Morgunblaðið - 13.05.2007, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 13.05.2007, Blaðsíða 54
54 SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN UNDANFARNA áratugi hefur neysla áfengis og annarra vímuefna aukist og vandi vegna hennar hefur einnig aukist. Rannsóknir sýna að framtíðaráskoranir hjá starfsfólki innan heil- brigðis-, félags- og menntakerfa eru í tengslum við þennan vanda. Það er því mik- ilvægt að fagfólk innan ofangreindra kerfa hafi þekkingu og færni til að greina og meðhöndla vanda tengdan neyslu áfengis og annarra vímuefna. Frá því í lok áttunda áratugar síð- ustu aldar hefur verið gott aðgengi að heild- stæðri meðferð fyrir alkóhólista hér á landi. Þess ber að geta að ekki er lengra síðan en árið 1950 að drykkjuvandamál voru að- allega meðhöndluð sem lög og regla og að vera drukkinn á almannafæri var glæpsamlegt og talið mjög alvar- legt. Litið var á alkóhólista sem ræfla og reynt var að frelsa þá af alkóhól- isma með fangelsisvist eða trúarlegri hugfestu. Ýmsar kenningar hafa ver- ið um alkóhólisma en með aukinni þekkingu hafa fræðimenn komist að samræmdum skilgreiningum. Frá því um miðja 20. öldina hafa skilgrein- ingar varðandi alkóhólisma verið samræmdar út frá flokkunarkerfi bandaríska geðlæknafélagsins DSM (Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders) og ICD-skilgrein- ingu (International Classification of Diseases). ICD er listi Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar með öllum meiðslum, sjúkdómum og röskunum sem er í notkun á alheimsvísu. Um- fjöllun um alkóhólisma hefur verið samræmd í læknis- fræðilegum og vísinda- legum tilgangi með þeim hætti að talað er um alkóhólisma sem sjálfstæðan sjúkdóm. Bæði ICD- og DSM- kerfin eru reglulega endurskoðuð og færð upp samkvæmt nýjustu þekkingu. Lífeðlis- fræðilegar rannsóknir undanfarinna 20 ára sýna að heilastarfsemi alkóhólista breytist við endurtekna neyslu áfengis og annarra vímuefna. Sjúkdómsþróunin er mis- löng eftir einstaklingum þar sem um- hverfis- og erfðaþættir verka saman í sköpun sjúkdómsmyndarinnar. Á Íslandi hefur tíðkast að ýmsar fagstéttir hafi komið að meðferð fyrir vímuefnasjúka, sérstaklega læknar og hjúkrunarfræðingar ásamt áfeng- is- og vímuefnaráðgjöfum. Það sem hefur einkennt þekkingu og fagþróun á sviðinu er að meðferðaraðilar hafa sjálfir séð um fræðslu og þjálfun starfsfólks, bæði á stofnunum sínum og einnig hafa starfsmenn sótt fræðslu og þjálfun á stofnunum er- lendis. Áfengis- og vímuefnaráð- gjafar sem hafa í nokkra áratugi gegnt stóru hlutverki í meðferð fengu löggildingu sem heilbrigðisstétt 13. nóvember 2006 samkvæmt reglugerð heilbrigðis- og tryggingarmálaráðu- neytisins. Samkvæmt reglugerðinni skulu áfengis- og vímuefnaráðgjafar starfa á ábyrgð lækna eða annarra háskólamenntaðra starfsmanna. Hlutverk félagsráðgjafa í þjónustu við alkóhólista Félagsráðgjafar hafa að takmörk- uðu leyti komið að meðferð fyrir alkó- hólista en gegna oft lykilhlutverki varðandi tengsl hinna ólíku kerfa