Morgunblaðið - 13.06.2007, Qupperneq 25
hollráð um heilsuna | Lýðheilsustöð
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2007 25
S
umar og sól, og það er
gaman að vera úti og
leika. Margar fjöl-
skyldur fara á suðlæg-
ar slóðir í sumarfrí til
að njóta sólarinnar. Sólin færir
okkur kærkomna birtu og hlýju
eftir langan vetur en einnig út-
fjólubláa geislun sem getur skað-
að okkur ef við pössum okkur
ekki. Við þurfum ljósið og hit-
ann en ekki geislunina, ekki einu
sinni til að húðin geti framleitt
D-vítamín. Þeir sólargeislar sem
ná inn í skuggann og D-
vítamínið úr fæðunni fullnægja
vítamínþörfinni.
Það er sérstaklega mikilvægt
að börn séu vel varin fyrir sól-
inni. Húð barna er mun þynnri
en húð fullorðinna og geta
þeirra til að mynda vörn gegn
geislum sólarinnar er því ekki
eins góð. Hér
á eftir eru
nokkrar
ábendingar
um hvernig
við getum var-
ið okkur og
börnin okkar
fyrir hættu-
legum geislum
sólarinnar á suðrænum slóðum
en ekki má gleyma að sökum
þess hversu tært andrúmsloftið
er á Íslandi getur útfjólublá
geislun frá sólinni valdið sól-
bruna á skömmum tíma.
Húðin gleymir aldrei
Í hvert skipti sem þú eða
barnið þitt sólbrennur aukast
líkurnar á því að fá húð-
krabbamein síðar á ævinni. Húð
barna er viðkvæmari en húð full-
orðinna og því er sérstaklega
hættulegt að sólbrenna á æsku-
árunum.
Ung börn ættu aldrei að vera í
sól óvarin. Sérstaklega ekki
fyrsta aldursárið, þegar húðin
er alveg ný. Mikilvægt er að
verja hvítvoðunga vandlega,
sólhattur og þunn sumarföt
henta þeim vel. Staðsetjið
barnavagninn í skugganum
eða notið sólhlíf.
Ef farið er út í sólina er besta
vörnin föt og hattur, en sól-
aráburð má bera á þau svæði
sem eru ber. Berið þá á nægj-
anlegt magn og notið áburð
sem verndar gegn bæði A- og
B-geislum með sólvarnarstuð-
ulinn 15 eða hærri. Berið á
hálftíma áður en farið er í sól-
ina og endurtakið á tveggja
klukkutíma fresti. Munið að
jafnvel sólaráburður sem er
vatnsþolinn máist af þegar
maður þurrkar sér með hand-
klæði og þegar maður svitnar
eða er lengi í vatni.
Forðist sólina um miðjan dag-
inn.
Frá klukkan 11 til 15 eru
geislar sólarinnar sterkastir
og um 60% af heildargeislun
dagsins á sér stað á þessu
tímabili. Takið fjölskyldur sem
búa á suðrænum slóðum til
fyrirmyndar og forðist sólina,
t.d. með því að borða inni, fá
ykkur smá lúr eða leyfa börn-
unum að leika sér innandyra
eða í skugganum. Þegar það
er mögulegt er það að forðast
sólina yfir miðjan daginn klár-
lega besta og einfaldasta sól-
arvörnin. Meiri geislun nær til
jarðar um hádegi á skýjuðum
degi en á heiðskírum degi
fjórum tímum síðar. Enginn,
og þá sérstaklega ekki börn,
ætti að liggja í sólbaði þegar
sólin er hátt á lofti.
Geislun sólarinnar endurkast-
ast af hvítum sandi og vatni
sem veldur því að hún verður
sterkari og hættan á að sól-
brenna eykst. Það er því mik-
ilvægt að vernda börnin þegar
þau eru að leika sér á strönd-
inni eða í sundi. Stutt-
ermabolur er góð sólarvörn
og til eru sérstök föt sem eru
hönnuð til að veita vörn gegn
geislun.
Hægt er að kaupa sólgleraugu
fyrir börn og fullorðna sem
veita 100% vörn gegn bæði A-
og B-geislum. Þau draga stór-
lega úr áreiti geislunar sól-
arinnar á augun en hún getur
valdið skýi á auga (cataract)
og öðrum augnsjúkdómum.
Sýnum börnum og unglingum
okkar gott fordæmi og verum
klár í sólinni.
Er sólvarnaráburður
besta sólarvörnin?
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Sveinbjörn Kristjánsson
verkefnisstjóri á Lýðheilsustöð
Besta sól-
arvörnin er
að forðast
útfjólubláa
geisla sól-
arinnar milli
kl. 11 og 15
Sólarvörn Húðin er mun þynnri hjá börnum en hjá fullorðnu fólki og geta
þeirra til að mynda vörn gegn geislum sólarinnar er því ekki eins góð.
Sérfræðingar
í útimálningu
fyrir íslenskar aðstæður
Baldvin Már Frederiksen málarameistari
„Áður en þú velur málninguna, sem þú ætlar að nota,
skaltu athuga hvort hún sé gerð fyrir íslenskar aðstæður.
Íslenskt veðurfar er gjörólíkt því sem menn eiga að venjast erlendis.
Þess vegna nota ég alltaf útimálningu frá Málningu hf.“
Baldvin Már Frederiksen, málarameistari
IS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/M
A
L
3
80
55
0
6/
07
Útsölusta›ir Málningar: Byko Kópavogi • Byko Hringbraut • Litaver Grensásvegi • Byko Hafnarfir›i • Málningarbú›in
Akranesi • Byko Akranesi • Axel fiórarinsson, málarameistari, Borgarnesi • Verslunin Hamrar, Grundarfir›i • Litabú›in
Ólafsvík • Núpur byggingavöruverslun Ísafir›i • Vilhelm Gu›bjartsson, málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri,
Sau›árkróki • Byko Akureyri • Verslunin Valberg, Ólafsfir›i • Byko Rey›arfir›i • Verslunin Vík, Neskaupsta› • Byko
Selfossi • Mi›stö›in Vestmannaeyjum • Byko Keflavík • Rúnar Sig. Sigurjónsson, málarameistari, Grindavík • Fóðurblandan
á Selfossi, Hvolsvelli og Egilsstöðum