Morgunblaðið - 29.07.2007, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 29.07.2007, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 2007 63 Dagskrá: Föstudagur 3. ágúst, kl. 22.00 Abbakvöld. Hitum upp fyrir skemmtilega helgi með því að horfa á Abba flytja okkur sín vinsælustu lög í góðum hljómgæðum á risaskjá. Laugardagur 4. ágúst, kl. 14.00 Gönguferð á Varmalækjarmúla. Klukkustundar góð ganga upp. - 360 m. hár - Einstakur útsýnisstaður. Kl. 17.00, Tónmilda Ísland - Frábært prógram þar sem íslensk tónlist og íslensk náttúra fallast í faðma. Kl. 21.00, Pallasöngur - Valdi í Brekkukoti Við setjum borð og stóla út á stéttina, njótum útsýnisins og höfum það huggulegt. Valdi mætir með nikkuna, syngur, spilar, fer með gamanmál og stjórnar fjöldasöng. Kl. 22.00, Tónleikar: Jónas Sigurðsson & Jazirkus Jónas er fyrrum Sólstrandagæi og lag hans Rangur maður naut mikilla vinsælda. Nýja platan hans "Þar sem malbikið svífur mun ég dansa" er frábær og hefur hlotið einróma lof gagnrýnanda. - Þetta er alvöru tónlistarviðburður! - Miðaverð kr. 1000 - hálfvirði fyrir tjaldgesti. Sunnudagur 5. ágúst, kl. 15.00 Sönglög á sunnudegi. Barbara og Íris Guðbjarts- dætur flytja íslensk sönglög við undirleik Viðars Guðmundssonar. Kl. 17.00, Tónmilda Ísland - Ef þú misstir af þessu á laugardeginum hefurðu tækifæri til að bæta það upp. Kl. 21.00, Karaoke keppni Börn geta skráð foreldra sína til keppni frá kl. 15-17 um daginn - valið lög og hárkollu! Kl. 22:30, Daddi Diskó Daddi keyrir upp stuð og spilar alla helstu diskó- smellina. Gamlir taktar munu taka sig upp og nýir verða örugglega til. - Sveitastuð eins og það gerist best. Leiktæki: Risaleikkastali, sparkvöllur, frisbígolfvöllur, útitafl, skriðkringla, útikeila, trambólín o.fl. Fjölskyldukort: Gildir fyrir foreldra og börn upp að 16 ára í þrjár nætur. Einnig innifalið aðgengi að Mini- golfi, sturtum og heitum pottum alla dagana. 7500 kr. ef dvalið er á Stekkjarvelli, 6000 kr. ef dvalið er á Fauskvelli. Á svæðinu er einnig veitingastaðurinn Tíminn og vatnið - sem býður upp á góðar veitingar og einstakt umhverfi. Fossatún er fyrirtaks tjaldsvæði. sími 433 58 00 – www.fossatun.is info@steinsnar.is Sími 590 5000 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 8 1 0 2 Eigum frábært úrval nýlegra lúxusfólksbíla og jeppa frá Volkswagen, Audi og Mercedes Benz með allt að 90% lánum á afar hagstæðum kjörum. Bílarnir eru til sýnis á Bílaþingi, Laugavegi 174. Opið kl. 10–18 á Laugavegi 174 VW Touareg V6 bensín Skr. d. 2.9.2005 Dráttarbeisli, loftpúðafjöðrun lykillaust aðgengi, vindskeið aurhlífar, leðurinnrétting xenon-ljós Verð 5.150.00 kr. HVAÐ gerði Britney Spears í gær, hvaðan ætla Angelina Jolie og Brad Pitt að ættleiða næst og hverju klæddist Victoria Beckham í síðasta innkaupaleiðangri sínum? Svarið við þessum spurningum og mörgum fleiri má finna á vefsíð- unni people.com sem er ein vinsæl- asta slúðurvefsíðan í dag. Á síðunni má finna allt sem maður þarf að vita um fræga fólkið og ætti hún því að uppfylla þarfir þeirra sem hafa gaman af því að fylgjast með lífi stjarnanna. Tímaritið People hefur löngum mátt finna í hillum bókabúða og þótt það sé sannkallaður slúð- ursnepill þá stendur það mörgum öðrum slíkum tímaritum skrefi framar í fagmennskunni og svo er einnig með vefsíðuna. Fréttirnar þar eru ekki settar fram í hneyksl- anlegu slúðurformi og myndbirt- ingar eru ekki grófar ólíkt því sem gerist hjá sumum keppinautunum. Á people.com má ekki aðeins finna nýjustu fréttir og myndir af stjörnunum heldur er þar líka ýmis annar „gagnslaus“ fróðleikur. Til dæmis birtist í lok hverrar viku reitur með tíu bestu setningum stjarnanna þá vikuna. Í þessari viku má m.a. finna þar orð Lindsay Lohan, „Ég er saklaus,“ sem hún mælti eftir að hún var handtekin í Hollywood fyrir að keyra drukkin. Kosningar um hitt og þetta fara líka reglulega fram. Lesendur geta kosið hvort þeim finnst einhver til- tekin leikkona flottari með ljóst eða dökkt hár, eða hvorri stjörn- unni fötin fara betur, þ.e. ef þær hafa slysast til að klæðast svip- uðum fötum opinberlega. Nið- urstöður þessara kosninga eru síð- an oft birtar í tímaritinu sjálfu sem kemur út vikulega. Myndbönd má líka finna á síð- unni og á hverjum mánudegi er hægt að skoða stuttan vefþátt sem nefnist What You Missed Over the Weekend og uppfræðir vefsíðugesti um slúður nýliðinnar helgi. Ef smellt er á tengilinn Celebs kemur samt það besta: „Stjörn- urnar frá A til Z, allt sem þú þarft að vita um vinsælustu stjörn- urnar.“ Þar er hægt að smella á nafn uppáhaldsstjörnunnar og fá upp allar þær fréttir og myndir sem hafa verið birtar um hana á People-vefnum frá upphafi. Ef Ma- donna er til dæmis valin má skoða um 130 myndir af henni og lesa fréttir aftur til 12. júní 2001 auk ýtarlegs æviágrips. Þannig er hægt, með hjálp people.com, að fara á ónettengdar slóðir í lengri tíma en vera samt með allar slúð- urfréttir á hreinu þegar heim er komið. Ofbirta Nicole Richie var stjarna dagsins sem þessi skjámynd var tekin. Stjörnuslúður Vefsíða vikunnar: people.com www.people.com HJARTAKNÚSARINN Brad Pitt og Gwyneth Paltrow munu leiða saman hesta sína í nýrri kvikmynd, Búrabrellur (Dirty Tricks). Líkt og alheimur veit voru stjörnurnar par í rúmlega þrjú ár, en áður léku þau saman í meistaraverkinu Á ystu nöf (Se7en). Þá framleiddi Pitt mynd- ina Running With Scissors þar sem Paltrow lék snælduvitlausa dóttur geðlæknis nokkurs. Nýja kvikmyndin fjallar um eft- irköst Watergate-hneykslisins sögufræga og skartar einnig stór- leikkonunum Annette Bening, Me- ryl Steep og Sharon Stone. Water- gate-hneisan skók Bandaríkin í kjölfar þess að ljóstrað var upp um hleranir manna Nixons forseta í höfuðstöðvum demókrata. Fyrirhugað er að tökur hefjist í desember. Brad Pitt og Gwyneth Paltrow hneyksla Gwyneth Mun aftur lifna í gömlum glæð- um á milli Gwyn og Brads?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.