Morgunblaðið - 14.06.2007, Side 16

Morgunblaðið - 14.06.2007, Side 16
16 FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT -hágæðaheimilistæki Ef þú kaupir Miele þvottavél eða þurrkara færðu kaupverðið endurgreitt með betri meðferð á þvottinum Íslenskt stjórnborð Ný og betri tromla Verð frá kr.106.600 Hreinn sparnaður vi lb or ga @ ce nt ru m .is 1. verðlaun í Þýskalandi W2241WPS Baldursnes 6, Akureyri | Suðurlandsbraut 20, Reykjavík Sími 588 0200 | www.eirvik.is Þurrkari T223 Verð frá kr. 78.540 FRÉTTASKÝRING Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is EHUD Barak, fyrrum forsætisráð- herra, lýsti í gærmorgun yfir sigri í leiðtogakjöri ísraelska Verkamanna- flokksins. Barak tekur nú sæti í rík- isstjórn Ísraels en þótt endurkoma hans teljist að sönnu glæsileg og jafn- vel makalaus er hún líkleg til að auka enn óvissu í ísraelskum stjórnmálum. Barak hlaut 51,3% greiddra at- kvæða gegn 47,7% Amis Ayalons, fyrrum yfirmannns ísraelsku örygg- islögreglunnar, Shin Bet. Rúmlega 100.000 félagar í Verkamannaflokkn- um tóku þátt í kosningunni. Barak, sem er 65 ára, tekur við for- mennsku af Amir Peretz varnarmála- ráðherra. Peretz hefur sætt harðri gagnrýni sökum framgöngu sinnar í átökum Ísraelshers og skæruliða Hiz- bollah-hreyfingarinnar í Líbanon í fyrra. Sú herför skilaði á engan veg þeim árangri sem að var stefnt og þykir mikið áfall fyrir herafla Ísraela. Barak, sem er sá hermaður er hlotið hefur flest heiðursmerki í sögu Ísr- aelsríkis, hefur boðað að hann hyggist koma á margvíslegum breytingum innan stjórnarhersins. Í sigurávarpi sínu í gær nefndi hann sérstaklega að endurreisa þyrfti fælingarmátt her- aflans, sem verið hefur hornsteinn ör- yggisstefnu Ísraela. Stjórn Ehuds Olmerts, forsætis- ráðherra og leiðtoga Kadima-flokks- ins, stendur afar höllum fæti og er lík- legt að sigur Baraks geti af sér nokkrar breytingar innan hennar auk þess sem hann mun nú taka við emb- ætti varnarmálaráðherra. Olmert er vændur um spillingu auk þess sem frammistaða hans í „sumarstríðinu“ í Líbanon í fyrra hefur verið harðlega gagnrýnd m.a. í skýrslu, sem rann- sóknarhópur vann til að varpa ljósi á það sem úrskeiðis hefði farið. Nafni hans Barak hafði raunar lýst yfir því að yrði hann kjörinn leiðtogi Verka- mannaflokksins myndi hann slíta stjórnarsamstarfinu léti Olmert ekki undan þrýstingnum og segði af sér. Heldur ólíklegt má telja að Barak standi við stóru orðin enda verður ekki annað séð en kosningar myndu leiða til þess eins að Likud-flokkur Benjamins Netanyahu kæmist til valda á ný. Í ágústmánuði mun rann- sóknarhópurinn vegna Líbanon- stríðsins í fyrra skila lokaskýrslu sinni og gæti þá dregið til tíðinda. Skýrsla sú verður Olmert tæpast skemmtilesning og líklegt er að kröf- ur um afsögn hans magnist enn. Vonbrigði í Bandaríkjunum Endurkoma Ehuds Baraks telst til stórtíðinda í ísraelskum stjórnmálum. Hann var kjörinn leiðtogi Verka- mannaflokksins 1997 er hann bar sig- urorð af Shimon Peres, sem í gær var kjörinn forseti Ísraels til