Morgunblaðið - 30.06.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.06.2007, Blaðsíða 1
REYKVÍKINGAR tóku blíðunni í gær fagnandi og þyrptust út á göturnar að heilsa sólinni. Sundlaugarnar iðuðu af lífi, raðir voru út úr dyrum í ís- búðum bæjarins og á hverjum grasbletti mátti finna firnahamingjusama sóldýrkendur. Á Austurvelli virtist meira að segja Jón forseti reigja sig mót sólu á meðan æska landsins hljóp skríkjandi fyrir fótum hans. Veðurstofan spáir áframhaldandi blíðviðri á höfuðborgarsvæðinu um helgina og vel inn í næstu viku, bjartviðri víðast um land og 10-20 stiga hita. Í logninu er upplagt að bregða sér í spássitúra um framandi hverfi, sinna skammarlega vanræktum garðinum eða blása bara sápukúlur í sólskininu og hlæja með ástvinum sínum. Í miðbæ Reykjavíkur brá Götuleikhúsið á leik, en það er löngu orðið órofa hluti af reykvísku sumri. Í hóp með því slógust svo hinir ýmsu skap- andi sumarhópar Hins hússins, en í þeim má meðal annars finna dansara, fatahönnuði, djasstónlistarmenn, leikara, vísnasöngvara, vídeólistamenn og fleiri orkubolta sem engin leið er að draga í dilka. Hið unga listafólk gladdi vegfarendur og glæddi sumardaginn auknu lífi þegar það bauð almenningi að bergja á sköpunarkrafti sínum og lífsþrótti. Morgunblaðið/Ásdís Líf og fjör í miðborginni STOFNAÐ 1913 176. TBL. 95. ÁRG. LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Í FERÐALAGIÐ ÓMISSANDI GEISLADISKAR OG NAUÐSYNLEGAR BÆKUR >> 48 GERÐUR G. ÓSKARS- DÓTTIR NÝTUR LÍFSINS Í SVEITINNI INNLIT Í SUMARHÚS >> 30 FRÉTTASKÝRING Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is MJÖG skiptar skoðanir eru innan verkalýðshreyfingarinnar á þeim hugmyndum um gjörbreytingar og samræmingu á veikindarétti og hlut- verki sjúkrasjóða sem rætt er um á milli ASÍ og Samtaka atvinnulífsins. Fram hefur komið að rætt er um breytingu sem felur m.a. í sér að launamaður njóti tveggja mánaða veikindaréttar hjá fyrirtæki og síðan taki við sérstakur áfallatrygg- ingasjóður, með aðild sjúkrasjóða, framlagi vinnuveitenda og lífeyr- issjóða, sem greiði framfærsluna í allt að fimm ár. Mikil áhersla yrði lögð á starfsendurhæfingu. Réttindin eru mismunandi í dag. Vinnuveitendur greiða 1% af launum í sjúkrasjóðina og þegar greiðslum launagreiðanda til launþega vegna veikinda lýkur taka félögin við og greiða sjúkradagpeninga úr sjúkra- sjóðunum. Auk þess veita sjóðirnir ýmsa styrki, m.a. vegna kaupa á gleraugum, ferðakostnaðar vegna veikinda og útfararstyrki. Ber sérstaklega á tortryggni í garð hugmynda um breytingar á þessu fyrirkomulagi innan félaga í Starfsgreinasambandinu (SGS). ,,Menn eru mjög á varðbergi gagn- vart þessu,“ segir forystumaður í stéttarfélagi. Búast má við að tekist verði á um þessi mál þegar nið- urstöður úr viðræðunum verða lagð- ar fyrir í haust. Nokkur stór verka- lýðsfélög hafa komið saman og rætt málið og lýstu í kjölfarið yfir að þau teldu fráleitt að setja stærstan hluta veikindaréttar félagsmanna í einn sjóð. Nokkur minni stéttarfélög hafa nú bæst í þennan hóp og er stefnt að fundi 6. júlí. „Við erum hlynnt starfs- endurhæfingunni en það þarf ekki alla þessa umbyltingu til að koma henni á,“ segir forystumaður í stóru félagi á landsbyggðinni. „Ég er þeirrar skoðunar að menn séu fyrst og fremst að horfa til þess að lífeyr- issjóðirnir þurfi á aðstoð að halda vegna þess að örorkubyrðin hefur stóraukist á síðustu árum. Minna sé hugsað um hvernig þetta mun koma út fyrir fólkið