Morgunblaðið - 29.07.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 2007 33
Nú háttar þannig til, að í september falla 85
milljarðar íslenzkra króna í gjalddaga í Jöklabréf-
um. Í venjulegum tilvikum mætti búast við því, að
eigendur þessara bréfa vildu endurfjármagna þau
og halda áfram að njóta hagnaðar af vaxtamun-
inum.
Ef hins vegar alþjóðlegir fjármagnsmarkaðir
eru að þorna upp vegna þess að eigendur pening-
anna vilji ekki taka þá áhættu sem þeir geta staðið
frammi fyrir, samanber það sem hér hefur verið
rakið að framan, er hugsanlegt að eigendur Jökla-
bréfanna geti ekki endurfjármagnað þau af því að
fjármagn sé hvergi að fá, þau greiðist upp og pen-
ingarnir hverfi út úr íslenzku hagkerfi.
Þá er ekki hægt að útiloka að gengi krónunnar
lækki fyrr en sérfræðingar hér hafa spáð, jafn-
framt því, sem við Íslendingar þurfum að fjár-
magna viðskiptahallann sem þessu nemur með
öðrum hætti. Að vísu er talið, að viðskiptahallinn
fari minnkandi og sá vandi þess vegna kannski
ekki mikill.
Um þetta fjallaði Ingimundur Friðriksson
seðlabankastjóri í erindi, sem hann flutti í Sviss í
byrjun júní sl. og sagði þá m.a.:
„Gengi íslenzku krónunnar er engu að síður
mjög næmt fyrir breytingum á mörkuðum, þar
sem fjárfestar fjármagna kaup sín, einkum Evr-
ópu, og á öðrum hávaxtamörkuðum. Jöklabréf fela
hins vegar í sér hættu á sviptingum í gengi krón-
unnar, ef skyndilegar breytingar verða t.d. á við-
horfi fjárfesta eða hvötum að baki vaxtamunarvið-
skipta. Umrót á mörkuðum í maí í fyrra og
nokkrar sviptingar í lok febrúar í ár eru dæmi um
þetta. Á móti kann að vega að bréfin eru að lík-
indum dreifð á mjög marga fjárfesta og eignasöfn.
Verulegur hluti fjárfesta í jöklabréfum er þó
væntanlega smáir evrópskir fjárfestar, sem eru
líklegri til að halda bréfum sínum á gjalddaga.“
Hér er því komið dæmi um það með hvaða hætti
sviptingar á fjármálamörkuðum vestan hafs og
austan gætu hugsanlega haft áhrif á íslenzkt efna-
hags- og atvinnulíf. Að vísu mundu sumir fagna
því, að gengi krónunnar lækkaði eins og t.d. sjáv-
arútvegurinn en aðrir mundu fá högg, t.d. þeir ein-
staklingar sem hafa tekið húsnæðislán í erlendum
gjaldmiðli.
Útrásin
S
tærri spurning er kannski hvaða áhrif
sviptingarnar á erlendum fjármála-
mörkuðum gætu hugsanlega haft á
stóru íslenzku útrásarfyrirtækin,
sem hafa verið að fjárfesta í öðrum
löndum, kaupa upp fyrirtæki, kaupa
hlutabréf í fyrirtækjum o.s.frv. Þau hafa að sjálf-
sögðu ekki verið að gera þetta allt fyrir eigið fé,
þótt staða þeirra, alla vega þeirra stærstu sé sterk
í þeim efnum, að því er talið er.
Þessi fyrirtæki eru mörg hver mjög skuldsett.
Umsvif þeirra hafa byggzt á aðgengi að miklu fé á
lágum vöxtum. Þau hafa notfært sér af mikilli út-
sjónarsemi þá stöðu, sem verið hefur á alþjóð-
legum fjármálamörkuðum á undanförnum árum
mikið framboð af peningum, sem hafa kostað lítið.