næstu sjö ára, 83 ára að aldri. Tveimur árum síðar varð Barak forsætisráðherra. Því embætti sinnti hann í 19 mánuði og er helsta afrek hans talið einhliða brottflutningur liðsafla Ísraela frá Suður-Líbanon, sem batt enda á 20 ára hernám. Barak leitaði eftir frið- arviðræðum við Sýrlendinga og tók þátt í Camp David-fundinum í júlí- mánuði árið 2000, sem Bill Clinton, þáverandi Bandaríkjaforseti, átti frumkvæði að í því augnamiði að stilla til friðar með Palestínumönnum og Ísraelum. Merkileg skref voru stigin á þeim fundi, Barak féllst þar m.a. á takmarkað forræði Palestínumanna yfir Austur-Jerúsalem en samkomu- lag náðist ekki. Enn er deilt um rás atburða í Camp David en Clinton for- seti og fleiri kenndu Yasser Arafat, þáverandi leiðtoga Palestínumanna, um að fundurinn hefði ekki skilað til- ætlaðri niðurstöðu. Tveimur mánuð- um síðar braust seinni uppreisn Pal- estínumanna, intifada, út. Í Ísrael er almennt litið svo á að Barak hafi gjör- samlega mistekist ætlunarverk sitt og telst sigur hans í leiðtogakjörinu í vikunni ekki síst merkilegur í ljósi þessa. Camp David-fundurinn kostaði Barak þingmeirihlutann og í mars- mánuði árið 2001 sagði hann af sér forsætisráðherraembættinu eftir að hafa tapað kosningu fyrir Ariel Shar- on. Barak hóf þá störf í einkageiran- um en ákvað árið 2005 að bjóða sig fram í leiðtogakjöri Verkamanna- flokksins. Hann dró sig í hlé þar sem stuðningur við framboð hans reyndist lítill. Barak lýsti þá yfir stuðningi við Shimon Peres, sem beið lægri hlut fyrir Amir Peretz. Barak var iðulega vændur um hrokafulla framkomu í embætti for- sætisráðherra og innan Verkamanna- flokksins kvörtuðu margir löngum undan því að hann hirti lítt um að hafa samráð við félaga sína. Hið sama gild- ir raunar um 35 ára feril hans innan hersins. Á þeim vettvangi var hann iðulega auknefndur „litli Napóleon“ sökum stjórnunaraðferða sinna. Bar- ak þykir á hinn bóginn hafa breytt um stíl á undanliðnum árum og hefur sú „endurvinnsla“ sýnilega heppnast. Barak er enn afar umdeildur stjórnmálaleiðtogi svo ekki sé sterkar að orði kveðið. Víst er að hans bíður erfitt verkefni eigi honum að takast að treysta stöðu sína og flokksins gagnvart Netanyahu og Likud. Seta í ríkisstjórn Olmerts forsætisráðherra, sem hvorki nýtur álits né stuðnings, kann að reynast erfiður vettvangur til að knýja fram slík umskipti. Endurkoma ofurhermannsins Ehud Barak, fyrrum forsætisráðherra og stríðshetja, sem öðru sinni hefur verið kjörinn leiðtogi Verkamannaflokksins, snýr til baka á miklum óvissu- og spennutímum í ísraelskum stjórnmálum Í HNOTSKURN »Ehud Barak hófst til met-orða í skjóli Yitzhaks Rabins, leiðtoga Verka- mannaflokksins, og tók við embætti innanríkisráðherra í stjórn hans árið 1995. Sama ár tók hann við utanrík- isráðuneytinu og hafði það starf með höndum í eitt ár. Hann var skipaður forsætis- ráðherra Ísraels 17. maí 1999 og lét af völdum 7. mars 2001. »Barak átti að baki langanog glæstan feril innan herafla Ísraels er hann hóf afskipti af stjórnmálum. Hann