Morgunblaðið - 29.07.2007, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Atvinnuhúsnæði
Víkurhvarf 1 - Kópavogur - Sala eða leiga
Glæsilegt skrifstofu- og verslunarhúsnæði á þremur hæðum. Byggingin er samtals
7.337 fm. Birtar stærðir hæða eru eftirfarandi:
1. hæð er um 4.460,2 fm, þar af 3.696,4 fm stór salur.
2. hæðin er 1.199,3 fm.
3. hæðin er 718,0 fm. Um 208 bílastæði eru við húsið.
Upplýsingar gefa Haraldur, sími: 690 3665 og Þórhallur, sími : 899 6520
sölumenn atvinnuhúsnæðis.
Jón Sigfús Sigurjónsson Hdl. & Löggiltur FFS
Skúlagata 17 • 101 Reykjavík • Sími 566 8800
vidskiptahusid@vidskiptahusid.is • www.vidskiptahusid.is
Sölusýning í dag kl. 14.00 - 15.00
530 1800
Sælureitur í sveit - Stórkostlegt útsýni
Mjög vandað 102 fm 4ra herbergja heilsárshús á steyptum grunni. 6.700 fm kjarri
vaxin eignarlóð til móts við Kerið. 140 fm verönd í kringum húsið. Húsið er tilbúið
til afhendingar strax. Möguleiki á að taka íbúð upp í kaupverð. Verð 26,9 millj.
Einnig til sölu við Dvergahraun tvær lóðir 10.800 fm og 11.700 sem liggja saman
að skógræktarlandi.
Dvergahraun 18 - Miðengi - Grímsnesi
Akstursleið:
Fyrsta beygja til vinstri eftir að komið er framhjá Kerinu í Grímsnesi merkt
Miðengi – Ekið þaðan eftir merkjum Draumahúsa.
Upplýsingar gefur Ólafur í síma 824 6703.
ÓS II - HVALFJARÐARSVEIT
Um er að ræða 176,8 m2 íbúðarhús byggt árið 1982 ásamt 56,9 fm
bílskúr samtals 233,7 fm. Húsið stendur á 6.665 m2 eignarlóð úr
jörðinni Ós um 5 km frá Akranesi á svæði sem skilgreint er undir
búgarðabyggð. Verð 52 millj.
www.valholl.is
www.nybyggingar.is
Opið virka daga frá kl. 9.00-17.00.
Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast.
ESPIGERÐI
165 FM GLÆSIÍBÚÐ
Nýkomin í sölu glæsileg, 165 fm,
íbúð á 4. og 5. hæð, ásamt stæði í
bílageymslu. Vandaðar innrétting-
ar, parket á gólfum, þrennar svalir,
glæsilegt útsýni. Óskað er eftir til-
boðum í eignina. Allar frekari uppl.
hjá sölumönnum Valhallar.
Sími 588 4477
STARARIMI
GLÆSILEGT ÚTSÝNI
Nýkomið í sölu mjög fallegt, 200
fm, einbýlishús á einni hæð með
einstöku útsýni. Vandaðar innrétt-
ingar, 4 svefnherbergi, gegnheilt
parket, glæsilegur garður. 16 fm
sólstofa (stendur sér). Óskað er
eftir tilboðum í eignina. Allar frekari
uppl. hjá sölumönnum Valhallar.
Á FIMMTUDAGSKVÖLDIÐ
hinn 19. júlí var ég að koma heim
eftir að hafa eitt einni viku á hálendi
Íslands með vinum við útivist og
náttúruskoðun.
Ógleymanleg ferð. Eft-
ir að hafa verið í nær
engu sambandi við um-
heiminn þessa viku þá
hugsaði ég mér gott til
glóðarinnar og settist
niður fyrir framan
blaðabunkann sem
safnast hafði saman.
Rak ég þá augun í
Morgunblaðið frá 14.
júní þar sem stóð á for-
síðu, Lifnar yfir Mý-
vatni. Mjög ánægju-
legt, hugsaði ég og hóf
lesturinn. Heldur
þyngdist samt brúnin þegar mér
varð ljóst innihaldið og boðskap-
urinn. Í greininni var nefnilega verið
að vekja upp sama drauginn sem
lifði góðu lífi á þeim tíma sem ég var
framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar og
verið var að vinna umhverfismat
fyrir áframhaldandi starfsemi Kís-
iliðjunnar. Þessi draugagangur
gengur stuttlega út á það að allt sem
miður hefur farið í lífríki fugla, fiska
eða annarra lífvera frá upphafi
starfsemi Kísiliðjunnar sé af hennar
völdum. Það verður að segjast eins
og er að það var verulega á brattann
að sækja fyrir Kísiliðjuna að sann-
færa umhverfisyfirvöld um það að
þessi draugasaga væri ekki á rökum
reist þegar það er haft í huga að nær
allt vísindasamfélag líffræðinga í
landinu var búið að gera upp hug
sinn í málinu og taldi að draugasag-
an væri sönn. Þau undur gerðust
hins vegar að Kísiliðjan fékk grænt
ljós á að halda starfsemi áfram og
hefja námuvinnslu í Syðri flóa vatns-
ins þvert á það sem nær allir héldu.
