Morgunblaðið - 30.06.2007, Síða 26

Morgunblaðið - 30.06.2007, Síða 26
FRANSKI hönnuðurinn Jean- Paul Gaultier kynnti á fimmtu- dag herralínu sína fyrir sum- arið 2008. Hann er þekktur fyr- ir að fara ótroðnar slóðir í hönnun sinni og stóð svo sann- arlega við það í þetta skipti. Bæði konur og karlmenn sýndu fatnaðinn og vöktu athygli flík- ur sem flokkast gætu auðveld- lega sem pils eða kjólar. Frakki Konur sýndu líka herrafatnað enda minntu sumar flíkurnar á sígildan kvenfatnað. Rautt Ætli axlaböndin nái vinsældum meðal karlmanna hér á landi næsta sumar? Pils Það er ekki alveg víst að þorri íslenskra karl- manna væri til í að ganga í þessari múnderingu. Karlmenn í pils næsta sumar Reuters tíska garður 26 LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ ÞEGAR sól skín í heiði og hitastigið útivið nánast útilokar inniveru sem val- kost er rétt að hita upp grillið og slá upp veglegri garðveislu. Þá er ekki úr vegi að borðbúnaðurinn sé í stíl við veðrið, glaðvær og sumarlegur. Víða í verslunum má finna litrík búsáhöld sem mörg eru þeim kosti gædd að vera úr efni sem brotnar síður en hefðbundið postulín. Þannig skilur það ekki eftir sig glerbrot á palli eða grasi ef það verður fyrir hnjaski. Gildir þá einu hvort um er að ræða diska, glös, könnur, skálar eða kaffibrúsa. Ýmiss konar ís- og klakaáhöld eða græjur til að halda drykkjum köldum koma sér einnig vel í hitunum og skemmtilegra er að grípa til sinna ráða til að halda óvelkomnum veislugestum, flugum og skordýrum af ýmsu tagi, frá kræsingunum. Og þegar búið er að dúka borðið er ekkert annað eftir en að setjast til borðs og segja: „Gjörið svo vel!“ Morgunblaðið/ÞÖK Sumarsalat Frá Byggt og búið, salatsett með fjórum litlum skál- um og einni stórri auk salatáhalda, úr plasti. Settið kostar 749 kr. Svalandi Plastbakki, 1.999 kr., plastglös, 749 kr. stk., og plastkanna 2.673 kr., allt frá Byggt og búið. Flugnafælur Flugnanet yfir smákökurnar, 304 kr., og flugnaspaði, 56 kr., hvorttveggja úr Húsgagnahöllinni. Fyrir garðveisluna Bodum kælipoki sem festur er utan um flösku með frönskum rennilás, Húsgagnahöllin, 1.062 kr. Úr Tiger: sprittkertahaldari sem ver ljósið fyrir vindum , 200 kr., og vatnsúðari þegar hitinn verður óbærilegur, 200 kr. Glatt í góðviðrinu Blátt Frá Húsgagnahöll- inni Bodum vínkælir úr plasti , 588 kr., og serví- ettuhaldari svo þurrk- urnar fjúki ekki 1.128 kr. Kaffiboð á pallinum Kaffibrúsi frá Tiger , 400 kr., og köku- bakki á hæðum, úr plasti frá Kokku. 2.800 kr. Allt í klaka Klakamulningsvél frá Kokku, 1.980 kr., íspinnamót frá Kokku, 1.450 kr., og fjölnota ísmolar í ávaxtalíki frá Tiger, 400 kr. Plastfata og klakatöng fylgir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.