SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
LJÓSMÆÐUR á Íslandi eru fá-
menn stétt sem gegnir mikilvægu
hlutverki í lífi hvers manns. Þær eru
til staðar þegar þú kemur í heiminn
og þegar börnin þín líta dagsins ljós.
Þær vinna að nóttu sem degi, á jól-
um og páskum, hvar
og hvenær sem vax-
andi fjölskylda þarf á
þeim að halda. Eða
þannig myndum við
sem útskrifumst sem
ljósmæður frá Háskóla
Íslands í vor gjarnan
vilja hafa það.
Til að fá leyfi til að
starfa sem ljósmæður
leggjum við að baki 6
ára háskólanám, sem
er eitt hið lengsta sem
gerð er krafa um til
starfsréttinda hér á
landi. Námið er tví-
skipt þar sem 4 ára nám til BS-
gráðu í hjúkrunarfræði er inntöku-
skilyrði fyrir 2 ára framhaldsnámi í
ljósmóðurfræði til embættisprófs.
Námið flokkast sem nám til ann-
arrar háskólagráðu líkt og meist-
aranám skv. 2.mgr 7.gr laga nr. 63/
2006.
Þrátt fyrir að námið sé lagalega
viðurkennt er það ekki metið að
verðleikum. Ef litið er til annarra
stétta sem starfa fyrir hið opinbera
og hafa sambærilega eða minni
menntun eru ljósmæður með hlut-
fallslega lægstu grunnlaunin. Þá
gildir einu hvort litið er á opinber
störf í heild sinni eða einstaka
vinnustaði.
Ljósmæðrastéttin er eingöngu
skipuð konum og við teljum það
enga tilviljun að þessi stétt skuli
hafa orðið svo illa úti sem raun ber
vitni. Kjarasamningur BHM og rík-
isins frá árinu 2004 hefur gert okk-
ur kleift að sjá stöðu stéttarinnar í
skýrara ljósi. Meðal markmiða
samningsins er einmitt að eyða kyn-
bundnum launamun með sam-
anburði milli einstaklinga og stétta
og ekki virðist vanþörf á.
Ljósmæðrastéttin er ekki ein-
ungis kvennastétt heldur hefur hún
þá sérstöðu að þjónustan sem hún
veitir er notendum að kostn-
aðarlausu. Við teljum þetta fyr-
irkomulag æskilegt, þar sem góð
barneignaþjónusta er mannréttindi
en ekki munaður og ófædd börn
geta ekki valið fyrir sig með veski
verðandi foreldra. Því miður virðist
þetta þó hafa getið af sér þá hugsun
að þeir sem störfunum
gegni geti ekki fengið
sómasamleg laun.
Ljósmóðurstarfið er
samfélaginu mik-
ilvægt. Barneignir eru
í eðli sínu heilbrigt
ferli og vinna okkar
felst því fyrst og
fremst í heilsueflingu.
Það hefur sýnt sig að
heilbrigðisþjónusta
sem felst í forvörnum
af þessu tagi skilar
hlutfallslega mestu til
baka til samfélagsins,
bæði í bættum lífs-
gæðum og minnkuðum kostnaði
vegna heilbrigðisvandamála.
Starfinu fylgir einnig mikil
ábyrgð því fólk getur mætt ýmsum
veikindum og vandamálum í barn-
eignarferlinu, á þeim tíma sem það
vill helst af öllu að allt gangi vel.
Ljósmæður bera ábyrgð á því að
veita faglega umönnun og andlegan
stuðning í þessum aðstæðum og
starfa með læknum og öðru fagfólki
þegar þörf krefur.
Flestar höfðum við sem útskrif-
umst sem ljósmæður í vor hug á að
starfa fyrir stærsta vinnuveitanda
ljósmæðra hér á landi, Landspítala-
háskólasjúkrahús, þrátt fyrir að ein-
ungis væru sumarafleysingar í boði.
Þar fer fram metnaðarfullt starf
frábærra ljósmæðra sem vinna við
erfiðar aðstæður eftir áralangt fjár-
svelti sjúkrahússins.
Laun ljósmæðra við sjúkrahúsið
eru því miður algjörlega óviðunandi.
Ekkert samræmi er milli mennt-
unarkrafna, ábyrgðar og launa.
Slíkt eru reyndar engar fréttir þar
sem þegjandi samkomulag hefur
verið um það í samfélaginu að Land-
spítalinn sé láglaunasvæði. Við telj-
um þó að innan stofnanasamnings
BHM við sjúkrahúsið sé svigrúm til
Vilt þú hafa ljós-
móður á staðnum?
Berglind Hálfdánsdóttir skrifar
um launakjör ljósmæðra
Berglind
Hálfdánsdóttir
MIKIÐ hefur verið fjallað um
yfirvofandi manneklu í hjúkrunar-
störfum á Landspítala – háskóla-
sjúkrahúsi í fjöl-
miðlum undanfarið.
Án þess að gera lítið
úr þeim vanda heil-
brigðisþjónustunnar
þá langar mig að
skrifa smápistil til að
minna á annað vanda-
mál sem er ekki síður
alvarlegt. Lífeinda-
fræðingar á Landspít-
ala eru að mörgu leyti
í sömu sporum og
hjúkrunarfræðingar.
Laun þeirra eru enn
lægri en hjúkr-
unarfræðinga þrátt
fyrir mikla ábyrgð og sambærilega
menntun. Illa gengur að manna
lausar stöður lífeindafræðinga og
oft fæst ekki menntað fólk til af-
leysinga yfir sumartímann svo álag
á þá starfsmenn sem fyrir eru
eykst mjög þar sem ekki er hægt
að loka deildum eða lækka þjón-
ustustigið, en í dag eru rannsóknir
lykill að lækningu og undirstaða
meðferðar.
