Morgunblaðið - 29.07.2007, Blaðsíða 46
46 SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Sigrún Blöndalfæddist í
Reykjavík hinn 16.
nóvember 1908.
Hún lést á Hjúkr-
unarheimilinu Sól-
túni hinn 20. júlí
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Jónatan Þor-
steinsson, hús-
gagnasmíðameist-
ari, kaupmaður og
bæjarfulltrúi í
Reykjavík, f. 14.
maí 1880, d. 2.
nóvember 1933 og kona hans
Guðrún Sigurðardóttir, hús-
freyja, f. 14. júní 1883, d. 13. nóv
1918.
Sigrún giftist 10. ágúst 1932
Axel Hannessyni Blöndal lækni, f.
í Winnipeg í Kanada, 31. október
1904, d. 6. ágúst 1990. Foreldrar
hans voru Hannes Gunnlaugsson
Stephensen Blöndal, f. 23. októ-
ber 1863, d. 9. september 1932 og
Soffía Jónatansdóttir, f. 2. júní
1872, d. 23. apríl 1943. Börn Sig-
rúnar og Axels eru: 1) Hannes
Blöndal, f. 10. janúar 1937,
kvæntur Ester Kaldalóns, f. 31.
janúar 1938. Börn þeirra eru
Axel, sambýliskona
Sóley Hjartardóttir,
Hannes, sambýlis-
kona Sigríður Guð-
mundsdóttir og Sig-
rún Erla, gift
Þorkeli M. Gunnars-
syni. Barnbörnin
eru fimm, Jóhanna
Ester, Gunnhildur
Anna, Guðmundur
Axel, Erla Karen og
Hannes. 2) Guðrún
Blöndal, f. 18. sept-
ember 1939, gift
Hauki Þorsteins-
syni, f. 26. febrúar 1938. Börn
þeirra eru: Axel, Laufey, gift
Baldvini Valdimarssyni og Sig-
rún, gift Baldri Þór Gunnarssyni.
Barnabörnin eru fjögur Haukur,
Halldóra, Guðrún Ósk og Gunnar
Geir.
Sigrún bjó í Reykjavík mest
alla ævina utan nokkurra ára er-
lendis. Hún gekk í Miðbæjarskól-
ann og síðar Kvennaskólann í
Reykjavík. Hún var heimavinn-
andi húsmóðir alla sína tíð. Síð-
ustu ár ævinnar dvaldi Sigrún á
Hjúkrunarheimilinu Sóltúni.
Útför Sigrúnar fór fram í kyrr-
þey að ósk hinnar látnu.
Tengdamóðir mín Sigrún Blöndal
sem lengst af bjó í Drápuhlíð 11 er
látin níutíu og átta ára að aldri eftir
erfið veikindi um tíu ára skeið.
Ég kynntist Sigrúnu fyrst er ég
fyrir um fjörutíu og sjö árum fór að
gera hosur mínar grænar fyrir dótt-
ur hennar, Guðrúnu Blöndal. Óneit-
anlega gætti smá kvíða hjá sveita-
stráknum að hitta þau merkishjón
Sigrúnu og Axel Blöndal en sá kvíði
reyndist óþarfur því mér var tekið
eins og besta syni frá fyrsta degi.
Sigrún var glæsileg kona, vel
menntuð og hafði frábært minni og
minntist oft á veru sína erlendis
bæði í Vínarborg og Danmörku en
eiginmaður hennar Axel Blöndal
var þar í framhaldsnámi í læknis-
fræði um fjögurra ára skeið. Einnig
minntist Sigrún þeirrar miklu
reynslu sem hún varð fyrir aðeins
tíu ára gömul er hún missti móður
sína úr spánsku veikinni og tvö al-
systkin og tvö hálfsystkini á sama
árinu. Allt þetta markaði djúp spor í
barnssálina.
Ég vil að lokum þakka tengda-
móður minni þá miklu umhyggju og
ástúð sem hún sýndi börnum okkar
en tvö þau eldri voru heimagangar
hjá ömmu sinni og afa meðan þau
voru lítil.
Ég vil fyrir hönd fjölskyldunnar
þakka öllu starfsfólki Hjúkrunar-
heimilisins Sóltúns fyrir frábæra
umönnun þau ár sem hún dvaldi
þar.
Blessuð sé minning Sigrúnar
Blöndal.
Haukur Þorsteinsson.
Okkur langar í fáum orðum að
minnast ömmu okkar og þakka fyrir
alla þá ást og umhyggju sem hún
sýndi okkur alla tíð.
Á kveðjustundu koma upp í hug-
ann margar minningar frá liðnum
árum. Það var alltaf gott að koma í
Drápuhlíðina og þau voru ófá skipt-
in sem við fengum að gista hjá
ömmu og afa sem alltaf áttu nægan
tíma til að sinna okkur. Amma lum-
aði alltaf á einhverju sem hún vissi
að litlu sérvitringunum þótti gott,
sama hvað var, það var alltaf til.