sem viðkoma málefnum alkóhólista sem leita sér aðstoðar. Það er því nauð- synlegt að félagsráðgjafar hafi sér- hæfða þekkingu á alkóhólisma og bata frá honum. Þekking og færni fé- lagsráðgjafa á sviði meðferðar og ráðgjafar nýtist því vel í meðferð við alkóhólisma sem og annarri vinnu með fólki sem þarf á sálfélagslegri meðferð að halda. Diplómanám í félagsráðgjöf með áherslu á áfengis- og vímuefnamál Félagsráðgjöf er fimm ára nám til löggiltra starfsréttinda við félags- vísindadeild Háskóla Íslands og telj- ast félagsráðgjafar til heilbrigðis- stétta. Í námi þeirra felst að undirbúa þá til starfa við meðferð og ráðgjöf fyrir einstaklinga, fjölskyldur, hópa, rannsóknarstörf, fræðslu, stjórnun o.fl. Diplómanám á meistarastigi í fé- lagsráðgjöf var í fyrsta sinn í boði á haustönn 2006 í réttarfélagsráðgjöf og öldrunarfélagsráðgjöf. Haustið 2007 verður boðið upp á þrjár nýjar diplómalínur, þ.e. skólafélagsráðgjöf, fjölmenningarfélagsráðgjöf og fé- lagsráðgjöf með áherslu á áfengis- og vímuefnamál. Námslína með áherslu á áfengis- og vímuefnamál er í félagsráðgjaf- arskor í samstarfi við Landspítala – háskólasjúkrahús og SÁÁ. Markmið námskeiðsins er: (1) að treysta sér- fræðiþekkingu félagsráðgjafa á sviði áfengis- og vímuefnamála og efla færni til að þróa aðferðir við meðferð, fræðslu og rannsóknarstörf á sviðinu; (2) svara sértækum þörfum skjól- stæðinga sem eiga við áfengis- og/eða annan vímuefnavanda að stríða og fjölskyldur þeirra; (3) efla faglega þjónustu og úrræði; (4) stuðla að efl- ingu þverfaglegs samstarfs meðal heilbrigðisþjónustu, félagsþjónustu, dómkerfis og menntastofnana. Umsóknarfrestur í námið er til 5. júní 2007. Diplómanám á framhaldsstigi í félagsráðgjöf við HÍ Erla Björg Sigurðardóttir vekur hér athygli á nýjum námslínum í haust »Nauðsynlegt er aðfélagsráðgjafar hafi sérhæfða þekkingu á alkóhólisma og bata af honum. Erla Björg Sigurðardóttir Höfundur er félagsráðgjafi MA, stundakennari við HÍ. FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali Eikarás - Garðabæ, glæsilegt einbýlishús á útsýnisstað Glæsilegt um 400 fm einbýlishús á tveimur hæðum með innb. bíl- skúr á fallegum útsýnisstað. Eignin er vel innréttuð á smekk- legan hátt með innréttingum og gólfefnum af vönduðustu gerð. Stórar, samliggjandi, arin- og setustofur með allt að 7 metra lofthæð, sjónvarpsstofa, eldhús með stórri eyju úr granít og vönduðum tækjum, opin borðstofa við eldhús, 5 herb., vel innréttað fataherb., 3 vönduð baðherb., auk líkamsræktarsalar með gufubaði. Auk þess er vönduð 2ja herb. íbúð á neðri hæð með sérinng. Suður- svalir út af borðstofu og einnig úr hjónasvítu. Stór suðurverönd með skjólveggjum, ýmist steyptum eða úr gleri. EIGN Í SÉRFLOKKI. Hverafold - einbýlishús í suðurhlíðum Grafarvogs Glæsilegt 290 fm tvílyft einbýli á þessum eftirsótta stað. Eignin hefur verið mikið endurnýjuð ný- lega, m.a. innréttingar, gólfefni, innihurðir og fataskápar. Rúm- góðar og bjartar stofur með útg. á suðursvalir, eldhús með vand- aðri