Morgunblaðið - 13.05.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.05.2007, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Erlent | Metnaður einfarans og gáfumennisins Gordons Browns er ósvikinn og senn er 10 ára bið hans eftir for- sætisráðherraembættinu á enda. Bækur | Bandarísk hárgreiðslukona, sem stofnaði snyrtistofu og - skóla í Kabúl, hefur skrifað bók um reynslu sína. Knattspyrna | Carlos Tévez er innblásturinn sem prýðilega mannað lið West Ham þurfti á að halda. VIKUSPEGILL» Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is Gáfur mannsins þykja nánast forógn-anlegar og hann hefur löngum veriðtalinn lítt við alþýðuskap. GordonBrown, sem tekur við embætti for- sætisráðherra Bretlands í júnímánuði, er sagð- ur einfari og (jafnvel) furðulega laus við þá sjálf- hverfu sem einkennir svo mjög margan stjórnmálaleiðtogann. Metnaðurinn er á hinn bóginn ósvikinn og tíu ára bið eftir forsætisráð- herraembættinu er senn á enda. Verkamanna- flokkurinn breski á undir högg að sækja og tak- ist Brown ekki að vinna tapað fylgi á sitt band er hætt við að dvöl hans í Downingstræti 10 verði styttri en að var stefnt. Tony Blair forsætisráðherra greindi frá því á fimmtudag að hann myndi hverfa úr embætti 27. júní. Þar með lýkur ferli þessa sigursæla leiðtoga, sem sagt er að gert hafi Verkamanna- flokkinn „kjósanlegan“ í breskum stjórnmálum með því að leggja af stefnumál á borð við skatta- hækkanir og einhliða kjarnorkuafvopnun. Blair vann það einstaka afrek að leiða flokkinn til sig- urs í þrennum þingkosningum í röð. Þess árang- urs verður lengi minnst í breskri stjórnmála- sögu. Sigrana tryggði Blair með fráhvarfi frá mörgum viðteknum stefnumálum Verkamanna- flokksins og ekki er að ástæðulausu sagt, að hann hafi verið hinn raunverulegi arftaki „Járnfrúarinnar“, Margaretar Thatcher. Vissu- lega naut Blair góðs af starfi forvera sinna en ekki verður frá honum tekið að honum auðn- aðist í raun að mynda „nýjan Verkamanna- flokk“ með því að rífa upp hinar sósíalísku rætur og stýra flokknum til hægri, nánast án viðkomu á miðjunni. „Undarlegur heimur“ Fylgispekt við George W. Bush Bandaríkja- forseta og þátttaka í innrásinni í Írak varð Blair að falli; stuðningur við hann gufaði upp innan flokksins og leiðtoginn var þvingaður til að lýsa yfir því að hann myndi hverfa úr embætti. Á ársþingi Verkamannaflokksins í september í fyrra kvaddi Blair grasrótina í flokknum. Hann hafði, líkt og Thatcher forðum, beðið niðurlægj- andi ósigur fyrir eigin flokksmönnum, sem kvöddu hann, sumir hverjir, með tárum. „Þetta er undarlegur heimur,“ sagði Thatcher er henni var sparkað út úr Downingstræti og vísast hef- ur Blair líkt og hún komist að þeirri niðurstöðu, að í stjórnmálunum séu laun heimsins að sönnu vanþakklæti. Sannfæringin, sem trúlega reynd- ist honum öflugasta vopnið á stjórnmálaferlin- um, kostaði hann forsætisráðherrastarfið. Gordon Brown, sem verið hefur fjármálaráð- herra síðustu tíu ár, undirbýr nú valdatöku sína í sumar. Hugsanlegt er að Michael Meacher eða John McDonnell, sem tilheyra vinstriarmi Verkamannaflokksins, bjóði sig fram gegn hon- um en sigurlíkur þeirra eru engar. Leiðtoga- kosning er hins vegar nauðsynleg til að styrkja umboð Browns og auka skriðþunga í pólitískum mótvindi. Samið um skiptinu valda Hvernig mun Gordon Brown reiða af án fóst- bróður síns og helsta keppinautar? Samband þessara veggja manna er að sönnu um margt einkennilegt enda hefur það mótast af leik- reglum stjórnmálanna. Þeir hafa fylgst að í tæp 25 ár, voru báðir kjörnir til setu á þingi 1983 og höfðu þá þegar ákveðið að láta ekki staðar num- ið fyrr en tindinum væri náð. Blair reyndist snjallari í „grasrótarvinnu“ og þegar leiðtogi flokksins, John Smith, féll frá 1994 hafði hann þegar náð að skapa sér afar sterka stöðu. Gordon Brown hafði sem fjár- málaráðherra í skuggaráðuneyti Smiths gerst ákafur talsmaður þess að horfið yrði frá tillög- um um lítt heftan fjáraustur ríkisins og skatta- hækkanir, sem höfðu að hans mati kostað flokk- inn sigur í kosningunum sögulegu árið 1992. Þessi málflutningur Browns hafði fallið í heldur grýttan jarðveg innan þingflokksins en mestu skipti ef til vill að persónuleiki Blairs og sann- færingarkraftur virtist ná vel til kjósenda. Brown sá fram á ósigur og ákvað því að bjóða sig ekki fram gegn Blair. Samkomulagi um skiptingu valdanna náðu þeir á frægum fundi er fram fór á veitingastaðnum Granita í Islington- hverfi í miðborg Lundúna í maímánuði árið 1994. Blair, sem aldrei hefur verið talinn sérlega öflugur á vettvangi efnahags- og fjármála, féllst á að vald Browns á því sviði yrði nánast óskorað þegar flokkurinn kæmist í ríkisstjórn. Stjórn Íhaldsflokksins féll loks í kosningunum þremur árum síðar og þeir piltarnir hófust handa við að framfylgja stefnumálum „Nýja Verkamanna- flokksins“. Stuðningsmenn Browns hafa þrá- faldlega haldið því fram að Blair hafi svikið Granita-samkomulagið. Í ævisögu Browns segir að Blair hafi heitið honum því að láta af embætti árið 2004 en síðar skipt um skoðun. Í Bretlandi er Brown ausinn lofi fyrir að hafa fengið Englandsbanka völd til að ákvarða vaxta- stigið að teknu tilliti til verðbólgumarkmiða stjórnvalda. Hert eftirlit með útgjöldum ríkis- sjóðs, einkum á fyrsta kjörtímabilinu, er einnig haft til merkis um ágæti hans í þessu embætti þó svo þau tök hafi heldur linast á undangengn- um árum og skattheimta aukist. Stöðugur hag- vöxtur hefur einkennt árin tíu í fjármálaráðu- neytinu en ytri skilyrði hafa reyndar verið hagstæð um flest. Báðir eru þeir Blair og Brown menn mikilla hæfileika en ólíkir mjög. Blair náði til þjóðarinn- ar í krafti alþýðlegrar framgöngu, persónutöfra og náðargáfu á sviði ræðumennsku og „spuna“; forsætisráðherrann fráfarandi er predikari enda trúhneigður mjög og býr yfir fáséðum sannfæringarkrafti. Í Íraksstríðinu hefur Blair reynst öflugasti talsmaður Bandaríkjaforseta og nýtur mikillar virðingar vestra. Stjórnlaus vinnugleði Brown hefur jafnan verið talinn gáfumennið í þeim hópum sem hann hefur tengst. Hann er vissulega prýðilegur ræðumaður en býr ekki yf- ir sömu útgeislun og Blair og þykir þungur, ein- rænn og jafnvel búralegur. Fjármálaráðuneytið breska er annálað greni gáfumanna og þar hef- ur Brown ríkt sem kóngur væri. Hann er vænd- ur um að safna í kringum sig já-mönnum og hef- ur verið sakaður um einræðislega stjórnar- hætti. Vinnugleði Browns er sögð stjórnlaus og hann líkist Blair að því leyti að honum er tamt að bregða sér í hlutverk predikarans þegar hann ræðir félagslegar hliðar stjórnmálanna, sem hann telur grundvallaðar á sanngirnishug- takinu. Uppruna sinn fá menn trauðla flúið og um Brown gildir að framganga hans og upplag eru iðulega skýrð með tilvísun til þess að hann er sonur prests í skosku öldungakirkjunni (e. „Presbyterian Church“). Svo einfölduð sýn til þessa mikla persónuleika virðist nánast hrópleg en kalvínsk vinnusemi og trúarleg afstaða til réttlætis og sanngirni hafa óneitanlega ein- kennt stjórnmálamanninn Gordon Brown. Hann er maður hugmyndafræði og ristir mun dýpra á því sviði en Tony Blair. Brown er að auki mun meiri flokkshestur en vinur hans og keppninautur. Hann mun fyrst hafa tekið þátt í kosningabaráttu Verkamannaflokksins 12 ára gamall og sex árum síðar var nafn hans að finna í félagaskránni. Með kjöri Browns mun Verkamannaflokkur- inn breski á ný þokast í átt til viðtekinna gilda þótt ekki muni leiðtoginn nýi hverfa til sósíal- isma og fjandskapar við markaðsöflin. David Cameron hefur blásið til hópreiðar íhaldsmanna inn að miðju stjórnmálanna með ágætum ár- angri að því er virðist. Gordon Brown mun vafa- laust sæta þrýstingi um að færa flokk sinn nær hinum sósíalíska uppruna en herfræði í þá veru sýnist hæpin þegar horft er til stjórnmálastöð- unnar nú um stundir. Einn á leið á tindinn Gordon Brown, verðandi forsætisráðherra Bretlands, þykir margbrotinn persónuleiki en ýmsir hafa áhyggjur af að hann sé lítt við alþýðuskap nú þegar stærsti draumurinn sýnist loks ætla að rætast Reuters Úr skugganum Gordon Brown tekur nú loks við embætti vinar síns og keppinautar. Margir telja að ólíkt Blair-hjónunum hann muni ekki njóta þess að verða jafnan í sviðsljósinu. ERLENT» Í HNOTSKURN »James Gordon Brown fæddist 20.febrúar 1951 í Glasgow í Skotlandi. Hann sýndi snemma mikla námshæfi- leika og var settur á réttnefnda „hrað- braut“ á sviði menntunar. Hann hóf há- skólanám í sögu aðeins 16 ára gamall og lauk doktorsprófi á því fræðasviði frá Edinborgarháskóla. Aðeins 21 árs var hann kjörinn „rektor“ skólans en sú staða er hin þriðja æðsta innan stofn- unarinnar. »Brown var kjörinn á þing 1983. Þarhlaut hann skjótan frama og var m.a. fjármálaráðherra í skuggaráðu- neyti Verkamannaflokksins. Árið 1997 varð hann fjármálaráðherra. Brown tekur við embætti forsætisráðherra í sumar, fyrstur skoskra þingmanna frá árinu 1964 er íhaldsmaðurinn Sir Alec Douglas-Home hlaut þá upphafningu. »Brown kvæntist árið 2000 SarahMaculey og eiga þau tvo drengi en dóttir þeirra, Jennifer, dó tíu daga göm- ul árið 2002. »Við eigum ekki séns í svonamafíu. Eiríkur Hauksson söngvari eftir að Ísland hafði fallið úr forkeppni Evróvisjón þriðja árið í röð. »Ég held að lögreglan verði aðfinna það að hún er ekki ein að störfum heldur með fólkið í landinu að baki sér. Haraldur Johannessen ríkislög- reglustjóri á blaðamannafundi þar sem kynnt var rannsókn á ofbeldi gagnvart lögreglu. »Eyðing er upphaf nýrrarsögu. Björgólfur Guðmundsson , stjórn- arformaður Landsbankans, á Miðborg- arþingi Reykjavíkur þar sem rætt var um uppbyggingu á horni Lækjargötu og Aust- urstrætis eftir brunann mikla 18. apríl. Björgólfur telur ástæðu til að kanna hvort bruninn gefi tækifæri til að ná fram áhugaverðri heildarmynd sem þjóni mið- bænum til frambúðar. »Mér finnst rétt að þegarmenn eru að taka mikla áhættu í viðskiptum þá séu þeir að ráðstafa eigin peningum, ekki annarra. Björgólfur Thor Björgólfsson , stjórn- arformaður Novators, sem hyggst leggja fram yfirtökutilboð í allt hlutfé lyfjafyr- irtækisins Actavis. Verði af kaupunum verður Actavis tekið af markaði. »Við munum tryggja að þettaverði engin valdasam- þjöppun gagnvart okkur. Jón Sigurðsson , iðnaðar- og við- skiptaráðherra, um mögulegan samruna Alcoa, móðurfélags Fjarðaráls á Reyð- arfirði, og Alcan, móðurfélags álversins í Straumsvík. »Ég tel að Árni Gautur Ara-son sé besti erlendi leikmað- urinn sem leikið hefur í Noregi. Bertil Valderhaug , íþróttafréttamaður hjá norska blaðinu Aftenposten , um mark- vörð íslenska landsliðsins í knattspyrnu. » Þetta er merkisviðburður ílistheimi veraldar. Ólafur Ragnar Grímsson , forseti Íslands, er Vatnasafnið í Stykkishólmi var opnað. »Við kunnum ekki við að stað-reyndum sé beinlínis snúið við. Ólafur Ólafsson, formaður Lands- sambands eldri borgara, um kjör aldraðra. Ummæli vikunnar Fagmaður Eiríkur Hauksson þótti standa sig vel og úrslitin voru fremur rakin til klíkuskapar en hörmulegs tónlistarsmekks Austur-Evrópubúa. Morgunblaðið/Eggert
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.