Morgunblaðið - 29.07.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.07.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 205. TBL. 95. ÁRG. SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is SUNNUDAGUR GENGIÐ UM PERLURNAR LANGISJÓR OG ÞJÓRSÁRVER FERÐAHELGI FRAMUNDAN >> 30 ERIC STEEL AFSKIPTALEYSIÐ ERFIÐAST BRÚIN >> 56 AFRÍSKAR SÖGUR VELKOMIN TIL NOLLYWOOD ÓLÍKT HOLLYWOOD >> 20 Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is UPPBYGGING olíuhagkerfisins hafði mikil áhrif víða um heim á síðustu öld og engin til- viljun að hugtakið „svarta gullið“ varð til í um- ræðum um hina miklu verslunarvöru sem olían hefur verið. Líkt og ferskvatnið er olían takmörkuð auð- lind og í ljósi þeirrar spár Sameinuðu þjóðanna að árið 2025 muni þrír milljarðar manna búa á svæðum þar sem vatnsframboðið er ótryggt má færa rök fyrir því að eitt helsta verkefni mann- kyns á þessari öld verði að tryggja öllum jarð- arbúum nægan aðgang að hreinu vatni. Gæti það gríðarlega verkefni orðið jafnmikið að um- fangi og uppsetning innviða olíuhagkerfisins á 20. öld. Hundraðfalt meira magn hér en í Afríku Íslendingar eru einkar vel settir hvað varðar aðgang að „bláa gullinu“ enda er ferskvatns- auðlind þjóðarinnar um 670.000 rúmmetrar á mann á ári, eða yfir hundraðfalt meiri en margra Afríkuríkja. Vatnsskortur er svæðisbundinn vandi sem á sér flóknar og margþættar orsakir. Víða verður hægt að vinna gegn honum með háþróaðri vatnshreinsun, tækni sem fjárfestar kunna að sýna aukinn áhuga á næstu áratugum. Slík hreinsun er enn sem komið er fremur dýr og er ljóst að hún verður ekki á færi allra sem hennar þurfa nema til komi stórkostleg uppbygging í hinum ört vaxandi stórborgum þróunarríkjanna. Fjallað er um ýmsar hliðar vandans í Morg- unblaðinu í dag og hann settur í samhengi við getgátur um að baráttan um yfirráð yfir vatns- lindum verði einhver helsta ástæða átaka á öld- inni sem nú er að hefjast. | 10 Öld bláa gullsins runnin upp  Innan tveggja áratuga er áætlað að þrír milljarðar jarðarbúa muni búa við ótryggt vatnsframboð  Baráttan um yfirráð yfir vatnslindum kann að verða helsta ástæða átaka á þessari öld Takmörkuð auðlind VEFVARP mbl.is Gagnrýnt hefur verið að Íslend- ingar taki ekki á móti flóttamönn- um frá þeim svæðum í Mið- Austurlöndum þar sem neyðar- ástand ríkir. Íslenskar reglur um flóttamenn Verði Boris Johnson útnefndur frambjóðandi Íhaldsflokksins í borgarstjórakosningunum í Lond- on er næsta víst að baráttan verður hörð og áhugaverð. Orðheppinn sérvitringur Enn í dag, fimmtíu og fimm árum eftir andlát Evu Perón, skiptast Argentínubúar í tvær fylkingar; þá sem elska hana og þá sem fyrirlíta hana. Ennþá grætur Argentína RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum í fyrradag tillögu Krist- jáns L. Möller samgönguráðherra þess efnis að framkvæmdum við Ak- ureyrarflugvöll skuli flýtt um eitt ár og verði þeim lokið haustið 2008. Kristján sagði í samtali við Morg- unblaðið að framkvæmdirnar fælust í því að flugbrautin yrði lengd um 500 metra og öll brautin malbikuð að nýju. Þá verði útbúin öryggissvæði við enda flugbrautarinnar og ný að- flugstæki af bestu gerð keypt. „Þetta er brýnt hagsmunamál fyr- ir Norðlendinga og augljóst hagræði er í því að klára allar framkvæmdir á næsta ári,“ sagði Kristján. „Þetta stóreykur nýtingu flugvallarins og er til mikilla bóta fyrir ferðaþjón- ustuna á Akureyri og reyndar Norð- urlandi öllu. Þetta kemur einnig fisk- útflutningi með flugi til góða. Þetta er viðbót við þær mótvægisaðgerðir sem áður hafa verið kynntar vegna niðurskurðar á þorskveiðiheimild- um.“ Styrkja atvinnulífið Kristján segir að þessar fram- kvæmdir séu liður í þeim áformum stjórnvalda að skjóta styrkari stoð- um undir þróun atvinnulífs á lands- byggðinni. Hann bendir á að at- vinnusvæðið við Eyjafjörð stækki mjög þegar Héðinsfjarðargöngin verða tekin í notkun árið 2009. Þá líði væntanlega ekki mörg ár þar til Vaðlaheiðargöngin verði orðin að veruleika og þá verði svæðið á milli Húsavíkur og Siglufjarðar ein sam- tengd þjónustuheild. Menn hljóti því að gera meiri kröfur til þeirrar þjón- ustu sem hægt er að veita um Ak- ureyrarflugvöll en hlutverk hans í frekari þróun þessa landsvæðis sé afar mikilvægt. Gagnrýni byggð á misskilningi Samgönguráðherra segir að sú gagnrýni sem hefur komið fram á mótvægisaðgerðinar sé byggð á mis- skilningi. „Þessum samgöngubótum er fyrst og fremst ætlað að styrkja innviði sveitarfélaganna. Við vitum mætavel að það fá ekki allir, sem missa vinnuna við veiðar eða vinnslu sjávarafurða, störf við vegagerð, enda var það alls ekki ætlunin. Þess- ar aðgerðir, sem verður hrint í fram- kvæmd á næstu tveimur árum, hefðu þurft að vera komnar til skjalanna fyrir 30-40 árum. Þá væri ástandið ekki jafnslæmt og raun bæri vitni. Það verður betra að búa á þeim svæðum á landinu þar sem sam- göngubæturnar koma. Þar aukum við öryggi vegfarenda, sameinum at- vinnusvæði og tryggjum aðgang að allri lykilþjónustu.“ Ný tækifæri til sóknar Kristján segir að þrátt fyrir að ákvörðun um niðurskurð aflaheim- ilda hafi verið erfið sé ekki hægt að mæla á móti því að hún gefi mönnum ástæðu til þess að ráðast til atlögu gegn því ástandi sem ríkir á lands- byggðinni. Hann telur einnig að bætt GSM-samband og háhraðatenging- ar, sem boðaðar hafa verið, muni mjög styrkja stöðu ferðaþjónustunn- ar og ýta undir hvers kyns fjar- vinnslu. Ráðherra kvaðst álíta heppilegt að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni enda mæltu ýmis rök með því. Þá taldi hann líklegt að stofnað yrði opinbert hlutafélag um Kefla- víkurflugvöll þegar málefni hans flytjast undir samgönguráðuneytið um næstu áramót.| 22 Samgönguráðherra telur greiðar samgöngur lykil að nýsköpun atvinnuveganna Morgunblaðið/G.Rúnar Kristján L. Möller „Við megum ekki leggja árar í bát heldur leita nýrra tækifæra. Þau felast í bættum samgöngum og nýrri tækni um allt land.“ Framkvæmd- um verði flýtt um eitt ár Flugvöllurinn á Akureyri endur- nýjaður og lengdur um 500 metra Eftir Arnþór Helgason arnthorh@mbl.is VIKUSPEGILL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.