Morgunblaðið - 29.07.2007, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.07.2007, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLINDIN VATN þeirra í austri, Ný-Sjálendingar. Þegar höfundur bjó til nokkurra ára í Brisbane í Queensland, Ástralíu, fyrr á þessum áratug, þótti sjálfsagt að nota endurnýtt vatn til að vökva garðinn, jafnvel baðvatn. Hvers kyns bruðl með vatn var illa séð enda hafa þurrkar leikið efnahag sumra svæða Ástralíu grátt og ófáir bændur þurft að leggja upp laupana af þeirra völdum. Ástralía er auðugt land og stórt – um fimm tíma tekur að fljúga til Perth frá austurströndinni. Íbúa- fjöldinn er hins vegar aðeins um 21 milljón, eða brotabrot af mannfjölda stærstu Asíuríkjanna. Það stingur enda helst í augun á heimskorti af vatnsforðanum að bæði Indverjar og Kínverjar, þar sem um 2,4 milljarðar búa, glíma við alvarleg vandamál vegna takmarkaðs aðgangs að vatni, samkvæmt skilgreiningu SÞ, og á notkun almennings og iðn- aðar aðeins eftir að aukast í þessum löndum. Kann þetta að verða til að efla sam- skipti Kínverja og Rússa, líkt og gerst hefur í orkumálum síðustu ár. Hundruð milljóna búa við skort á vatni í Kína Ljóst er að vatnsskortur mun hafa mikil áhrif á alla framþróun í Mið- Austurlöndum, en íbúar þeirra ríkja og Norður-Afríku eru einna ber- skjaldaðastir fyrir takmörkuðu að- gengi að vatni. Góður hagvöxtur hef- ur hins vegar verið í mörgum ríkjum Afríku og þegar hann helst í hendur við pólitískan stöðugleika skapast skilyrði fyrir uppbyggingu vatns- veitna og vatnshreinsbúnaðar. Álag á vatnsdreifikerfin er að aukast og mun halda áfram að gera það í Kína og á Indlandi, svo dæmi séu tekin. Til marks um umfang vandans er áætlað að 538 milljónir Norður-Kínverja búi við takmark- aðan aðgang að vatni, eða aðeins 14 prósent heildarmagnsins í landinu. Þá búa samtals um 1,4 milljarðar manna í heiminum nú við vatns- uppsprettur þar sem meira er tekið en bætist við með sjálfbærum hætti. Að auki getur mengun – til að mynda frá landbúnaði – spillt vatnsbólum og komið í veg fyrir endurnýjun fersk- vatns. Gengið hratt á forðabúrin Vandinn hefur því víðtæka skír- skotun og eru loftslagsmálin ná- tengd honum af ýmsum sökum. Deilt er um vatnsfreka etanólframleiðslu til að draga úr losun gróðurhúsa- lofttegunda, því það þarf til að mynda allt að 900 lítra af vatni til að rækta eitt kíló af maís. Þá mun vítahringur aukinna flóða, þurrka og elda samfara spáðri hlýnun draga úr getu jarðar til að binda kol- díoxíð, CO2, í lífmassa sem og vatn í gróðri og jarðvegi. Til að setja vatnsþörf maíssins í samhengi þarf kíló af hrísgrjónum um 1.900 lítra, kílóið af fuglakjöti um 3,500 lítra og kílóið af nautakjöti 15.000 lítra, eða 15 tonn! Vaxandi eft- irspurn eftir kjöti mun því auka vatnsþörfina enn frekar. Víða er gengið hraðar á vatnsforð- abúr en þau endurnýja sig. Ágætt dæmi er Mexíkóborg en miðað við núverandi sókn í vatnsforðabúrið undir borginni mun það endast í að hámarki 150 til 200 ár og er þá ekki miðað við sífellt aukna notkun. Eftir því sem minnkar í vatnsbólinu verður erfiðara að dæla vatninu upp, auk þess sem dregur úr gæðunum. Þau tímamót verða á næsta ári að fleiri munu búa í borgum en sveitum, þróun sem mun að öllum líkindum kalla á frekari vatnsnotkun. Kaíró og Peking eru á meðal stór- borga þar sem aðgangur að vatni er vaxandi áhyggjuefni. Fleiri Í HNOTSKURN »Alls er talið að 2,6 milljarðar manna hafi ekki aðgang að mann-sæmandi hreinlætisaðstöðu. »Um 1,4 milljarðar manna búa á svæðum þar sem meira vatni erdælt upp en endurnýjast með sjálfbærum hætti. »Um 31 prósent af ferksvatni heims er að finna í Suður-Ameríku,12 sinnum meira en á hvern einstakling í Suður-Asíu. »Vatnsgeymslugetan í Bandaríkjunum er 6.000 rúmmetrar áhvern einstakling, 43 í Eþíópíu, þar sem einn af hverjum sjö hefur aðgang að hreinlætisaðstöðu. »Bætt hreinlætisaðstaða er talin eiga þátt í að meðalaldur í Bret-landi hækkaði um 15 ár á áratugunum fjórum eftir 1880. »Tífalt meira fé er varið til hermála í Eþíópíu en til uppbyggingarvatns- og hreinlætiskerfa. » Í Pakistan er hlutfallið 47 á móti einum hernum í vil.»Sú hugmynd verkfræðingsins William Mulholland að beina vatnifrá Owens Valley til Los Angeles um 1900 er talin upphafið að vexti borgarinnar. »Árið 2050 er talið að allt að fjórir milljarðar manna, eða þrett-ánfaldur íbúafjöldi Bandaríkjanna í dag, muni búa í löndum þar sem er stöðugur vatnsskortur. »Tekið skal fram að deilt er um gögn í vatnsvísindum og ber aðtaka þeim tölum sem hér eru settar fram með þeim fyrirvara. „Bláa gullið“ mun hafa mikil áhrif á stjórnmál í Kína Eyðing Framrás eyðimarka og þurrkar eru víða ógn við vistkerfi.  14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.