Morgunblaðið - 29.07.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.07.2007, Blaðsíða 26
stangveiði | veitt með Daða Þ. Þorgrímssyni 26 SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ ÍS L E N S K A S IA .I S O R K 3 81 51 0 7 /0 7 Orkuveita Reykjavíkur Sjáumst á vellinum! Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is S íðustu vikur hafa augu áhugamanna um laxveiði beinst að mótum fersk- vatns og jökulvatns í Borgarfirði, veiðistöðum á borð við Straumana, Brennu og Svarthöfða. Í vatnsleysinu hefur lax- inn hikað við að ganga í heimaárnar og hefur þess í stað legið og bunkað sig undir hettu jökulvatnsins; þar hefur hann beðið þess að rigndi, það yxi í ánum og hann gæti gengið áfram. Um miðja liðna viku voru tvenn hjón við veiðar á Brennu; þau eiga þar sína föstu daga og margir vildu hafa verið í þeirra sporum að þessu sinni. Hollið á undan þeim veiddi 22 laxa á fjórum vöktum, og þegar ég kom við hafði veiðin áfram verið ríf- andi góð; þau voru komin með 11 laxa og tvo sjóbirtinga á stangirnar tvær á tveimur vöktum. Daði Þröstur Þorgrímsson og Magnús Haraldsson hafa lengi starfað saman í Sparisjóðnum í Keflavík, og farið í margar veiðiferð- ir. Nú eru eiginkonurnar með í för, Jóhanna Birna Falsdóttir og Sig- urbjörg Halldórsdóttir.Konurnar eru ennþá uppi í húsi, seinni vaktin er nýhafin og Daði þegar búinn að landa einum laxi úr Möggustreng. „Við komum hingað fyrst fyrir um tuttugu árum en síðan kom nokk- urra ára hlé; síðustu fjögur fimm ár- in höfum við komið reglulega hingað með konunum,“ segir Daði. „Þetta eru kvennaferðirnar okkar.“ Við erum á Brennutanga, þarna eru ármót Þverár og Hvítár í Borg- arfirði. Á þessum skilum, sem og í Straumunum og við Svarthöfða, hef- ur líklega verið besta laxveiðin í sumar, á hverja stöng talið. Veiðisvæðið er ekki langt, einn samfelldur bakki, kannski 5-600 metrar. Efst kemur grjót út frá háum bakka, það eru Efstu grjót. Nokkru neðar ganga klappir út í strauminn og enn neðar, svona um 50 metrum, eru aftur nokkrir stein- ar við aðalstrenginn; það er Mögg- ustrengur, og búið er að smíða tröppur niður að honum, til að auð- velda aðgengið. „Þetta er aðalveiði- staðurinn í sumar,“ segir Daði. Hann hefur gefið um 70% fiskanna sem eru færðir til bókar. Talsvert neðar er enn einn grjótraninn, þá malareyri þar sem oft má setja í sjó- birtinga, ekki síst síðsumars. Neðst á svæðinu eru miklar klappir, þar má hitta á lax á göngu og kvöldið áð- ur náði Daði tveimur þar á spúninn, 20 gramma Tóbí. Það voru fyrstu spúnalaxar sumarsins á Brennu. Sjö á fyrstu vaktinni „Við fengum sjö á fyrstu vaktinni, í gærkvöldi,“ segir Magnús. „Þar af komu fjórir úr Möggustreng, það er mikið af fiski þar,“ bætir Daði við. Það er ábyggilegt, laxinn stekkur reglulega í strengnum – en hann stekkur líka víða. Það er örugglega gríðarmikið af fiski á svæðinu. „Já, hann sýnir sig mikið,“ segir Magnús. „En það eru engin skil sjá- anleg núna, Þverá er svo lítil að jök- ulvatnið gengur meira að segja að- eins upp í hana.“ Daði fer niður að Möggustreng, kastar maðkinum nokkrum sinnum og lætur hann reka niður mjólk- urlitan strenginn. Dagurinn er hlýr og hægur norðan andvari; skýja- bakkar yfir fjöllunum sunnan við okkur. Skyndilega er lax runninn á krókinn hjá Daða og þá hefst snörp viðureign. Fiskurinn strikar nokkr- um sinnum út í strenginn og síðustu rokuna tekur hann þegar Daði hefur nær því strandað honum á lítill eyri við strenginn. En skömmu síðar er hann búinn að gefast upp og Daði hampar hróðugur lúsugum fimm, sex punda fiski. „Hann er flottur þessi,“ segir hann þegar hann kem- ur upp á bakkann. Jóhanna og Sig- urbjörg hafa komið gangandi úr veiðihúsinu og fylgdust ásamt Magnúsi með viðureigninni. „Ég var búinn að finna fyrir honum áður en ég var bara rólegur og bjóst við því að hann tæki,“ segir Daði. Magnús skoðar laxinn og segir hugsi, „Þeir eru þykkir um þunn- ildin. Fínir fiskar sem við höfum ver- ið að ná.“ Hann gengur síðan ásamt Sigurbjörgu upp að Efstu grjótum. Láttu svo skralla Daði fer aftur niður að strengnum og fiskar skvetta sér sitthvorum Hann elti stundum upp að fótum á okkur Morgunblaðið/Einar Falur Átök Daði Þ. Þorgrímsson rennir lúsugum göngulaxi á þurrt land við Brennu. Möggustrengur, gjöfulasti veiðistaður svæðisins, er við grjótin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.