Morgunblaðið - 01.07.2007, Síða 17

Morgunblaðið - 01.07.2007, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 2007 17 S igurður Garðarsson, trillukarl á Flateyri, á og gerir út sex tonna trillu, Garðar ÍS, sem hann er nýbúinn að kaupa og bátnum fylgir 20 þorsk- ígildistonna kvóti. Hann rekur eig- in harðfiskverkun í Önundarfirði. Hefur undanfarin ár verið inni í firði, en er nú að koma rekstrinum fyrir í húsnæði niðri við höfn á Flat- eyri. Hjá honum munu starfa þetta sex til átta manns við harðfiskverk- unina, eftir því hversu mikið er að gera, og á bátnum er svo Sigurður sjálfur og einn háseti. „Ég er nýbúinn að kaupa þennan bát og nefndi hann Garðar ÍS. Hann hét áður Kristbjörg. Ég er að veiða þetta 250 til 300 tonn á ári, ýsu og steinbít, sem við verkum svo í harð- fisk. Ég leigi svo þann viðbót- arkvóta sem ég þarf. Ég veiði lítinn þorsk, aðallega ýsu og steinbít, og kvótaleigan á þeim tegundum er miklu lægri en af þorskinum, eða um 70 krónur á kílóið.“ – Nú stefnir í mikinn niðurskurð veiðiheimilda. Hvernig mun hann koma við þig? „Ef sjávarútvegsráðherra fer í einu og öllu að ráðgjöf Hafró, og ákveður að skera þorskveiðiheim- ildir um 30%, þá er þetta náttúrlega dauðadæmt, það er ekki flókið. Við slíka skerðingu verður lítið sem ekkert framsal af veiðiheimildum og þá getum við sem eigum lítinn sem engan kvóta ekki róið. Svo ein- falt er það. Rekstur eins og minn er að sjálfsögðu mjög háður kvóta- leigu. Líkurnar á því að lifa þetta af minnkuðu mikið við það að hag- fræðingarnir komust í þetta!“ segir Sigurður og glottir við tönn. SVO MIKIL SKERÐING DAUÐA- DÓMUR Trillukarl Sigurður Garðarsson telur að leiguverðið hækki. ÞETTA skoða þurfi rannsóknaraðferðir Hafró og stórauka hafrannsóknir. „Annað sem skiptir máli í þessum efnum,“ segir Óðinn, „er hversu al- mennt það er auðvelt að veiða fisk- inn núna. Það eru ekki bara tækni- framfarir sem gera það að verkum. Það eru ekki slíkar tækniframfarir í línuveiðum að þær skipti sköpum þótt vissulega hafi einnig orðið framfarir þar. Ég get því ekki haft aðra skoðun en þá að niðurstaða Hafró sé byggð á veikum grunni svo ekki sé meira sagt.“ Hann segir að þegar Farmanna- og fiskimanna- sambandið (FFSÍ) sem hafi innan sinna vébanda alla skipstjóra lands- ins segi þetta líka þá finnist honum sem menn ættu að leggja við hlust- irnar og sama máli gegni reyndar um ályktun Landssambands smá- bátaeigenda sem segi að á veiði- svæðum á grunnslóðinni sé einfald- lega miklu meiri fiskur sem ekki komi fram í mælingum Hafró. „Ég tel að það komi alveg til greina að lengja hrygningarstoppið upp í tvo mánuði því menn þekkja svæðin sem þorskurinn hrygnir á. Svo tel ég að það yrði sársaukam- innsta ákvörðunin fyrir útgerðina að hreinlega banna allar netaveiðar við Ísland. Í dag er það orðið til- tölulega lítill hluti þeirra sem stunda útgerð sem stunda netaveið- ar og þannig hvorki flókið né óyf- irstíganlegt að hjálpa þeim mönn- um og halda sig við 25% aflaregluna og keyra á henni þar til menn eru komnir að niðurstöðu um það hvort rallið er gott eða slæmt.“ Fágun, glæsileiki og framúrskarandi aksturseiginleikar er það sem helst einkennir nýjan Mercedes-Benz C-Class. Og upplifunin af akstrinum er töfrum líkust. Fullkomin kyrrð í bland við hárfína snerpu. Upplifðu töfra ASKJA · Laugavegi 170 · 105 Reykjavík · Sími 590 2100 · www.askja.is · ASKJA er eini viðurkenndi sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi. þAKKARÁVARP frá Leifi Eiríkssyni, 100 ára, í tengslum við 100 ára afmælið mitt 3. júni síðastliðinn, sendi ég öllum þeim innilegt þakklæti sem glöddu mig á ýmsan hátt með blómum, ljóðum, heillaskeytum, símtölum og fyrir að gleðjast saman í afmælisveilsu með einsöng, hljómlist, harmon- nikku og söng. Þakklæti mitt sendi ég börnum mínum, barnabörnum, langafabörnum, tengda- fólki, frændfólki og vinum. Svo einnig til stjórnenda, starfsfólks og íbúa á Hrafnistu í Hafnarfirði. Kærar kveðjur, Leifur Eiríksson, 100 ára.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.