Morgunblaðið - 26.06.2007, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2007 11
STANGVEIÐI
„VEIÐISKAPUR er happdrætti,
það er ekkert gaman ef allir fá vinn-
ing,“ sagði Eiríkur Pálsson, veiði-
vörður á Arnarvatnsheiði, í gær-
kvöldi. Hann hafði sömu sögu að
segja og aðrir umsjónarmenn veiði-
svæða sem rætt var við, það vantar
alls staðar vatn. Veiðimenn bíða eftir
rigningunni – sem er víst ekki í kort-
unum.
„Það hefur verið frekar dræmt.
Menn eru að kroppa hér og þar,
sumum gengur betur en öðrum, en
það vantar nýtt vatn. Fiskurinn
mætti taka betur. Það kom demba
fyrir um tíu dögum og þá tók fisk-
urinn um leið.“
Eiríkur segir flesta veiðimenn
veiða á flugu en margir noti einnig
spún og maðk. Og veðrið hefur
vissulega verið afskaplega gott upp
á síðkastið, fyrir utan að það var
næturfrost fyrir helgi. Þá er flugan
eitthvað að angra menn. „En veiði-
menn eru jákvæðir að upplagi, þótt
maður vildi vissulega að allir færu
ánægður niður af heiðinni aftur.“
Tíu punda úr Veiðivötnum
Veiðivötn voru opnuð á föstudag-
inn var, en þar er veitt á um 90
stangir. Bryndís Magnúsdóttir
veiðivörður sagði veiðina þessa
fyrstu daga hafa verið svipaða og í
opnun síðustu ár, eða allgóða, og
fiskur væri kominn úr flestum
vatnanna. Stærsti urriðinn til þessa
er tæp tíu pund.
Bryndís sagði að veiðimenn segðu
helstu breytinguna nú vera þá, að
eftir afar háa vatnsstöðu í Litlasjó
og Hraunvötnum síðustu tvö, þrjú
ár, hefði vatnsborðið nú lækkað og
fögnuðu sumir gamalkunnir veiði-
menn því að sjá góða veiðistaði á
þurru að nýju.
80 cm Maríulax í Grímsá
Víðast hvar kvarta laxveiðimenn
sáran yfir vatnslitlum ám og glærum
– og að lítið af fiski sé gengið í árnar.
Nú horfa þeir spenntir til næsta
stóra straums, sem er eftir fjóra
daga. Fólk sem rætt var við á bökk-
um áa í gærkvöldi, var bjartsýnt á að
nú væru göngurnar að hefjast, þar
sem laxar voru að sjást í auknum
mæli í gær. Þannig voru laxar búnir
að dreifa sér í neðstu hyli Grímsár,
bæði tveggja ára laxar og smálaxar,
og tveir tóku flugur veiðimanna.
Annar var Maríulax, 80 cm langur,
sem reyndi á taugar veiðimannsins.
Hann tók á Lækjarbreiðu, 60 metr-
um fyrir ofan brúna á þjóðveginum,
en var ekki landað fyrr en í Hörgs-
hyl, neðan brúar.
„Það er ekki slæmt að hefja lax-
veiðiferilinn með þessum hætti og
eins og reglur segja til um og sönn-
um höfðingja sæmir þá fékk hrygn-
an að sjálfsögðu líf,“ sagði Jón Þór
Júlíusson leigutaki árinnar.
Laxar komnir úr Rangánum
Ein þeirra áa sem líður fyrir lítið
vatn þessa dagana er Straumfjarð-
ará á sunnanverðu Snæfellsnesi. Þar
varð Katrín Ævarsdóttir fyrir svör-
um og sagði að áin væri komin niður
í harða grjót ef ekki væri vatns-
miðlun í Baulárvallavatni.
„Ég man ekki eftir svona litlu
vatni í opnun árinnar. Við erum búin
að veiða í þrjá daga og það er enginn
lax kominn á land en þeir fyrstu
voru mættir í ána í morgun. Þeir eru
afskaplega styggir í þessu glæra
vatni. Hinsvegar hafa veiðimenn
veitt vel af fallegri bleikju.“
Í Langá lifnaði aðeins yfir mönn-
um í fyrrakvöld, er grálúsugir laxar
tóku að veiðast í Strengjum. Annars
voru veiðimenn að skjótast upp á
fjall, þar sem þeir gengu að afar fal-
legum bleikjum – sem er ekki ama-
leg veiði heldur.
Tíu laxar höfðu veiðst í Elliða-
ánum um miðjan dag í gær. Sá
stærsti til þessa er tólf pundari sem
veiddist í Sjávarfossi og var ekki
sleppt aftur. Á morgunvaktinni í
gær veiddust þrír, tveir í Sjávarfossi
og einn í Holunni, allir á maðk. Þá
tók fjögurra punda urriði fluguna
Laxabláa í Neðri-Móhyl. „Hann var
meira á lofti en ofan í vatninu,“ sagði
félagi veiðimannsins og átti ekki orð
til að lýsa fimleikum fisksins.
Loksins er laxinn farinn að sýna
sig í Blöndu, en þar veiddust sex á
dag um helgina. Fyrsti laxinn er
kominn úr Víðidalsá og þá er búið að
veiða laxa í Rangánum báðum. Ytr-
Rangá var opnuð í gær og strax
veiddist tíu pundari í Djúpósi. Eystri
áin hefur enn ekki verið opnuð, en
leiðsögumaður sem „fékk að kíkja“
sneri aftur með átta punda hrygnu
sem tók Snældu á Tunguvaði.
