Morgunblaðið - 29.07.2007, Side 30

Morgunblaðið - 29.07.2007, Side 30
ferðafélag íslands 30 SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Á ferð um hálendi og óbyggðir er allajafna komið reglulega að ám sem þarf að kom- ast yfir. Oft eru vöðin nokkuð augljós en gott er að hafa nokkra þætti í huga hvort sem farið er yfir ána akandi, ríðandi, hjól- andi eða gangandi. Ef vað er tvísýnt er best að kanna fyrst hversu djúpt það er með sérstökum vaðs- taf sem stungið er í ána. Síðan er hægt að feta sig áfram eftir vaðinu. Ef hægt er að komast gangandi yfir þá er hægt að kom- ast yfir akandi án þess að stefna bíl eða farþegum í hættu. Hér reynir þó mest á dómgreind manna um að leggja ekki í ár ef straumþyngd og vatnsmagn er það mik- ið að það getur gripið þann með sér sem kannar vaðið. Ef ekið er yfir vað er meginregla að keyra niður með straumi, ekki of hratt og ekki of hægt. Best er að aka á sama hraða og áin rennur þannig að hvorki ryðji bíll- inn frá sér miklu vatni og né brjóti of mik- ið á bílnum. Gott er að aka niður og með- fram broti árinnar. Stundum þarf að sveigja upp með brotinu þegar bíllinn nálgast bakkann á móti. Algengt er að menn kjósi að aka stystu leið beint yfir ár þar sem stundum virðist lygnara. Slíkt er oft varhugavert þar sem lygnan er oft dýpri og þar leynast jafnvel djúpir hylir sem bílar geta sokkið í. Alrangt er að keyra á miklum hraða yfir ár því það stóreykur líkur á skemmdum á vélum eða öðru tjóni. Að keyra hægt en þó ákveðið er því góð regla. Ef bifreiðin stöðvast í ánni er mikilvægt að bakka um leið því ekki þarf að stöðvast í nema stutt- an tíma í straumþungum ám til að byrji að grafa undan bílnum og þá er ekki hægt að losa hann nema með aðstoð. Rétt er að ítreka að betra er að snúa frá vaði en að leggja í óvissu. Einnig er gott að bíða eftir eða fylgjast með umferð annarra og óráð- legt er að ferðast á einum bíl um ár og vöð. Öldusel Ár og vöð eru reglulega á vegi þeirra sem ferðast um hálendið. Ár og vöð Nú þegar mesta ferðahelgi ársins er fram- undan er gott fyrir alla ferðamenn að huga vel að undirbúningi og skipulagi ferðalagsins. Góður undirbúningur eykur ánægju og ör- yggi ferðamanna. Búnaður þarf að vera rétt valinn með tilliti til ferðar, matur, fatnaður og viðlegubúnaður. Kort, áttaviti og GPS Í hverri ferð er gott að hafa með sér landa- kort. Það bæði vísar veg og veitir upplýsingar um náttúru og örnefni. Áttaviti er gott tæki til að hafa meðferðis ef brugðið er út af al- faraleið. GPS-tæki er einnig frábært tæki sem sífellt fleiri eiga en þá er vitaskuld mikilvægt að kunna á tækið og hafa með sér aukaraf- hlöður. Orkulaust GPS-tæki gerir lítið gagn. Góða skapið og tillitssemi Af mörgum mikilvægum þáttum í hverju ferðalagi er kannski mikilvægast að hafa góða skapið með í för sem og að sýna tillits- semi og þolinmæði. Um leið og tillitssemin víkur og þolinmæðin þrýtur fýkur ánægjan af ferðalaginu yfirleitt út um gluggann. Góður undirbún- ingur eykur ánægju Mesta ferðahelgi ársins er nú fram- undan. Þá streyma landsmenn í ferða- lag; í útilegu, í bústaðinn, á útihátíðir, skemmtanir eða taka þátt í skipu- lagðri útivistarferð. Af mörgu er að taka og fjölbreytileikinn í afþreyingu er sífellt að aukast. Hestamennska, siglingar, kajakferðir, veiðimennska af öllu tagi, jeppaferðir, mótorkross, gönguferðir og fjallgöngur, svo eitt- hvað sé nefnt. Gönguferðir um óbyggðir landsins njóta sívaxandi vinsælda og um versl- unarmannahelgina býður Ferðafélag Íslands upp á gönguferðir um tvær af perlum íslenskrar náttúru; Þjórsárver og Langasjó. Fræðsla um gróðurfar Í sex daga sumarleyfisferð sem hefst 1. ágúst er lagt af stað í göngu- ferð um Þjórsárver frá Setrinu, skála jeppamanna. Göngumanna býður æv- intýraheimur þar sem öslað er yfir jökulkvíslar og votlendi í einstakri gróðurvin undir jökli. María Dögg Tryggvadóttir mun leiða för og Rannveig Thoroddsen grasafræðingur fræðir þátttakendur um gróðurfarið. Sagan er ekki langt undan. Fjalla Eyvindur og Halla bjuggu á svæðinu um nokkuð langan tíma og sluppu í eitt skipti af mörgum á flótta á æv- intýralegan hátt upp í jökul undan yf- irvaldinu. Djúp kyrrðin í íslenskri náttúru gerist vart meiri en þarna undir Hofsjökli. Kyrrð og frelsi sem grípur hvern þann sem ferðast um svæðið, öræfakyrrð og óbyggðafrelsi. Kannski eitthvað það verðmætasta í náttúruauðlindum landsins. Bakpokaferð Í þessari gönguferð er ferðast með allt á bakinu, allan mat og við- legubúnað. Þá er mikilvægt að raða rétt í bakpokann og að þessu sinni verða ýmiss dagleg þægindi að fá að vera eftir heima. Þurrmatur er tekinn með í stað grillkjöts, lítill prímus hitar upp kaffi, te eða heitar súpur, og fatn- aður valinn til að verja gegn vindi og bleytu. Lítið og létt göngutjald er sett í bakpokann, ein dýna og svefnpoki. Allur farangur og vistir til sex daga verða því ekki þyngri en um 20 kg. Í bak- pokaferðum er góð regla að þyngd bakpoka sé ekki meiri en 25% af þyngd göngumanns- ins. Víst er að þátttakendur í þessari ferð munu koma heim með nýja upplifun og reynslu eftir einstaka nálgun við nátt- úru, sjálfan sig og kannski upp- runa. Tjaldbúðir og dagsgöngur Í fjögurra daga sumarleyf- isferð sem hefst 3. ágúst er Langisjór sóttur heim. Undir öðrum jökli býr ægifagurt vatn í heillandi umhverfi. Ekið er í gegn um Landmannalaugar, upp að vatninu og þar áfram upp á Breiðbak þar sem víð- áttumikið útsýni blasir við og gönguferðin hefst. Slegið verður upp tjaldbúðum vest- norðan við vatnið og farið í dagsgöngur þaðan, bæði upp að jökli, að útfalli vatnsins og upp á Fögrufjöll. Helga Garðarsdóttir leiðir för og fræðir þátttakendur um svæðið. Við djúpt og blátt vatn- ið, sem nýtur sín best í lygnu og stillu veðri þegar náttúran end- urspeglast á sléttum vatnsflet- inum, er lítið annað hægt en að anda í takt við djúpa þögnina. Þorvaldur Thoroddsen kann- aði svæðið fyrstur manna 1889 og gaf vatninu nafnið Langi- sjór. Á lokadegi er síðan siglt eftir vatninu til baka að suður- enda þess, bæði með menn og vistir, þar sem ferðin endar með gönguferð á Sveinstind sem vakir alla daga í yfir þessu fal- lega vatni, sem er eitt af fallegri vötnum landsins. Morgunblaðið/RAX Gönguferðir um perlur lands- ins, Langasjó og Þjórsárver Tign Göngumenn á leið um Fögrufjöll, Sveinstindur í baksýn. Þjórsárver Ferðalanga bíður ævintýraheimur þar sem þeir ösla yfir jökulkvíslar og votlandi í einstakri gróðurvin undir jökli. Langisjór Sjórinn er blár og fagur og lítið annað að gera en að anda í takt við djúpa kyrrðina. Ævintýraleg upplifun um verslunar- mannahelgi Bætt aðstaða og stöðug uppbygging er mikilvæg öllum ferðamönnum sem ferðast um hálendi landsins og óbyggðir. Í því tilliti er þó mik- ilvægt að uppbyggingin sé með hófsamlegum hætti og öll mann- virkjagerð sé í lágmarki og falli að náttúrunni eins og kostur er. Það er í það minnsta stefna Ferðafélags Íslands sem hefur unnið að uppbygg- ingu aðstöðu fyrir ferðamenn á hálendinu í áttatíu ár. Nú hafa verið sett upp ný kamarhús við skála félagsins á Hlöðuvöllum og við Einifell neðan við Hagavatn. Þar standa lítil sæluhús af eldri gerðinni, sjálfbær með tiltölulega frumstæðri aðstöðu en engu að síður vinaleg og veita skjól og aðstöðu til að elda og hvílast. Við Einifell Skammt neðan við Hagavatn er komin góð aðstaða. Ný kamarhús við Haga- vatn og Hlöðuvelli

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.