Morgunblaðið - 29.07.2007, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Vatnsskortur er víða grafalvarlegt vandamál.
Rúmur milljarður manna hefur ekki aðgang að
nægu vatni og þykjast margir sjá hér fram komna
ástæðu til vopnaðra átaka. Á næstu síðum verður fjallað um ýmsar hliðar
skortsins sem talin er munu verða eitt helsta vandamál mannkyns á þessari
öld. Gefin verða valin dæmi af margþættum vanda sem er svæðisbundinn.
V
atnsframboðið er
víða takmarkað og í
milljónum þyrstra
kverka kann að leyn-
ast uppspretta tog-
streitu og átaka
ríkja í millum næstu
áratugi. Vatnsskort-
urinn minnir reglulega á sig í heims-
fréttunum. Rúmur milljarður manna
í þróunarlöndunum hefur ekki að-
gang að nægu hreinu vatni, en uppi
eru deildar meiningar um hvaða áhrif
þessi brýni vandi muni hafa í alþjóða-
málunum.
Samhliða fjölgun mannkyns eykst
notkun ferskvatns stöðugt, árið 2000
var hátt í sjö sinnum meira magni
dælt upp úr jörðu en aldamótin 1900.
Vatnsnotkun hvers jarðarbúa nær
því tvöfaldaðist á sama tímabili.
Uppbygging innviða olíu-
hagkerfisins hafði víðtæk efnahags-
leg og félagsleg áhrif um heim allan á
síðustu öld og kann gríðarleg vatns-
þörf mannkyns á næstu áratugum að
hafa viðlíka afleiðingar á ýmsum svið-
um mannlífsins.
Vatn er takmörkuð auðlind og það
sannast að það eyðist sem af er tekið.
Borgin Ciudad Juáres í Mexíkó er
gott dæmi, áætlað er að vatnsforð-
abúr sem annar þörfum 1,5 milljóna
íbúa þar verði þurrausið innan
þriggja áratuga, af því að notkunin
eykst hraðar en sjálfbær endurnýjun
leyfir.
Útlitið er því ekki uppörvandi og
samkvæmt Þróunarhjálp Sameinuðu
þjóðanna hefur 1,1, milljarður manna
ekki aðgang að nægu hreinu vatni og
því spáð að árið 2025 muni þrír millj-
arðar búa við ótryggt vatnsframboð,
eða sem nemur tíföldum íbúafjölda
Bandaríkjanna í dag.
Skiptir þar mestu máli að íbúum
þróunarlanda mun fjölga mun meira
en íbúum þróaðra ríkja á tímabilinu.
Fjárfestar munu fylgjast með
Ferskvatn er takmörkuð auðlind
og verðmæti þess gæti átt eftir að
aukast mjög á næstu árum.
Samfara aukinni eftirspurn og vax-
andi velmegun munu viðskipti með
„bláa gullið“ færast í vöxt og kann
fjárfesting á sviði vatnshreinsunnar
að verða mikill hvati til framfara, líkt
og áhugi fjárfesta á framleiðslu end-
urnýjanlegrar orku í dag. Hraðan
vöxt endurvinnsluiðnaðarins mætti
einnig nefna sem dæmi.
Sú spurning hvort hlutur fjár-
magnsins eigi að vera enn veigameiri
og vatnsveita í höndum einkaaðila er
önnur hlið vatnsmálanna sem ekki
verður vikið nánar að hér. Vatns-
hreinsun er dýr en líkt og með til að
mynda framleiðslu vindorku er
viðbúið að kostnaðurinn lækki eftir
því sem aukið fjármagn knýr áfram
rannsóknir og þróun.
Slík hreinsun gæti víða orðið til að
efla viðskipti og hagvöxt enda að-
gangur að vatni mjög mismunandi.
Ofnotkun, niðurgreiðslur og ójafnt
aðgengi hafa mikið að segja í þessu
tilliti og hafa sterk rök fyrir því að
glíman við þennan vanda verið meðal
helstu áskorana mannkyns á tutt-
ugustu og fyrstu öldinni.
Svæðisbundinn vandi
Mikilvægt er að hafa í huga að
vandinn er svæðisbundinn og má til
einföldunar segja að Norður- og Suð-
ur-Ameríka, ef undanskildar eru
nokkrar eyjar í Karíbahafinu, þurfi
ekki að hafa áhyggjur af vatnsskorti.
Það sama á við um Rússland, Norð-
urlöndin, nema Danmörku, nokkur
Mið-Afríkuríki og Suðaustur-Asíu,
frá landamærum Kína suður til Ástr-
alíu. Japanir hafa einnig nóg vatn
sem og Austurríkismenn og Portú-
galar, svo dæmi séu tekin.
Þrátt fyrir mikla þurrkatíð í aust-
urhluta landsins eru Ástralir taldir
standa nokkuð vel sem og grannar
Baldur Arnarson | baldura@mbl.is
ÚR OLÍUNNI Í VATNIÐ?
AUÐLINDIN VATN
Það eyðist sem af er tekið
Reuters
Áhrifavaldur Uppgötvun olíulinda hafði mikil áhrif á þróun í Miðausturlöndum. Uppbygging innviða vatnsdreifikerfa kann að hafa mikil áhrif á framþróun víða um heim og eiga þátt í hagvexti.
Ny og fersk leið
til að halda
klósettiinu
ilmandi
Smiðjuvegi 76 • 200 Kópavogur • Sími 414 1000 | Baldursnes 6 • 603 Akureyri • Sími 414 1050
Ein af stærstu nyjungum frá IFÖ
er innbyggður skolbúnaður
sem tryggir að salernið sé
hreint og lykti vel í hvert
sinn þegar sturtað er
niður. Án þess að þörf
sé á klósettsteini. Í hvert
sinn sem sturtað er
niður gefur ilmhreinsir-
inn frá sér góðan ilm
og fallegan bláan lit.
www.tengi.is • tengi@tengi.is
H
u
g
m
yn
d
&
h
ö
n
n
u
n