Morgunblaðið - 29.07.2007, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 29.07.2007, Qupperneq 24
myndlist í opinberu húsrými 24 SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Í slenzkir myndlistarmenn hafa löngum átt góða bak- hjarla í stofnunum, fyr- irtækjum og þá ekki sízt í bönkunum. Þessi stefna hafði veruleg áhrif á afkomu hinna þekktari myndlistarmanna sem gátu gengið að því sem gefnu að bankarnir keyptu eitthvað á hverri sýningu. Hvað einstaklinga snertir hafa þó fáir eða engir orðið mynd- listinni eins heilladrjúgir og Ragn- ar Jónsson í Smára og Þorvaldur Guðmundsson, löngum kenndur við Síld og fisk, en í síðari hluta þess- arar samantektar verður betur vikið að þeirra hlut og annarra einstaklinga. Bankarnir í forustuhlutverki Segja má að bankarnir hafi gegnt afar þýðingarmiklu og þakk- látu hlutverki í söfnun myndlistar á öllum síðari hluta 20. aldarinnar. Tónninn var gefinn þegar við byggingu Landsbankans, þegar Jóhannes Kjarval og Jón Stef- ánsson fengu þar ný tækifæri. Við byggingu Búnaðarbankahússins eftir stríðið mátti enn sjá að mikil og góð áherzla var lögð á myndlist sem fastan hluta í innréttingu hússins. Tvennt bar þar efst: Ann- arsvegar stór og mögnuð vegg- mynd eftir Jón Engilberts og afar nýstárlegir veggskúlptúrar eftir Sigurjón Ólafsson. Þessir lista- menn voru þá nýfluttir til landsins; höfðu eins og fleiri flúið undan hinu óbærilega styrjaldarástandi í Danmörku, og má nærri geta að þessi verkefni hafa komið sér vel fyrir þá. Ekki ber þó mikið á verk- um eftir hina frábæru brautryðj- endur okkar í myndlist þegar Landsbankinn og Seðlabankinn eru frá skildir, og í annan stað undrast ég að ekki skuli fleiri verk vera í bönkum og stofnunum eftir Gunnlaug Scheving, sem málaði einmitt myndir í þeirri stærð sem sóma sér í stórum afgreiðslusölum og er þar að auki einn af okkar heimsmælikvarðamönnum. Ekki má þó gleyma því að eina af hinum frábæru myndum Schevings er að sjá í Seðlabankanum. Að því verð- ur síðar vikið. Þeir sem leið áttu um Banka- stræti á síðari tugum aldarinnar minnast þess að eitt af því sem gladdi augað var að koma í Verzl- unarbankann, þó ekki væri til ann- ars en að sjá fágæt listaverk. En Verzlunarbankinn tilheyrir löngu liðinni tíð; eignir hans eru nú í eigu Glitnis, sem nýlega breytti um nafn og hét áður Íslandsbanki. Þar á einnig að vera safn málverka úr Iðnaðarbanka og Alþýðubanka. Í stórum og nýtízkulegum af- greiðslusal Glitnis á Kirkjusandi er ekkert að sjá af þessu safni. Af- greiðslusalurinn er líkastur því að maður gangi inn í skrautlegt aug- lýsingaplakat þar sem rauðir Glitnis-punktar eru út um allt, svo og stórir, litsterkir fletir. Þetta er engu að síður létt og upplífgandi í stutta stund, en líklega að sama skapi leiðigjarnt. Hvar er nú snilldin sem eitt sinn geislaði frá veggjum þeirra banka sem stóðu að baki? Líklega ríkir hér ein- hverskonar millibilsástand og varla trúi í því að þetta góða safn Glitnis hafni í geymslum til frambúðar. Mikill hugur í Kaupþingsmönnum Í marga áratugi hafði Bún- aðarbankinn sinnt því menningar- hlutverki að styrkja myndlist og átti orðið stórt safn verka. Lengi var það fastur liður að Bún- aðarbankinn sýndi úrvalsverk sín í glugga sem sneri út að Aust- urræti. Eftir sölu Búnaðarbankans hefur þetta verðmæta safn orðið eign Kaupþings. Því er nú dreift um skrifstofur og starfsfólkið nýt- ur þeirra. Eins og sakir standa eru nýjar aðalstöðvar Kaupþings á lokastigi við Borgartún. Þar hefur ekki ver- ið neinn venjulegur afreiðslusalur og möguleikarnir þar takmarkaðir fyrir myndlist. Þó hefur nú nýlega verið keypt margra metra hátt listaverk eftir Hrein Friðfinnsson. Það