Morgunblaðið - 01.07.2007, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
3. júlí 1977: „Ræða Krúsjoffs
um Stalín og uppreisnina í
Ungverjalandi 1956 varð
sanntrúuðum kommúnistum
um heim allan mikið áfall.
Viðbrögð þeirra við þessum
tíðindum urðu mjög mismun-
andi. Krúsjoff staðfesti í ræðu
sinni flest það, sem Morg-
unblaðið hafði haldið fram í
áratugi um Sovétríkin en
kommúnistar jafnan kallað
„Morgunblaðslygi“. Nú stóðu
kommúnistar hér allt í einu
frammi fyrir því, að æðsti páfi
kommúnismans í heiminum
staðfesti, að „Morgunblaðs-
lygin“ væri sannleikur. Á
þessum tíma gengu sumir
fylgismenn kommúnismans
alveg af trúnni, aðrir lokuðu
sig inni í eigin hugarheimi en
að lokum kom sú lína, að ýmis
mistök hefðu verið gerð við
framkvæmd sósíalismans í
Sovétríkjunum og upp úr því
þróuðust þær hugmyndir, að
sósíalisminn gæti orðið með
mismunandi hætti, hann yrði
t.d. öðru vísi hér á Íslandi en í
Sovétríkjunum.“
. . . . . . . . . .
5. júlí 1987: „Verðbólgan hef-
ur að undanförnu verið meiri
en búist var við...
Vegna hækkandi verðbólgu
hefur mismunur milli óverð-
tryggðra og verðtryggðra
vaxta aukist. Þeir sem eiga fé
sitt inni á óverðtryggðum
reikningum tapa en þeir sem
skulda óverðtryggð lán
græða. Vaxtabreytingarnar
nú eru til þess að leiðrétta það
bil sem er á milli óverð-
tryggðra og verðtryggðra
vaxta.“
. . . . . . . . . .
6. júlí 1997: „Lending banda-
rísks geimfars á Mars í fyrra-
dag er nýjasti þáttur þessa
ævintýris. Geimfar hefur ekki
lent á Mars í rúmlega tvo ára-
tugi. Í grein, sem birtist hér í
blaðinu í gær eftir dr. Harald
Pál Gunnlaugsson, sem hefur
m.a. unnið að undirbúningi
þessarar ferðar, og Ásgeir
Pétursson eðlisfræðing segir
m.a.: „Lendingin markar upp-
haf nýrra tíma í könnun
Mars, því bandaríska geim-
ferðastofnunin NASA ráðger-
ir hér eftir að senda tvö geim-
för til Mars í hvert sinn, sem
afstaða jarðar og Mars hent-
ar. Það gerist á rúmlega
tveggja ára fresti og er ætl-
unin að þessu haldi áfram vel
fram yfir aldamót. Að lokum
kemur svo að því að geimfar
snúi aftur til jarðarinnar með
jarðvegssýni frá Mars og er
það áætlað fljótlega eftir
aldamót.“
Eftir fyrstu tunglferðirnar
hafa geimrannsóknir beinzt
að öðrum þáttum. Við liggur,
að ferðir bandarísku geim-
ferjanna út í geiminn til
margvíslegra rannsókna séu
að verða daglegt brauð.“
Úr gömlum l e iðurum
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
ÓVISSA Í SJÁVARBYGGÐUM
Mikið hefur gengið á í sjávar-byggðum landsins undanfar-ið. Sala og tilflutningur á
veiðiheimildum setur sjávarþorp í
erfiða stöðu og ógnar jafnvel framtíð
þeirra. Og nú má búast við að fisk-
veiðiheimildir verði skornar verulega
niður í kjölfar ráðlegginga Hafrann-
sóknastofnunar um kvóta næsta fisk-
veiðiárs. Þorskveiðiheimildir gætu
farið úr 193 þúsund tonnum niður í
130 þúsund tonn. Hlutverk fjölmiðils
er að endurspegla ástandið í þjóð-
félaginu, ekki síst þegar mikið liggur
við. Morgunblaðið hefur lagt áherslu
á að fylgjast með þjóðfélagsbreyting-
um og veita lesendum sínum innsýn í
þær.
