Morgunblaðið - 01.07.2007, Side 36

Morgunblaðið - 01.07.2007, Side 36
36 SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MARGSKONAR áföll hafa geng- ið yfir Vestfirði á umliðnum öldum. Svo sem svartidauði, móðuharðindi, fjár- kláði og gaddavetrar með ísalögum. Þessa sögu þekkjum við flest. Nú er aftur á móti öldin önnur. Um langt árabil hafa gengið yfir Vestfirði mikil harðindi af mannavöldum sem er afleiðing kvótakerf- isins svo nefnda. ,,Kvótabraskkerfis og spillingar sem því fylgir,“ eins og það er látið virka með frjálsu framsali veiðiheimilda og veðsetningarheim- ildum á þjóðareign. Er það einhver mesta lögleysa sem sett hefur verið á, á voru landi. Mörg störf hafa verið lögð niður á Vestfjörðum og verða lögð niður ef svo fer sem fram horfir. Því ber að fagna hverju starfi sem flutt er til Vest- fjarða. Sjávarútvegs- ráðherra flutti eitt starf fyrir kosningar í fjórðunginn með veisluhaldi og skraut- sýningu í fjölmiðlum, skrifstofustarf á veg- um Fiskistofu. En bet- ur má ef duga skal. Það má líka hugsa sér mörg fleiri ný störf sem ráðherra hefur í hendi sér á vegum Fiskistofu á lands- byggðina og er ekki vanþörf á. Þau störf eru á gólfinu og felast í því að hafa strangt eftirlit með lönduðum afla í hverri höfn. Með 24 stunda vakt á sólarhring allt árið. Að allur afli sé rétt veginn, og í réttum teg- undum, svo sem þorskur, ýsa, steinbítur, skarkoli o.s.frv. Það má líka hugsa sér til viðbótar að settar verði upp löggæslumyndavélar sem fylgjast með því sem fram fer á hverju hafnarsvæði fyrir sig. Vak- andi auga allan sólarhringinn árið um kring. Eins og gert er á öðrum sviðum í þjóðlífinu og hafa þær margsannað gildi sitt. Og hafa sönnunargildi í dómsmálum. Þær hafa fælingarmátt og þeir sem gefa skipanir um að aka afla framhjá vog munu hugsa sig tvisvar um sé þeim kunnugt um löggæslumynda- vélina. Ég á ákaflega erfitt með að trúa því að það séu pólitískar skipanir að ofan að þeir sem ástundi kvótas- vindl skuli vera friðhelgir um aldur og ævi. Þó má vera að við verðum að viðurkenna að svo hljóti að vera, þegar ekkert er gert til að koma í veg fyrir slíkt athæfi. Því sjaldan lýgur almannarómur. Vökult auga myndavélarinnar greinir hverja hreyfingu við löndun á afla, og geymir, á því leiksviði séð úr 4. íbúð á svonefndum palli, fyrir nokkrum vikum. Hvort sem það er brosmilt andlit framkvæmdastjór- ans mót ásjónu skipstjóra við skip sitt, fiskikör eða alvöruþrungið andlit lyftaramannsins með vindil milli vara sér. Hann virðist hafa all- ar syndir heimsins á sínum herð- um. Hér sannast svo rækilega hið fornkveðna að sjaldan lýgur al- mannarómur. (Hér sannast enn- fremur hvernig kvótabrask og spill- ingarkerfið virkar í smáu sem stóru.) Framtíðin er nokkuð björt ef við fáum að vera í friði með það sem við erum að gera í dag, sagði fram- kvæmdastjóri, hagsmunaaðili og fiskverkandi og ennfremur fram- bjóðandi Sjálfstæðisflokksins í norðvesturkjördæmi í viðtali. A ha, ja há. Einmitt það. Þessi orð fram- bjóðandans vöktu sérstaka athygli. Hrunadansinn dunar dátt á Flateyri og nágrannabyggðum Lárus Hagalínsson skrifar um kvótakerfið »…enn er verið aðreyna að kenna ein- hverju öðru en kvóta- braski og spilling- arkerfinu um hvernig komið er fyrir hinum al- menna borgara í sjáv- arbyggðum. Lárus Hagalínsson Til leigu í Skútuvogi 1 Atvinnuhúsnæði - 3 x 173,7 fm – Frábær staðsetning Björn Daníelsson, lögg. fasteignasali Þverholti 14 | 101 Reykjavík | Sími 595 9000 | Fax 595 9001 | www.holl.is | holl@holl.is tákn um traust Ítarlegri upplýsingar liggja fyrir á skrifstofu Hóls, Skúlagötu 17. Upplýsingar gefur Stefán Bjarni í síma 694 4388. Um er að ræða þrjár einingar sem hver um sig er 173,7 fm að stærð. Fyrsta einingin er á 3.hæð og er með góðum innkeyrsludyrum. Gæti hentað vel fyrir heildsölu- eða þjónustufyrirtæki. Önnur og þriðja einingin eru á fjórðu hæð og gætu hentað prýðilega undir ýmiskonar skrif- stofustarfsemi. Leigist saman eða í sitthvoru