Morgunblaðið - 01.07.2007, Page 12

Morgunblaðið - 01.07.2007, Page 12
12 SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Á ferðum blaðamanns að und- anförnu um Vestfirði, Snæfells- nes og Austurland hefur komið á daginn að mikil óvissa ríkir meðal íbúa sjávarplássa um það hvað verður þegar sjávarútvegsráð- herra tilkynnir jafnvel um 130 þúsund tonna þorskveiðiheimildir fyrir næsta fiskveiðiár. Kvótinn verður mögulega lækkaður úr 193 þúsundum tonna í 130 þúsund. Niðurskurðurinn yrði þannig 63 þúsund tonn. Þ að er engin sátt um kvótakerfið í sjávar- útvegi. Það er óve- fengjanleg stað- reynd. Það sem gerst hefur varð ekki fyrirséð fyrir 24 ár- um þegar lög um stjórnun fiskveiða á Íslandsmiðum voru sett. 52% allra veiðiheimilda eru í dag í höndum 10 stærstu sjávarút- vegsfyrirtækja landsins. Fyrir átta árum áttu 22 stærstu sjávarútvegs- fyrirtæki landsins um 42% allra veiði- heimilda. Samþjöppun veiðiheimilda á æ færri hendur hefur því verið gíf- urleg á aðeins örfáum árum og á sama tíma hefur óánægja lands- manna, einkum íbúa sjávarþorpanna, sjómannanna og fiskvinnslufólksins, magnast frá ári til árs þannig að það er orðið deginum ljósara að þetta bráðum aldarfjórðungsgamla stjórn- kerfi þarf á stórfelldri endurskoðun og uppstokkun að halda. Menn eru almennt sammála um að hún verði víða Flateyrin eftir að fyr- irhugaður niðurskurður er kominn til framkvæmda og að mörg sjávarþorp víða á landinu eigi eftir að bætast á válistann. Útgerðarmenn almennt eru þeirr- ar skoðunar að kvótakerfið í núver- andi mynd sé það skásta sem við höf- um. Vissulega séu agnúar á því sem megi sníða af og vankantar en ekki sé um annað að ræða en styðjast áfram við kvótakerfið við stjórnun fiskveiða. Þetta virðast einnig vera skoðanir sveitarstjórnarmanna, sem þó hafa miklar áhyggjur af þeim hluta kvóta- kerfisins sem snýr að eignarréttinum og að kvótaeigendur geti, án þess að spyrja kóng eða prest, ákveðið að selja kvóta sinn burtu úr viðkomandi byggðarlagi og leggja kannski at- vinnulífið að stórum hluta í rúst með þeim gjörningi sínum. Þetta kalla sveitarstjórnarmenn að hlaupast undan samfélagslegri ábyrgð. Sanngjarnt er þó að geta þess hér að flestir útgerðarmenn sem rætt var við, hvort sem var á Austfjörðum, Vestfjörðum eða Snæfellsnesi, segj- ast skilja mjög vel þá samfélagslegu ábyrgð sem þeir beri og þeir axli hana af fullri alvöru. Þeir séu í sjávar- útvegi í sinni heimabyggð og þeir ætli sér að vera þar áfram. Þeir viður- kenna þó að vissulega komi það ákveðnu óorði á kvótakerfið þegar kvótinn er seldur burtu úr byggðar- lagi eins og gerðist í maí á Flateyri. Margir leggja upp laupana Ljóst er að í þessum rekstri eins og öðrum eru það öflugustu fyrirtækin sem ráða yfir mestum veiðiheimild- um sem verða best í stakk búin til þess að mæta niðurskurðinum. Allar líkur eru á því að minni útgerðarfyr- irtæki, margir trillukarlar og útgerð- ir sem byggja veiðar sínar og vinnslu að mestu á kvótaleigu muni einfald- lega leggja upp laupana, selja það sem þeir eiga og hætta rekstri. Því blasir við að í kjölfar niðurskurðar á veiðiheimildum mun eiga sér stað enn meiri samþjöppun í kvótaeign en þegar er orðin og þeir stóru verða enn stærri og öflugri þótt vissulega muni þeir einnig fara í gegnum hremmingarskeið meðan á svo stór- felldri skerðingu stendur. Ef marka má heimsóknir blaða- manns um Vestfirði, Snæfellsnes og Austfirði virðist sem allt frá helmingi og upp í 70% af starfsfólki í fisk- vinnslu á Íslandi sé fólk af erlendu bergi brotið. Verði hrun í atvinnu í sjávarplássum sem að miklu leyti byggja afkomu sína á þorskveiðum blasir við mörgum þessara erlendu starfsmanna að hverfa aftur til síns heimalands, en aðrir, sem sest hafa hér að, munu rétt eins og Íslending- arnir leita sér að annarri atvinnu hér á landi. Kemur minnst við Austfirðinga Svo virðist sem fyrirhugaður nið- urskurður í þorskveiðiheimildum muni koma minnst við Austfirðinga þótt auðvitað verði hann einnig erf- iður fyrir þá, sérstaklega þá byggða- kjarna sem fjærst eru Mið-Austur- landi. Í Reyðarfirði er að rísa nýtt álver sem mun beint og óbeint veita hátt í 1.000 manns atvinnu þegar starfsemi þess er komin í fullan gang. Hvar sem komið var heyrði blaða- Ísafjörður Ísfirðingar, eins og aðrir Vestfirðingar, eru afar áhyggjufullir vegna þeirrar miklu skerðingar á þorskveiðiheimildum fyrir næsta fiskveiðiár, sem þeir trúa að verði ákveðin. ENGIN SÁTT UM KVÓTAKER Í beitningaskúr á Suðureyri við Súgandafjörð rekst blaða- maður á nokkra beitn- ingakarla, sem eru á fullu að beita, handtökin hröð, örugg og fumlaus. Augljóslega vanir menn að störfum. Sigurvin Magn- ússon beitningakarl er að beita hjá syni sínum Þórði, sem er í róðri þeg- ar blaðamaður kemur í heimsókn. Sigurvin segist nú ekkert vilja ræða í hversu marga bala hann beit- ir á dag, en bendir á félaga sína og segir svona svolítið eins og stoltur faðir: „Þessir strákar, þeir eru að beita svona sex til sjö bala á dag,“ segir Sigurvin. Aðspurður hver hann telji að áhrifin af niðurskurði á þorskveiði- heimildum verði fyrir þá og atvinnu- lífið í Súganda segir Sigurvin: „Áhrifin verða slæm, mjög slæm, hér sem annars staðar á Vest- fjörðum. Þeir eiga bara að lengja hrygningaveiðistoppið og taka veið- ina á snurvoð til endurskoðunar. Það er snurvoðin sem hirðir allan stóra fiskinn.“ Félagi Sigurvins, Dominik Bocra, Pólverji, er greinilega þaulreyndur beitningamaður. Hann kveðst hafa verið á Íslandi í níu ár. Hann sé bara búinn að vera tvö ár á Súganda. „Ég hef starfað á Þingeyri, á Rifi á Snæ- fellsnesi og Grindavík. Ég kann mjög vel við mig á Íslandi, er sestur hér að og á íslenska konu og son,“ segir Dominik á ágætri íslensku. Beitningakarl Sigurvin Magnússon: áhrif skerðingar slæm.Pólverjinn Dominik Bocra beitir af krafti. SNURVOÐIN HIRÐIR STÓRA FISKINN VONLEYSI Á VESTFJÖRÐUM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.