Morgunblaðið - 29.07.2007, Blaðsíða 21
hugsað upphátt
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 2007 21
Vil kaupa verk eftir
Kristján
Davíðsson
Helst stórar olíumyndir
en allt annað gæti líka komið til greina.
Staðgreiðsla í boði.
Upplýsingar í síma 661 9513
Enski boltinn
Blaðauki um ensku knattspyrnuna fylgir
Morgunblaðinu laugardaginn 11. ágúst
Meðal efnis er:
• Knattspyrnustjórar
spá í enska boltann
• Nýir leikmenn
• Áhugamenn velja sitt lið
• Rætt við áhugamenn um
ensku knattspyrnuna
• Valinkunnir menn segja frá
liðum sem þeir halda með
• Sagt frá áhugaverðum leikmönnum
sem eru á ferðinni
• Rætt við íslenska leikmenn
sem eru í sviðsljósinu á Englandi
• Sagt frá helstu leikjum helgarinnar
• Ýmsir fróðleiksmolar
og fjölmargt fleira
Allar nánari uppl. veitir Katrín Theódórsdóttir
í síma 569 1105 eða kata@mbl.is.
Auglýsendur!
Pantið fyrir klukkan 12, föstudaginn 3. ágúst.
Skólavörðustíg 21, Reykjavík
sími 551 4050
Glæsileg
brúðarrúmföt
í úrvali
É
g hoppaði inn á mexí-
kóska matarmarkaðinn í
dag til að kaupa í matinn.
Þar sem ég er mikill
matgæðingur þá finnast
mér matarinnkaup alveg sérlega
skemmtileg. Og hvergi finnst mér eins
gaman og á mexíkóska markaðinum.
Ávextir og grænmeti sem ég kann
engin deili á bókstaflega velta fram úr
hillunum.
Lyktin, litirnir, þvílík fjölbreytni!
Þarna get ég gengið um tímunum
saman eins og ég sé á listasafni og
dáðst að þessum ótrúlegu sköp-
unarverkum, fjölskyldunni til mikillar
armæðu.
Bóndinn sumsé skutlaði mér og hálf
bandaði mér út úr bílnum og þóttist
þurfa að hringja nokkur símtöl. Ég
sagði honum að mér lægi ekkert á og
hugsaði mér gott til glóðarinnar.
Fremst í búðinni við innganginn var
stór bakki fullur af ferskum fallega
grænum kaktusblöðum. Ég stóð lengi
og velti vöngum yfir því hvernig kakt-
us væri nú matreiddur og hvernig
hann skyldi nú bragðast. Hann var fá-
anlegur með nálum og án nála. Ætli
nálarnar séu notaðar í eitthvað? Já,
kaktuskunnáttu minni var greinilega
verulega ábótavant.
Ég ákvað því að fá ráðleggingar hjá
brosmildum afgreiðslumanni og spurði
hann á minni slitróttu spænsku hvern-
ig ég ætti að elda kaktusinn. Hann
þóttist afar hrifinn af því að ég skyldi
geta talað smá spænsku og hrósaði
mér óþarflega mikið að mér fannst.
Mér er nefnilega fullkunnugt um
það hversu slæm spænskan mín er.
Afgreiðslumaðurinn sagði að það
væri nú lítið mál að elda kaktus. Kakt-
us væri afar C-vítamínrík og holl fæða.
Mér var það nú til efs að hann hefði lif-
að mjög bætiefnaríku lífi því hann virt-
ist hafa tapað annarri hvorri tönn ein-
hverstaðar á lífsleiðinni. Brosið líktist
því helst fangelsisrimlum.
Hann ráðlagði mér að grilla kakt-
ussneiðarnar og velta þeim síðan upp
úr ólífuolíu og sítrónu og salti.
Síðan benti sá fátennti mér á að ég
yrði að prófa að steikja plantains, sem
eru náskyldir banönum en ekki eins
sætir og mjölkenndir nánast. Þá hef ég
aldrei eldað og ákvað því að slá til.
Ég þakkaði honum fyrir upplýsing-
arnar og hélt áfram að tína nauðsynjar
í körfuna.
Maðurinn með tukthústennurnar
elti mig á röndum um búðina og spurði
mig að endingu þegar ég var að nálg-
ast kassann hvort ég gæti komið aftur
á fimmtudaginn því hann væri laus
snemma þann dag. Ég vissi ekki alveg
hvað ég átti að gera við þessar upplýs-
ingar en röflaði eitthvað í þá veruna að
mikið væri það nú gott að hann þyrfti
ekki að vinna langan vinnudag. Ég
bætti því við að ég ætti nú ekki von á
því við gætum hist næstkomandi
fimmtudag en þá sagði hann snöggur
upp á lagið: ,,Ég er laus klukkan fjög-
ur og ef þú kemur þá get ég bara kom-
ið heim til þín og eldað handa þér ekta
mexíkóska máltíð!“
Ég varð ofurlítið vandræðaleg og
þakkaði gott boð en ítrekaði að þetta
yrði nú ekki framkvæmanlegt á
fimmtudaginn. Eitthvað sagði mér að
hann hefði takmarkaðan áhuga á því
að elda ofan í manninn minn. Síðan
kvöddust við með virktum.
Ég gekk í flasið á bóndanum þegar
ég kom út og var hann að vanda farinn
að undrast hversu lengi ég hafði dvalið
í búðinni.
Það er skemmst frá því að segja að
ég fylgdi uppskriftum elskulega af-
greiðslumannsins í öllum atriðum.
Bóndinn fylgdist með í fjarska eins og
hann væri umsjónarmaður á vistheim-
ili fyrir sturlaða og sagði fátt. Þegar ég
bauð honum að setjast til borðs gerði
hann það með semingi en lét sig þó
hafa það. ,,Er þetta í matinn!“ sagði
hann varlega og horfði á viðurgjörn-
inginn með hálfgerðum viðbjóði.
„Já,“ sagði ég. „Kaktus og bananar
með ástarkveðjum frá Mexíkó.“
Ást í kjörbúð
steinunnolina@mbl.is
www.steinunnolina.blog.is
Eftir Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur