Morgunblaðið - 29.07.2007, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 29.07.2007, Blaðsíða 52
52 SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Tannlæknir Hef hafið störf á Tannlækna- stofunni Grensásvegi 44 Vilhelm Grétar Ólafsson, tannlæknir. vilhelm@navi.is, villigretar@gmail.com Tímapantanir í síma 568 6695 Litli Svalur © DUPUIS ÞAÐ Á ENGINN EFTIR AÐ TRÚA ÞVÍ AÐ ÉG HAFI GERT ÞETTA ÓVART Kalvin & Hobbes ÉG ER ORÐINN ÓSÝNILEGUR ÉG HEF ALGJÖRT FRELSI TIL AÐ GERA HVAÐ SEM ÉG VIL ÉG GET FRAMIÐ HVAÐA GLÆP SEM ER KALVIN, HVAÐ ERTU AÐ GERA, BERRASSAÐUR UPPI Á STÓL? Kalvin & Hobbes SJÁÐU! MEXÍKANAHATTUR NÚ ER ÉG SVALUR ÞAÐ ER EKKERT SVALT VIÐ AÐ VERA MEÐ MEXÍKANAHATT. HVERNIG DETTUR ÞÉR ÞESSI VITLEYSA Í HUG? HVÍ AÐ VERA SVALUR EF MAÐUR MÁ EKKI VERA MEÐ HATT Kalvin & Hobbes NÚ ER ÉG ORÐINN VIRKI- LEGA SVALUR. SJÁÐU BARA ÞESSAR STÓRU GULU TÖLUR ÞÚ ERT EKKI SVALUR. ÞÚ LÍTUR ÚT EINS OG FÁVITI! KANNSKI ER ÞETTA NÝ TÍSKA KANNSKI ERT ÞÚ HEIMSKUR SJÁÐU KALVIN. ÉG FANN MIKKA MÚS BUXUR dagbók|velvakandi Kirkjugarðurinn á Kotströnd SÍÐASTLIÐIN 20 ár hefur sami maður séð um Kirkjugarðinn á Kot- strönd, Lúðvík Haraldsson, bóndi á Krossi í Ölfusi. Hann hætti störfum í vor og við tók annar aðili, Þorsteinn Hannibalsson að nafni, sem ráðinn er trúlega af sóknarnefndinni. Eftir að hann tók við hefur garðurinn ver- ið í þvílíkri óhirðu að manni hrýs hugur við að koma þangað. Þegar maður er góðu vanur og slæmt kem- ur í staðinn verður maður hálf klumsa. Ég talaði við Lúðvík og hann sagði mér að þó nokkrir sem eiga sína nánustu grafna þarna hefðu hringt í sig og kvartað. Ég er búin að tala við sóknarnefndarfor- manninn, Snorra Baldursson, slökkviliðsstjóra, og Þorstein Hanni- balsson sjálfan og ég fékk ekkert nema háðsglósur. Svo hirðuleysinu sé aðeins lýst var þarna gámur sem var fullur og ruslið út um allt í kringum hann, garð- slöngur sem eiga að vera heilar og aðgengilegar, voru meira og minna lekar hingað og þangað og meiri hluti af garðinum á floti. Það hlýtur að vera okkar réttur, sem sjáuum um okkar nánustu sem þarna liggja, að þeir sem ráðnir eru í þetta verk og fá greitt fyrir, vinni vinnuna sína. Sunna Guðmundsdóttir, Heiðarbrún 8. Fullsaddur af lögreglunni SONUR minn hefur tekið ástfóstri við BMV bifreiðar, telur það einu bílana sem hann getur hugsað sér að eiga. Hann hefur, aðeins 19 ára gam- all, átt þrjár BMW bifreiðar. Nú er svo komið að hann er búinn að fá sig fullsaddan af laganna vörðum því ef hann skellir sér í bæjarferð gerist það alltof oft, að lögreglan stoppar hann vegna gruns um ólöglegt at- hæfi. Sonur minn óskar eftir frið- helgi eins og aðrir bílaeigendur hafa í sínum bílum. Lögreglan ætti að geta komið sér upp kerfi, svo forðast megi þessar endurtekningar. Reið móðir. Háttvirtir alþingismenn ÉG undirritaður, Svavar Sigurðs- son, skora á ykkur alþingismenn að setja fíkniefnamál í fyrsta sæti á næstkomandi þingi. Ég höfða til þess sem gera þarf til að halda of- framboði fíkniefna frá ungdómnum og of mörgum öðrum. Þið alþingis- menn berið ábyrgð gagnvart börn- um og unglingum þessa lands. Ef við grípum ekki til róttækra ráðstafana heldur fólk áfram að deyja í blóma lífsins. Hugsið ykkur ábyrgð ykkar gagnvart unga fólkinu, Ísland, sjálf- stætt ríki, fær ekki staðist miðað við núverandi ástand. Stöndum saman í að verja börnin okkar, stöndum saman allir sem einn í að verja börn- in okkar. Þið alþingismenn hafið sterka stöðu til að breyta ástandinu, þið hafið fjármagnið og ákvörðunar- valdið til að breyta um stefnu og bjarga börnum okkar og unglingum frá skelfingu fíkniefna. Vilji er allt sem þarf. Svavar Sigurðsson, baráttumaður gegn innflutningi og sölu fíkniefna. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is DRENGURINN faldi sig fyrir ljósmyndara Morgunblaðsins þegar hann gekk um fjöruna á Akranesi. Morgunblaðið/G.Rúnar Álfur á bak við hól FRÉTTIR MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá stjórn KVENN: „Stofnfundur KVENN (erlend heiti QUIN-Iceland og IWIIN- Ice- landic Women Inventors and Inn- ovators Network), sem er fé- lagsskapur uppfinninga- og frum- kvöðlakvenna, var haldinn í Perlunni 11. júlí sl. Þar voru mættar konur sem allar fást við nýsköpun á ýmsum sviðum, m.a. þær sem hafa fengið al- þjóðlegar viðurkenningar fyrir ný- sköpun sína og ungar konur sem hafa tekið þátt í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna. Elinóra kosin formaður Tengslanetið KVENN mun hafa það markmið að gera konur sýnilegri á sviði uppfinninga og frumkvöðla- starfsemi. KVENN mun verða í nor- rænu og alþjóðlegu samstarfi við að vekja athygli á nýsköpun kvenna og búa þar með til jákvæðar fyrirmynd- ir fyrir komandi kynslóðir. KVENN mun leitast við að vera í samstarfi við hin ýmsu félög, skóla og atvinnulíf, til þess að ná því mark- miði sínu að gera konur sýnilegri og afkastameiri á sviði uppfinninga og í frumkvöðlastarfsemi. Elinóra Inga Sigurðardóttir var kosin formaður KVENN en hún hef- ur verið fulltrúi Íslands í norrænu tengslaneti uppfinninga- og frum- kvöðlakvenna, QUIN, frá 1996 og er höfundur að vefsíðunni www.quin- network.com. Áhugasamar geta skráð sig: elinoras@gmail.com. Vilja gera konur sýnilegri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.