Amma var glæsileg kona og góð
fyrirmynd. Hún var dugleg að
hreyfa sig og meðan heilsa leyfði
voru það sennilega ekki margir dag-
ar sem hún sleppti göngutúrnum.
Þrátt fyrir erfiða síðustu daga
gleðjumst við yfir því að nú ert þú
laus úr viðjum erfiðra og langra
veikinda. Við trúum því að þú hafir
nú aftur hitt afa sem hefur tekið vel
á móti þér.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku amma, Við þökkum þér
fyrir allt. Það voru forréttindi að
hafa átt þig sem ömmu.
Guð blessi minningu þína.
Axel, Laufey og Sigrún.
Sigrún Blöndal
Vönduð og persónuleg þjónusta
Inger Steinsson,
útfararstjóri,
s. 691 0919
Sími 551 7080
Bárugötu 4, 101 Reykjavík.
Ólafur Örn
útfararstjóri,
s. 896 6544
Inger Rós
útfararþj.,
s. 691 0919
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
vinarhug við andlát og útför ástkærrar móður
okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og systur,
HELGU SIGTRYGGSDÓTTUR,
Engihjalla 11,
Kópavogi,
sem lést miðvikudaginn 11. júlí.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki St. Jósefs-
spítala í Hafnarfirði fyrir góða umönnun og vingjarnlegt viðmót.
Ólöf Stefánsdóttir,
Sigtryggur Stefánsson, María Markúsdóttir,
Sævar Stefánsson, Margrét Gunnarsdóttir,
Valborg Stefánsdóttir, Þórólfur Kristjánsson,
Kolbrún Stefánsdóttir, Jóhannes Reynisson,
Sigurður Stefánsson, Svava Guðmannsdóttir,
Haukur Sigtryggsson, Unnur Helgadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, sem með
hlýhug, nærveru og samúðarkveðjum minntust
okkar ástkæra eiginmanns, föður, sonar, bróður,
mágs, barnabarns og tengdasonar,
HAFÞÓRS SVEINJÓNSSONAR,
Burwell,
Cambridge,
Englandi,
sem lést föstudaginn 22. júní.
Guð blessi ykkur öll.
Elsa Jensdóttir,
Kristján Hafþórsson,
Tinna María Hafþórsdóttir,
Alexandra Hafþórsdóttir,
Hrefna Pétursdóttir,
Sveinjón Björnsson,
Jóhanna Sveinjónsdóttir,
Ásdís Sveinjónsdóttir,
Erla Guðmundsdóttir,
Jóhann Tómasson,
Pétur Hafliði Ólafsson
Kristín María Eggertsdóttir,
Jens Gíslason
og fjölskyldur.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar,
GUÐMUNDAR ÞORGRÍMSSONAR,
Snorrabraut 34.
Guðrún Guðmundsdóttir, Bjarni Þórðarson,
Þorgrímur Guðmundsson, Rannveig S. Guðmundsdóttir,
Dagný Guðmundsdóttir, Hjörtur Þór Hauksson,
Ásdís Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Við þökkum kærlega öllum þeim, sem sýndu okkur
samúð og stuðning við andlát og útför og heiðruðu
minningu elskulegs eiginmanns míns, föður,
tengdaföður, afa og langafa,
ÞORVALDS SÆMUNDSSONAR
kennara,
Brúnavegi 9,
Reykjavík.
Hlýhugur ykkar hefur verið okkur mikils virði.
Jakobína Jónsdóttir,
Jón Þorvaldsson, Guðbjörg Jónsdóttir,
Baldur Þór Þorvaldsson,
Katrín Þorvaldsdóttir,
Ingibjörg Rósa Þorvaldsdóttir,
barnabörn og fjölskyldur þeirra.
„Ég á tvær ömmur,
tvo afa og eina Eddu,“
sagði sú yngsta okkar í
barnæsku sem sýnir
vel hin sterku tengsl Eddu frænku
við okkur systur. Edda frænka var
ávallt í miklu uppáhaldi hjá okkur
enda ekki skrýtið því hún var sér-
staklega barngóð og sýndi öllu því
sem við vorum að gera áhuga.
Yfir henni var ævintýraljómi, alltaf
svo flott og fín. Perlufestar, snyrtidót
og falleg föt, allt heillaði þetta okkur
og í heimsóknum okkar í Gnoðarvog-
inn gleymdist tíminn á meðan grams-
að var í herlegheitunum.
Þegar við horfum til baka höfum
við átt margar ánægjustundir með
Eddu og hefur hún á margan hátt
haft áhrif á okkur. Hún horfði á það
jákvæða, átti auðvelt með að sam-
gleðjast öðrum og vildi öllum vel.