Í Morgunblaðinu í dag og næstu
daga birtist fyrsti hluti umfjöllunar
um stöðuna og andrúmsloftið þar sem
sjávarútvegur er undirstaða byggðar.
Agnes Bragadóttir blaðamaður hefur
að undanförnu verið á ferð á Vest-
fjörðum, Snæfellsnesi og Austfjörð-
um. Viðtöl hennar endurspegla gras-
rótina í sjávarplássunum, sjónarmið
útgerðarinnar og afstöðu yfirvalda.
Hún ræddi við beitningarkarla, trillu-
karla, útgerðarmenn og bæjarstjóra.
Yfirskrift fyrsta hlutans er Von-
leysi á Vestfjörðum. Þar virðist svart-
sýnin og óvissan mest, ekki síst eftir
að kvóti Kambs var að mestu seldur
burt frá Flateyri í maí. En eins og
stendur í grein Agnesar er Flateyrin
víða og hætt við því að fleiri sjávar-
þorp muni bætast á válistann þegar
kemur að niðurskurði aflaheimilda,
sem jafn vel mun vara í einhver ár.
Margir, sem starfa í útgerð, spyrja
sig hvernig þeir eigi að lifa þann nið-
urskurð af.
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á
Ísafirði, talar um samfélagslega
ábyrgð fyrirtækja. Hann segir að
þegar menn hyggist fara út úr útgerð
eins og gerðist á Flateyri eigi þeir að
reyna að stýra því í þágu síns eigin
samfélags.
Jakob Valgeir Flosason, forstjóri
Jakobs Valgeirs í Bolungarvík, fjöl-
skyldufyrirtækis, sem nefnt er eftir
afa hans, skynjar þessa ábyrgð. „Ég
hef svo sem ekki stórar áhyggjur af
fyrirtækinu sem slíku. Við munum
verða í skilum með skuldir okkar. En
ég hef miklar áhyggjur af fólkinu okk-
ar, bæði í vinnslunni og sjómönnun-
um,“ segir hann.
Kvótakerfið hefur nú verið við lýði í
aldarfjórðung og augljóst að á því
þarf að gera einhverjar breytingar,
þótt ekki séu allir sammála um heilsu-
far þess.
En einnig er ástæða til að velta fyr-
ir sér hvort Hafrannsóknastofnun
þurfi meira bolmagn til þess að rann-
saka Íslandsmið.
Í greinum Agnesar koma fram
kunnuglegar röksemdir þeirra, sem
sækja sjóinn, um að þeir upplifi allt
annan veruleika en endurspeglist í
rannsóknum Hafró – miklu meiri fisk-
ur sé í sjónum. Ef til vill þarf að setja
meira fé í rannsóknir stofnunarinnar
þannig að kanna megi stofnstærð víð-
ar og auka fjölbreytni rannsókna. En
eftir stendur að frá því að kvótakerf-
inu var komið á hefur aldrei verið far-
ið eftir ráðgjöf Hafrannsóknastofnun-
ar og því er ekki hægt að segja að
reynt hafi á hana fyrir alvöru.
Þegar rætt er um yfirvofandi nið-
urskurð aflaheimilda til uppbygging-
ar fiskistofnunum við Ísland er horft
til þess að sennilega hefur íslenskt
hagkerfi aldrei átt auðveldara með að
taka svo róttækum samdrætti. En
þjóðfélagið snýst ekki bara um hag-
tölur, heldur einnig og miklu fremur
um afkomu fólksins, sem það myndar.
Sá þáttur kemur sterklega fram í
greinaflokki Agnesar Bragadóttur og
nauðsynlegt fyrir umræðuna að draga
hann fram. Útkoman af efnisöflun
hennar gefur innsýn í ólík viðhorf ein-
staklinga, sem tala af langri reynslu.