er röð einhverskonar dropa, líkleg kristalsdropa, sem ná frá lofti og niður að gólfi, og eru allir jafn stórir og mynda þessa beinu röð. Þetta er svo fyrirferðarlítið verk; einhverskonar mini- minimalismi, að flestir sem koma þarna inn taka alls ekki eftir því. Talsmenn bankans segja að mikill hugur sé í ráðamönnum í þá veru að bankinn haldi áfram að gera vel við myndlistina og á efri hæðum má til dæmis sjá tvö ný málverk eftir Kristján Davíðssson, ald- urfoseta íslenzkra málara. Fyrr á árinu var gerbreytt útliti á útibúi Kaupþings í Garðabæ. Þar höfðu lengi verið til sýnis málverk úr safni Búnaðarbankans, sem áð- ur átti þetta útibú, en nú er svo komið að þar sést ekkert af list- rænu tagi; aðeins auglýs- ingaplaköt. Í fyrstu fannst mér hinir lituðu plexiglervegggir líf- legir, en það var aðeins fyrst og ég vona að með þessu útliti sé ekki sleginn tónn til framtíðar. Landsbankinn í forustuhlutverki Landsbanki Íslands hefur alla tíð staðið sig vel gagnvart mynd- list og fyrir alllöngu eignaðist bankinn sérstæðustu og merkustu verk sem hér eru í eigu banka. Þar ber fyrst af öllu að telja hina frábæru fresku Kjarvals af fisk- verkunarkonum, sem hann málaði árið 1924, en því miður hefur aldr- ei notið sín vegna þrengsla. Miklu betur nýtur sín geysistórt málverk um Ísland og Íslendinga, sem Jón Fjársjóðir á almannafæri Mósaíkmynd Eitt af stórverkunum í Landsbanka Íslands er þessi mósaík- mynd Nínu Tryggvadóttur í aðalbankanum. Hún sýnir Egil Skallagrímsson rétta Aðalsteini Englakonungi hringa og notar hann sverð sitt til þess. Sýning Í Landsbanka Íslands við Austurstræti stóð í júnímánuði yfir sýning á málverkum eftir Eggert Pétursson, sem vekja allsstaðar athygli fyrir sérstæða sýn á landslag. Málverkin njóta sín afar vel þarna. Fyrri hluti | Bankarnir Sú var tíð að stórfyrirtæki, einkum þó bankarnir, höfðu þá menningarlegu reisn að leitast við að hafa glæsileg myndlistarverk í afgreiðslusölum sínum. Gísli Sigurðsson hefur fylgst með þróuninni í ára- tugi og virðist honum að myndlistin eigi hauka í horni hjá þeim sem ráða útliti nýrra banka og fyr- irtækja. Sterkir fletir Í stórum og glæsilegum afgreiðslusal Glitnis við Kirkjusand er margt fallega unnið formrænt séð og sterkir fletir og auglýsingar. En hvar er myndlistin sem bankinn erfði frá Verzlunarbankanum? Ljósmynd/Gísli Sigurðsson Jökla Jökulsársérían er röð loftmynda af Jökulsá í Dal eftir dansk-íslenzka listamanninn Ólaf Elíasson. Þessi mikilfenglega myndröð er nú í fundarherbergi hjá Kaupþingi við Borgartún, en ef til vil verður henni fenginn nýr samastaður þegar nýtt hús verður tekið í notkun. Þangað til er hún ekki á almannafæri. Hvar er mest af myndlist í opinberu húsrými? Í opinberu húsrými ereðlilega langmest aðsjá af myndlist hjá söfnunum. Þar er að telja Listasafn Íslands við Frí- kirkjuveg, Listasafn Reykjavíkur við Tryggva- götu og á þess vegum eru einnig Kjarvalsstaðir við Flókagötu. Þar fyrir utan er Listasafn ASÍ við Freyjugötu, Listasafn Ein- ars Jónssonar við Njarð- argötu, Listasafn Ásmundar Sveinssonar við Sigtún, Safn Ágríms Jónssonar við Bergstaðastræti og Lista- safn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnestanga. Af þessu má sjá að það er talsvert úrval safna í Reykjavík, en þar að auki eru svo Listasafn Kópa ash Gerðarsafn í Kópavogi og Listasafn Hafnarfjarðar í Hafnarborg í Hafnarfirði. Örlítið fjær, en í næsta ná- grenni, er Listasafn Mos- fellsbæjar við Þverholt í Mosfell. Lítið safn er á Sel- tjarnarnesi og við allt þetta má svo bæta Listasafni Há- skóla Íslands, sem er til húsa víðsvegar í Háskól- anum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.