innréttingu og tækjum og út- gangi á verönd, 5 svefnherb. og 2 flísalögð baðherb. Ræktuð lóð með verönd og heitum potti. Stór hellulögð innkeyrsla og falleg lýs- ing á lóð og húsinu að utan. Frábær staðsetning á skjólsælum stað í lokaðri botngötu. Stutt í skóla, leikskóla og aðra þjón. Verðtilboð. Akrasel - einbýlishús á útsýnisstað Vandað einbýlishús á tveimur hæðum í Seljahverfi á góðum út- sýnisstað. Eignin skiptist m.a. í eldhús með þvottaherbergi inn af, rúmgóða stofu, 3 - 4 herbergi, baðherbergi og gestasnyrtingu. Auk þess er sér studíóíbúð á neðri hæðinni. Stór ræktaður garður með sólríkri timburverönd með skjólveggjum, heitum potti og gróðurhúsi. 35 fm innbyggður bílskúr. Verð 63,9 millj. Granaskjól Fallegt 199 fm raðhús, tvær hæð- ir, auk riss með 22 fm innb. bíl- skúr á þessum eftirsótta stað í vesturbænum. Eignin skiptist m.a. í samliggjandi stofur auk sólskála, opið eldhús, 4 herbergi, sjónvarpshol, baðherb og gestasnyrtingu. Innréttingar hannaðar af Pétri B. Lútherssyni. Ræktuð lóð, nýleg timburverönd með skjólveggjum. Hús nýmálað að utan. Verð 60,0 millj. Stigahlíð Glæsilegt 275 fm einbýlishús með 30 fm innb. bílskúr á þess- um eftirstótta stað. Eignin skiptist í forstofu, gestasnyrtingu, rúm- gott hol, samliggjandi glæsilegar stofur með arni, rúmgott eldhús, þvottaherb. inn af eldhúsi með bakútgangi, 4 svefnherbergi auk fataherb. inn af hjónaherb., stórt bókaherb. og 2 baðherbergi. Hellulögð suðurverönd út af stofu og útgangur á suðursvalir úr hjónaherbergi. Hiti er í innkeyrslu að bíl- skúr. Falleg ræktuð lóð. Álfahvarf - Kópavogi 350 fm einbýlishús á tveimur hæðum ásamt 44 fm bílskúr. Húsið skilast í núverandi ástandi, rúmlega fokhelt með grófjafnaðri lóð. Stofa með góðri lofthæð og útgangi í sólskála. Útsýni af efri hæð yfir fjöllin og Elliðavatnið. Möguleiki á sér 3ja herb. íbúð á neðri hæð. Verð 58,0 millj. Möguleiki er að fá húsið keypt full- klárað að utan. Nánari uppl. á skrifstofu. *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá mjög glæsilegt 201,6 fm raðhús á tveimur hæðum við Eiðismýri á Seltjarnarnesi. Þetta er fallegt raðhús byggt árið 1992, staðsett innst í botnlanga á góðum stað. Stofa, eldhús, svefnherbergi og baðherbergi á efri hæð, 3 svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús á neðri hæð. Þetta er eign sem vert er að skoða. Sif, s. 669 1254 tekur á móti gestum í dag á milli kl. 17-18. Eiðismýri 10 – Seltjarnarnesi OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 17-18 Einar Páll Kjærnested löggiltur fasteignasali. Sími 586 8080 • Fax 586 8081 www.fastmos.is OPIÐ HÚS BORGARHOLTSBRAUT 36 - KÓP. Glæsileg og mikið endurnýjuð, 163,1 fm, efri sérhæð auk 39,3 fm bílskúrs. Eignin er samtals 202,4 fm. Bílskúrinn var byggður á síðasta ári og var þá íbúðin jafnframt stækkuð um því sem nemur bílskúrnum, eða 39,3 fm. Góðar suðursvalir og stór garður. Verð 42,9 m. Elísabet tekur á móti gestum í dag, sunnudag, milli kl. 14 og 16.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.