Morgunblaðið - 30.06.2007, Page 32
32 LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
GUÐMUNDUR G. Gunnarsson,
fyrrverandi bæj-
arstjóri og oddviti D-
listans á Álftanesi,
segir í Morgunblaðs-
grein 22.06 sl. að hann
og hans fjölskylda
hafi legið undir per-
sónulegum árásum á
Álftanesi fyrir síðustu
kosningar líkt og
Gunnar I. Birgisson
megi nú reyna í Kópa-
vogi. Þar líkir hann
saman skoðanaskipt-
um íbúa á Álftanesi
fyrir kosningar 2006
við skrif Mannlífs og Ísafoldar um
Gunnar I. Birgisson. Í greininni
segir hann m.a. eftirfarandi:
„Þannig hagaði til að ég varð
bæjarstjóri á Álftanesi sumarið
2005. Þá þegar að sú samþykkt
hafði verið gerð hófst rógburður af
áður óþekktri stærð á
mig og mín störf“ og
áfram „Allan veturinn
fram að kosningum í
maí 2006, var ráðist að
mér með ótrúlega
rætnum hætti, m.a.
með skrifum í dag-
blöð, í dreifirit inn á
heimili á Álftanesi og í
yfirlýsingum í sjón-
varpi.
Svo mikill var at-
gangurinn að þau
góðu mál, sem ég og
mínir félagar í Sjálf-
stæðisfélaginu höfðum unnið að af
heilindum lengi, köfnuðu í orð-
gjálfrinu og ruglinu og niðurrifs-
sjónarmið á Álftanesi urðu ofan á í
kosningunum í fyrra“ og að lokum:
„Það versta í þessu öllu saman er
að ekkert er tekið tillit til fjöl-
skyldu þess, sem æruna skal missa
í það sinnið.“
Rétt er að gera athugasemd við
þessa söguskýringu. Guðmundur
G. Gunnarsson missti ekki völd á
Álftanesi vegna persónulegs rógs
eða rætinna skrifa. Sannleikurinn
er að mörg hundruð Álftnesingar
reyndu ítrekað að leiðrétta Guð-
mund G. Gunnarsson og meirihluta
hans sem var á villigötum í skipu-
lagsmálum. Vorið 2005 skrifuðu
500 Álftnesingar undir mótmæli
við vinnubrögð Guðmundar G.
Gunnarssonar og félaga, á þessi
mótmæli var ekki hlutstað. Í des-
ember sama ár skrifað meirihluti
atkvæðisbærra Álftnesinga eða
rúmlega 700 íbúar undir mótmæli
við skipulagsáform þáverandi
meirihluta. Allt kom fyrir ekki,
stefnunni varð ekki breytt. Í
sveitastjórnarkosningunum vorið
2006 féll svo þessi meirihluti sem
Guðmundur G. Gunnarsson leiddi.
Guðmundur G. Gunnarsson
skildi ekki á þessum tíma þau
skýru skilaboð sem Álftnesingar
sendu honum í tvígang árið fyrir
síðustu kosningar. Skrif hans nú í
Morgunblaðið bera með sér að
hann hafi ekki enn náð áttum. Nú
heldur hann því fram að Álftnes-
ingar hafi með lýðræðislegri að-
komu sinni að skipulagsmálum ver-
ið í persónulegum árásum á hann
og fjölskyldu hans. Þessu mótmæli
ég og veit að þorri Álftnesinga er á
sama máli. Ég mótmæli því að gef-
ið sé í skyn að Álftaneshreyfingin
eða samtök íbúa sem beittu sér
fyrir breyttri stefnu í bæjarmálum
á Álftanesi, hafi beitt persónu-
legum rógi. Sjálfur hafna ég slík-
um vinnubrögðum í stjórnmálabar-
áttu. Vilji Guðmundur G.
Gunnarsson styðja vin sinn, bæj-
arstjórann í Kópavogi, ætti hann
að vera þess megnugur án þess að
skrumskæla um leið málefnalega
baráttu íbúa á Álftanesi fyrir kosn-
ingarnar vorið 2006. Gunnari I.
Birgissyni er varla nokkur greiði
gerður með því að farið sé rangt
með staðreyndir í þessum efnum.
Athugasemd við skrif fyrrum bæjarstjóra á Álftanesi
Sigurður Magnússon gerir at-
hugasemdir við grein Guð-
mundar G. Gunnarssonar
» Barátta íbúa á Álfta-nesi fyrir breyttri
stefnu vorið 2006 var
málefnaleg.
