Morgunblaðið - 29.07.2007, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 29.07.2007, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 2007 47 Pétur Guðjón Jóns- son er dáinn. Þessi ljúfi, yndislegi grallaraspói er farinn í ferðina sem við eigum öll fyrir höndum. Horfinn okkur vinum hans. Mig langar að minnast hans í van- mætti mínum í nokkrum línum vit- andi það að manni þeirrar gerðar sem Pétur var verður ekki lýst í stuttu máli. Það dygði tæplega tommu þykk bók. Fyrir um fjörutíu árum kynntist ég Pétri gegnum sameiginlegan kunningja okkar og á þennan kunn- ingsskap og síðar vinskap hefur ekki borið skugga. Ég átti eins og margir aðrir hauk í horni það sem Pétur var með sína Pétur G. Jónsson ✝ Pétur GuðjónJónsson fæddist í Reykjavík 15. des- ember 1931. Hann lést á Landspítalan- um við Hringbraut fimmtudaginn 12. júlí síðastliðinn. Pétur var jarð- sunginn frá Hall- grímskirkju 18. júlí síðastliðinn. reynslu – þekkingu og sínar undra högu hend- ur (og kláran koll). Aldrei minnist ég þess ef ég kom í skúr- inn til Péturs að hann væri svo upptekinn að hann gæfi sér ekki smá stund í spjall. Síðan var kveikt í vindli og haldið áfram á fullum hraða. Ég hef engum öðr- um kynnst sem hafði í sínu starfi tveggja manna afköst ásamt frábærum vinnugæð- um svo að af bar. Síðustu árin þegar heilsan fór að bila og ég kom í skúrinn til hans þótti mér gott ef þannig stóð á að ég gat að- eins rétt honum hendi. Ég verð að viðurkenna að stundum var stutt í tár þegar ég skynjaði og sá hvað hann var kvalinn. Elsku Pétur, kvalirnar eru búnar sem betur fer. Að lokum votta ég eiginkonu, börn- um og öðrum ættingjum Péturs mína innilegustu samúð. Guð veri með ykkur öllum. Þórarinn Samúelsson. ✝ Við þökkum af heilum hug auðsýnda samúð og vinarþel við fráfall og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGRÍÐAR SKAGFJÖRÐ, Hraunbæ 4, Reykjavík. Ingimar Guðmundsson, Sigurður Skagfjörð Ingimarsson, Ólöf Jónsdóttir, Guðmundur Már Ingimarsson og barnabörn. ✝ Þökkum innilega allar samúðarkveðjurnar vegna andláts, ÓSKARS SIGURBJÖRNS PÁLSSONAR, Hagaflöt 2, Garðabæ. Guð blessi ykkur. Páll Ólafur Pálsson og fjölskyldur. ✝ Við þökkum af alhug öllum sem umvöfðu okkur kærleika og gáfu okkur styrk við fráfall og útför elsku hjartans drengsins okkar, ÞORBERGS GÍSLASONAR ROTH Hveramýri II og Furubyggð 34, Mosfellsbæ. Vinir Þorbergs, strákar og stelpur, fylltu okkur aðdáun og trausti á ungu kynslóðinni með einlægni sinni og samhyggð sem þau tjáðu óhikað. Megi þeir kyndlar fylgja öllum á vegferð lífsins. Vera Roth, Gísli Jóhannsson og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar og tengda- föður, ÓFEIGS PÉTURSSONAR frá Ófeigsfirði. Hreinn Ófeigsson, Sesselja Guðbjartsdóttir, Freyr Ófeigsson, Arnheiður Jónsdóttir, Auður Ófeigsdóttir, Ingibjörg Ófeigsdóttir, Garðar Ingjaldsson, Guðrún Ófeigsdóttir, Hallgrímur Arason. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, BJÖRNS KRISTJÁNSSONAR kennara, Skólabraut 3, Seltjarnarnesi, sem lést á hjúkrunarheimilinu Grund, fimmtudaginn 12. júlí. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar 2A á dvalar- og hjúkrunar- heimilinu Grund. Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Birna Björnsdóttir, Bragi Gíslason, Rannveig Björnsdóttir, Þórarinn Flosi Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elsku afi. Nú ertu loksins laus úr viðjum þessa skelfi- lega sjúkdóms sem heltók þig fyrir svo mörgum árum. Og við sitjum og minnumst mikils manns sem hafði alltaf tíma og var alltaf bæði stoð og stytta fyrir börn- in og barnabörnin. Ég man að þú hafðir alltaf tíma til að sitja með mér og hjálpa mér með heimanámið; sama hversu mikið var að gera hjá þér gafstu þér alltaf tíma til að hjálpa. Með þinni einstöku þolin- mæði gastu látið alla skilja og þessi þolinmæði var eitt af því sem ein- kenndi þig. Við gátum alltaf komið til þín með hvaða mál sem var og alltaf reyndir þú að finna lausn. Eitt sinn var ég að vandræðast eitthvað í eldhúsinu hjá mömmu og hringdi til ykkar ömmu til að fá ráð- leggingar hjá henni ömmu. Þú spurðir hvað ég væri að vandræðast núna og ég sagði þér frá óförum mínum í eldhúsinu og þegar ég var búin að gefa þér greinargóða skýrslu sagðir þú að þetta væri nú ekki mikið mál og komst svo með lausnina á mínum vandræðum. Eftir sat ég alveg steinhissa því mig hefði aldrei grunað að þú gætir fundið lausn á eldhúsvandræðum, en þarna Björn Kristjánsson ✝ Björn Krist-jánsson fæddist á Steinum í Staf- holtstungum 5. júlí 1920. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Grund 12. júlí síð- astliðinn og var jarðsunginn frá Sel- tjarnarneskirkju 20. júlí. sannfærðist ég um það að þú kynnir sko allt og gætir allt. Elsku afi, ég gæti haldið endalaust áfram að rifja upp gamlar og góðar minningar sem við átt- um saman. En nú kveð ég þig í hinsta sinn, elsku afi minn, við hittumst aftur seinna en þangað til rifja ég upp þessar minningar og minnist yndislega hlýja brossins þíns. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín afastelpa, Ingibjörg Kristín. Það getur verið erfitt mjög fjöl- hæfum einstaklingum að finna sér réttan farveg í lífinu. Ég hygg að Björn föðurbróðir minn hafi ekki farið varhluta af þeirri reynslu. Hon- um virtist flest það sem hann kom nálægt auðvelt viðfangs, slík var fjölhæfni hans. Hann lagði fyrst fyr- ir sig húsa- og húsgagnasmíði og hlaut meistararéttindi í báðum greinum, enda afburða flinkur smið- ur. Öðlaðist síðan réttindi sem handa- vinnukennari og loks almenn kenn- araréttindi. Kenndi síðan unglingum stærðfræðí. Svo snjall stærðfræð- ingur sem hann var þá reyndist hon- um auðvelt aö setja sig í spor þeirra sem áttu erfitt með að botna í fræð- unum, var því bæði vinsæll og góður kennari. Á unglingsárum heima á Steinum fór hann að teikna myndir af körl- unum í sveitinni og náði slíkum tök- um á því að karlarnir komu ljóslif- andi á pappírinn. Að sjálfsögðu með dálítið ýktum sérkennum hvers og eins. Þessar myndir skildi hann eftir hvar sem var í húsinu. Og ef amma vissi að von var á einhverjum ná- granna þá var vissara að fara einn hring um húsið og gá að hvort ein- hvers staðar lægi skopmynd af við- komandi. Ég er ekki í vafa um að hefði hann lagt fyrir sig málaralist hefði hann náð langt í þeirri grein. Þessa fjölhæfni er víða að finna í ættinni, en líklega hefur Björn þó staðið einna fremst af ættingjum mínum hvað það varðar. Síðustu æviárin voru frænda mín- um erfið. Að geta ekki átt orðaskipti við kunningja, þó hann þekkti við- komandi á svipnum. Að geta ekki sagt eina góða sögu eða gert að gamni sínu við viðkomandi og síðan rekið upp rokna hlátur hlaut að vera honum erfitt. Síðustu árin var hann algjörlega háður umönnun starfs- fólks Grundar. Ingibjörg kona hans í rúm sextíu ár stóð þá hvað best við hlið hans eins