Hún veitir þverskurð af því hvernig
fólk á Vestfjörðum, Snæfellsnesi og
Austfjörðum upplifir þær hræringar,
sem nú eiga sér stað í sjávarútvegi og
horfur á því að verulegur niðurskurð-
ur verði gerður á veiðiheimildum.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
T
ími breytinga virðist vera að ganga í
garð í okkar heimshluta. Gordon
Brown er tekinn við sem forsætis-
ráðherra Breta og boðar breytta
tíma bæði heima fyrir og í alþjóða-
málum, ekki sízt í afstöðu Breta til
Íraksstríðsins. En á sama tíma og Brown boðar
breytingar segir hann ekki hverjar þær eigi að
verða.
Sarkozy er tekinn við sem forseti Frakklands.
Valdataka hans hefur leitt til þess að allt er á
fleygiferð í frönskum stjórnmálum, þótt ekki sé
enn hægt að átta sig á hvert þær breytingar stefna.
Hann talar vinsamlegar til Bandaríkjamanna en
forsetar Frakklands hafa gert í langan tíma og
boðar löggjöf til þess að koma í veg fyrir risavaxna
starfslokasamninga forstjóra stórfyrirtækja.
Angela Merkel er að festa sig í sessi, sem mark-
verður kanslari Þýzkalands, sem eftir verður tekið.
Rússar hafa gjörbreytt um takt og tón og minna
Vesturlandaþjóðir á, að þeir séu risnir úr ösku-
stónni og krefjast þess, að tillit verði tekið til sjón-
armiða þeirra á alþjóðavísu.
Í Bandaríkjunum er Bush á útleið og mun eiga
fullt í fangi á næstu 18 mánuðum með að halda
þannig á málum í Írak að hann geti gengið út úr
Hvíta húsinu með einhverri reisn.
Þótt ljóst sé að breytingar eru að verða í öllum
þessum ríkjum er erfiðara að sjá hvert þær stefna.
En umbrot á mörgum sviðum eru til marks um, að
þær eru í nánd.
Hér á Íslandi liggja breytingar líka í loftinu en
eins og í tilviki þeirra ríkja, sem hér hafa verið
nefnd er erfiðara að sjá hvert þær stefna. Hins veg-
ar er auðveldara að sjá hvar umbrotin eru, sem
kalla á breytingar.
Það voru mikil umbrot á hinu pólitíska sviði, sem
leiddu til myndunar nýrrar ríkisstjórnar að lokn-
um kosningunum í vor. En enn sem komið er hefur
reynzt erfitt að sjá hvert hin nýja ríkisstjórn stefn-
ir. Þótt breytingin í pólitíkinni sé mikil hefur ný
ríkisstjórn á Íslandi ekki slegið nýjan tón og það
hefur nýr samstarfsflokkur Sjálfstæðisflokksins í
ríkisstjórn heldur ekki gert. Hins vegar má sjá á
þeim umbrotum, sem eru hér og þar í samfélaginu
hvar breytinga er þörf.
Það er augljóslega þörf á einhverjum breyting-
um á kvótakerfinu. Smátt og smátt eru umræður
að leiða í ljós hvar þær breytingar þurfa að verða.
Það er engin samstaða um það að einn maður, þ.e.
útgerðarmaðurinn, geti ráðið úrslitum um framtíð
byggðarlags með sölu á kvóta frá viðkomandi
byggðarlagi. Það er heldur engin samstaða um það
leiguliðakerfi, sem orðið hefur til á grundvelli
kvótakerfisins. Það þarf ekki annað en að beita
heilbrigðri skynsemi til að sjá að óbreytt kerfi
gengur ekki upp.
En það eru víðar umbrot í samfélagi okkar, sem
vísa veginn til breytinga og umbóta. Kannski eru
þau einna mest í heilbrigðismálum.
Átök og umbrot
S
egja má, að frá því að sameining
sjúkrahúsanna í Reykjavík hófst,
fyrst með sameiningu Borgarspítala
og Landakotsspítala og síðar með
sameiningu þess sameinaða spítala
og Landspítala hafi stöðug átök stað-
ið yfir í heilbrigðiskerfinu, annars vegar vegna
þeirra skipulagsverkefna, sem urðu til í þessu sam-
einingarferli og hins vegar vegna ákveðnari kröfu
um að einkarekstur fengi svigrúm innan heilbrigð-
isþjónustunnar.
Sameiningarferli spítalanna er nú komið vel á
veg og hefur reynzt dýrkeypt í samskiptum fólks
innan hins sameinaða Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss. Einkarekstur er að ryðja sér braut í
heilbrigðiskerfinu án þess að honum hafi verið
markaður ákveðinn farvegur, einfaldlega vegna
þess, að Framsóknarflokkurinn í ríkisstjórn var
honum andvígur að verulegu leyti.
Innan Landspítala – háskólasjúkrahúss ríkir
engin sátt, þótt öldurnar hafi lægt. Og á sama tíma
og stefnt er á byggingu svonefnds hátæknisjúkra-
húss verða raddirnar háværari um, að flytja eigi
heilbrigðisþjónustu út af spítölum í eins ríkum
mæli og hægt er. Skýrt dæmi um það eru ábend-
ingar um að fara með þjónustu geðheilbrigðiskerf-
isins heim til fólks, sem þarf á þeirri þjónustu að
halda í stað þess að flytja fólkið inn á stofnun en
smátt og smátt er að koma í ljós að í þeim efnum
erum við langt á eftir sumum nágrannaþjóðum
okkar. Hvernig sem á því stendur vegna þess, að
vitneskja um þá þróun hefur að sjálfsögðu verið til
staðar hér.
Einkareksturinn í heilbrigðiskerfinu hefur verið
að ryðja sér braut í formi læknamiðstöðva, þar sem
sérfræðingar í mörgum greinum taka saman hönd-
um. Nú eru orðnar til nokkrar slíkar miðstöðvar og
starfsemi sumra þeirra mjög umfangsmikil. Að-
gerðir eru framkvæmdar utan spítala o.s.frv. Að
sumu leyti má segja, að þessar miðstöðvar séu vísir
að einkaspítölum. Þessi einkarekstur hefur orðið
til innan þess heilbrigðiskerfis, sem við búum við
og að svo miklu leyti, sem það leyfir en ekki vegna
þess að Alþingi eða ríkisstjórn hafi markað nýja
stefnu í heilbrigðismálum.
Nú er kominn tími á, að slík stefna verði mörkuð
og að skapað verði svigrúm og aðstæður til að
einkarekinn valkostur verði til í heilbrigðiskerfinu,
sem hafi svigrúm til að þróast með eðlilegum hætti.
Hefðir okkar samfélags eru þannig, að kjarni
heilbrigðisþjónustunnar verður alltaf í opinberum
rekstri enda sýnir reynsla Bandaríkjamanna, að
það er betri kostur en að heilbrigðiskerfið verði
einkavætt. Hins vegar eru sterk rök fyrir því, að
leyfa öðru kerfi að þróast samhliða. Rökin eru ein-
faldlega þau, að á mörgum sviðum ræður opinbera
kerfið ekki við verkefni sitt. Heilbrigðiskerfið hef-
ur ekki þróazt í samræmi við aðra þætti samfélags-
ins. Enn er það kerfi í gangi á heilsugæzlustöðvum,
að fólki er bent á að hringja í tiltekinn lækni á til-
teknum klukkutíma og síminn er alltaf á tali.
Í einu tilviki a.m.k. hefur fólki, sem þurft hefur á
aðgerð að halda verið bent á að hringja á Landspít-
ala einn tiltekinn dag í viku í einn tiltekinn klukku-
tíma til þess að fá upplýsingar um hvenær aðgerðin
fari fram og síminn er að sjálfsögðu alltaf á tali.