Sigurður Magnússon
Höfundur er bæjarstjóri á Álftanesi.
ÞANN 13. júní sl. birtist hér í
blaðinu viðtal við Kolbrúnu Birnu
Árdal vegna meist-
araritgerðar hennar í
lögum við Háskólann í
Reykjavík. Veltir hún
fyrir sér áreiðanleika
barna sem vitna í kyn-
ferðisbrotamálum. Þá
leitast hún við að svara
þremur spurningum:
Skiptir máli i) hvernig
skýrslutakan fer fram
ii) hvar skýrslutakan
fer fram og að lokum
iii) hver framkvæmir
hana.
Kolbrún Birna kem-
ur víða við í ritgerð sinni. Rekur hún
með nokkrum fróðlegum dæmum
hvernig lögreglurannsókn var hátt-
að í slíkum málum á árum áður og
bendir réttilega á að engar ákveðnar
reglur hafi gilt í þessum efnum.
Nokkuð sígur á ógæfuhliðina þeg-
ar Kolbrún Birna gerir tilraun til að
svara rannsóknarspurningum sínum
með tilvitnunum í nýlega dóma.
Vitnar hún í Hæstaréttardóm nr. 22/
2002 þar sem maður var sýknaður af
ákæru um kynferðisbrot gegn
stúlku þegar hún var á aldrinum 8-
13 ára. Sýknan byggist að sögn Kol-
brúnar Birnu að miklu leyti á því að
miklir annmarkar þóttu á skýrslu-
tökunni. Hið rétta er að Hæstiréttur
tilgreinir þrjár ástæður fyrir sýknu í
þessu máli: „Skýrsla sem tekin var
af Y í Barnahúsi þótti óljós um ýmis
atriði og auk þess voru gerðar at-
hugasemdir við rannsókn málsins.
Þá þótti ákæra ónákvæm og ekki svo
glögg sem skyldi.“ Það er rétt hjá
Kolbrúnu Birnu að Hæstiréttur ger-
ir athugasemdir við að spyrillinn
hafi leitt skýrslugjöfina
um of varðandi ákveðin
atriði. Kolbrún Birna
hefði hins vegar átt að
halda því til skila í um-
fjöllun sinni að Hæsti-
réttur bendir á fleiri at-
riði sem snúa að
skýrslunni, s.s. að hún
sé ekki nægilega ná-
kvæm um hvar og hve-
nær atburðir eigi að
hafa gerst auk þess
sem þeir séu ekki
nægilega sund-
urgreindir. Hafa ber í
huga að atvikin sem um ræðir gerð-
ust á 5 ára tímabili og að nokkur tími
hafði liðið frá því að þeim lauk og þar
til þolandinn greindi frá þeim. Þegar
svo háttar til getur þolandinn í fæst-
um tilvikum tilgreint stað og stund
atburða eða sundurgreint þá vegna
þess að þeir þættir eru honum ekki
minnisstæðir. Af þessum ástæðum
er það því misvísandi að spyrða
sýknudóminn í þessu máli við
skýrslutökuna á þann hátt sem Kol-
brún Birna gerir í ritgerð sinni.
Tilvitnunina „Getur Barnahús
ekki talist vera það hlutlausa um-
hverfi sem húsnæði dómstóls er“
segir Kolbrún Birna vera úr Hæsta-
réttardómi nr. 499/1999. Hið rétta er
að tilvitnunin er fengin úr úrskurði
héraðsdóms Rvk. frá 20. desember
1999. Hefði niðurstaða Hæstaréttar
verið sú sem að framan greinir má
ætla að það hefði haft víðtækar af-
leiðingar fyrir starfssemi Barnahúss
enda niðurstöður Hæstaréttar for-
dæmisgefandi í álitamálum sem
þessum.
Í áður ranglega tilvitnuðum dómi
Hæstaréttar nr. 499/1999 segir hins
vegar eftirfarandi: „Þar sem engra
gagna naut í málinu um það hvort
aðstæður á reglulegum þingstað
Héraðsdóms Reykjavíkur eða í svo-
kölluðu Barnahúsi væru í samræmi
við reglugerðina voru ekki talin efni
til að hnekkja þeirri ákvörðun hér-
aðsdómara að hafna því að dómþing
til að taka skýrslunar (sic) yrði háð
utan reglulegs þingstaðar“. Hæsti-
réttur tekur því ekki afstöðu til þess
hvor staðurinn hentar betur eða fell-
ir dóm um að Barnahús skorti hlut-
leysi.