Þó styttist dagur, daprist ljós
og dimmi meir og meir,
ég þekki ljós, sem logar skært,
það ljós, er aldrei deyr.
(M. Joch.)
Takk fyrir allt, elsku Edda.
Hugheilar samúðarkveðjur send-
um við frændum okkar Guðjóni og
Jóhannesi og fjölskyldum þeirra.
Kristín, Björg, Rakel og
Bryndís Steinarsdætur.
Við Edda kynntumst í ágúst 1999
sem herbergisfélagar á Reykjalundi.
Edda Guðjónsdóttir
✝ Edda Guðjóns-dóttir fæddist í
Reykjavík 7. nóv-
ember 1935. Hún
lést á Líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 16. júlí
síðastliðinn og var
útför hennar gerð
frá Grensáskirkju
24. júlí.
Ég hefði ekki getað
verið heppnari með
herbergisfélaga því
strax tókst með okkur
vinátta og traust.
Edda var afar glæsi-
leg kona, alltaf vel til
höfð og fallega klædd.
Hún var yndislegur
ljósgeisli sem vildi öll-
um vel og var ávallt
tilbúin að rétta öðrum
hjálparhönd. Við Edda
ræddum mikið saman
um lífið og tilveruna og
í þeim samtölum kom
fram hve stolt hún var af sonum sín-
um Guðjóni og Jóhannesi og þeirra
fjölskyldum.
Við Edda gátum hlegið mikið sam-
an og við gátum líka grátið saman.
Ég eignaðist í henni dýrmætan vin.
Eitt sinn sem oftar fékk ég blóm
ásamt korti frá Eddu. Í kortinu voru
rituð þessi fallegu orð úr Spámann-
inum eftir Kahlil Gibran:
Og ungmenni nokkurt sagði:
Ræddu við okkur um vináttuna.
Og hann svaraði og sagði:
Vinur þinn er þér allt.
Hann er akur sálarinnar, þar sem
samúð þinni er sáð og gleði þín upp-
skorin.
Hann er brauð þitt og arineldur.
Þú kemur til hans svangur og í leit
að friði.
Ég vil þakka Eddu allan kærleik-
ann sem hún sýndi mér í gegnum ár-
in. Heimsóknirnar á flottu heimilin
hennar eru ógleymanlegar. Hún
hafði komið sér svo vel fyrir í fallegu
íbúðinni sinni á Sléttuvegi. Ég minn-
ist hennar með mikilli hlýju og veit að
nú er hún komin í fangið á Sigurði
sínum sem hún saknaði svo mikið.
Sól, stattu kyrr! þó að kalli þig sær
til hvílu – ég elska þig heitar.
Þú blindar mín augu, en þú ert mér svo kær,
og eins hvort þú skín, eða bæn minni neitar.
Ég sæki þér nær, þótt þú færir þig fjær-
þótt þú fallir í djúpið, mitt hjarta til
geislanna leitar!
(Sigurður Sigurðsson)
Ég verð ævinlega þakklát fyrir að
hafa þekkt Eddu. Syrgjendum votta
ég innilega samúð.
Blessuð sé minning Eddu Guð-
jónsdóttur.
Halla Snorradóttir.
Við systkinin viljum kveðja Eddu
frænku okkar með nokkrum orðum.
Margs er að minnast frá æsku-
heimili okkar í Nökkvavoginum. Þar
var Edda tíður gestur, alltaf jafn
glæsileg og með góða skapið og létt-
leikann. Við vorum eins og systkin,
enda bræðra- og systrabörn, svo ná-
skyld vorum við. Já, það var mikill
samgangur milli fjölskyldnanna í þá
daga, og oft glatt á hjalla.
Við fjölskyldan í Nökkvavoginum
gættum oft á tíðum sona Eddu og
Sigurðar, þeirra Guðjóns og Jóhann-
esar, sem þau voru afar stolt af, og
kölluðu þá oft „demantana sína“.
Edda var alltaf boðin og búin að
liðsinna öðrum meðan heilsan leyfði.
Við minnumst þess hvað Edda var
góð og hjálpleg móður okkar Sigur-
laugu sem nú er háöldruð, þegar hún
gekk í gegnum alvarleg veikindi fyrir
40 árum.
Þegar Edda missti heilsuna fyrir
nokkrum árum kom til kasta sonanna
eftir lát Sigurðar að annast hana, og
voru þeir henni afar góðir og um-
hyggjusamir.
Við minnumst 70 ára afmælisveislu
hennar fyrir tveimur árum þar sem
fjölskyldurnar voru saman komnar á
heimili Jóhannesar og áttu þar góða
og ánægjulega kvöldstund saman.
Við vottum Guðjóni, Jóhannesi og
fjölskyldum þeirra okkar dýpstu
samúð.
Elsku Edda, við þökkum þér góða
vináttu í gegnum árin.
Hvíl í friði.
Systkinin úr Nökkvavoginum.