þótti sérlega djarfur og úrræðagóður herforingi. Reuters Sigur Ehud Barak við mynd af Yitzhak Rabin, fyrrum forsætisráðherra, eftir sögulegan sigur í leiðtogakjöri ísraelska Verkamannaflokksins. SHIMON Peres, fyrrverandi for- sætisráðherra Ísraels, var kjörinn forseti landsins á þinginu í gær. Peres fékk 86 atkvæði af 120 eftir að tveir keppinautar hans – þeir Reuven Rivlin og Colette Avital – drógu sig í hlé. Peres sver embættiseið forseta 15. júlí og tekur við embættinu af Moshe Katsav sem er í fjarvist- arleyfi vegna ásakana um nauðgun og önnur kynferðisbrot. Peres er 83 ára gamall og fékk friðarverðlaun Nóbels árið 1994. Hann sagði fyrir kjörið í gær að forsetaemb- ættið kynni að vera síðasta emb- ættið sem hann gegndi áður en hann sest í helg- an stein. Peres sóttist eftir forsetaemb- ættinu í júlí 2000 en beið þá óvæntan ósigur fyrir Katsav. Peres kjörinn forseti Ísraels Shimon Peres, for- seti Ísraels SNJÓHETTAN á tindi hæsta fjalls Afríku, Kilimanj- aro, hefur verið að minnka síð- ustu hundrað ár- in og gæti horfið en ástæðan er sennilega ekki hlýnandi lofts- lag, að sögn vísindamanna, þótt því hafi lengi verið haldið fram. Kilimanjaro er 5.895 metrar á hæð. Á vefsíðu norska blaðsins Aft- enposten segir að um 80% af íshett- unni hafi horfið síðan árið 1912. Megnið af bráðnuninni varð fyrir 1953, segja Philip Mote og Georg Kaser, sem skrifa um málið í næsta hefti American Scientist. „Hugs- anlegt er að íshettan hafi komið og farið margsinnis á síðustu nokkur hundruð þúsund árum,“ segir Mote. Enginn vafi sé á því að hlýnun and- rúmsloftsins eigi þátt í því að jöklar hopi í löndum kaldtempraða belt- isins, t.d. í N-Evrópu. En lofthiti við tind Kilimanjaro fari sjaldan hærra en að frostmarki. Aðalorsök bráðn- unarinnar þar sé geislun frá sól- inni, einnig minni snjókoma og sviptingar í veðurfari á Indlands- hafi, en fjallið er í Austur-Afríku. Kilimanjaro missir íshettuna HOLLENSKU dagblaði barst í gær nafnlaust bréf um bresku stúlkuna Madeleine McCann sem hvarf í Portúgal í byrjun maí. Í bréfinu er sagt að lík hennar sé undir grjót- hrúgu í Portúgal. Þarlendum yf- irvöldum hefur verið afhent bréfið. Madeleine fundin? ÞEIR sem þjást af kvíða, streitu og þunglyndi eru öðrum líklegri til þess að glíma við minnisvandamál síðar á ævinni, að sögn rannsóknar Rush University Medical Center. Sá hluti heilans sem streita hefur áhrif á, stýrir líka minninu. Brostu! ÆTLAÐIR Al-Qaida liðar vörpuðu í gær sprengju á helgidóm sjía- múslíma í Bagdad. Tveir bænaturn- ar hrundu. Árásin kveikir ótta um að átök milli sjía og súnníta muni blossa upp á ný, en leiðtogar sjía hvetja til friðar. Sprengt í Írak VATÍKANIÐ tilkynnti í gær að það ætlaði að hætta öllum fjár- framlögum til hjálparsamtakanna Amnesty International, og hvatti kaþólikka um heim allan til að fylgja því fordæmi. Fylgir þetta í kjölfar þess að Amnesty lýsti yfir stuðningi við fóstureyðingar sem hluta af réttindabaráttu kvenna. Fauk í páfa

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.