Umfjöllun um trúverðugleika er
því aðeins trúverðug að farið sé rétt
með staðreyndir. Mikil verðmæti
eru fólgin í þeirri rannsóknarvinnu
sem innt er af hendi í háskólum
landsins svo fremi sem unnt er að
treysta því að þar vandað sé til
verka.
Börn sem vitni
Vigdís Erlendsdóttir gerir at-
hugasemdir við viðtal við Kol-
brúnu Birnu Árdal vegna
meistararitgerðar hennar í lög-
um við HR.
»Umfjöllun um trú-verðugleika er því
aðeins trúverðug að far-
ið sé rétt með stað-
reyndir.
Vigdís Erlendsdóttir
Höfundur er sálfræðingur og for-
stöðumaður Barnahúss.
ÁLÆÐIÐ tekur nú á sig ýmsar
myndir. Fréttir vikunnar lýsa einu
allsherjar kapphlaupi milli sveitarfé-
laga um að fá til sín álver. Eða er það
spretthlaup milli erlendra álhringa
um að tryggja sér stað og rétt til
orku landsmanna? Ný tegund lýð-
ræðisbyltingar tröllríður sveitum og
bæjum landsins. „Íbúakosning“ kall-
ast hún og snýst um
sjálftökurétt einstakra
sveitarfélaga á sameig-
inlegum auðlindum
þjóðarinnar. Síst er ég
á móti íbúalýðræði,
auknum rétti fólks til
að ákvarða um eigin
mál, og tel það reyndar
mikilvægt, en öllu
mega vera takmörk
sett. Svo virðist aðeins
eiga að fara eftir nið-
urstöðunum þegar
stjórnvöldum hentar
en annars ekki. Dæmi:
Hafnarfjörður. Dæmi: Samfylkingin.
Orkan er eign þjóðarinnar
Orkan er sameiginleg auðlind
þjóðarinnar, reyndar framtíðarinnar,
og hún er auk þess takmörkuð, hvort
sem er í fallvötnum eða jarðhita. Það
er því býsna skondið að sjá sveit-
arfélögin skiptast í hópa og metast
um hvort þau ætli að hafa íbúakosn-
ingu eða ekki um álversdrauma sína.
Verum minnug þess að álver krefst
bæði rýmis í íslensku hagkerfi og
ekki hvað síst ráðstöfunar á umtals-
verðum hluta orkuauðlindar lands-
manna, sameignar þjóðarinnar. Slíkt
stórvirki er því ekki einkamál ein-
stakra sveitarfélaga.
Geta sveitarfélög ráðstafað
þjóðareign?
Með hvað rétti og sanngirni fer
fram íbúakosning í Hafnarfirði um
stækkun álvers sem krefst orku úr
Þjórsá eða jarðhita á Reykjanesi?
Hefur Orkuveita Reykjavíkur eitt-
hvert sjálfdæmi til að ráðstafa til ál-
vera úr sameiginlegri
orkuauðlind lands-
manna á Hellisheiði og
það á spottprís en fisk-
vinnslan á Vestfjörðum
borgar þrefalt eða fjór-
falt hærra verð fyrir
orkuna?
Stóriðjustefna ein-
stakra sveitarfélaga á
Suðvesturhorninu ryður
burt atvinnulífi og bú-
setu, t.d. á Vestfjörðum,
vegna þess að þau taka
sér sjálfdæmi til að ráð-
stafa sameign þjóðarinnar til er-
lendra álvera. Eiga ekki Vestfirð-
ingar og Norðlendingar nákvæmlega
sama rétt til orkunnar á Hellisheiði,
Reykjanesskaga eða í Þjórsá? Hvers
vegna fær fiskvinnslan ekki orkuna á
álverstaxta?
Sveitarstjóri Ölfushrepps taldi í
fréttum í gær (fimmtudag) nær að sú
sveit fengi orkuna úr Þjórsá í álver
hjá sér en Hafnfirðingar.
