Morgunblaðið - 29.07.2007, Side 55

Morgunblaðið - 29.07.2007, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 2007 55 Krossgáta Lárétt | 1 baggi, 4 þrífa, 7 hluta, 8 niðurinn, 9 brotleg, 11 húsleifar, 13 nagli, 14 hyggja, 15 greinilegur, 17 skoð- un, 20 bókstafur, 22 var fastur við, 23 skynfærin, 24 kona, 25 búa nesti. Lóðrétt | 1 sleppa naum- lega, 2 afrennsli, 3 sæti, 4 kná, 5 seint, 6 hagnað- ur, 10 skorturinn, 12 hreinn, 13 gyðja, 15 hamingjan, 16 rotn- unarlyktin, 18 vindleysu, 19 kvarssteinn, 20 hlífa, 21 heiti. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 þrælmenni, 8 eimur, 9 innbú, 10 kyn, 11 tauta, 13 skaða, 15 gangs, 18 útlit, 21 kær, 22 matta, 23 ildið, 24 æðikollur. Lóðrétt: 2 remmu, 3 lurka, 4 efins, 5 nenna, 6 tekt, 7 húfa, 12 tog, 13 kát, 15 góma, 16 notið, 17 skark, 18 úrill, 19 lyddu, 20 tuða. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Það sem gerist einni partinn ger- ir þér endanlega grein fyrir að þú er ekki einn á ferð. Þetta er samvinna þín og alheimsins. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þrátt fyrir að vinir og vandamenn séu ekki á sömu leið og þú þá líður þér mjög vel. Eiginlega finnst þér þetta hálf- gerð paradís. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Fyrir komandi atburði er mjög mikilvægt að vita hvað þú átt. Annars gætirðu eytt óþarfa peningum eða fund- ist þig vanta eitthvað. Vertu skipulagður og gerðu skrá. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þetta er partíið þitt. Þú velur drykkina og matinn. Þú setur tónlistina á og dansar við hana. Þú tekur allar skemmtilegu ákvarðanirnar og heimur- inn ætti bara að fylgja þér. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Nokkur minniháttar sérkenni eru farin að hafa alltof mikil áhrif á sjálfs- álitið. Breytingar eiga sér ekki stað fyrr en þú hefur sætt þig við þau. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Í leikfléttu dagsins verður varn- arleysi mannsins morgunljóst. Ósjálf- stæði fær að blómstra, þar sem allir aðil- ar eru fullkomlega ósjálfstæðir. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú kannast vel við þetta. Titringur innan fjölskyldunnar vegna ellimála. Þú ákveður að breyta þessu endanlega og það virkar. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Ef þér líður illa skaltu álíta þig einn af þeim heppnu. Sá sem er full- komlega ánægður hefur engan drifkraft, öfugt við þann óánægða. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Það er alltaf stórkostlegt að vera innan um fólk sem skilur mann full- komlega. Þá hugsar maður: „Hvers vegna á ég ekki fleiri svona vini?“ (22. des. - 19. janúar) Steingeit Hungrar þig í athygli ein- hvers? Þú færð hana – um leið og þú seður hungrið öðruvísi. Snýst þetta kannski meira um það sem þessi per- sóna stendur fyrir heldur en hver hún er? (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Án réttrar sjúkdómsgrein- ingar er ekki hægt að skrifa upp á rétta lyfið. Finndu út hvar þú stendur tilfinn- ingalega, andlega og líkamlega áður en þú tekur næsta skref. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Það er í lagi að eyða peningum í það sem er brotið. Að fara ódýru leiðina kemur alltaf í bakið á manni. Naut eða meyja treystir þér fyrir sínum innstu til- finningum. stjörnuspá Holiday Mathis 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. e5 c5 5. a3 Bxc3+ 6. bxc3 Re7 7. h4 Rbc6 8. h5 h6 9. Dg4 Hg8 10. Bd3 Rf5 11. Re2 Da5 12. O-O Da4 13. Bxf5 exf5 14. Dg3 Re7 15. dxc5 Bd7 16. Rd4 Rc6 17. Bxh6 Rxd4 18. cxd4 Kf8 19. Be3 Dxc2 Staðan kom upp á alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Ottawa í Kanada. Enski stórmeistarinn Nigel Short (2683) hafði hvítt gegn heima- manninum Victor Kaminski (2149). 20. e6! Bc6 svartur hefði einnig tapað eftir 20... Bxe6 21. Dd6+ Ke8 22. Bg5. 21. Dd6+ Ke8 22. exf7+ Kxf7 23. Dg6+ Ke7 24. Bg5+ og svartur gafst upp enda óverjandi mát bæði eftir 24... Kf8 25. Dd6+ og 24... Kd7 25. Dd6+ Kc8 26. Bf4. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. „Viltu kaffi, makker?“ Norður ♠6 ♥G4 ♦1052 ♣ÁDG7642 Vestur Austur ♠G54 ♠Á1073 ♥K105 ♥D9832 ♦G9843 ♦K7 ♣103 ♣K9 Suður ♠KD982 ♥Á76 ♦ÁD6 ♣85 Suður spilar 3G. Norður opnar á þremur laufum og suður veðjar á þrjú grönd. Tígull út upp í gaffalinn og lauf á drottningu í öðrum slag. Það er ekkert sem heitir – austur VERÐUR að dúkka. Spilið kom upp í sveitakeppni á sumarleikunum í Nashville, sem nú standa yfir, og þar hitti austur á að dúkka fumlaust. Sagn- hafi spilaði spaða á kóng og svínaði aft- ur í laufi: fjórir niður. Eitt er að dúkka óhikað í svona stöð- um, annað að láta á engu bera í fram- haldinu. Það getur verið erfitt, því hjartað – það sem er inni í brjóstinu – hefur tilheigingu til að slá hraðar á meðan sagnhafi er að búa sig undir síð- ari svíninguna. Þá er mikilvægt að halda nokkurri yfirborðsró, án þess þó að ofleika. Alls ekki bjóða makker upp á kaffi! BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is 1 Gamalreyndur fréttahaukur hefur verið ráðinn al-mannatengslafulltrúi Kópavogsbæjar. Hver er hann? 2 Ný göng á Austfjörðum eru sögð í burðarliðnum.Hvaða bæi tengja þau? 3 Útgerðarfélagið Brim hefur fengið nýjan togara. Hvaðnefnist hann? 4 Stórtónleikar með tíu hljómsveitum verða í borginni áMenningarnótt. Hvar? Svör við spurningum gærdagsins: 1. Íslenskur forstöðu- maður hjá Loftslags- stofnun SÞ segir raun- hæft að kolefnisjafna landið. Hver er hann? Svar: Halldór Þorgeirs- son. 2. Tvær lóðir eru til athugunar fyrir olíu- hreinsunarstöð á Vest- fjörðum. Í hvaða fjörðum eru lóðirnar? Svar: Arnarfirði og Dýrafirði. 3. Tveir göngugarpar úr Vogunum gengu yfir landið þvert og endilangt. Hvað var leiðin löng? Svar: 650 km. 4. Hverjir leika til úrslita í EM í kvennaknatt- spyrnunni 19 ára og yngri? Svar: Þýskaland og England. Spurter… ritstjorn@mbl.is dagbók|dægradvöl Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig FRÉTTIR KLÚBBUR matreiðslumeistara (KM) hefur ákveðið að bjóða fram þrjá menn til setu í stjórn alheimssamtaka matreiðslumanna (WACS) en stjórnarskipti verða hjá samtök- unum í maí árið 2008. Þeir sem tilnefndir eru eru Gissur Guðmundsson eigandi veitingahúss- ins Tveir Fiskar en hann býður sig fram sem forseti samtakanna, Hilmar B. Jónsson hjá Ice- landic sem býður sig fram sem varaforseti og Helgi Einarsson hjá Dreifingu sem býður sig fram sem ritari. Stuðningur við framboð Íslands Samkvæmt því sem fram kemur í yfirlýsingu frá KM hafa Norðurlandasamtökin og fjöldi annarra landa, sérstaklega í Austur- og Vestur- Evrópu, þegar lýst yfir stuðningi við framboð Íslands. WACS í forsvari fyrir um 8 milljónir mat- reiðslumanna í 74 þjóðlöndum og er mikið starf framundan hjá samtökunum við skipulagningu náms og félagsmála. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Matreiðslumeistarar Helgi Einarsson, Gissur Guðmundsson og Hilmar B. Jónsson. Bjóða sig fram til setu í stjórn alheimssamtaka

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.