lagi. Hóll kynnir - til leigu vandað skrifstofu- og lagerrými FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Þjórsárdalur – 3 ha eignarland 3,0 ha eignarland úr landi Ásólfsstaða nærri Gaukshöfða, Þjórsárdal. Á landinu eru í dag tveir sumarbústaðir auk gestahúss en stærð landsins gefur möguleika á að byggja tvo til fjóra bústaði til viðbótar. Hitaveita er á staðnum og töluvert af trjágróðri. Hentar vel fyrir t.d. félagasamtök eða stórfjölskyldu. Verð 38,0 millj. Þverársel Glæsilegt um 340 fm einbýlishús á tveimur hæðum með innb. bílskúr. Stórt eldhús með miklum hvítum innréttingum, glæsilegar stofur auk sjónvarpsstofu með útg. á verönd, 6 herb. auk hjónaher- bergis, 2 rúmgóð baðherb., flísalögð í gólf og veggi auk gesta-wc. Möguleiki er að útbúa aukaíbúð á neðri hæð. Svalir til norðurs og vesturs út af stofum og hjónaherbergi, útsýni. Falleg ræktuð lóð með miklum veröndum, skjólveggjum og heitum potti. Góð staðsetning í grónu hverfi. Verð 89,0 millj. Sævarland - endaraðhús Fallegt 278 fm 2ja íbúða tvílyft endarað- hús auk 23 fm bílskúr í Fossvogi. Eign- in skiptist m.a. í rúmgott eldhús, bjartar samliggj. stofur, 3 herbergi og flísalagt baðherbergi auk sér 3ja herb. íbúðar. Svalir í suðaustur út frá stofum. Ein- staklega vel staðsett eign, innst við lokaða götu. Stutt í útivistarsvæði, skóla og íþróttamiðstöð og í göngu- færi við Elliðaárdalinn. Verð 64,9 millj. Álftaland Fallegt og vel skipulagt 289 fm einbýlis- hús á tveimur hæðum með 32 fm innb. bílskúr á þessum eftirsóttastað í Foss- vogi. Eignin skiptist m.a. í glæsilegt eld- hús með miklum innréttingum og vönd- uðum tækjum, stórar samliggjandi stofur, sjónvarpsstofu, 4 rúmgóð herb., sjón- varpshol og flísalagt baðherb. með nýj- um innréttingum auk gestasnyrtingar. Stórar svalir til suðurs og austurs með útsýni yfir Fossvoginn. Ræktuð lóð. Verð: tilboð. Bauganes - neðri sérhæð Falleg 157 fm neðri sérhæð í Skerjafirði. Hæðin skiptist í forstofu, hol/borðstofu, opið eldhús með vandaðri innréttingu, þvottaherbergi, stofu með útgangi á lóð, sjónvarpsstofu, 3 herbergi og baðher- bergi auk gestasnyrtingar og geymslu. Afgirtur ræktaður garður með skjólveggj- um. Hiti í stéttum fyrir framan hús. Verð 47,5 millj. Hverafold Glæsilegt og vel staðsett 410 fm einbýlis- hús á tveimur hæðum með 41 fm innb. bílskúr. Tvær íbúðir eru í húsinu í dag. Eignin skiptist m.a. í eldhús með þvotta- herb. og búri inn af, setustofu með fallegri gluggasetn, arinstofu, borðstofu, 2 herb. auk hjónaherb. með fataherb. inn af. Auk þess sér 3ja herb. íbúð á neðri hæð. Svalir út af stofu, arinstofu og hjónaherb. 933 fm ræktuð lóð með timburverönd, hellulögn og skjólveggjum. Hitalagnir í stéttum og fyrir framan bílskúr. Sumarbústaður til flutnings 43 fm fallegur sumarbústaður til flutn- ings. Bústaðurinn skiptist í forstofu, al- rými með eldhúsi, stofu og borðstofu, 2 herbergi og snyrtingu með sturtu. Spónaparket á gólfum. Allt innbú fylgir utan persónulegra muna. Verð 5,0 millj. Allar nánari uppl. á skrifstofu Heimili fasteignasölu Síðumúla 13 • sími 530 6500 Finnbogi Hilmarsson, Einar Guðmundsson og Bogi Pétursson löggiltir fasteignasalar Bakkahjalli 13 - Kópavogi Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 Sími 530 6500 Síðumúla 13 Í einkasölu vandað parhús á góðum útsýnisstað við óbyggt svæði í Kópa- vogi. Húsið er á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr. Íbúðarrými er skráð 223,8 fm og bílskúr 26 fm, alls 249,8 fm. Húsið er vel staðsett neðan götu á góðum útsýnisstað við óbyggt, gróið svæði og gönguleiðir. Stórt hellulagt bílastæði með hitalögn fyrir framan. Stór timburverönd með heitum potti er á baklóð hússins. Húsið er vandlega innréttað og vel tækjum búið á allan hátt. Fallegur garður í góðri rækt. Í húsinu eru fjögur svefnherbergi og þrjár stofur. Góð eign á góðum stað. Nánari upplýsingar veitir Bogi Molby Pétursson fasteignasali.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.