Morgunblaðið - 29.07.2007, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 2007 53
GENGIÐ var frá stofnun hluta-
félags um byggingu reiðhallar á
Gaddstaðaflötum í síðustu viku.
Hlutafélagið heitir Rangárhöllin
ehf. og tilgangur þess er að reisa
og reka reiðhöllina. Það voru
fulltrúar eigenda hallarinnar; Örn
Þórðarson, sveitarstjóri Rangár-
þings ytra, Unnur Brá Konráðs-
dóttir, sveitarstjóri Rangárþings
eystra, og Eydís Indriðadóttir,
oddviti Ásahrepps, ásamt Ómari
Diðrikssyni, formanni hestamanna-
félagsins Geysis í Rangárvalla-
sýslu, og Ingvari P. Guðbjörnssyni
og Þresti Sigurðssyni, stjórnar-
mönnum í Rangárbökkum, hesta-
miðstöð Suðurlands ehf., sem skrif-
uðu undir samning þar að lútandi.
Stefnt er að því að hlutafé verði
um 110 milljónir króna, en það ætti
að duga vel fyrir byggingu reið-
hallarinnar. Guðmundur Einarsson
hefur verið ráðinn framkvæmda-
stjóri félagsins. Framkvæmdin
verður sett í útboð á næstu dögum
og er áætlað að undirbúningur geti
hafist í haust og miðað við að bygg-
ingu verði lokið í maí næsta vor, en
Landsmót hestamanna 2008 verður
haldið í júlíbyrjun það ár. Sveit-
arfélögin þrjú í Rangárvallasýslu
hafa komið mjög sterkt að þessu
verkefni og sett samtals 30 millj-
ónir króna í hlutafé reiðhallarinn-
ar.
Morgunblaðið/Óli Már Aronsson
Hestamenn Guðmundur Einarsson, Ómar Diðriksson, Örn Þórðarson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Ingvar P. Guð-
björnsson, Eydís Indriðadóttir og Þröstur Sigurðsson. Svæðið sem reiðhöllin mun rísa á er á flötinni hægra megin.
Bygging reiðhallar á Gadd-
staðaflötum á leið í útboð
BÍLALEIGAN Hertz og Bílaleiga
Akureyrar í samstarfi við Sjóvá
Forvarnahúsið og N1 festu nýlega
kaup á nokkrum tuga Britax
barnabílstóla til að bæta öryggis-
búnað barna í útleigubílum sínum
og mæta aukinni kröfu um notkun
öryggisbúnaðar fyrir börn í bílum.
Í samstarfi við Sjóvá Forvarna-
húsið hafa í vor og sumar verið
haldin námskeið meðal starfs-
manna Bílaleigu Akureyrar og
Hertz bílaleigunnar til að auka
öryggi erlendra ökumanna, auk
þess sem Sjóvá Forvarnahúsið
hefur yfirfarið þá barnabílstóla
sem notaðir eru og ráðlagt um val
á nýjum stólum. Þá mun For-
varnahúsið leiðbeina starfs-
mönnum um meðferð barnabíl-
stóla á næstunni og gera sérstak-
ar notkunarleiðbeiningar fyrir
erlenda ferðamenn sem þeir fá
afhentar með barnabílstólunum
svo tryggja megi að stólarnir séu
rétt spenntir í bílinn.
Fjöldi barnabílstóla hjá bílaleig-
unum hefur verið aukinn enda var
ný reglugerð um búnað barna í
bílum gefin út en sú reglugerð
gerir auknar kröfur um verndar-
búnað barna.
Aukin áhersla á
öryggi barna í bílum
UNDANFARIÐ hafa níu sjálf-
boðaliðar frá samtökunum SEEDS
verið að störfum á Kópaskeri og
Raufarhöfn á vegum Norðurþings.
Sjálfboðaliðarnir sem voru frá sex
ólíkum löndum, unnu aðallega að
gróðursetningu og fjöruhreinsun
á meðan á dvöl þeirra stóð. Að
venju héldu þau alþjóðakvöld á
Kópaskeri þar sem íbúum og gest-
um gafst kostur á að kynnast
heimalöndum sjálfboðaliðanna en
hvert þjóðarbrot var þar með sinn
bás þar sem hægt var að fræðast
um mat og menningu hverrar þjóð-
ar en að auki var taílenskur bás og
íslenskur bás á vegum heimamanna
svo unga fólkið frá SEEDS fékk
einnig að smakka þjóðlegan íslensk-
an mat.
Fjöruhreinsun og
gróðursetning
Morgunblaðið/Kristbjörg
Fjölþjóðlegur hópur Thomas, Tékklandi, Carol, Frakklandi, Dolly, Búlg-
aríu, Filippo, Ítalíu, Mathilde, Hollandi, Romain, Frakklandi, Mariangela,
Ítalíu, Marvin, Belgíu, og Gunver, Danmörku.
FRÉTTIR