Ástæðan fyrir þeirri niðurstöðu var
hins vegar einföld. Umfangsmikil
matsskýrsla sýndi fram á svo ekki
var um villst að starfsemi Kísiliðj-
unnar kæmi hvergi
nærri þeim sveiflum í
lífríki Mývatns eins og
sumir vísindamenn og
aðrir höfðu haldið
fram.
Að mínu mati var
það fernt sem skipti
sköpum í þessu sam-
bandi. Í fyrsta lagi kom
berlega í ljós að sú
kenning að dældu
svæðin tækju til sín allt
lífrænt efni af sléttum
botninum og kæmu þar
með að engu gagni fyr-
ir lífríki alls vatnsins,
átti sér enga stoð. M.a. var sýnt
fram á að engir setflutningar eru á
milli Syðri og Ytri flóa Mývatns. Í
öðru lagi bentu talningar á flórgoða
á Mývatni ekki til þess að Kísiliðjan
hefði neitt með viðgang þess fugla-
stofns að gera. En hnignun flór-
goðastofnsins hafði einmitt verið
notuð í mörg ár sem eitt skýrasta
dæmi um hversu slæm áhrif Kís-
iliðjan hefði á lífríkið eða þangað til
stofninn fór að braggast aftur svo
um munaði og náð meiri stærð en
fyrir daga Kísiliðjunnar. Þá hvarf
umræðan um þann stofn eins og
dögg fyrir sólu. Í þriðja lagi sýndi
skýrsla óháðra virtra erlendra vís-
indamanna á sviði vatnalíffræði, eft-
ir að hafa farið mjög vel yfir öll gögn
í málinu að beiðni ríkisstjórn-
arinnar, að draugasagan var ekki á
rökum reist og ég endurtek, ekki á
rökum reist. Þeir settu sig ekki á
móti því að námuvinnsla mundi hefj-
ast í Syðri flóa vatnsins. Í fjórða lagi
hafði vísindamönnum sem störfuðu
með gögn frá Mývatni ekki tekist að
koma fram með trúverðuga kenn-
ingu hvað þá auma tilgátu um það
orsakasamhengi sem gæti skýrt það
að starfsemi Kísiliðjunnar hefði
þessi víðtæku áhrif á lífríki vatnsins
eins og ýjað var að. Þetta atriði er
einkar athyglisvert þegar það er
haft í huga að á þessum tíma höfðu
nær samfelldar rannsóknir staðið
yfir við vatnið í um 30 ár.
Auðvitað kom margt fleira fram í
matsskýrslunum sem sýndi fram á
að Kísiliðjan kom hvergi að sveiflum
lífríkisins svo sem það að gögn um
fiskveiðar úr vatninu hafa ekkert
vísindalegt gildi eða að á botni
dældra svæða væri kominn bullandi
gróður og lífríki aðeins fáum árum
eftir dælingu. En plássið leyfir ekki
frekari röksemdir. Ég vil hins vegar
segja að ansi er Morgunblaðið farið
að leggjast lágt að koma með svona
fréttaflutning og það á forsíðu. Hvað
er það sem leiðir blaðið til þess að
vekja upp gamla drauga og hafa eft-
ir slík ósannindi eins og í þessu
máli? Ég er á þeirri skoðun að það
sé engum til gagns og síst Morg-
unblaðinu sjálfu að vera með svo
óvandaða fréttamennsku eins og
þessa þar sem menn eru að reyna að
réttlæta áratuga óvild og árásir á
Kísiliðjuna sem þvert á móti skilaði
Mývatnssveit og þjóðfélaginu öllu
miklum verðmætum og hjálpað til
við að byggja upp gott samfélag í
sveit.
Að lokum þá vil ég benda á að árið
2000 var lífríki á Mývatni með slík-
um blóma að menn mundu vart ann-
að eins. Mýstrókar voru með mesta
móti og viðgangur fugla mikill. Það
var einstakt að upplifa þessa hluti
og eru þeir vel skjalfestir á myndum
sem ég tók á þessum tíma. Gæti það
verið að það hafi verið Kísiliðjunni
að þakka þar sem hún var þá í full-
um rekstri? Annað sem vert er að
benda á er að veðurfar á Mývatni
hefur verið einstaklega hlýtt ef mið-
að er við árin áður eins og reyndar
allir landsmenn hafa reynt. Getur
það verið að þetta góða veðurfar hafi
eitthvað að gera með óvenju líflegt
lífríki vatnsins?
Mývatns-
draugurinn
Gunnar Örn Gunnarsson gerir
athugasemdir við frétt Morg-
unblaðsins um lífríki Mývatns
» Í greininni var nefni-lega verið að vekja
upp sama drauginn sem
lifði góðu lífi á þeim tíma
sem ég var fram-
kvæmdastjóri Kísiliðj-
unnar…
Gunnar Örn
Gunnarsson
Höfundur er fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri Kísiliðjunnar við Mý-
vatn, 1999-2002.
Fréttir í tölvupósti
smáauglýsingar
mbl.is
Fréttir
í tölvupósti