Morgunblaðið - 13.05.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.05.2007, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ ég henni ævinlega þakklátur. Hún er minn auður. São Tomé var líka öruggur staður og við lágum á ströndinni mest allan daginn.“ Eðli málsins samkvæmt var flogið inn til Bíafra í skjóli nætur. Farið var svo til á hverri nóttu. Létu byssukúlunum rigna yfir okkur Þorsteinn E. Jónsson flugstjóri var yfir íslenska liðinu á São Tomé og segir Einar hann hafa verið hin- um ungu flugmönnum stoð og stytta. Yfirmaður alls flugflotans var danskur majór, Krum-Hansen að nafni, og kölluðu -Íslendingarnir hann aldrei annað en Krumma. Vélarnar voru af gerðinni Dou- glas DC-6 og flugtíminn til Bíafra var um tvær klukkustundir. Skilyrði voru mjög erfið enda mátti yfirleitt ekki notast við ljós þar sem Níger- íumenn vöktu yfir hverri grun- samlegri hreyfingu. „Það var helst að þeir sæju okkur í tunglsljósinu og þá létu þeir byssukúlunum rigna yf- ir okkur. Við vissum samt aldrei fyr- ir víst hvort það voru Nígeríumenn eða Bíaframenn sem voru að skjóta á okkur. Ringulreiðin var mikil.“ Íslensku vélarnar urðu ekki fyrir teljandi skakkaföllum af þessum sökum en skömmu eftir að Einar kom til starfa var kanadísk vél skot- in niður í aðflugi í Bíafra. Einar leggur áherslu á að ferð- irnar hafi verið eins misjafnar og þær voru margar og sumar hverjar hafi verið „rólegar og þægilegar“. „Þetta var síður en svo ein samfelld kúlnahríð.“ Vélarnar lentu á svonefndum Uli- flugvelli miðja vegu milli borganna Benin City og Enugu en Einar segir að í raun hafi þetta ekki verið flug- völlur, heldur breikkaður þjóðvegur. Flugvélarnar fluttu birgðir til Bíaframanna, matvæli og lyf, en Nígeríumenn voru farnir að þjarma verulega að þeim á þessum tíma- punkti í stríðinu. Stundum var flogið með vannærð börn til baka. Þegar þau höfðu náð sér var þeim skilað aftur til Bíafra. „Það var erfiðast af þessu öllu,“ segir Einar. Farþegarnir voru þó ekki alltaf af holdi og blóði. „Í eitt skiptið skömmu áður en stríðinu lauk þurftu kollegar mínir að fljúga burt með bíl Ojukwu leiðtoga Bíafra til að koma honum undan. Okkur þótti þetta rosalegt en það hefur verið vonlaust fyrir flugmennina að malda í móinn.“ Þjófurinn skotinn í brjóstið Áhöfnin reyndi að vera eins fljót og kostur var að athafna sig á jörðu niðri en ef árásir Nígeríumanna voru skæðar gat hún leitað skjóls í neðanjarðarbyrgi í námunda við flugvöllinn. Aldrei kom til þess í til- viki Einars. Á ýmsu gekk í Bíafra og í eitt skiptið stal ungur heimamaður sem vann við affermingu vélanna salti frá Íslendingunum. „Við vissum að þjófnaður var dauðasynd og reynd- um því að koma honum um borð í vélina. Það tókst ekki því hermaður skaut hann strax í brjóstið. Þetta var mikið áfall fyrir okkur Jóhannes Markússon flugstjóra en við héldum honum á milli okkar þegar hann var skotinn.“ Hjálparfluginu lauk, eins og fyrr segir, 12. janúar 1970 og Íslending- arnir héldu heim á leið í lok mán- aðarins. Áður en að því kom fór Ein- ar þó í eitt flug af allt öðru tagi. „Ómar heitinn Tómasson flugmaður hafði látið sig dreyma um að giftast finnskri unnustu sinni yfir miðbaug sem er skammt undan ströndum São Tomé. Við Jóhannes Markússon vorum við stýrið og létum vita þegar við vorum akkúrat yfir miðbaug og þá gaf séra Cunningham þau saman. Þetta var mjög skemmtileg uppá- koma.