Litlir hlutir af þessu tagi, sem geta orðið býsna
stórir í hugum þeirra, sem þurfa að eiga samskipti
við heilbrigðisþjónustuna sýna, að hún er langt á
eftir ýmsum öðrum þáttum í samfélaginu í viðhorfi
til þjónustu við skjólstæðinga sína. Einn slíkur
skjólstæðingur spurði starfsmann heilsugæzlu-
stöðvar, hvort hann mætti sækja lyfseðil á stöðina
eftir hádegi á föstudegi og fékk þau kostulegu svör,
að læknarnir vildu ekki að lyfseðlar væru afgreidd-
ir eftir hádegi á föstudögum! En sjúklingar geta
þurft á lyfseðlum að halda eftir hádegi á föstudög-
um og þá er ekki annað að gera en fara á hina svo-
nefndu Læknavakt, sem er einkarekið fyrirtæki.
Það er ekki sjálfgefið að einkarekinn valkostur í
heilbrigðiskerfinu sé betri en sá opinberi, og raun-
ar er hægt að halda því fram, að sá einkarekstur,
sem hér hefur þróazt hafi ekki sýnt fram á sérstaka
kosti einkareksturs. Það getur tekið jafn langan
tíma að fá viðtalstíma við lækni eins og í opinbera
kerfinu. Og sú sjálfsagða þjónusta, að sjúklingur
fái skriflega greinargerð um það, sem um hefur
verið spurt eða rannsakað virðist ekki vera til stað-
ar, hvorki í hinu opinbera kerfi hér né hinu einka-
rekna.
En þrátt fyrir þetta sýna biðlistarnir og biðtím-
inn að opinbera kerfið ræður ekki við það verkefni,
sem það hefur tekið að sér á sviði heilbrigðisþjón-
ustu. Og þá er ekkert við það að athuga, að einka-
rekinn valkostur verði byggður upp við hliðina á
því, þannig að sjúklingar eigi einhverra kosta völ.
Umbrotin, árekstrarnir og vandamálin, sem
koma upp með reglulegu millibili eru til marks um
þörf fyrir breytingar og umbætur.
Nú er komin ný ríkisstjórn og nýr heilbrigð-
isráðherra og þær væntingar, sem við hann eru
bundnar eru miklar. Kerfið er stórt og mikið og þar
eru margvíslegir hagsmunir til staðar, sem hafa
ekkert með þarfir sjúklinga að gera. Það er hæg-
ara sagt en gert að breyta þessu kerfi eða hreyfa
það til. Fræg er viðleitni Hillary Clinton til þess að
breyta heilbrigðiskerfinu í Bandaríkjunum í upp-
hafi forsetatíðar eiginmanns hennar í manneskju-
legri átt. Hún varð frá að hverfa.
Í okkar samhengi og í okkar umhverfi er það
verkefni, sem Guðlaugur Þór Þórðarson stendur
frammi fyrir risavaxið. En nú má ekki víkjast und-
an þeim vanda og þeim verkefnum, sem við blasa.
Á milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var
augljóslega hugmyndafræðilegur ágreiningur um
þetta mál. Ekki er vitað til þess, að hann sé til stað-
ar á milli núverandi stjórnarflokka. Það á þá eftir
að koma í ljós. En tækifærið er fyrir hendi nú til
þess að breyta heilbrigðiskerfinu vegna þess, að
þörfin fyrir breytingar er svo augljós. Líkurnar á
því að almenningur taki skynsamlegum breyting-
um vel eru miklar.
Einkarekstur í skólakerfinu
M
eð sama hætti og í heilbrigðis-
málum hefur einkarekstur
smátt og smátt verið að ryðja
sér til rúms í skólakerfinu og
þá ekki sízt á leikskólastigi og
háskólastigi. Sama þróun er að
byrja á grunnskólastigi og einhver umbrot eru á
ferðinni í framhaldsskólum eins og skýrt kom fram
í ræðu skólameistara Menntaskólans á Akureyri
hinn 17. júní sl.
Þessi einkarekstur í skólakerfinu hefur orðið til
meira og minna innan hins hefðbundna kerfis, þar
Laugardagur 30. júní
Reykjavíkur