Morgunblaðið - 29.07.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.07.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 2007 37 UMRÆÐAN Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Sumarhúsalóð í Öndverðarnesi Til sölu leiguréttur í nýja Múraraland- inu, 6.000 fm leigulóð til 50 ára. Lóð- in er innst í botnlanga og liggur að bökkum Hvítár. Stutt í 9 holu golfvöll, (sem stækkar í 18 holur á næsta ári) og sundlaug með fríu afnoti á svæð- inu. Frábært útsýni. V. 5,5 millj. Sumarhús Berjabraut - Kjalarnesi Glæsilegt 83 fm 4ra herb heilsárshús á 2 hæðum við Berjabraut í landi Háls í Kjós við hlið Hvammsvíkur. Húsið er fullbúið að utan sem innan. Mjög stutt frá Reykjavík eða ca 35 mín. í akstri. Lóðin er leigulóð 2.255 fm að stærð. Mikil náttúrufegurð. V. 19,9 millj. Sumarhús Álfahraun - Grímsnesi Glæsilega vönduð hús við Álfahraun í landi Miðengis. Húsin eru 60 fm auk 25 fm gestahús samtals 85 fm Vega- lengd frá Rvík. ca 70 km. Húsin af- hendast fullbúin að innan sem utan Heilsárseignir á frábærum stað. Hiti í gólfi (hitaveita) Svæðið skipulagt með þjónustumiðstöð o.fl. Kjarrivax- nar 7.400–9.400 fm eignalóðir. Ca 150 fm verönd m/ heitum potti. Myndir á Mbl.is. Verð tilboð. Sumarhús Eyrar - Hvalfjarðarsveit Sérlega fallegt sumarhús á 2 hæðum, 53,5 fm auk svefnlofts ca 20 fm Raf- magnskynding (hitakútur). Húsið er byggt á staðnum á steyptum súlum. 0,7 hektara leiguland, kjarri vaxið, í landi Eyrarskógar, hús nr. 13. Góð staðsetning, stutt frá Rvík. Eign í góðu ástandi. (allt innbú getur fylgt, nema persónulegir munir) Teikningar á skrifstofu. Myndir á mbl.is Sumarhús Suðurland (Mörk) 6 Vandað 106 fm sumarhús á 4.190 fm eignarlóð í landi Markar í Flóahreppi, ca 17 km frá Selfossi. Lýsing eignar. Forstofa, eldhús, borðstofa/stofa, 2 rúmgóð herb. á neðri hæð, baðherb. Gólfefni neðri hæðar er steinteppi. Til efri hæðar er vandaður stigi. Lýsing efri hæðar. Svefnherb, opið rými sem nýtt er sem sjónvarpshol í dag, með útgengi á yfirbyggðar svalir. Úti- geymsla ca 12 fm sem verið er að leggja lokahönd á . Stutt í sund og aðra áhugaverða staði. V. 29,5 millj. Sumarhús Bjarnastaðir Sérlega fallegt og vel umgengið sum- arhús á þessu vinsæla svæði í upp- sveitum Borgarfjarðar, nánar tiltekið á Bjarnarstöðum í Hvítársíðu, ör- skammt frá Húsafelli. Húsið er skráð 57 fm með 3 svefnherbergjum og svefnlofti yfir hluta hússins. Pallur meðfram húsinu á þrjá vegu. Selst með innbúi eftir nánara samkomulagi. Rafmagnskynding, en rætt hefur verið um hitaveitu sem auðvelt er að nálgast að sögn eiganda. Frábær staðsetning. JARÐIR - LANDSPILDUR - SUMARHÚS YFIR 100 BÚJARÐIR OG LANDSPILDUR OG UM 60 SUMARHÚS Á SÖLUSKRÁ FM EINNIG Á SÖLUSKRÁ MIKILL FJÖLDI EIGNA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU. Sjá nánar á www.fmeignir.is - www.fasteignamidstodin.is LAUGARDAGINN 21. júlí birt- ist í lesbók Morgunblaðsins athygl- isverð grein eftir Bryndísi Björg- vinsdóttur, meistaranema í þjóðfræði við HÍ, um „Tyrkjarán- in“ svokölluðu frá 1627 en þeir at- burðir hafa verið mjög til umræðu í gegnum aldirnar og nú síðast er Vestmannaeyingar minntust þess- ara atburða með alls konar uppá- komum. Bar greinin fyrirsögnina „Hvers er verið að minnast? – Til varnar „Tyrkjum““. Bryndís skoðar þessa atburði í ljósi þess hvernig frásagn- ir af þessum atburð- um hafa verið notaðar í tímans rás, ekki hvað síst til að skapa ímynd hins illa, móta skil milli okkar, „hins réttláta kristna fólks“, og hinna, „hundtyrkjanna, ímyndar hins illa, heiðingjanna“. Hún bendir jafnframt á að þetta standist engan veginn nánari skoðun, t.d. með til- vísun til reisubókar séra Ólafs Eg- ilssonar, sem var einn af fórn- arlömbum þessara mannrána. Grein Bryndísar er vel skrifuð og fræðileg, með ítarlegri tilvísun í heimildir. Ég varð því ekki lítið hlessa þegar ég las grein eftir Einar Karl Haraldsson undir fyrirsögninni „Til varnar Vestmannaeyingum“. Einar kemst að því að grein Bryn- dísar sé