Morgunblaðið - 29.07.2007, Side 36

Morgunblaðið - 29.07.2007, Side 36
36 SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Laugavegi 170, 2. hæð. Opið virka daga kl. 8-17. Sími 552 1400 ● Fax 552 1405 www.fold.is ● fold@fold.is Þjónustusími eftir lokun er 694 1401. Skrúðás – Garðabær Glæsilegt einbýlishús á einni hæð. Eignin skiptist í þrjú rúmgóð svefnherbergi, arinstofu og fallegt eldhús. Rúmgóð stofa og tvær snyrtingar. Tvöfaldur flísalagður bílskúr og mjög fallegur garður með stórum veröndum. Einstaklega vönduð og falleg eign með frábæra staðsetningu. V. 115,0 millj. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Arnarás - Garðabæ Hraunhamar kynnir sérlega fallega íbúð á þessum vinsæla stað í Ása- hverfinu í Garðabæ. Íbúðin er 2ja-3ja herbergja, 75,5 fm, með geymslu. Eignin er með sérinngangi og skipt- ist í forstofu, hol, eldhús, stofu, borðstofu, þvottahús, gang, vinnu- herbergi (gluggalaust), baðherbergi, herbergi og geymslu. Fallegar inn- rétingar og gólfefni. Góð séreignar- lóð sem snýr út á grænt svæði. Góð verönd. Frábær staðsetning. Verð 22,65 millj. Upplýsingar veitir Þorbjörn Helgi sölumaður í síma 896 0058. Njálsgata - Reykjavík Í einkasölu mjög góð, 75,8 fm, íbúð á 2. hæð í góð húsi, vel staðsettu í hjarta Reykjavíkur. Íbúðin er á 2 hæðum mjög skemmtilega skipu- lögð, aðeins 2 íbúðir eru í þessu húsi. Eignin skiptist í forstofu, gang, eldhús, snyrtingu, herbergi, stofu og borðstofu. Á neðri hæð er herbergi, baðherbergi og geymsla. Sérút- gangur er út í bakgarð. Gólfefni eru að mestu parket og flísar. Geymsla í sameign. Frábær staðsetning. Kelduhvammur - Hafnarfirði Hraunhamar fasteignasala hefur fengið í einkasölu mjög glæsilega, mikið endurnýjaða, 164,9 fm, efri hæð í tvíbýli, þar af er bílskúr 27,4 fm. Eignin er vel staðsett á Holtinu í Hafnarfirði og er öll endurnýjuð á sérlega smekklegan hátt. Eignin skiptist í forstofu, stiga, pall, gang, sjónvarpshol, stofu, borðstofu, eld- hús, þrjú barnaherbergi, hjónaher- bergi, baðherbergi, herbergi í kjallara, bílskúr og sameiginlegt þvottahús. Glæsilegar innréttingar og gólfefni eru parket og flísar Eign í sérflokki. Upplýsingar veitir Þorbjörn Helgi sölumaður í síma 896 0058. Selvogsgata - Hafnarfirði Hraunhamar fasteignasala hefur fengið í einkasölu glæsilega, mikið endurnýjaða, 43,5 fm, efri hæð í tví- býli. Eignin er á frábærum stað í suð- urbæ Hafnarfjarðar og hefur öll verið endurnýjuð á mjög smekklegan hátt. Eignin er með sérinngangi og skipt- ist í forstofu, hol, stofu, eldhús, bað- herbergi, herbergi, geymslurými og þvottahús í kjallara. Fallegar innrétt- ingar og gólfefni. Gólfhiti. Frábær staðsetning. Verð 17 millj. Upplýsingar veitir Þorbjörn Helgi sölumaður í síma 896 0058. Berjavellir - Hafnarfirði Hraunhamar fasteignasala var að fá í einkasölu mjög glæsilega íbúð. 4ra herbergja íbúð í nýlegu, góðu, lyftu- húsi, vel staðsett á völlunum í Hafn- arfirði. Íbúðin er 103 fm á þriðju hæð og henni fylgir gott stæði í bíla- geymslu. Eignin er með sérinngangi og skiptist í forstofu, gang, tvö barnaherbergi, hjónaherbergi, baðherbergi, stofu, borðstofu, eldhús, þvotta- hús, búr, geymslu og stæði í bílageymslu. Glæsilegar innréttingar og gólf- efni eru parket og flísar. Skóli og leikskóli í göngufæri. Verð 25,5 millj. Upplýsingar veitir Þorbjörn Helgi sölumaður í síma 896 0058. Mjög falleg 82 fm íbúð á efstu hæð (6. hæð) í lyftuhúsi við Miðleiti. Íbúðinni fylgir stæði í bílageymslu. Stór- glæsilegt útsýni. Stórar svalir sem eru yfirbyggðar að hluta til. Mikil sameign í húsinu. Húsvörður. Íbúðin er laus nú þegar. Verð 34,5 m. