Morgunblaðið - 13.05.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.05.2007, Blaðsíða 36
ævintýri 36 SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is Þ etta er veiðiskapur ólík- ur öllu sem ég hef áður reynt. Ég er með flugu- stöngina og hjólið mitt, og á taumnum er straumfluga sem minnir á þær sem maður kastar stundum fyrir sjóbirt- ing. En lengra ná mörk reynslu- heimsins ekki. Ég stend upp í mitti í 28 stiga heitum sjó, lofthitinn er nær 38 stigum, ég er í langerma veiðiskyrtu með innbyggðri sólvörn, með veiðiglófa og hatt sem skýlir andliti, eyrum og hálsi, og klút að auki fyrir vitunum. Ég stend á snjó- hvítri sandflöt og brennandi sólar- ljósið magnast upp á haffletinum og hvítum sandinum. Fyrir aftan mig er lítil sandeyja, vaxin grænum trjám, eina 150 metra framundan brýtur alda á kóralrifinu sem um- lykur eyjuna en þar fyrir innan og í kringum mig er lónið – dæmigert lón sem myndast milli svo margra af þessum 1.200 Maldíveyjum. Sjór- inn ólýsanlega tær en golan gárar og hylur leyndardómana því augum mínum. Ég er heldur ekkert að hugsa um þessa töfra umhverfisins núna, því línan rýkur út af hjólinu, þótt það sé með fulla bremsu, og fyrr en varir er ljós flugulínan öll þotin út og gul undirlínan strekkist út í þetta græna lón. Hvað skyldi vera á hinum endanum? Hvaða fer- líki negldi fluguna sem ég strippaði svona hratt rétt áðan? Lengra þýt- ur fiskurinn, langt niður í undirlínu og smám saman hægist á honum. Ég bakka í átt að ströndinni og reisi stöngina smám saman; rokurnar sem þessir fiskar taka eru þvílíkar að flugustangir brotna á stundum ef þær eru látnar taka of snemma á fiskunum. Skyndilega stoppar það sem er á hinum endanum og ég dreg línuna inn eins hratt og ég get. Fiskurinn lætur mig teyma sig nær og eftir nokkra stund sé ég glitta í bláleita hreyfingu og tel sigurinn unninn. En þá tekur hann aðra eins roku, ég get ekki annað en beint stangarendanum að þessum öfluga mótor sem rýkur aftur með 70, 80 metra út af línu. En þá er hann líka orðin þreyttur og skömmu síðar liggur silfurgljándi bláblettótt bryn- stirtla í flæðarmálinu við hlið mér. Ekki nema fjögur, fimm pund áætla ég – en hvílíkur roknakraftur í ekki stærri fiski. Ég tek myndavélina upp úr vasanum en um leið rykkir fiskurinn sér til, flugan losnar og hann er farinn. Eftir stend ég stór- eygður í mjallhvítum sandinum. Fleira en lax og silungur Við vorum tveir vinir saman í veiðiferð sem líktist engu sem við höfðum áður kynnst á þeim vett- vangi. Og við vorum ekki lengi að komast að því að það er fleira sem tekur flugur okkar en lax og sil- ungur á Íslandi. Í viku sigldum við á milli eyja í tveimur nyrstu klösum Maldíveyja. Móðurskipið sannkallað lúxusfley kennt við Soldán, smíðað af þeirri alúð sem skipasmiðir eyjanna eru víðfrægir fyrir. Þar var sofið í loftkældum káetum sem bað- herbergi með steypibaði fylgdi, borðaðar fjölbreytilegar krásir í öll mál og spjallað á barnum og frammi á þilfari undir stjörnubjörtum himni og björtum mána á kvöldin. Á morgnana og síðdegis var lagt upp í leiðangra á veiðibátnum, hefð- bundnum breiðum „dhoni“ með seglþaki til að hlífa veiðimönnum fyrir sólinni. Til umráða voru einnig tveir litlir bátar með utanborðs- mótor, til að veiða af eða skjóta mönnum í land í einhverjum eyjanna til að kasta fyrir fisk. „Mér líður eins og krakka í dóta- OG sælgætisbúð,“ sagði John Cos- tello, einn ferðafélaginn, þegar við hittum hann á flugvellinum við Malé og réð sér ekki fyrir spenningi. Hann er alvanur stangveiði í sjó eins og hinir tveir landar hans frá Suður-Afríku, Maitland Knott og Carl Heinz Stormanns, sem veiða nær eingöngu með flugu. Fjórði fé- laginn, Mark Meisner, kom frá Bandaríkjunum og hefur einnig veitt á sandflötum í heitum sjó víða um heim. „Þú verður að vilja vera hérna til að fara hingað,“ sagði hann spekingslega eftir 18 tíma í flugvélum – „og annað eins í flug- stöðvum hér og þar.“ Stangveiðitímabilinu við eyjarnar var um það bil að ljúka, síðustu vik- ur höfðu gefið vel af stórfiski, en þeir fjórmenningar ætluðu að verja næstu dögum einkum í að kanna fluguveiðimöguleika í nyrstu eyja- klösunum tveimur, sem eru ekki eins vel rannsakaðir hvað fluguveiði snertir og klasarnir nærri miðsvæð- inu þar sem höfuðborgin Male er og flestar hóteleyjarnar. Við Íslending- arnir vorum komnir á vegum G og P, leigutaka Vatnsdalsár sem fara með fleiri veiðisvæði víða um heim, til að læra á nýjan veiðiskap og lenda í ævintýrum. Sjöundi leiðang- ursmaðurinn, leiðsögumaðurinn John Peluffo, tók á móti okkur á stuttum innanlandsflugvelli á einni Hákarlinn stal fiskinum                            ! "# #$  %$  &  %  '$ ( %      )   %  *! '  +   % #' ' ,'$% -*! '         $)#& +. )$  / !  # %')#   %  . 0  ' #12       $   ) &       !  ) & +  .   #& $   )%  # '   )%   3    ''   & $1 4/  /)5/    ')5  6&   $ $     $    +)'  7-    8$  #   )$  '   %&                    !"                                    ##$%& !" '            Átök „Þetta er veiðiskapur fyrir karlmenn,“ segir ítalski leiðsögumaðurinn John Peluffo um stórar brynstirtlur, en hér tekst hann á við sannkallaðn metfisk, sem vó um 70 pund. Morgunblaðið/Einar Falur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.