túlkunarfræði sem ástund- uð séu í „eftirlegukimum marxism- ans í Háskóla Íslands“ og felist í því „að réttlæta alla þá er gera árás á kristna menningu og vest- ræna lífshætti“, og sé einhvers konar vulger marxismi til að „af- byggja merkingu sem flestra fyr- irbæra og stofnana samfélagsins vegna þess að þau séu tæki í hönd- um stéttaróvinarins“. Hvernig Ein- ar Karl kemst að þessari nið- urstöðu er mér hulin ráðgáta og reynir hann heldur ekki að rökstyðja hana, enda tómt bull. Að líta á fræðilega umfjöllun Bryndísar sem ein- hverskonar árás á Vestmannaeyinga er svo fullkomlega út úr kú að tekur engu tali. Sögulega atburði er oft erfitt að túlka, og það er rétt hjá Bryn- dísi að menn hafa til- hneigingu til að skoða þá í ljósi sinnar sam- tíðar sem eðlilegt er og þarf enga hugljómun til þess. Það er hins vegar sjálfsagt að líta til þess hvernig menn í tímans rás hafa notað sögulega atburði og túlkun á þeim til að þjóna pólitískum mark- miðum hvers tíma. Það er t.d. deg- inum ljósara að áhangendur þjóð- ernisstefnu 19. og 20. aldar túlkuðu eða mistúlkuðu ýmsa sögulega atburði til að kalla fram tilfinningar er þjónuðu mark- miðum þjóðernisstefnunnar. Ég held t.d. að sagnfræðingar framtíð- arinnar eigi margt ógert í að laga söguskoðun okkar er snertir sam- skipti okkar við Dani í gegnum aldirnar. Þar hefur margt verið ýkt og misfært til að kalla fram til- finningar í sjálfstæðisbaráttu Ís- lendinga. Ég vona svo sannarlega að sem flestir atburðir í sögu okk- ar verði „dregnir niður í túlk- unarsvamlið“ án þess að það þurfi að skoðast sem móðgun við bæj- arsamfélög eða einstaklinga. Það á líka við um blóðuga sögu kirkju og kristni í Evrópu og víðar. Slíkt á ekki heldur að þurfa að framkalla ómálefnalegt skítkast í fjölmiðlum. Séu menn ósammála fræðilegri túlkun á að svara henni efnislega og málefnalega. Ég hvet alla eindregið til að lesa athyglisverða grein Bryndísar Björgvinsdóttur í Lesbók Morg- unblaðsins. Til varnar rökrænni umræðu Kristján E. Guðmundss. skrifar um grein Bryndísar Björgvins- dóttur í Lesbók og svargrein Einars Karls Haraldssonar » Séu menn ósammálafræðilegri túlkun á að svara henni efnislega og málefnalega. Kristján E. Guðmundsson Höfundur er félagsfræðingur og framhaldsskólakennari. HVORT það sé rétt aðferð að festa sig upp í krana eða hlekkja sig saman og hindra umferð til að vekja athygli á mál- stað sínum eins og Saving Iceland hefur gert – eru skiptar skoðanir um. Hins vegar fannst mér fréttatilkynning þeirra áhugaverð sem send var út í gær, hinn 18. júlí, þar sem vakin er athygli á að umhverfismat á væntanlegu álveri í Helguvík sé unnið af aðilum sem eiga mikilla hagsmuna að gæta – og er verkfræðisamsteypan HRV nefnd í því samhengi. Kemur fram m.a. í matinu að mengun af verksmiðj- unni verði ekkert vandamál þar sem öll mengun mun hverfa með vindinum! Í Fréttablaðinu 28. mars sl. er HRV kynnt sem eitt fremsta ráðgjafar- og þjónustufyrirtæki í heiminum á sviði ál- og orkuiðnaðar. Jafn- framt kemur fram að áhersla fyrirtækisins verði að stórum hluta á álversiðnaðinn þar sem það hefur á mikilli þekkingu að byggja, en einnig sé horft til annars orkufreks iðnaðar. Einnig segir í sömu frétt „Fyrir utan að stýra með verkfræðingum Norðuráls uppbyggingu þar, erum við í samstarfi við Bechtel fyrir austan við byggingu Fjarðaráls, við vinnum að uppbyggingu álvers á Húsavík, við tökum þátt í und- irbúningi stækkunar í Straumsvík og sömuleiðis að undirbúningi ál- vers í Helguvík.“ Er einhver furða þó svo menn leyfi sér að draga í efa hlutleysi matsaðila? valgerdurhalldorsdottir.blog.is Siðleysi í umhverf- ismati á stóriðju? Er umhverfismat álvera unnið af hagsmunaaðilum spyr Val- gerður Halldórsdóttir » Bent er á að sömuaðilar og sinna um- hverfismati eigi beinna hagsmuna að gæta að af framkvæmd verði. Valgerður Halldórsdóttir Höfundur er formaður Sólar í Straumi. ókeypis smáauglýsingar mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.