Morgunblaðið - 30.06.2007, Síða 9

Morgunblaðið - 30.06.2007, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2007 9 FRÉTTIR iðunn tískuverslun Laugavegi, s. 561 1680 Kringlunni, s. 588 1680 ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA 30% AFSLÁTTUR Stórútsala Glæsilegt úrval Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Útsala Útsala Opið mán.-fös. kl. 10-18, laugard. í Bæjarlind kl. 10-15, í Eddufelli kl. 10-14.                        ®                                  Kanaríeyjahátíð 2007 Kanaríflakkarar í Árnesi, Gnúpverjahreppi, 6.-8. júlí Harmónikuball föstudagskvöld Hljómsveit Ingvars Hólmgeirssonar og Sigurðar Hannessonar ásamt söngvaranum Þorvaldi Skaptasyni Laugardagur: Hátíðarhlaðborð hjá Begga kl. 19.00. Hinn frábæri Örn Árnason skemmtir matargestum kl. 20.30 Happdrætti - Glæsilegir vinningar. Danshljómsveit Geirmundar Valtýssonar kl. 23.00. Góð tjaldstæði - Allir velkomnir Takið með ykkur gesti í Kanarístuðið! Stjórnin. Arkitekt eða verkfræðingur Til að teikna einbýlishús og löggildar teikningar strax. Upplýsingar veitir Hreinn í síma 893 4526 eða á netfangið: annaoskars@simnet.is Ó S K A S T Mjódd, sími 557 5900 Síðasti Dagur útrýmingar- sölunnar í Álfabakka 16 Verið velkomnar Útsala heldur áfram 50% afsláttur Iðu-húsinu Lækjargötu 2, sími 552 7682 www.glingglo.is FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Gríms- son, átti í gærmorgun ítarlegan fund með Kadir Topbas borg- arstjóra Istanbúl og yf- irmönnum borgarinnar í félags- og heilbrigðis- málum. Viðfangsefni fundarins var baráttan gegn fíkniefnum. Í frétt frá forseta- embættinu kemur fram að Istanbúl er í hópi fimmtán evrópskra borga sem tekið hafa saman höndum um viðamikið for- varnaverkefni sem byggt er á rannsóknum við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík og reynslu Reykjavíkurborgar á þessu sviði. Forseti Íslands er verndari þessa evrópska forvarnaverkefnis sem ber heitið Ungmenni í Evrópu: Gegn fíkniefnum. Í fréttinni segir að þótt al- þjóðavæðing, opnari landamæri og bylting í upplýsingatækni hafi haft fjölmargt jákvætt í för með sér hafi þessi þróun jafnframt auðveldað glæpahringum dreifingu og sölu fíkniefna til ungmenna um Evrópu alla. Sameiginleg varnarbarátta sé því brýn nauðsyn. Hinar íslensku rannsóknir hafi leitt í ljós hvaða áherslur eru væn- legastar í öflugum forvörnum og voru þær m.a. kjarninn í For- varnadeginum sem efnt var til á Ís- landi síðastliðið haust. Forseti Íslands lýsti ítarlega hin- um íslensku rannsóknum og reynsl- unni af forvarnadeginum og fagnaði því að Istanbúl hefði ákveðið að taka öflugan þátt í þessari baráttu. Fyrir rúmum mánuði var haldinn í Ist- anbúl samráðsfundur borganna fimmtán sem þátt taka í verkefninu. Borgarstjóri Istanbúl ítrekaði persónulegan stuðning sinn og borg- aryfirvalda við verkefnið og kynnti ýmsar hugmyndir sem nú væri unnið að í Ist- anbúl til að efla for- varnir meðal ungs fólks. Lyfjafyrirtækið Actavis veitir þessu evrópska for- varnaverkefni öflugan stuðning og sat for- stjóri fyrirtækisins í Tyrklandi Melih Gürsoy fundinn í morgun. Að loknum fund- inum með borgarstjóra heimsótti forseti höf- uðstöðvar Actavis í Tyrklandi og ræddi við forystumenn í lyfjaiðnaði landsins. Þar kom fram að Actavis hefur