Nýgenginn Hákon Stefánsson með lúsugan lax úr Strengjunum í Grímsá í
gærmorgun. Veiðimenn vonast til þess að líf sé að færast í veiðina.
„Það kom
demba og þá
tók fiskurinn“
Stangveiðimenn bíða eftir rigningu
SAMBANDSSTJÓRN Sjómanna-
sambands Íslands telur að taka verði
alvarlega tillögur Hafrannsókna-
stofnunarinnar um verulegan niður-
skurð í þorskveiðum á næsta fisk-
veiðiári. „Þó svo að ýmislegt megi
gagnrýna í aðferðafræði stofnunar-
innar við mat á stofnstærð er það
staðreynd að ekki liggja fyrir betri
upplýsingar um stofnmatið,“ segir í
ályktun frá sambandsstjórninni.
Þar segir ennfremur: „Ljóst er að
markmið fiskveiðistjórnunarkerfis-
ins um að byggja upp þorskstofninn
hefur algjörlega mistekist. Sú skylda
hvílir á stjórnvöldum og hagsmuna-
aðilum í sjávarútvegi að skoða for-
dómalaust alla þætti fiskveiðistjórn-
unarkerfisins og lífríkisins og taka á
þeim þáttum sem valda sóun og
koma í veg fyrir uppbyggingu
stofnsins. Stjórnin telur að beita
verði öllum ráðum til að snúa þróun-
inni við, þannig að þorskstofninn
vaxi á næstu árum í stað þess að
standa í stað eða minnka eins og
gerst hefur undanfarin ár. Til að
snúa þessari þróun við þarf sérstak-
lega að skoða áhrif leiguframsals
veiðiheimilda, brottkasts og landana
framhjá vigt á sókn í stofninn og þar
með stofnstærð. Auk þess þarf að
skoða fæðuframboðið á Íslandsmið-
um fyrir þorskstofninn.“
Tilfærslu milli byggða hafnað
„Fundur sambandsstjórnar SSÍ
hafnar alfarið þeirri hugmynd að
leysa beri vanda einstakra byggðar-
laga með byggðakvótum. Slíkar að-
gerðir leysa engan vanda, enda yrði
þá sumum byggðarlögum umbunað
á kostnað annarra, sem er aðeins til-
færsla á vandanum en ekki lausn.
Margoft hefur verið bent á það af
Sjómannasambandi Íslands að gefa
verður fiskvinnslunni tækifæri til að
afla hráefnis til vinnslunnar án þess
að jafnframt sé rekið skip í tengslum
við hana. Óeðlilegt er að þeir sem
eiga skip og fá úthlutað veiðiheim-
ildum á grundvelli þess geti jafn-
framt ákveðið að selja sjálfum sér
eða öðrum aflann á lægra verði en
markaðurinn er tilbúinn að greiða
fyrir hann,“ segir meðal annars í
ályktuninni.
Taka verður tillögur
Hafró alvarlega
Í HNOTSKURN
»Þó svo að ýmislegt megigagnrýna í aðferðafræði
stofnunarinnar við mat á
stofnstærð er það staðreynd
að ekki liggja fyrir betri upp-
lýsingar um stofnmatið.
»SSÍ hafnar alfarið þeirrihugmynd að leysa beri
vanda einstakra byggðarlaga
með byggðarkvótum.
!
! ! ! ! ! !
"
#
$#
%& '
! ! ! ! ! !
()
*
+,(
()
*
+,(
()
*
+,(
-
-
-
-
-
-
-
-
-
.&
(& /#
0
# (
! 1 ,
%
#.&(&
#
/ !
(
2 ! # .
/
0
! ! ! ! ! ! !
!
2 3/(445 !
# 6&!# .
/
0
,,(. "
"
"
#"
FISKISTOFNAR við Bandaríkin,
sem taldir eru ofveiddir, voru jafn-
margir í fyrra og árið áður. 242 stofn-
ar hafa verið rannsakaðir og reyndust
194, eða 80%, vera nýttir með sjálf-
bærum hætti. 49 stofnar eða 20%
reyndust hins vegar vera ofveiddir
samkvæmt samantekt frá Banda-
ríska fiskifélaginu, the National Mar-
ine Fisheries Service, NMFS.
Af þeim 186 fiskistofnum, sem vitað
er að hafi verið ofveiddir, eru 140 eða
75% það ekki lengur. 47 stofnar, 25%,
eru hins vegar ofveiddir og eru þessi
hlutföll óbreytt frá árinu áður. Þeim
stofnum, sem of mikið er veitt úr,
fjölgaði um 3 frá árinu áður. Þrír
stofnar voru teknir af listanum en sex
bættust við. Meðal þeirra stofna, sem
ekki eru lengur taldir ofveiddir, eru
úthafshörpudiskur og hrifsari í
Mexíkóflóa.
Fjórir fiskistofnar bættust á lista
yfir þá sem eru ofveiddir. Það eru
vetrarskata, gagari í Mexíkóflóa, Ka-
líforníukoli og guluggatúnfiskur í
austanverðu Kyrrahafi. Þá eru grái
gikkur í Mexíkóflóa og rökkurhákarl
taldir í hættu auk skötusels, sandhá-
karls og hámerar.
Óbreytt
staða við
Bandaríkin
ÚR VERINU