og hún hafði reyndar alltaf gert. Fyrir það á hún mikla þökk skilið. Kristján F. Oddsson. Við systkinin eigum margs góðs að minn- ast um hann Eika afa. Við vorum svo hepp- in að alast upp í næsta húsi við afa og ömmu. Húsið þeirra var okkar annað heimili og varla leið sá dagur þegar við vorum yngri að við færum ekki yfir til þeirra. Það var alltaf svo gott að koma til þeirra og við munum alla tíð búa að uppeldinu sem við fengum þar og margt lærðum við hjá afa. Eiki afi var nákvæmur maður, hjá honum var allt í röð og reglu og hann var mjög handlaginn. Hvort sem það var bilað reiðhjól eða brotin hrífa þá léku hlutirnir í höndunum á honum og urðu betri en nýir eftir yfirhaln- ingu hjá honum. Heiður og Benni muna vel eftir því þegar afi og langafi voru með kind- urnar uppi í landi, hinum megin við götuna. Þar voru kindur og hænur og heyjað var að mestu með gamla laginu á túninu. Afi fór líka oft út í Eiríkur Júlíusson ✝ Eiríkur Júlíus-son fæddist í Kambahrauni í Lóni 13. ágúst 1923. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu á Höfn hinn 6. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hafnarkirkju 15. júní. fjörð þar sem hann veiddi silung og lúru. Mikið erum við afa þakklát fyrir sum- arbústaðinn sem hann byggði og skógrækt- ina þar í kring sem hann sinnti af kappi. Þarna hefur fjölskyld- an átt sinn sælureit um árabil og margoft vorum við þarna öll saman komin á sumr- in. Afi var þá jafnan við einhverja iðju; að brasa í skóginum, slá, dytta að húsinu eða í gönguferð um fjöllin. Afi var náttúruunnandi og þekkti landið vel. Hann þreyttist ekki á að fræða okkur um örnefni í nágrenn- inu og sögu hinna ýmsu staða. Hann hafði gaman af að ferðast og vinnu sinnar vegna var hann mikið á ferð- inni um sýsluna. Afi var mikill dýra- vinur. Fuglar voru í miklu uppáhaldi hjá afa og þrátt fyrir að kríurnar gogguðu lítil sár á skallann hans þegar hann var að fylla á olíubílinn úti í Álaugarey, þá hélt hann mikið upp á þær. Maríuerlan var í sérstöku uppáhaldi hjá afa og hún mun alltaf minna okkur á hann. Í seinni tíð eyddi afi löngum stundum í bílskúrnum í kjallaranum. Þar gerði hann upp gamla hluti, skar út skilti og fékkst við annað hand- verk. Þar átti hann líka stundum hangikjötslæri á bitanum í loftinu. Við fengum auðvitað að smakka á kjötinu þegar við kíktum í bílskúrinn og oft gaukaði hann að okkur sveskj- um og sum okkar eiga sælar minn- ingar um tröllasúkkulaðið frá Reykjavík. Afi hafði gaman af að slípa steina og var örlátur á djásnin sem komu út úr tromlunni eftir slíp- un og margir eiga því fallega steina frá honum. Elsku afi. Við finnum fyrir tómleika og sökn- uði þegar við horfum á eftir þér en við gleðjumst líka yfir stundunum sem við áttum með þér og hlýnar um hjartarætur þegar við hugsum til baka. Við vitum að nú ertu kominn til ömmu og það er von okkar að saman getið þið notið dýrðarinnar á himn- um, það eigið þið svo sannarlega skil- ið. Hún nafna þín samdi ljóð handa þér: Nú leggurðu grábláu augun þín aftur og yfir þig færist friður í paradís ferðu og þar hittumst við aftur og horfum saman niður. Í draumahöll dvelurðu hjá henni ömmu hvar sólsetrið sindrar á kinn englarnir vaka yfir Magga og mömmu og geyma þig, afi minn. Minning þín lifir hjá okkur. Þín barnabörn Heiður Kristjana, Benedikt Snævar, Sigrún Inga, Sara Eik og Pálmi Geir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.