Lífeindafræðingar
hafa 120 eininga
B.Sc.-menntun á heil-
brigðissviði eins og
hjúkrunarfræðingar
og eru eftirsóttir
starfskraftar á hinum
almenna markaði í líf-
vísindum. Meðalaldur
lífeindafræðinga á
Landspítala er hár, á
sumum deildum yfir
50 ár en undanfarin 5
ár hafa útskrifast um
45 lífeindafræðingar
og af þeim hafa innan
við 25% hafið störf á
Landspítala og nokkrir þeirra hafa
farið í önnur störf utan spítalans
eftir stutta viðdvöl, einmitt vegna
vinnuaðstæðna, mikils álags og
óviðunandi launakjara. Landspítali
er engan veginn samkeppnishæfur
við almenna markaðinn og nýliðun
stéttarinnar innan LSH er hættu-
lega lítil.
Sjái stjórn Landspítala ekki leið
til að gera vinnustaðinn aðlaðandi
fyrir nýútskrifaða lífeindafræðinga
og sporni við þeirri þróun sem hef-
ur átt sér stað undanfarinn áratug
þá er ég hrædd um að þeir fljóti
sofandi að feigðarósi og verði í al-
varlegri kreppu eftir örfá ár þegar
meginþorri þeirra lífeindafræðinga
sem eru starfandi í dag lætur af
störfum fyrir aldurs sakir. Með
þeim tapast dýrmæt þekking og
reynsla, sé henni ekki miðlað
áfram, og fáist ekki nýútskrifaðir
lífeindafræðingar til starfa þá
verða rannsóknarstofurnar óstarf-
hæfar að miklu leyti.
Landspítali hefur á und-
anförnum árum oft verið rekinn
umfram fjárlög, er ekki mál til
komið að ríkisstjórnin og ráða-
menn horfist í augu við vanda heil-
brigðiskerfisins. Með bættum lífs-
kjörum og hærri meðalaldri
þjóðarinnar hefur fjárþörf heil-
brigðiskerfisins aukist og sé það
ósk almennings og stjórnvalda að
hér sé rekið skilvirkt og gott heil-
brigðiskerfi þá er ekki endalaust
hægt að spara og skera niður.
Vissulega hafa lífeindafræðingar
notið góðs af þeirri tæknilegu þró-
un sem orðið hefur á síðustu ára-
tugum og rannsóknarniðurstöður á
hvern lífeindafræðing hafa marg-
faldast miðað við það sem áður
var, en þörfin eykst í takt við
tækninýjungarnar. Ef það er
stefna stjórnvalda að halda uppi
gæðum og háu þjónustustigi á
rannsóknarstofum LSH þá þarf að
færa margt til betri vegar og horf-
ast í augu við þá staðreynd að nýtt
fólk fæst ekki til starfa, mann-
auður tapast og lífeindafræðingar
leita annað.
Vandi lífeindafræðinga á LSH
Gyða Hrönn Einarsdóttir
skrifar um stöðu lífeindafræð-
inga á Landspítalanum
»Nýliðun lífeinda-fræðinga er hættu-
lega lítil á LSH og horf-
ir til vandræða ef ekkert
er að gert.
Gyða Hrönn
Einarsdóttir
Höfundur er lífeindafræðingur.
Glæsileg 131 fm , 4ra - 5 herb. neðri sérhæð í góðu steinhúsi á þess-
um eftirsótta stað í Þingholtunum, auk 26 fm bílskúrs. Hæðin skiptist í
forstofu, stórt eldhús með fallegum innréttingum, nýjum tækjum og
góðri borðaðstöðu, stórar samliggjandi skiptanlegar stofur, 2 herbergi
og baðherbergi, nýlega innréttað á vandaðan og smekklegan hátt. Fal-
legur útbyggður gluggi í stofu og svalir til suðvesturs. 2 sérgeymslur í
kjallara. Verð 50,0 millj.
Fjólugata
Glæsileg neðri sérhæð ásamt bílskúr.
FASTEIGNA-
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/.
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali.
Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali
Nánari upplýsingar
veittar á skrifstofu.
ODDAGATA
EINSTÖK EIGN
Fallegt og vel staðsett einbýlis-/
tvíbýlishús á eftirsóttum stað við
Háskólann. Eignin skiptist þan-
nig að á aðalhæð er forstofa,
gestasnyrting, vinnuherbergi,
stofa, borðstofa, eldhús, baðher-
bergi og þrjú herbergi. Í kjallara
er tveggja herbergja íbúð,
þvottahús og geymslur.
Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali
Heiðar veitir nánari
upplýsingar í síma 824-9092
FASTEIGNASALA
STÓRHÖFÐA 27
Sími 594 5000
Halla Unnur Helgadóttir
löggiltur fasteignasali.
Falleg og vel skipulögð 4ra herb. á efstu
hæð (3.hæð) í góðu rólegu 6 íbúða fjöl-
býli, frábært útsýni úr herbergjum og
stofu. Íbúð skráð 112,2 fm en geymsla í
sameign er 6,5 fm og virðist ekki vera í
fm tölu íbúðar. VERÐ 21,4 millj.
Guðrún Jóna og Rúnar taka vel á móti
þér og þínum: Sími 6921679
OPIÐ HÚS Í DAG KL. 13.00–15.00
SUÐURVANGUR 10 HFJ.