Morgunblaðið - 26.06.2007, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 26.06.2007, Qupperneq 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á / KRINGLUNNI/ ÁLFABAKKA SHREK 3 m/ensku tali kl. 8:15 - 10:20 LEYFÐ DIGITAL SHREK 3 m/ísl. tali kl. 4:15 - 6:15 LEYFÐ DIGITAL CODE NAME: THE CLEANER kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 B.i. 10 ára OCEAN'S 13 kl. 8 - 10:30 B.i. 7 ára DIGITAL PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 5 B.i. 10 ára DIGITAL SHREK 3 m/ensku tali kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ SHREK 3 VIP m/ensku tali kl. 8 - 10:10 SHREK 3 m/ísl. tali kl. 4 - 6 LEYFÐ OCEAN'S 13 kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.7.ára OCEAN'S 13 VIP kl. 5:30 PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 6 - 8 - 10 B.i.10.ára ZODIAC kl. 6 - 9 B.i.16.ára ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 4 LEYFÐ WWW.SAMBIO.IS VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA MYND OG HLJÓÐ Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI SHREK, FÍÓNA,ASNINN OG STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN ERU MÆTT AFTUR Í SKEMMTILEGASTA ÆVINTÝRI ALLRA TÍMA. STÆRSTA OPNUN Á TEIKNIMYND FYRR OG SÍÐAR. DANIEL Radcliffe, sem leikur galdrastrákinn Harry Potter, er töfra- maður á sviði kossa. Þetta upplýsti Katie Leung, sem leikur á móti Radcliffe í nýjustu myndinni, sem nefnist Harry Potter og Fönixreglan og verður frumsýnd í júlí. Leikarar myndarinnar komu saman á blaða- mannafundi í London í gær til að kynna myndina. „Hann var frábær,“ sagði Leung, sem leikur Cho Chang, skólasystur og kærustu Potters. „Ég er viss um að allir vilja vita hvort hann kyssir vel og það gerir hann svo sannarlega.“ Radcliffe viðurkenndi að hann hefði verið nokkuð taugaóstyrkur í upphafi en það hefði breyst þegar tökurnar voru komnar vel á veg. Nýja myndin er sú fimmta, sem gerð er eftir bókum J.K. Rowlings um Harry Potter. David Heyman, framleiðandi myndarinnar, sagði að kossaatriðið markaði tímamót í myndaflokknum, sem hóf göngu sína árið 2001. „Við höfum mörg þekkt Daniel frá því hann var 10 ára, séð hann vaxa og þroskast og reynt að gæta hans. … Þetta var afar skrítið. Ég hugs- aði í sífellu: Ég ætti ekki að vera að horfa á þetta,“ sagði Heyman. Von er á síðustu bókinni um Harry Potter í júlí. Rowling hefur sagt, að tveir af sögupersónunum í bókinni láti lífið en hefur ekki viljað segja hverjar. REUTERS Leikararnir Evanna Lynch (Luna Lovegood), Rupert Grint (Ron Weasley), Emma Watson (Hermione Granger), Daniel Radcliffe (Harry Potter) and Katie Leung (Cho Chang) á blaðamannafundi í London í gær. Harry Potter kyssir vel TÖLVULEIKURINN umdeildi, Manhunt 2, verður ekki gefinn út að svo stöddu. Ástæðan er sú að leikurinn hefur verið bann- aður í Bretlandi og Írlandi og aðeins leyfður fullorðnum einstaklinum í Bandaríkjunum. Framleiðendur leikjarins ákváðu því að fresta útgáfu hans um óákveðinn tíma. Eftirlitið neitaði að veita leiknum vottun á þeim forsendum að sífelld áhersla sé lögð á um- sátur og ofbeldi í honum og segir yfirmaður kvikmyndaeftirlitsins í Bretlandi að smávax- andi og frjálslegur kvalalosti einkenni leikinn. Fyrsta útgáfa leiksins var bannaður yngri en 18 ára, en hann vakti mikið umtal eftir að for- eldrar fjórtán ára drengs frá Leicester sem var myrtur, kenndu áhrifum leiksins um morðið. Hætt við útgáfu Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Umdeildur Fjöldi fólks er örugglega feginn því að Manhunt 2 kemur ekki í verslanir á meðan öðrum þykir það eflaust súrt. Umdeildur tölvuleikur ekki í verslanir MYNDLIST Ljósmyndasafn Reykjavíkur Ljósmyndir, Olaf Otto Becker, Páll Stef- ánsson, Ragnar Axelsson Til 9. september. Opið virka daga frá. 12-19 og 13-17 um helgar. Aðgangur ókeypis. ÞRÍR valinkunnir ljósmyndarar leiða saman hesta sína í Ljós- myndasafni Reykjavíkur í sumar, þeir Ragnar Axelsson, Páll Stef- ánsson og þýski ljósmyndarinn Olaf Otto Becker. Sá síðastnefndi hefur eins og Ragnar myndað töluvert á norðurslóðum, hér sýnir hann myndir teknar hérlendis en einnig hefur hann myndað á Grænlandi eins og sjá má á heimasíðu hans. Becker á nokkurn sýningarferil að baki sem ljós- myndari en er auk þess lærður hönnuður og hefur einnig lagt stund á nám í heimspeki og trúar- brögðum. Sýningin í Ljósmyndasafninu sýnir ólíka nálgun þriggja per- sónuleika við myndefnið Ísland. Páll Stefánsson er allt að því ab- strakt í ísmyndum sínum sem eru sumar hverjar kosmískar, svo vart verður séð hvað myndað er – ís- klumpur í geimnum umkringdur stjörnum, eða er þetta svartur sandur sem glitrar? Páll fangar á einstakan hátt ótrúleg litbrigði ís- lenskrar náttúru sem birtist eins og furðuverk, óháð manni og mús. Nálgun Ragnars Axelssonar bygg- ist aftur jafnan á tengslum manns og náttúru, hann sýnir baráttu og um leið ást í myndum sínum þar sem hestur og maður verða eitt, hann birtir manneskjuna í óblíðu faðmlagi náttúruaflanna. Myndir Olafs Ottos Becker fanga mann síðan umsvifalaust og koma á óvart í látlausri full- komnun þar sem birtist örugg myndbygging, íhugult val á mynd- efni, skerpa í smáatriðum og svo fínleg litbrigði að unun er að skoða. Hér kemur saman list- fræðileg þekking en sumar mynd- irnar minna á rómantísk málverk, og örugg tilfinning fyrir kyrrð og lágstemmdri fegurð. Það er óhætt að mæla með sýningunni í Ljós- myndasafninu, bæði fyrir ljós- myndara og áhugafólk. Fleiri myndir eftir Olaf Otto Becker má sjá á heimasíðunni olafottobec- ker.de/. Ragna Sigurðardóttir Fínleg litbrigði rússneskra togara Olaf Otto Becker „Hér kemur saman listfræðileg þekking en sum- ar myndirnar minna á rómantísk málverk, og örugg tilfinning fyrir kyrrð og lágstemmdri fegurð. “

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.