“ Eftir heimkomuna starfaði Einar um skeið hjá Loftleiðum en árið 1971 réð hann sig til starfa hjá Cargolux í Lúxemborg. Þar var hann í sjö ár, fyrst sem hleðslustjóri og flugmaður en síðar flugstjóri. Einar flaug vítt og breitt um heim- inn á vegum Cargolux og lenti í ýmsum uppákomum og ævintýrum. „Þetta var mjög líflegur og skemmtilegur tími.“ Móðgaði indversku þjóðina Einu sinni komst Einar í hann krappan í Kalkútta á Indlandi með- an stríðið í Bangladesh geisaði. „Það var hernaðarástand þarna þannig að við lögðum mikla áherslu á að af- ferma vélina með hraði og koma okkur í burtu. Ég gegndi starfi hleðslustjóra í þessu flugi og þurfti aðeins að byrsta mig við hina inn- fæddu, fannst þeir ekki ganga nógu rösklega til verks. Það endaði með því að ég henti einum þeirra út. Sagt var að ég hefði sparkað í afturend- ann á honum en það er ekki rétt.“ Yfirvöld á flugvellinum tóku þennan gjörning óstinnt upp og kröfðust þess að Einar bæði manninn og ind- versku þjóðina afsökunar á því að hafa sparkað í einn af þegnum henn- ar. Að öðrum kosti færi vélin ekki í loftið. „Ég tók ekki í mál að biðja manninn afsökunar, enda átti hann þetta skilið, en gat fallist á þá mála- miðlun að skrifa undir plagg þar sem ég bað indversku þjóðina afsök- unar. Það gerði ég fyrst og fremst með hagsmuni flugfélagsins míns að leiðarljósi. Eftir japl, jaml og fuður komumst við loks í burtu frá Kal- kútta.“ Í tvígang kom Einar til Kína, í annað skiptið skömmu áður en Rich- ard Nixon Bandaríkjaforseti kom þangað í fræga heimsókn til að frið- mælast við Maó formann. „Við fór- um með einhverja franska sýningu til Kína og stálum eiginlega glæpn- um af Nixon, lentum rétt á undan honum. Vorum meira að segja beðn- ir að færa vélina til, því ekki þótti heppilegt að forsetinn sæi vestræna flugvél á vellinum sem hefði komið á undan honum.“ Meðan á Víetnam-stríðinu stóð þurfti Einar einu sinni að lenda í Singapúr á leið frá Saigon. „Þetta var mikið mál enda var ég að koma frá óvinveittu landi,“ segir Einar sem um stund var í stofufangelsi á flugvellinum. „Það fór svo sem ekk- ert illa um mig og fljótlega fékk ég að fara á hótel. Málið fékk svo far- sælan endi en þetta var óskemmti- leg lífsreynsla.“ Árið 1978 flutti fjölskyldan heim til Íslands og Einar hóf störf hjá Flugleiðum. Hann segir börnin hafa sprungið út eins og rósir við það og upp frá því kom aldrei til greina að hafa fasta búsetu í öðru landi. Fram til 1991 starfaði Einar þó í og með erlendis, hjá Air Bahama, Air India, Sterling og German Cargo. Rákust á gamm Stundum skall hurð nærri hælum í Bíafra en líklega hefur Einar ekki í annan tíma verið jafn hætt kominn og í fraktflugi German Cargo frá Sana’a í Jemen til Delí á Indlandi 19. maí 1989. Var það þó á frið- artímum. „Það er án efa furðulegasta atvik sem ég hef lent í. Við vorum að lækka flugið inn til Delí í rólegheit- unum og vorum að hlusta á frétt