ríku- leg sóknarfæri á tyrkneskum lyfja- markaði og fóru hinir tyrknesku stjórnendur lofsamlegum orðum um samvinnu við Íslendinga. Ræddi loftslags- breytingar á OECD Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson flutti í fyrradag, fimmtu- daginn 28. júní, ræðu á þingi Efna- hags- og framfarastofnunarinnar (OECD) sem nú stendur yfir í Ist- anbúl í Tyrklandi. Í ræðu sinni fjallaði forseti um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum og þá lærdóma sem draga megi af nýtingu Íslend- inga á endurnýjanlegum orkugjöf- um, ekki síst jarðhita. Hann vék einnig að fjölmörgum alþjóðlegum verkefnum í orkuvinnslu sem Íslend- ingar taka nú þátt í víða um heim. Þá átti forseti fund með Angel Gurría, framkvæmdastjóra OECD, þar sem nánar var fjallað um það hvernig reynsla Íslendinga gæti nýst í hinu víðtæka alþjóðlega sam- starfi sem framkvæmdastjórinn taldi brýnt að eflt yrði á komandi ár- um ef takast ætti að koma í veg þær hörmungar sem loftslagsbreytingar gætu leitt til. Ólafur Ragnar Grímsson í viðræðum um baráttuna gegn fíkniefnum Fundir í Istan- búl um evr- ópskt samstarf Ólafur Ragnar Grímsson Fréttir í tölvupósti HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur dæmt karlmann á fertugsaldri til átján mánaða fangelsisvistar fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á fyrrverandi unnustu sína. Honum var að auki gert að greiða henni 800 þúsund krónur í skaðabætur. Maðurinn réðst að konunni á heimili móður hennar, hann sló hana m.a. í andlitið og lamdi höfði hennar í gólfið. Þá tók hann hana kverkataki og vafði sæng um höfuð hennar þannig að lá við köfnun. Hjá lögreglu sagðist maðurinn lítið muna eftir atvikum, hann hafi verið ölvaður auk þess að hafa not- að mikið af amfetamíni og rivotril daginn sem árásin var framin. Fyr- ir dómi sagðist maðurinn ekki efast um að lýsing fórnarlambsins væri rétt. Einnig kom fram að hann væri í meðferð og gengi vel. Í niðurstöðu dómsins segir að árásin hafi verið hrottaleg, stór- hættuleg og heiftúðleg. Ákærði eigi sér engar málsbætur auk þess sem hann hafi áður brotið af sér. Héraðsdómarinn Símon Sig- valdason kvað upp dóminn. Sigríð- ur J. Friðjónsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, sótti málið en Hilmar Ingimundarson hrl. varði manninn. Dæmdur fyrir heiftúðlega líkamsárás HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hef- ur dæmt sextugan karlmann í sjö mánaða fangelsi, en frestað fulln- ustu refsingarinnar í tvö ár haldi hann skilorð, fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni. Hann þarf jafnframt að greiða nærri 1,5 millj- ónir króna í sakarkostnað. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa ræktað og haft í vörslu sinni 163 kannabisplöntur, 1,3 kg af marijúana og 4,3 kg af kannabis- laufum sem ekki höfðu verið þurrk- uð. Auk þess tengdi maðurinn framhjá rafmagnsmælum og hag- nýtti sér 15.309 kílówattstundir af raforku vegna ræktunarinnar. Maðurinn hefur ekki sætt refs- ingu áður og var tekið tillit til þess en einnig að hann játaði greiðlega. Ástríður Grímsdóttir héraðsdóm- ari kvað upp dóminn, Gunnar Örn Jónsson fulltrúi sótti málið en Guð- jón Ægir Sigurjónsson hrl. varði manninn. Stal rafmagni til ræktunar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.