Gera má ráð fyrir, að þessi fyrirtæki þurfi að
endurfjármagna einstök verkefni sem þau hafa
staðið í við og við og þá vaknar sú spurning hver
staða þeirra er, ef peningaþurrðin, sem nú er talin
vera t.d. í Bandaríkjunum, heldur áfram.
Það er þetta samhengi hlutanna, sem hér hefur
verið rakið, sem við þurfum að skoða, þegar hér er
komið sögu. Vandamál, sem upp gætu komið hjá
íslenzku útrásarfyrirtækjunum, ekki af þeirra
völdum heldur vegna atburðarásar sem þau hafa
engin áhrif á, gætu birzt með ýmsum hætti hér
heima fyrir.
Þessi fyrirtæki hafa í sumum tilvikum fjárfest í
erlendum fyrirtækjum, sem eru skráð á markaði
og verða fyrir barðinu á verðfalli hlutabréfa eins
og allir aðrir. Á móti kemur að þau eru í flestum
tilvikum eignalega sterk og þess vegna þarf mikið
að ganga á áður en þau lenda í alvarlegum vanda-
málum.
Viðhorfin hér
H
ér heima fyrir hafa tengsl efna-
hagslífs okkar við það, sem ger-
ist í öðrum löndum, lítið verið
rædd í almennum umræðum eða
á vettvangi stjórnmálanna. Þó
er það svo, að við höfum upplifað
það aftur og aftur hvers konar áhrif atburðir á er-
lendum vettvangi geta haft hér. Skýrt dæmi um
það eru tvær verðsprengingar, sem urðu á olíu-
mörkuðum í upphafi og undir lok áttunda áratug-
arins. Hin fyrri þeirra átti mikinn þátt í að hleypa
óðaverðbólgunni af stað, sem hér geisaði milli
1970 og 1990.
Efnahagskreppan, sem hér hófst á miðju ári
1988 og stóð fram undir 1995 eða í sjö ár, var ein
hin lengsta og dýpsta á 20. öldinni. Hún átti að
verulegu leyti rætur að rekja til niðursveiflu í
efnahagslífi Vesturlanda. Og fleiri dæmi mætti
nefna í þessu sambandi.
Þess vegna er rík ástæða til þess að bæði rík-
isstjórn og Seðlabanki, og allir aðrir helztu þátt-
takendur í þessum leik, fylgist vel með sviptingum
af því tagi, sem hér hafa verið gerðar að umtals-
efni, á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.
Að mörgu leyti er æskilegt að hér fari fram ein-
hvers konar áhættumat. Hversu mikil hætta er á
ferðum fyrir okkar litla hagkerfi ef umrótið á al-
þjóðamörkuðum á eftir að aukast og koma við Ís-
land, Íslendinga og einstök fyrirtæki með afger-
andi hætti? Hefur einhver aðili hér yfirsýn yfir
það? Hefur ríkisstjórnin slíka yfirsýn? Hefur
Seðlabankinn hana? Hafa bankarnir hana?
Að hluta til er velgengni okkar Íslendinga á
undanförnum árum endurspeglun á velgengni
Vesturlandaþjóða og raunar Asíuþjóða einnig á
sama tíma.
Ef þessi jákvæða þróun snýst við getum við hins
vegar ekki búizt við því að slíkur umsnúningur
snerti okkar ekki á einhvern hátt.
» Geta vandamálin, sem upp hafa komið að undanförnu áfjármálamörkuðum í Bandaríkjunum og víðar haft áhrif hér
á Íslandi, á fjármálamarkaðinn hér, á íslenzku bankana og ís-
lenzk fyrirtæki, sérstaklega þau, sem hafa staðið í hinni svo-
nefndu útrás?
rbréf
Morgunblaðið/ÞÖK
minnir á þegar hann kom færandi hendi með fyrstu stjórnarskrána 1874. Í baksýn eru risavaxnir byggingarkranar sem teygja arma sína yfir lóð nýja ráðstefnu- og tónlistarhússins.