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali. Miðleiti - Gimli Á LIÐNUM misserum hefur mikið verið rætt og skrifað um samgöngumál á Vestfjörðum og er það hreint ekki skrít- ið. Samgöngur á svæðinu og við það eru með þeim verstu í hinum vestræna heimi og ein meg- inástæða þess að fólki á svæðinu hefur hríðfækkað á síðustu tuttugu árum. Með þessari grein er ætlunin að kynna einn valkostinn í þeirri umræðu og þó svo að hann virðist fráleitur við fyrstu sýn er hreint ekki allt sem sýnist. Hálendisleið Tenging norður- og suðursvæða Vestfjarða jafnframt því að stytta leiðina til annarra landshluta um- talsvert er möguleg með eftirfar- andi hætti. Tekin væru 1,5 km göng frá Mjólká upp á Afréttisdal. Þaðan myndi vegurinn liggja að Stóra Eyjavatni og þar væru vegamót. Sem vegtenging suður, lægi vegurinn þaðan sem leið liggur í svipaðri hæð austur á Klettsháls. Sem vegtenging milli norður- og suð- ursvæðis Vestfjarða lægi vegurinn áfram niður í Trostansfjörð og niður í Vatnsfjörð. Í dag er leiðin úr Mjólká í Kollafjörð 102 km. En yrði með hálendisleiðinni 40 km. Leiðin Bíldudalur- Kollafjörður er í dag 110 km. Sú leið yrði nálægt 89 km. Og leiðin Patreksfjörður- Kollafjörður er í dag 126 km en gæti orðið 106 km. Þessi útfærsla ein og sér styttir leiðina til höfuðborgarinnar yfir 60 km, fyrir norðursvæðið og nálægt 20 km fyrir suðursvæðið. Einnig er stytting á milli norður- og suð- ursvæðanna einhverjir kílómetrar sem felst aðallega í því að leggja veginn beinni en sá gamli er í dag. Meðaltalsstytting á árs- grundvelli á leiðinni Ísafjörður- Reykjavík er upp á 150 km miðað við veginn eins og hann er í dag. Það gefur sparnað upp á 10.137.000 km á ári. Sem gefur 700 milljónir í sparnað á ári. Tóm vitleysa? Það er nú ansi mikil einföldun að halda það að þessar hugmyndir séu þvert á allar aðrar. Mikið hef- ur undanfarið verið rætt um há- lendisveg milli Norður- og Suður- lands, og eru margir mjög spenntir fyrir þeirri framkvæmd. Sá hálendisvegur yrði hinsvegar ca 100 km lengri en sá sem hér um ræðir. Og sú leið styttir leið- ina Reykjavík-Akureyri um 47 km, eða umtalsvert minna en hér um ræðir. En berum þessa hálend- isleið saman við nokkra fjallvegi sem fyrir eru á svæðinu. Leiðin úr Mjólká að Fjarð- arhorni í Kollafirði, frá sjó að sjó, gæti verið réttir 40 km. Vegurinn um Steingrímsfjarð- arheiði, frá sjó að sjó er 37 km. Þorskafjarðarheiði úr Ísafirði, frá sjó að sjó er 42 km. Dynjandisheiði, frá sjó að sjó er rétt um 30 km. Hugmyndasmiðjan Það er rétt að það komi skýrt fram að það er ekki ætlun mín að eigna mér þessar hugmyndir. Áhugahópur hefur verið að skoða þessi mál undanfarin misseri og meðal annars leitað í smiðju Norð- manna. Þar eru hálendisvegir af þessu tagi nokkuð algengir. Þá eru lögð göng upp úr þessum djúpu norsku fjörðum og upp á hálendið. Þar eru svo lagðir beinir og breiðir vegir. Á vetrum eru þeir þjónustaðir með öflugum snjóblásurum en á þeim afmörk- uðu svæðum sem snjósöfnun er vandamál er byggt yfir vegina. Og þá er ekki verið að tala um stein- steypta skála eins og t.d. á Óshlíð- inni, heldur er um að ræða rör eða „tunnel“ sem raðað er saman úr einingum úr trefjaplasti. Og einmitt það að geta byggt yfir vegina eftir á, er ákveðin bak- tryggingin í þessu dæmi. Kostnaður Göngin gætu kostað nálægt 800 milljónum. 67 km af hefðbundnum vegi, gætu kostað nálægt 2 millj- örðum. Samtals slagar þetta því í þrjá milljarða. Til að tengja saman norður- og suðursvæðin og jafnframt því að ná fram sambærilegri styttingu á leiðinni suður, hvort heldur frá norður- eða suðursvæði Vest- fjarða, hefur verið bent á jarðgöng og enn frekari þveranir fjarða í Breiðafirði. Í heildina geta það verið framkvæmdir sem væru ca 15 sinnum dýrari en sú sem hér er nefnd. Að auki er þar gert ráð fyrir talsverðu raski á umdeildum svæðum. Ber þar að nefna perlur eins og Dynjanda, Geirþjófsfjörð, Trostansfjörð og nokkra firði við Breiðafjörð. Þessi tillaga um há- lendisleið er því ekki aðeins mun ódýrari, heldur má að sama skapi telja hana vera í meiri sátt við umhverfið en aðrar. Þið megið kalla það brjálæði að leggja þetta til en það er enn meira brjálæði að horfa framhjá þeim mikla ávinningi sem þessi leið getur gefið, umfram aðrar. Hugsum hærra í vegamálum Sigurður Jón Hreinsson skrifar um vegamál á Vestfjörðum » Tenging norður- ogsuðursvæða Vest- fjarða jafnframt því að stytta leiðina til Reykja- víkur yfir 60 km fyrir norðursvæðið og 20 km fyrir suðursvæðið. Sigurður Jón Hreinsson Höfundur er áhugamaður um bættar samgöngur. Fréttir á SMS smáauglýsingar mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.