sjálft,“ segir annar. Morgunblaðið/RAX Verkalýðsforingjar hafa efasemdir um breytingar á veikindarétti. Ágrein- ingur rist- ir djúpt Áform um umbylt- ingu veikindarétt- ar gagnrýnd STOÐIR hf. hafa lagt fram kauptil- boð í allt hlutafé danska fasteigna- félagsins Keops og gangi hluthafar að því verða Stoðir stærsta fast- eignafélagið á Norðurlöndum með eignir upp á liðlega 350 milljarða ís- lenskra króna. Tilboð Stoða er upp á 24 danskar krónur á hlut og greiðist í reiðufé eða með bréfum í Stoðum. Miðað við það gengi er markaðsverðmæti Keops hátt í 50 milljarðar íslenskra króna en Baugur Group og Fons Eignar- haldsfélag eiga til samans um 62% í Keops og hafa þegar gengið að til- boðinu og fá greitt með bréfum í Stoðum. Danskir fjölmiðlar telja lík- legt að aðrir smærri hluthafar taki tilboði Stoða. Mikið veltur þó á því að Niels Thygesen, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri hjá Keops, gangi að tilboðinu, en hann á 7,5% hlut, en til- boð Stoða er háð því að félagið eign- ist 90% hlutafjár og atkvæðamagns í Keops. | 12 Stoðir stækka GUNNAR Svavarsson, forseti bæj- arstjórnar Hafnarfjarðar og fulltrúi í stjórn Hitaveitu Suðurnesja hf. (HS), segist gera ráð fyrir að bærinn muni nýta sér forkaupsrétt á 15,2% eign- arhlut ríkisins í HS, sem ríkið sam- þykkti að selja Geysi Green Energy eftir útboðið í vor. Gunnar sagðist í gærkvöldi jafnframt gera ráð fyrir að Hafnarfjarðarbær myndi nýta sér forkaupsrétt á eignarhlutum sem Geysir Green Energy keypti í gær af sjö sveitarfélögum í HS, fyrir um 15 milljarða kr. Alls nema kaup Geysis í HS 22,6 milljörðum kr. Tilboð Geysis í hlut ríkisins var á genginu 6,72 og söluandvirðið 7,6 milljarðar kr. Geysir keypti svo 28,4% af sveitar- félögunum í gær á genginu 7,10 kr. á hlut en aðrir eigendur hafa tvo mán- uði ef þeir vilja nýta forkaupsrétt vegna þeirra viðskipta. „Mér sýnist Reykjanesbær fagna [kaupum Geysis á hlut sveitarfélag- anna] og ekki gera ráð fyrir því að þeir nýti sér forkaupsréttinn. Þá stefnir bara í það að Hafnarfjarðar- bær eignist 60% í Hitaveitunni,“ seg- ir Gunnar. Spurður hvort kaup af þessari stærðargráðu séu ekki of stór biti fyrir bæinn svaraði Gunnar því neitandi. „Við höfum fínt bakland og fjölmargir kaupendur hafa haft sam- band við okkur, þannig að við munum auðvitað bara horfa á þetta eins og aðrir. Við eigum þolinmótt fé.“ Gunn- ar sagði bæinn hafa verið annan stærsta eiganda HS, bærinn vildi vera áfram aðili að HS og hún væri gott fjárfestingartækifæri. „Við horf- um til þess að fjárfesta í fölum hlut- um. 15% voru föl og nú voru að bæt- ast við 30%. Fyrir eigum við 15% þannig að ég get ekki séð annað en að við séum að fara að fjárfesta þannig að við eignumst 60% í félaginu.“ Geysir Green Energy undirritaði í gær samninga um kaup á hlutum í HS af Vestmannaeyjabæ, Árborg, Kópavogi, Vogum, Sandgerði, Grindavík og Garði. | 4 „Stefnir bara í að Hafnar- fjörður eignist 60% í HS“ Í HNOTSKURN »Geysir keypti í gær um28,4% hlut í Hitaveitu Suð- urnesja hf. af 7 sveitarfélögum fyrir 15 milljarða kr. »Frestur til að nýta for-kaupsrétt vegna sölu á 15,2% hlut ríkisins í HS rennur út næstkomandi þriðjudag. »Reykjanesbær á tæp 39,8%í HS og Hafnarfjörður 15,4%. Önnur sveitarfélög hafa selt, nema hvað sveit- arfélögin á Suðurnesjum halda eftir um 1,25% hlut. Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Brugðið á leik í brakandi blíðunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.