Morgunblaðið - 29.07.2007, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 29.07.2007, Blaðsíða 56
Það er magnað hvað fortíðarþráin getur verið sterk, hún getur gert menn bæði blinda og heyrnarlausa … 60 » reykjavíkreykjavík Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is FALLIÐ er hátt, 67 metrar, en Hallgríms- kirkja er, til samanburðar, 76 metra há. 38 stukku fram af brúnni í fyrra og eru lík fjög- urra enn ekki fundin. Þessi skelfilega hlið brúarinnar er umfjöllunarefni kvikmynda- gerðarmannsins Eric Steel í heimildarmynd- inni Brúnni (The Bridge). Steel fylgdist með brúnni frá báðum endum árið 2004 og festi á filmu hvorki meira né minna en 23 sjálfsvíg. Nokkur þeirra eru sýnd í myndinni og rætt er við ættingja og vini nokkurra látinna. Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við Steel um þessa óvenjulegu og umdeildu heimildar- mynd sem sýnd verður á Bíódögum Græna ljóssins sem hefjast 15. ágúst næstkomandi. Hvað fékk þig til að gera þessa mynd? „Ég sá flugvélarnar lenda á World Trade Center turnunum. Ég tók eftir því að margir kusu heldur að stökkva út úr byggingunum en að verða eldinum að bráð. Þegar ég las svo grein í New Yorker, tveimur árum síðar, um að fólk væri í tugatali að svipta sig lífi með því að stökkva fram af Golden Gate-brúnni, fannst mér þetta tvennt tengjast. Að sá sem stykki fram af brúnni væri að flýja eitthvert víti sálarinnar, hinir logandi víti. Ég gat ekki hætt að hugsa um þetta.“ Hvernig var að fylgjast með þessu í gegn- um linsu kvikmyndavélarinnar, að vita að það hlyti að koma að því að einhver svipti sig lífi? „Ég held ég hafi að vissu leyti verið búinn undir þetta, eftir að hafa fylgst með fólkinu stökkva út úr World Trade Center. Það leið vart sá dagur að við héldum ekki að einhver væri að fara að svipta sig lífi. Við vorum því afar kvíðin og tilbúin með farsíma í hönd að hringja á hjálp, að gera allt til að bjarga lífi þessa fólks. Við tókum myndir af þúsundum manna og fylgdumst með sumum í margar klukkustundir. Flestir héldu að lokum á brott, hittu vini o.s.frv. Við vorum svo langt frá, sáum ekki það vel hvað var að gerast og heyrðum ekki í fólki. Það var því ómögulegt að gera greinar- mun á ferðamanni og manni sem var í sjálfsvígs- hugleiðingum.“ Hvernig viðbrögð fékkstu við myndinni eftir frumsýningu, og þá sér- staklega ættingjum og vin- um hinna látnu? „Ég kveið því auðvitað að sýna vinum og ættingjum hinna látnu myndina. En ég held þó að allir hafi tekið mér og myndinni opnum örmum og sýnt mér stuðn- ing. Það sem skiptir mestu máli í myndinni er þessi ósýnileiki og þögn sem um- lykur sjálfsvíg, að fólk þorir ekki að ræða þau eða viðurkenna að þau séu vandamál. Ættingjar hinna látnu sýndu mikið hugrekki með því að ræða um þetta með jafn- opinskáum hætti. Dagblöðin í San Francisco fjölluðu ekkert um sjálfs- víg í marga áratugi en nú taka þau viðtöl við fólk sem hefur hugleitt sjálfs- víg, hefur reynt að svipta sig lífi og fylgjast grannt með hugmyndum um að reisa sjálfsvígstálma á brúnni.“ Sjálfsvígstálmi margumræddur Talandi um þennan sjálfsvígstálma, það hefur mikið verið rætt um nauðsyn slíks tálma en þó hefur enginn tálmi verið reistur. Kannaðirðu þá hlið málsins eitthvað? „Ég vildi ekki hafa það með í myndinni, hún er um annað og meira en tálmann. Ég tel þó mikilvægt að koma upp slíkum tálma. Þetta er að mörgu leyti skrítið, löngu áður en ég hóf gerð myndarinnar birt- ist grein í New Yorker þar sem farið var yfir allar þær ástæður sem yfirvöld hafa gefið fyrir því að reisa ekki slíkan tálma. Hann hef- ur þótt of dýr í framkvæmd, of flókið að reisa hann, of ljótur fyrir brúna. Í blaðinu voru allar þessar ástæður sundurtættar og vísað til föðurhúsanna. Þá hugsaði ég með mér: „Jæja, nú hlýtur ein- hvers konar tálmi að verða reistur,“ en allt kom fyrir ekki. Ekkert var gert. Þrýsting- urinn hefur nú aukist á yfirvöld, eftir að við sýndum fólk fremja sjálfsvíg á brúnni. Nú er hafin rannsókn á því hvað hægt sé að gera og niðurstaða fyrsta hluta hennar er sú að verk- fræðilega er mögulegt að reisa svona hindr- un.“ Steel segist hafa haldið sér sem sögumanni viljandi utan við frásögnina. Áhorfandinn verður hans aðeins var sem auga bak við lins- una og í svörum ættingja og vina hinna látnu. „Það eru engir sérfræðingar í myndinni að segja manni hvað manni eigi að finnast, eng- inn segir manni hvernig maður eigi að meta það sem maður sér eða heyrir. Þannig vildi ég hafa það.“ Þú hefur verið sakaður um að misnota þér aðstæður þessa fólks sem svipti sig lífi og ættingja þess, hverju svararðu því? „Á móti hverjum neikvæðum dómi hefur myndin fengið fimm til tíu lofdóma. Það var óhjákvæmilegt að myndin kæmi illa við suma, ég skil vel að sumum líði illa af því að horfa á hana því umfjöllunarefnið er óþægilegt. Við viljum helst ekkert vita af sjálfsvígum, hvað þá sjá þau. Fólk veit ekki alltaf hvernig það á að bregðast við.“ Steel segir að Brúin spyrji vissulega spurn- inga um hlutverk kvikmyndagerðarmannsins, en einnig um hlutverk manna í nútímasam- félagi almennt. „Það er ekki erfiðast að horfa á fólk svipta sig lífi í myndinni. Það er erfið- ast að horfa á þau atriði sem sýna manneskju standa á brúarriðinu, um það bil að svipta sig lífi, og vegfarendur ganga fram hjá henni án þess að virða hana viðlits.“ GULLNA HLIÐIÐ GOLDEN GATE-BRÚIN Í SAN FRANCISCO ER FAGURT MANNVIRKI OG VERKFRÆÐIAFREK, LIGGUR YFIR HIÐ SVONEFNDA GULLNA HLIÐ, SUNDIÐ SEM TENGIR KYRRAHAF OG SAN FRANCISCO-FLÓA Í BANDARÍKJUNUM. EKKERT ANNAÐ MANNVIRKI HEIMS ER JAFNOFT NOTAÐ TIL SJÁLFSVÍGA. AP Mikilfengleg Golden Gate brúin í San Fransisco var tilbúin árið 1937 og var þá stærsta hengibrú heims. Nú er hún sú næststærsta í Bandaríkjunum á eftir Verrazano-Narrows brúnni í NY. Leikstjórinn Eric Steel leikstjóri The Bridge segir afskiptaleysið erfiðast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.