Morgunblaðið - 29.07.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.07.2007, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 2007 17 Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is Sólin skein skært á þá semlögðu leið sína í Recoleta-kirkjugarðinn í BuenosAires á fimmtudag. Eins og vanalega var fjöldi ferðamanna í þessum fallega garði sem er, svipað og kirkjugarðurinn við Suðurgötu, gróið og gamalt völ- undarhús þar sem flestir þeir Argentínubúar sem mótað hafa sögu landsins hvíla beinin. En eitt grafhýsið laðar að fleiri gesti en hin, og á fimmtudag þurfti ekki annað en að rekja slóð risavaxinna blómakransa til að finna hinsta hvíldarstaðinn henn- ar Evu Perón, sem lést þennan dag, 26. júlí, árið 1952. Enn grætur Argentína Grafhýsi Evítu lætur ekki mikið yfir sér, það stendur í jaðri kirkjugarðsins, við þröngan stíg í röð annarra grafhýsa. Það er fjarri því að vera stærsta eða fallegasta grafhýsið, en það er það eina þar sem alltaf má finna nelliku eða rós sem laumað hefur verið í einhverja glufu á grindinni sem innsiglar gröfina. Á 55. dánardægri Evu Perón var þar löng röð af fólki sem þurfti hér um bil að klofa yfir blómakransa til að votta virðingu sína konunni sem enn í dag er hálfgerður dýrlingur í hugum svo margra. Eva Perón fæddist utan hjóna- bands í sveitaþorpi, ferðaðist til stórborgarinnar 15 ára gömul með drauma um að verða leik- kona en varð að lokum forsetafrú og ein af frægustu konum sög- unnar. Elskuð og fyrirlitin En það elska ekki allir Evítu, og líklega eru þeir jafnmargir sem fyrirlíta hana. Nú standa yfir sýn- ingar á verkinu Eva og Victoria, þar sem spunninn er upp ímynd- aður fundur Evítu og rithöfund- arins Victoriu Ocampo: „Mamma mín hafði ekki geð í sér til að fara á sýningu þar sem dregin er upp viðkunnanleg mynd af Evítu,“ seg- ir ung stúlka í Buenos Aires. Það er ekki auðvelt að útskýra hvað veldur því að Argentínubúar hafa svona sterkar og ólíkar skoð- anir á Evítu. Perónisminn lifir enn góðu lífi í Argentínu, en er vand- flokkaður á venjulegum stjórn- málakvarða; hann er í senn þjóð- ernissinnuð og sósíaldemókratísk fjöldahreyfing sem sótti stuðning til fólks bæði lengst til vinstri og lengst til hægri í stjórnmálalitróf- inu. Í einfaldaðri mynd má þó segja að Evíta hafi verið málsvari þess að bæta hag þeirra fátæku, á meðan hún gagnrýndi efri stéttir samfélagsins. En einfölduð mynd segir ekki hálfa söguna. Við leiðið hennar Evu voru bæði syrgjendur í snjáð- um verkamannafötum og aðrir með Lois Vuitton-handtöskur und- ir arminum. Er minningin að dofna? Áhrif Evítu voru slík, að herfor- ingjastjórnin sem hrakti Juan Pe- rón frá völdum árið 1955 bannaði fólki með lögum að hafa myndir af Evítu eða Juan undir höndum, og jafnvel að nefna þau hjónin á nafn. Valdataka hersins batt líka enda á áform um að reisa Evítu grafhýsi undir styttu af verkamanni, sem yrði stærri en sjálf Frelsisstyttan í New York. En hvernig er minningin um Evu Perón rúmlega hálfri öld síð- ar? „Annar afi minn var perónisti, á meðan hinn var and-perónisti. Annar dýrkaði Evu og hinn fyr- irleit hana,“ segir ungur Argent- ínubúi. „En fyrir okkur unga fólk- inu er hún bara ein stjarnan úr sögunni; við höfum ekki sömu sterku skoðanirnar á henni og kynslóðirnar sem komu á undan. Við lítum til annarra pólitískra leiðtoga.“ Morgunblaðið/Ásgeir Ingvarsson Sorg Fjöldi fólks lagði leið sína í Recoleta kirkjugarðinn í Buenos Aires á fimmtudag til að minnast Evu Perón. ERLENT» Minningin um Evítu Perón 55 árum eftir andlátið er forsetafrúin ennþá dýrlingur í hugum margra Í HNOTSKURN » Liðin eru 55 ár frá andlátiEvu Perón. » Enn í dag skiptast Argent-ínubúar í tvær fylkingar; þá sem elska Evítu og þá sem fyrirlíta hana. » Bannað var að nefna EvuPerón á nafn meðan her- foringjastjórnin var við völd. Dáð og hötuð Herforingjastjórnin bannaði myndir af Evu Perón.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.