í BBC þess efnis að einhverjir hryðjuverkamenn hefðu verið dæmdir í fangelsi í Þýskalandi. Jæja, nú verða einhver læti, höfðum við á orði. Í því verður þessi líka sprenging um borð og það var engu líkara en við hefðum orðið fyrir árás. Hávaðinn var ærandi og vélin varð strax mjög óstöðug. Við vissum ekki hvað í ósköpunum var á seyði en grunaði fyrst að gluggi hefði sprungið. Fljótlega kom flug- vélstjórinn aftur á móti auga á gat á flugstjórnarklefanum fyrir neðan sætið mitt. Þá tók fiður og drulla að streyma inn um gatið og fyllti vitin. Annan eins viðbjóð hef ég aldrei fengið upp í mig.“ Það sem hafði gerst var að vélin hafði lent í árekstri við stóran og mikinn gamm sem gert hafði gat á nef hennar og mjatlaðist hræið nú inn í flugstjórnarklefann. „Við fórum strax fram á neyð- araðflug en við áttum á bilinu 20 til 30 mínútur ófarnar. Stjórntæki höfðu laskast við áreksturinn og fyr- ir vikið var erfitt að stýra vélinni. Hæðarstýrið var að vísu í lagi og einnig mótorarnir fjórir. Ég bað strákana að svipast um eftir akri því ég vissi að ef við næðum ekki að lenda á flugvellinum í fyrstu at- rennu yrðum við að leita annað og nauðlenda.“ Einar lenti vélinni heilu og höldnu á flugvellinum í Delí. „Það eru vita- skuld engar bækur til um það hvernig bregðast eigi við svona að- stæðum, þannig að ég spilaði þetta bara eftir eyranu. Það er ofsögum sagt að lendingin hafi gengið vel en miðað við aðstæður heppnaðist hún sæmilega. Ég skil ekki enn þann dag í dag hvernig þetta tókst. Við hefðum ekki átt að lifa þetta af.“ Fuglafræðingur nokkur tjáði Ein- ari síðar að gammurinn hefði líklega verið um sautján kg að þyngd. „Al- þekkt er að gammar verndi sitt svæði þannig að árásin var engin til- viljun. Hann hefur séð þennan „risa- gamm“ á sínu yfirráðasvæði og ætl- að að sýna honum í tvo heimana. Þegar við nálguðumst hefur hann þó sennilega séð sæng sína uppreidda og reynt að flýja en ekki haft svig- rúm til þess enda var flugvélin á 450 km hraða. Því fór sem fór.“ Frá 1991 hefur Einar verið bú- settur á Íslandi og starfað hjá Flug- leiðum, bæði í innanlands- og milli- landaflugi. Hann hefur engin áform um annað en fljúga eins lengi og reglur leyfa, til 65 ára aldurs, enda kveðst hann alltaf hafa jafn gaman af starfinu. „Þegar ég var ungur ætlaði ég annaðhvort að verða lög- fræðingur eða smiður. Flugið kom óvænt upp en ég sé ekki eftir að hafa ílenst í því. Þetta hefur verið skemmtilegt og viðburðaríkt ævi- starf.“ Lífsháski Gatið á German Cargo-vélinni vorið 1989. Eins og sjá má er partur af öðrum væng gammsins fífldjarfa ennþá fastur við vélina. Minn auður Hjónakornin ungu, Einar og Auður, á göngu á São Tomé. Fjölskyldan Einar, Auður, Guðlaugur Maggi, Elísabet Iðunn, Ingunn Hrund, Auður Björk og Erna Bryndís. Morgunblaðið/Kristinn Þarfaþing Einar blaðar í logbókinni heima í Grafarholtinu. „Það kemur sér vel að eiga hana þegar maður þarf að rifja upp löngu liðna atburði.“ Hugprúðir Þrír ungir flugmenn á hótelherbergi á São Tomé sumarið 1969, Kristján Richter, Arngrímur Jóhannsson og Einar Guðlaugsson. ÆVINTÝRI Í HÁLOFTUNUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.