Morgunblaðið - 30.06.2007, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2007 47
VIÐ Íslendingar erum mun duglegri
að fara í bíó en frændur okkar ann-
ars staðar á Norðurlöndunum. Að-
sókn að íslenskum kvikmyndahúsum
jókst um ein 20% á fyrsta fjórðungi
ársins og einnig stefnir í aukningu
nú á öðrum fjórðungi ársins þótt þær
tölur liggi ekki enn fyrir. Á sama
tíma hefur bíóaðsókn dregist saman
á Norðurlöndunum. Frá þessu
greinir á fréttavef Lands og sona.
Þar kemur einnig fram að íslensk-
ar kvikmyndir eiga stóran þátt í auk-
inni aðsókn en á fyrstu þremur mán-
uðum ársins var kvikmyndin Köld
slóð sú þriðja mest sótta hér á landi.
Alls sáu 14.404 myndina í janúar,
febrúar og mars og aðeins 300
(22.197 áhorfendur) og Night At the
Museum (27.173 áhorfendur) drógu
til sín fleiri áhorfendur.
Þá fengu Foreldrar Ragnars
Bragasonar 5.743 manns í heimsókn
og teiknimyndin Anna og skapsveifl-
urnar eftir Gunnar Karlsson og CA-
OZ 3.112 manns. Einnig seldust
2.226 miðar á Mýrina hans Baltasars
Kormáks á árinu, til viðbótar við þá
81.580 miða sem seldust í fyrra.
Þetta hjóta að teljast ánægjulegar
fréttir fyrir íslenska kvikmynda-
gerð.
Á sama tíma minnkar aðsókn í
Finnlandi um 20% og Noregi um
12,8%, en minna í Danmörku (4%) og
Svíþjóð (1%).
Þess má svo geta að bíómarkaður-
inn íslenski er hlutfallslega stærri en
hinna Norðurlandaþjóðanna; við för-
um að meðaltali um fimm sinnum í
bíó á ári en aðrir Norðurlandabúar
tæplega tvisvar.
Köld slóð Íslenskar kvikmyndir sækja í sig veðrið. Þær höfðu um 8 % markaðshlutdeild fyrri hluta árs.
Duglega bíóþjóðin
Bíómarkaðurinn á Íslandi er hlutfallslega stærri en
aðrir á Norðurlöndum Aðsóknin í bíó eykst töluvert
BMW318ADVANTAGE - 2.0l 129 hö. - 7,9 ltr/100 km . - Verð kr. 3.750.000
BMW320 EXCLUSIVE - 2.0l 150 hö. - 7.4 ltr/100km. - Verð kr. 4.290.000
BMW325xi PRESTIGE* (4x4) - 2.5l bensín / 9,2 ltr/100 km
Hröðun 0-100 7,5 sek - 218 hö.
Verð kr. 5.900.000
Skógarhlíð 18 · 105 Reykjavík
Sími: 591 9000 · www.terranova.is
Akureyri sími: 461 1099
Hafnarfjörður sími: 510 9500
All
ra
síð
us
tu
sæ
tin
!
Terra Nova býður nú síðustu sætin til Golden Sands í Búlgaríu í júlí
á ótrúlegum kjörum. Gríptu tækifærið og skelltu þér til þessa vin-
sæla sumarleyfisstaðar sem býður þín með frábæra strönd, einstakt
loftslag, ótæmandi afþreyingarmöguleika, fjölbreytta veitingastaði og
fjörugt næturlíf.
Súpersól til Búlgaríu
Þú bókar sæti og
4 dögum fyrir brottför
færðu að vita hvar
þú gistir.
Kr. 29.995
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 1 barn í hótel-
herbergi/ stúdíó/íbúð í viku. Súpersól tilboð, 9. júlí.
Aukavika kr. 10.000 á mann.
Kr. 39.990
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli í viku.
Súpersól tilboð, 9. júlí. Aukavika kr. 10.000 á mann.
9. júlí frá kr. 29.995