Morgunblaðið - 30.06.2007, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 30.06.2007, Qupperneq 50
50 LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is MARGIR eiga stefnumót við Revu Shayne og fleiri tilbúna íbúa Spring- field við sjónvarpsskjáinn á hverjum degi þegar Leiðarljós (Guiding Light) er á dagskrá. Færri vita kannski hversu lífsseig sápuóperan vinsæla er en í dag eru 55 ár frá því að fyrsti þátturinn var sýndur í sjón- varpi. Fram að því hafði Leiðarljós reyndar verið til í formi útvarps- leikrita frá árinu 1937. Talnaglöggir lesendur hafa því þegar getað reikn- að út að 70 ára afmæli þáttanna er í ár. Það er ekki að ástæðulausu að Leiðarljós er í Heimsmetabók Guin- ness fyrir að vera lengsta sápuópera sögunnar. Fyrstu sjónvarpsþættirnir voru að sjálfsögðu í svarthvítu og voru 15 mínútur að lengd. Þeir lengdust þó með árunum og er hver þáttur í dag 45 mínútur. Vandalaust reyndist að fá dygga útvarpshlustendur til að kveikja í staðinn á sjónvarpinu til að fylgjast með Leiðarljósi. Dáin í fríi í Nova Scotia Eins og sápuópera er von og vísa hefur gengið á ýmsu hjá söguhetj- unum í gegnum tíðina. Skilnaðir, dauðsföll, minnistap, framhjáhald, brúðkaup og svik eru nær daglegt brauð. Leikurum er reglulega skipt út og það er afar spaugilegt í byrjun nýs at- riðis að heyra þul segja: „Alan Spaulding er nú leikinn af …“. Raunveruleikanum er oftar en ekki talsvert hnikað í atburðarásinni. Per- sónan Roger Thorpe er til að mynda svo ólánsamur að hafa dáið þrisvar sinnum í þáttunum. Leikarinn Mich- ael Zaslow fór upphaflega með hlut- verk Thorpes en þegar hann lést einu sinni sem oftar í þáttunum var leik- arinn beðinn um að taka að sér hlut- verk Alan Spaulding, annarrar per- sónu í þáttunum. Zaslow afþakkaði reyndar boðið en biðlaði til ráða- manna að vekja Thorpe upp frá dauð- um í staðinn. Það varð úr. Handritshöfundar þáttanna hafa ekkert alltaf rokið upp til handa og fóta þegar leikararnir hrökkva upp af. Til dæmis má nefna leikkonuna Mary Stuart sem lést árið 2002. Enn þann dag í dag er persóna hennar, Meta Bauer, í fríi í Nova Scotia. Leiðarljós í 55 ár á skjánum Drama Það gengur á ýmsu í hinu víðsfræga Leiðarljósi. Í HNOTSKURN »Í gær komust sýndir þætt-ir af Leiðarljósi upp í 15.205. »Nokkrum sinnum stóð tilað hætta útsendingum á Leiðarljósi en æstir aðdáendur þáttanna náðu að koma í veg fyrir það með mótmælum. »Daglega horfa rúmlegaþrjár milljónir Bandaríkja- manna á Leiðarljós. ÓKRÝND drottn- ing Leiðarljóss síðustu ár hlýtur að teljast Reva Shane, sem Kim Zimmer leikur. Reva Shane (sem einnig hefur í gegnum tíðina ansað nöfnunum Reva Lewis, Reva Spaulding, Cat- herine Winslow og Reva Cooper) státar af æviferli sem hver sápupersóna gæti verið stolt af. Hún hefur gifst föður og báðum sonum hans, þar af öðrum (Josh) fjórum sinnum. Reva á að baki níu hjónabönd og hefur eignast fimm börn. Hún hefur glímt við þung- lyndi, verið prinsessa á ókunnu eyj- unni San Cristobel, ferðast um tím- ann, stjórnað spjallþætti og verið miðill svo fátt eitt sé nefnt. Árið 2006 greindist Reva með krabbamein og lést síðar sama ár. Ekki leið þó á löngu áður en áð- urnefndur Josh fór að finna sterkt fyrir nærveru eiginkonunnar sem náði á undraverðan hátt að rísa upp frá dauðum. Reva birtist fyrst á skjánum árið 1983 og hefur verið órjúfanlegur hluti Leiðarljóss æ síðan, ef frá er talið fimm ára brotthvarf hennar úr þáttunum á tíunda áratugnum. Reva Shane Reva Shane Ókrýnd drottning Leiðarljóss. Sími - 462 3500 Sími - 551 9000Sími - 564 0000 Die Hard 4.0 kl. 3.20 - 5.40 - 8 - 10.20 B.i. 14 ára Premonition kl. 8 - 10 B.i. 12 ára Fantastic Four 2 kl. 4 - 6 Die Hard 4.0 kl. 3 - 5.40 - 8.20 - 11 B.i. 14 ára Premonition kl. 3 - 5.45 - 8 - 10.15 B.i. 12 ára Fantastic Four 2 kl. 3 - 6 - 8.20 - 10.30 The Hoax kl. 3 - 5.30 - 8 B.i. 12 ára 28 Weeks Later kl. 10.30 B.i. 16 ára Die Hard 4.0 kl. 2 - 5 - 8 - 10.45 B.i. 14 ára Die Hard 4.0 LÚXUS kl. 2 - 5 - 8 - 10.45 Shrek 3 m. ensku tali kl. 1 - 3 - 5 - 7 - 9.10 - 11.10 Shrek 3 m. ísl. tali kl. 1 - 3 - 5 - 7 Fantastic Four 2 kl. 1.30 - 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 Hostel 2 kl. 9 B.i. 18 ára - Kauptu bíómiðann á netinu Miðasala í Smárabíó og Regnbogann Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu 450 KRÓNUR Í BÍÓ * “...besta sumarafþreyingin til þessa.” eee MBL - SV SHREK, FÍÓNA,ASNINN OG STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN ERU MÆTT AFTUR Í SKEMMTILEGASTA ÆVINTÝRI ALLRA TÍMA. STÆRSTA OPNUN Á TEIKNIMYND FYRR OG SÍÐAR. SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI SANDRA BULLOCK MARTRÖÐ EÐA RAUNVERULEIKI? eee Ó.H.T - Rás 2eeee L.I.B. - Topp5.is eeee H.J. - MBL QUENTIN TARANTINO KYNNIR eee D.V. GABBIÐ ATH: EKKERT HLÉ OG MIÐASÖLU LÝKUR ÞEGAR SÝNING MYNDAR HEFST eeee - H.J., Mbl eeee - L.I.B., Topp5.is MÖGNUÐ SPENNUMYND UM KONU SEM MISSIR EIGINMANN SINN Í BÍLSLYSI... EÐA EKKI? “Grípandi atburðarás og vönduð umgjörð, hentar öllum” eee Ó.H.T. - Rás 2 eee S.V. - MBL. Heimsfrumsýning Yippee Ki Yay Mo....!! Þorir þú að mæta? eeee - Blaðið eeee - K.H.H., FBL John McClane er mættur aftur! POWERS ÝNING Í DOLBY DIGITAL KL. 10.4 5 Í SMÁ RABÍÓI KL. 11 Í REGNBO GANUM KL. 10.2 0 Í BOR GARBÍÓ I AKUREY RI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.