Fiskurinn er jafnsameiginleg
auðlind og orkan
Sé röksemdafærsla sveitarfélag-
anna á Suðvesturlandi rétt og sú sem
á að fara eftir er með sama hætti al-
veg eins hægt að segja, að Vestfirð-
ingar geti látið fara fram íbúakosn-
ingu um hvort þeir eigi að taka til sín
fiskveiðiauðlindina, að minnsta kosti
allt að tvöhundruð mílur úti fyrir
Vestfjörðum. Fiskurinn í sjónum er
takmörkuð auðlind í þeirra heima-
byggð, í þeirra heimasjó, þó hann sé
sameign þjóðarinnar, rétt eins og
orkuauðlindin og mengunarkvótinn
sem sveitarfélögin á suðvesturhorn-
inu ætla nú að hrifsa til sín, hvort sem
það er með íbúakosningu eða ekki.
Er kannski ástæða til að staldra
við og hugsa sig um? Ættum við ekki
öll að ráða yfir því sem er sameign
okkar allra, frekar en að einstök
sveitarfélög greiði atkvæði um að
selja útlendum auðherrum sameign-
ina?
Látum fara fram íbúakosningu á
Vestfjörðum um sjálftökurétt Vest-
firðinga til nýtingar á auðlindum
fiskimiðanna!
Geta Vestfirðingar
eignað sér fiskinn
í sjónum?
Jón Bjarnason skrifar
um fiskinn sem þjóðareign
Jón Bjarnason
» Látum fara framíbúakosningu á
Vestfjörðum um sjálf-
tökurétt Vestfirðinga til
nýtingar á auðlindum
fiskimiðanna, a.m.k. á
þeirra heimaslóð út að
200 mílum!
Höfundur er þingmaður
Vinstri grænna.
Bjarki Bjarnason | 30. júní
Bókmenntir og listir
eða síld og fiskur?
FYRIR nokkrum árum
kenndi ég á námskeiði í
Leiðsöguskóla Íslands
þar sem ég fjallaði um
íslenskar bókmenntir
og aðrar listgreinar.
Ég greindi nemendum
frá þeirri þversögn sem fólgin er í
því að tefla saman orðunum bók-
menntir og listir í sama andartakinu.
Meira: bjarkibjarnason.blog.is
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
NÝLEGA hafa verið sett lög, þar
sem bannað er að reykja á opinber-
um veitingastöðum. Er ekki nema
gott eitt um það að segja. Lengi hef-
ur verið vitað, að óbeinar reykingar
geta verkið hættulegar.
Þau, sem ekki reyktu, önduðu að
sér tóbaksreyk frá þeim, sem fengu
að reykja í hluta veitingastaðarins.
Víða var annað hvert borð reyklaust,
og var það út af fyrir sig til fyr-
irmyndar. Man ég þá tíð, er leyft var
að reykja í millilandaflugvélum. Síð-
ar var það einungis leyft í hálfu rými
flugvélarinnar. Loks var algjörlega
bannað að reykja í flugvélum innan-
lands sem utan. Var það mikil fram-
för.
Nú getur fólk sest inn á veitinga-
hús og notið þar veitinga, án þess að
þurfa að anda að sér reyk frá hinum
gestunum. Þá geta gestirnir verið
lausir við að anga af reyk eftir að
heim er komið frá slíkum stöðum.
Oft þurfti að viðra föt sín, til að fá
reykjarstybbuna burt. En hvað um
heimilin? Enn má fólk reykja heima,
eins og því sýnist. Það eru mannrétt-
indi. En hvað um börnin, sem víða
eru á heimilunum? Fá þau að vera
laus við reykinn frá foreldrum og
öðrum á heimilinu? Og hvað um öll
gæludýrin? Eiga þau ekki að vera
laus við tóbakssvæluna? Ég hefði
haldið það. Þetta er mikið alvörumál.
Utan á vindlingapakka frá enska
heiminum standa þessi orð: „Protect
children: Don’t make them breathe
your smoke“. – Verndið börnin: Lát-
ið þau ekki anda að sér reyk frá yð-
ur. “
Að lokum eru tvö erindi þessu við-
víkjandi – til athugunar:
Ungu hjónin reyktu í friði og ró,
og róuðust við það – ég merkja kunni.
Og unga barnið að sér reykinn dró,
er út úr streymdi foreldranna munni.
Og börnin anda að sér tóbaksreyk,
þá óspart foreldrarnir reykja báðir.
Þeir álitu það aðeins fikt og leik,
en urðu að lokum reykingunum háðir.
AUÐUNN BRAGI
SVEINSSON,
Hjarðarhaga 28, Reykjavík.
Nokkur orð um óbeinar reykingar
Frá Auðunni Braga Sveinssyni
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn